Morgunblaðið - 05.01.2010, Síða 1

Morgunblaðið - 05.01.2010, Síða 1
ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010 íþróttir Krísa Alex Ferguson beitir væntanlega „hárþurrkunni“ á sína menn þessa dagana. Tveir ósigrar Manchester United á Old Trafford með stuttu millibili 4 Íþróttir mbl.is „ÉG er klár í slaginn og hlakka til að takast á við þetta verkefni,“ sagði Gunnar Sverris- son í gær en hann hefur verið ráðinn þjálf- ari karlaliðs ÍR í körfuknattleik. Gunnar tekur við af Jóni Arnari Ingvarssyni sem hætti í lok sl. árs af persónulegum ástæð- um. Jón Arnar hafði þjálfað lið ÍR frá tíma- bilinu 2006-2007 og undir hans stjórn varð liðið bikarmeistari í Subwaybikarnum. ÍR- ingar eru í 7. sæti úrvalsdeildarinnar eftir leiknir í Kennaraháskólanum þar sem liðið æfir tvisvar í viku. „Við æfum líka í Selja- skólanum og Breiðholtsskóla. Það tekur töluvert á fyrir liðið að æfa nánast aldrei á sama staðnum og á mismunandi undirlagi. Vonandi fá ÍR-ingar íþróttahús við félags- heimilið í Mjódd á allra næstu misserum,“ bætti Gunnar við. Fyrsti leikur ÍR undir stjórn Gunnars verður gegn Njarðvík á útivelli þann 11. janúar. seth@mbl.is krossbandi. „Það hefur gengið á ýmsu hjá ÍR í vetur. Sveinbjörn meiðist og Eiríkur Önundarson kemur seint inn í þetta vegna meiðsla á hné. Ég hlakka til að fá tækifæri með þetta lið,“ sagði Gunnar en hann er yf- irþjálfari yngri flokka ÍR og þjálfar sjálfur þrjá yngri flokka. Æfa út um alla borg ÍR-ingar æfa út um alla borg eins og þjálfarinn orðar það. Heimaleikir liðsins eru ellefu umferðir af 22 og hafa unnið fimm af ellefu leikjum sínum. Gunnar þjálfaði lið Þórs frá Akureyri í úrvalsdeildinni veturinn 1997-1998 þar sem liðið endaði í 11. sæti af alls 12. Hann þjálfaði lið ÍR í hálfan vetur ásamt Jóni Erni Guðmundssyni 2005-2006. ÍR-ingar eru í 7. sæti deildarinanr með 10 stig að loknum 11 leikjum. Landsliðs- maðurinn Sveinbjörn Claessen meiddist illa á hné í upphafi tímabilsins og verður hann ekkert með liðinu í vetur eftir aðgerð á Hlakka til að fá þetta tækifæri  Gunnar Sverrisson ráðinn þjálfari ÍR-inga  Tekur við af Jóni Arnari  Fyrsti leikur gegn Njarðvík SÆNSKA knattspyrnufélagið Kristianstad til- kynnti í gær að það hefði gert nýja tveggja ára samninga við íslensku landsliðskonurnar Margréti Láru Viðarsdóttur, Erlu Steinu Arn- ardóttur og Guðnýju Björk Óðinsdóttur. El- ísabet Gunnarsdóttir þjálfari samdi fyrir nokkru við félagið að nýju til tveggja ára. Erla Steina hefur leikið með Kristianstad frá haustinu 2007 þegar hún tók þátt í loka- spretti liðsins í 1. deild. Hún hefur síðan leikið með því í úrvalsdeildinni undanfarin tvö tíma- bil og leikið 42 af 44 leikjum liðsins á þeim tíma, hvern einasta í byrjunarliði, og skorað 3 mörk. Guðný Björk kom til Kristianstad frá Val fyrir ári. Hún lék alla 22 deildaleiki liðsins á árinu 2009, alla í byrjunarliði. Margrét Lára kom til Kristianstad frá Lin- köping í júlí og spilaði níu síðustu leiki þess í úr- valsdeildinni, alla í byrjunarliði, og skoraði eitt mark. Ulf Berglund, íþróttastjóri Kristianstad, lýsti yfir mikilli ánægju með íslensku leikmennina á vef félagsins í gær. Hann sagði að Erla væri mikill leiðtogi og komin í hóp þeirra reyndustu í liðinu, Guðný setti svip sinn á allar æfingar og alla leiki með ákveðni og vinnusemi, og Margrét Lára ætti mikið inni eftir að hafa spilað meidd allt síð- asta tímabil. vs@mbl.is Margrét, Erla og Guðný sömdu við Kristianstad Margrét Lára Viðarsdóttir HREIÐAR Levy Guðmundsson er annar tveggja markvarða íslenska landsliðsins í handknattleik sem leikur í úrslitakeppni Evrópumótsins í Aust- urríki 19.-31. janúar. Hreiðar er 29 ára gamall, fæddur 29. nóvember 1980. Hann hefur spilað 88 A-landsleiki fyrir Ís- lands hönd og skorað í þeim 2 mörk. Hann var í liðinu sem fékk silfurverðlaunin á ÓL í Peking 2008. Hreiðar er ÍR-ingur að upplagi og lék með meistaraflokki ÍR til ársins 2005. Hann var tvö ár norðan heiða og lék með KA og síðan Akureyri. Þaðan fór hann 2007 til Sävehof í Svíþjóð og síð- asta sumar til Emsdetten í Þýskalandi. Þar er hann með liði sínu í baráttu um sæti í efstu deild en Emsdetten er í öðru sæti norðurriðils 2. deildar. FYRSTI LEIKUR ÍSLANDS Á EM Í AUSTURRÍKI ER EFTIR 14 DAGA Hreiðar Levy Guðmundsson STUTTUR og snarpur undirbún- ingur karlalandsliðsins í handknatt- leik fyrir Evrópumótið í Austurríki hófst í gærmorgun. Það eru aðeins tvær vikur í fyrsta leikinn á mótinu en hann er gegn Serbum í Linz þriðjudaginn 19. janúar. Fram að þeim tíma æfir íslenska liðið stíft og spilar fimm landsleiki, þann síðasta aðeins tveimur dögum fyrir Serb- aleikinn. Íslenska liðið kom saman í nýja handboltasalnum í Kórnum í Kópa- vogi. Einum leikmanni var bætt við hópinn í gær en það er Rúnar Kára- son, leikmaður Füsche Berlín. Þar með skipa 18 leikmenn hópinn en sextán fara til Austurríkis. Reyndar verður hægt að bæta við allt að þremur leikmönnum þegar líður á keppnina. Eins og áður hefur komið fram eru Þórir Ólafsson og Logi Geirsson að jafna sig af meiðslum. Þeir voru báðir á æfingunni í gær en það skýrist á næstu dögum hvort þeir verði leikfærir í tæka tíð. Ísland leikur fyrst við Serbíu, síð- an við Austurríki og loks við Dan- mörku í Linz en þrjú efstu liðin kom- ast í milliriðil. vs@mbl.is Morgunblaðið/Heiddi Varið? Björgvin Páll Gústavsson markvörður freistar þess að verja frá Arnóri Atlasyni á æfingu í gær. Alexander Petersson fylgist grannt með. Tvær vikur í leikinn við Serba

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.