Dagblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 04.09.1980, Blaðsíða 1
fljáiSty áháð daumað RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAROG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI ll.-AÐALSlMI 27022. 6. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1980 — 201. TBL. Nóg vinna handa ungu sérfræðing- unum: „Ungu læknun- um er engin vorkunn” — segir formaður Heimiiislækna- félags Reykja- víkur — sjá bls. 17 Þörfnumst full- tingis allra góðra manna — sjá kjallaragrein Sveins Sæm- undssonar, blaðafulltrúa Flugleiða á bls. ll Stjórnin á Flugleiðum: „Mjög fáir styðja forstjórann heils hugar” — segir Kristjana Milia Thorstein- son í viðtali á bls. 13 i batnar banakríngluverkur fíugleiða: Tapið 4,5 milljarðar á síðustu flugvélakaupum — vélar af gerðinni 727-200 ganga nú á tæplega hálfvirði nýrra véla á heimsmarkaði Nýjasta flugvél Flugleiða, Boeing 727-200 vélin sem kom í fyrsta sinn tii íslands um miðjan júnímánuð, reynist nú hafa verið félaginu dýr fjárfesting og óheppileg. Svo mikið framboð er nú i heiminum af þessuni vélum vegna kreppunnar i flugmálum heimsins að gangverð freirra er ekki helmingur af kaupverði vélar Flug- leiða í júnímánuði. Kaupverð vélarinnar var rétt um 8,5 milljarðar ísl. króna. Gekk Landsbankinn i það að útvega lán til kaupanna með ábyrgð ríkisins að bakhjarli. Lánið fékkst hjá Scandin- aviska bankanum og (taðóvenjulega við lántökuna er, að lán var tekið upp á 9 ntilljarða ísl. króna til að kaupa vél sem kostaði 8,5 milljarða isl. króna. Annaðóvenjulegtvið lántökuna og rikisábyrgðina er að engin þinglýsing hefur farið fram vegna lánsins, að þvi að heimildir, sem DB telur trúverðug- ar, fullyrða. Eins og fyrr segir er mikil kreppa í flugmálum heimsins og mörg- af stærstu flugfélögunt heims hafa neyðzt til að selja flugvélar og hús- eignir til að bjarga fjármálum sínum. Þannig hefur margoft komið fram að Braniff flugfélagið hefur sett allar nýju vélarnar sínar af 727-200 gerð- inni á sölulista. En framboð slikra véla er nú svo mikið að verð hefur hríðfallið. Er nú hægt að fá slikar vélar fyrir um 4 milljarða isl. króna vegna neyðarástandsins hjá stóru flugfélögunum sem í kreppu eru lent. Fullyrða má því að Flugleiðir hafi, miðað við kaupverð vélarinnar i júni og markaðsverð slikra véla í dag lítið notaðra, tapað yfir helmingi kaup- verðsins eða 4—4,5 milljörðum ísl. króna. En eins og allt er nú i pottinn búið er ekki annað sýnna en þetta fjármálaævintýri lendi á ríkinu eða réttara sagt skattþegnum landsins. -A.SI. Sjónvarpsmönnum meinaður aðgangur að Laugardalsvelli: Framkvæmdastjórinn lagðist fyrir sjón- varpsbílinn í hliðinu Kjartan Trausti Sigurðsson, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur lagzt fyrir sjónvarpsbílinn og hindrar hann þannig í að komast inn á völlinn. Bjarni Felixson, íþróttafréttamaður sjónvarps- íns, er fremst á myndinni og brosir yfir aðfórunum. DB-mynd: Bjarnleifur. — sjá baksíðu Hver er árs reynslan af breyttum afgreiðslutíma vínveitingahúsa? Fólk kemur seinna og tekjurnar eru minni — segja veitingamenn, en vilja þó ekki hverfa aftur til gamla lágsins — sjá bls. 12

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.