Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1940, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1940, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 339 / ur hjelt saman brjefum sínum og eru þau nú í Landsbókasafninu, um 1700 að tölu. Auk brjefa frá fjölmörgum prestum eru þar m. a. um 200 brjef frá Jóni Borgfirð- ingi, 114 brjef frá dr. Finni Jóns- syni, 80 frá dr. Jóni Þorkelssyni og auk þess allmörg brjef frá Skúla Thoroddsen, Ólafi Davíðs- syni, Sir William Craigie, Gísla Konráðssyni, Þorsteini Erlings- syni, Jóni Árnasyni bókaverði o. fl. merkum mönnum. ★ í júlímánuði árið 1900 bar fræg- an gest að garði í Höfða, er Frið- þjófur Nansen heimsótti fræðaþul- inn Sighvat. Getur Nansen um þessa heimsókn sína í grein, er hann ritaði þegar heim kom, og skal hjer að lokum tilfærður kafli úr frásögn hans, tekinn eftir Lög- rjettu 1930. Sighvatur var að slætti, er Nansen bar að garði, og ræddust þeir fyrst við úti á túni: Svo spurði hann mig, hvort jeg vildi ekki ganga í hæ- inn. Gegnum lág, krókótt og dimm göng, næstum því eins og göng í Eskimóakofa, komum við inn í herbergi, þar sem svo var lágt undir loft, að jeg gat ekki stað- ið upprjettur. Þar var bókum í bögglum hlaðið upp meðfram veggjunum, flestar voru þær ó- bundnar og margvíslegar voru þær, „Familie-Journaler“ og sög- ur. Svo var gengið upp stiga upp á loft. Þar var baðstofa undir sperruloftinu, setustofa, vinnu- stofa og svefnherbergi allrar fjöl- skyldunnar. Þarna voru verkfæri hans, penni og blek, á borði við gluggann. En þegar hann skrifaði sat hann á stól og hafði fjöl í kjöltu sjer. Og eftir því sem jeg komst næst eyddi hann þarna mestum vetrinum og þeim tíma öðrum, þegar hann var ekki að búverkum sínum. — Svo dró hann fram handritin sín, sex þykk bindi um íslenska presta, vel og þjett skrifuð, og svo komu þar að auki önnur viðbótarbindi. Um efnið get jeg ekki dæmt. En það eitt að skrifa þetta var óskapa vinna. Og það er gert í fullu vonleysi um það, að koma því nokkurntíma á prent. Það á að vera verk, sem hann arfleiðir komandi kynslóðir tflmttnu ' '&rrút: J Uútfi'/asuáf ^ il/2 éU/ / S2r /7&Cu úfff, (4cr*‘ ulír ntyt V rl£*u< JLstsuWf' Rithönd Sighvats Borgfirðings. (Formálsorð að Prestaæfum). að og á að varðveita það í sjálfu Iláskólabókasafninu í Kaupmanna- liöfn (ef það fer þá ekki nú til Landsbókasafnsins í Reykjavík). Sannarlega dáðist jeg að þessum gamla manni, þegar jeg stóð þarna í þröngu herberginu. Fyrir hvern vann hann? Ekki fyrir frægðina. — Það skyldi þá vera frægð eft- irmælisins? Eða vann hann fyrir mannkynið? Fátækur eins og Job í þessu umhverfi, með óþjett torf- ið yfir höfði sjer. Aldrei hafði hann lært neitt, einungis rótað í jörðinni .... Óþjett? Það var svo lekt þetta torfþak, að þegar rigndi varð hann að sitja hálfboginn yf- ir handritinu, til þess að ekki læki ofan á pappírinn, heldur of- an á bakið á sjálfum honum“. Skák Haustmót Taflfjelags Rvíkur 1940. Albinsbragð. Hvítt: Hafsteinn Gíslason. Svart: Guðmundur Ólafsson. 1. d4, d5; 2. c4, e5; (Albinbragð er nú lítið teflt og gefur hvítu betri stöðu ef rjett er á haldið. Betra er 1. d4, Rf6; 2. c4, e5; hiu svonefnda Budapestar-vörn.) 3. dxe, d4; (Svart fórnar peði til þess að opna stöðuna. Auk þess torveldar peðið á d4 útkomu hvítu mannanna. Svart hefir þó engin tök á að ná aftur peðinu á e5, nema á kostnað stöðunnar.) 4. a3, (Betra er Rf3.) 4......R«6; 5. Rf3, Be6; 6. Dc2, (Betra var 6. Rbd2, Rge7; 7. g3, Rg6; 8. Bg2, og síðan b4 og Bb2, með yfir- burðastöðu á hvítt.) 6....Rge7, 7. e3, Rg6; 8. De4, pxp; 9. Dxp?, (Hvítt hefir sennilega ætlað sjer að leika seinna b4 og Bb2, en eins og skákin teflist frýs biskup- inn inni á cl. Miklu betra var 9. Bxp, og svart á vandasama stöðu.) 9.....Bg4; 10. Be2, (Betra var Rbd2.) 10....... Be7; 11. 0—0, BxR; 12. BxB, Rgxe5; 13. Bd5, 0—0; 14. Rc3, Bf6; 15. Re4, He8; 16. f4 ? ?, (Á haustmótum eru menn óæfðir. Það er eina skýringin á þessum hræðilega leik.) 16...... Rxc4; 17. Df3, Rd4!; 18. Dh4, g6; 19. Bxf7-þ, (Ddl hefði veitt meira viðnám.) 19.....KxB; 20. Dxp-(-, Bg7; 21. Rf6+, Kf6!; 22. Dh4, Rf5; 23. Dh3, (Staðan er nú ljett unnin á svart.) 23......Dd4+! 24. Khl, He2; 25. Hbl, Hae8; 26. b3, Hel; 27. Df3, HxH; 28. DxH, Dd3!; 29. Bb2, RxB; og hvítt gaf nokkrum leikjum seinna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.