Fréttir

Tölublað

Fréttir - 02.10.1915, Blaðsíða 3

Fréttir - 02.10.1915, Blaðsíða 3
[2. okt. FRETTIR OIOOOOOOOOOOOC FRETTIR koma út hvern virkan dag kl. 12 á hádegi. Ritstjóri: Einar Gunnarsson. Hittist daglega heima (Laufásv. 17) kl. 2-3. Sími 528. Afgreiðslan er í Aðalstræti 8 uppi, gegnt »Reykjavíkurkaffl«, opin kl. 12—3 og 4—6. Sími 529. Auglýsingar má aíhenda í afgreiösluna eða í prentsm. Gutenberg, Sími 47Í. Einnig er tekið við smáauglýsingum (gegn borgun) virka daga: í tóbaksbúð R. Levi's. til kl. 11 síðd. og verzl. Kaupangi til kl. 8 síðdegis. 30000 O OOOOOOOOOi Bæjarfréttir (frh.) Pessir skólar voru settir í gær: Mentaskolinn. Nemendur eru um 160, og er það fleira en nokk- uru sinni áður. Þar af eru yfir hundrað í lærdómsdeildinni Fáeinir nemendur ókomnir, en flestir þeirra koma með „Floru". Kvennaskólinn. Þar eru 102 námsmeyjar. Af þeim eru 12 í hússtjórnardeild skólans. StýrimannasJcólinn. Nemendur um 60. Barnaskólinn. 1 honum eru 1100 börn. Verslunarskólinn. Um hann sóttu 67, en ekki komust að nema um 50. Séra ufeigur Vigfússon í. Fellsmúla kom til bæjarins í gær. Hann segir góða tíð og heilsu- far eystra. Framanaf lítið gras, einkum á harðlendi, en batnaði er fram í sótti. Verslunin Björn Kristjánsson. Vandaöar vörur. Ódýrar vörur. IVýkoiiiiíiar miiii&r oyrgölr af mjög- rönduðum og óclýrimti Vefnaðarvörum t. d. flonel, Kjóla- og Svurtfutau, Tvisttau, fatatau o. fl. Nýja* kartöí lnr ódýrastar á Frakkastíg 7. Ágætt ameríkansH Iii sem allir þurfa að fá sér, fæst á Frakkastíg* 7. Utan af landi. Rafmagnsstöðin í Testna.eyjnm. Hún er nú tekin til starfa og eru allar götur þar uppljómaðar og svo auðvitað húsin. Kunna bæjarbúar þessari uppljómun hið besta. Kveðjnsamsæti var Birni Blöndal héraðslækni á Hvammstanga haldið í gær- kveldi. Læknirinn leggur af stað i dag alfarinn hingað ásamt konu og sumum börnum sínum. Koma þau hingað með Ingólfi á þriðju- daginn. er best og ódýrust á Frakkastíg- 7. grúkuð r 1 frí keypt hæsta verði á Frakkastíg 7. Fangalíf í tfúéúi Göttingea í ágúst 1915. Um þessar mundir má óhætt svo að orði kveða, að hjá öllum stærri borgum í Þýska- landi geti að líta fangavistir. Fyrirkomulag þeirra er að mestu leyti hið sama alstaðar, og meðferð fanganna svipuð, þó getur að sjálfsögðu ekki hjá þvi farið að viðurgjörn- ingar þeirra fari nokkuð eftir skaplyndi þeirra sem settir eru til að gæta hinna herteknu manna. — Eg heíi haft tækifæri til að kynna mér mjög gaumgæfilega fangavislirnar hjá Gött- ingen, og munu þær vera fyrirmynd slíkra fangabúslaða, og mun þeirra verða minst að verðleikum þegar saga striðsfanganna verður skráð. — Á snotrum stað rétt utan við borgina hefir verið reistur dálítill bær með amerísku sniði, eru allar göturnar þráðbeinar og mynda því rétt horn, þar sem þær skerast. Aðalgatan sem skiftir þorpinu í tvo hluta, er yfir 30 metrar á breidd, fangarnir hafa sjáliir skírt þessa götu »Boulevard des Alliés«, og hefir á helming hennar verið plantað — ekki kast- aniutrjám eins og venja er á slikum götum — heldur karlöflugrasi. í þorpinu eru 85 skólar og tekur hver þeirra 120 manns að meðaltali, og gætu þannig rúmir 10 þúsund fangar komist fyrir þarna, en hafa hingað til ekki verið nema um 7000, sem sé um 3000 Frakkar, 2000 Englendingar, 1500 Belgir og 800 Rússar; með Frökkum eru taldir nokkrir blámenn frá Senegal og Alsírbúar, eru þeir ekki margir að tölu, en auka fjölbreytnina í þessum sundurleita hóp. Við niðurskipun í skólana hefir að mestu ráðið þjóðerni, og eru þannig enskir skólar, franskir skólar o. s. frv. Þó hafa verið gerð- ar undantekningar á þessu, því oft hefir vilj- að tií, að fangar sinn hverrar þjóðar, hafa beðið um að fá að búa saman, og hefir ver- ið tekið tillit til þess eftir föngum. í hverj- um skóla eru 2 stór herbergi og 2 minni, eru hermenn af lægri stéttunum látnir búa í stóru herbcrgjunum, venjulega um 40 saman, enda eru þeir í yfirgnæfandi meiri hluta. í minni herbergjunum, sem taka 3—Smenn búa svo fyrst og fremst undirfyrirliðarnir, en svo eru sumir fangarnir, sérstaklega hinir frönsku og belgisku, mjög vel mentaðir menn, og hefir þeim öllum verið fenginn bústaður í hinum smærri herbergjum, og var gaman að sjá hvernig sumir þeirra, með litlum út- búningi, höfðu komið laglega fyrir hjá sér. Það er sameiginlegt með öllum stríðsföngum, að þeir reyna að prýða hjá sér veggina eða að minsta kosti þilið yfir rúminu sínu með kortum og myndum. í einu herberginu, þar sem búið höfðu belgiskir stúdentar, sá eg góða mynd af Roald Amundsen i heimskauta- búningi. Það sem komið hefir orði á fangavistirnar hjá Göttingen, er samt sem áður ekkert af hinum ytri kostum, sem að framan eru taldir. Erfiðasta viðfangsefnið er alstaðar að sjá föngunum fyrir starfa. »Ohne Arbeit keine Ruhe« (án vinnu engin ró), segja Þjóðverjar, og er það hverju orði sannara, og það ligg- ur í augum uppi, að það hlýtur að verá mjög erfitt að sjá öllum þessum mannfjölda fyrir vinnu. Að sumrinu er hægt að láta hina ómentuðu hermenn af lægri stéttunum vinna alskonar útivinnu, og hefir það verið gert eftir föngum, fá þeir þá lítilsháttar dag- laun, venjulega 20—25 aura. Menn mega ekki halda að fangarnir álíti þetta áþjánar- vinnu, þeir eru þvert á móti mjög fúsir til þessarar vinnu og fá færri að komast að en vilja, og verður því að sjá föngunm fyrir einhverju sér til afþreyingar heima fyrir,

x

Fréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir
https://timarit.is/publication/179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.