Morgunblaðið - 05.01.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.01.2010, Blaðsíða 4
4 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. JANÚAR 2010 Frjáls-íþróttafólkið Einar Daði Lár- usson og Jó- hanna Ingadóttir voru á sunnudag útnefnd íþrótta- maður og íþrótta- kona ÍR fyrir árið 2009. Kjörið fór fram í 18. skipti og var því lýst með viðhöfn í ÍR-heimilinu. Bæði Einar og Jóhanna náðu góðum árangri í sínum greinum á nýliðnu ári. Einar varð m.a. Norðurlandameistari í 400 m grindahlaupi í flokki 19 ára og yngri og Jóhanna hjó nærri Íslands- metinu í langstökki kvenna.    Diego Björn Valencia, karate-maður, er íþróttamaður Vík- ings í Reykjavík árið 2009. Kjöri hans var lýst 30. desember í Víkinni. Diego varð Íslandsmeistari í +85 kg og opnum flokki á nýliðnu ári.    Fimleikakonan Embla Jóhann-esdóttir var á gamlársdag út- nefnd íþróttamaður Gróttu fyrir ár- ið 2009. Embla er 15 ára gömul og hefur æft fimleika hjá Gróttu frá barnæsku. Hún stóð sig ákaflega vel á mótum innanlands á árinu og átti sæti í landsliði Íslands í fimleikum. Embla varð í 3. sæti í fjölþraut á NM unglinga, varð önnur á gólfæf- ingum á sama móti og sigraði á móti í Mílanó. Þá varð hún í þriðja sæti í fjölþraut á Íslandsmótinu og hlaut silfur fyrir gólfæfingar.    Ásdís Hjálms-dóttir, Ís- landsmethafi í spjótkasti kvenna, er íþróttamaður Ár- manns fyrir ný- liðið ár en kjörið fór fram í 121 árs afmæli félagsins á dögunum. Við sama tækifæri var frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir valin efnilegasti íþróttamaður Ármenninga. Ásdís var í lok árs fremst í flokki íslenskra frjálsíþróttamanna samkvæmt af- rekslista Alþjóða frjálsíþrótta- sambandsins. Hún er í 22. sæti á heimslista í spjótkasti. Hún er í 16. sæti Evrópu í sinni grein og fremst spjótkastskvenna á Norðurlöndum. Helga Margrét er 18 ára gömul og er ein efnilegasta sjöþrautarkona heims um þessar mundir.    Goran Pandev landsliðsmaðurMakedóníu í knattspyrnu gekk í raðir Ítalíumeistara Inter í gær og skrifaði undir fimm ára samning við félagið. Pandev var samningslaus hjá Lazio í lok desember og vildi ekki gera nýjan samning þar. Hann er 26 ára sóknarmaður sem hefur leikið með Lazio frá 2004. Hann hef- ur leikið 52 leiki fyrir Makedóníu og skorað í þeim 22 mörk.    Belgíska tenniskonan Justin Hen-in sneri aftur inn á keppnisvöll- inn í gær þegar hún lagði Nadiu Petrovu frá Rússlandi, 7:5 og 7:5, í 1. umferð á alþjóðlegu móti í Bris- bane í Ástralíu. Henin, sem er 27 ára gömul, var hætt keppni en ákvað seint á síðasta ári að taka fram tenn- isspaðann á nýjan leik. Þrátt fyrir að 20 mánaða hlé frá keppni sýndi sú belgíska að hún hef- ur engu gleymt hvað keppnisskapið varðar og tókst með hörku að knýja fram sigur.    Þrír leikmenn danska handknatt-leiksliðsins GOG, sem Guð- mundur Þ. Guðmundsson landsliðs- þjálfari stýrir, hafa kosið að yfirgefa liðið. Peter Svensson, Fredrik Pet- ersen og Minik Dahl Høegh. Pet- ersen fer til Spánar en hinir til ann- arra liða í dönsku úrvalsdeildinni. Fólk sport@mbl.is Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is Á UNDANFÖRNUM vikum hefur liðið mátt sætta sig við 0:1 tap á heimavelli gegn Aston Villa, 0:3 skell á móti Fulham á Craven Cott- age og tapið á móti Leeds hefur kallað fram margar spurningar. Manchester United, sem hefur hampað Englandsmeistaratitlinum undanfarin þrjú ár, hefur tapað fimm leikjum af 20 í úrvalsdeildinni og „leikhús draumanna“ eins og heimavöllur félagsins, Old Trafford, er svo oft nefndur er ekki lengur óvinnandi vígi fyrir mótherjana. Aston Villa vann um miðjan síðasta mánuð sinn fyrsta leik á Old Traff- ord í 26 ár og Leeds United bætti um betur og hrósaði sigri þar í fyrsta sinn í 29 ár. Þá beið United lægri hlut fyrir tyrkneska liðinu Besiktas á heimavelli í Meistara- deildinni í ágúst. Ferguson sótillur Sir Alex Ferguson upplifði í fyrsta sinn á 23 ára starfstíma sín- um hjá Manchester United að sjá lið sitt tapa fyrir neðri deildarliði í bikarkeppninni og Skotinn, sem á gamlársdag varð 68 ára gamall, var sótrauður af illsku eftir leikinn á móti Leeds. Hann gagnrýndi sína menn harkalega fyrir slaka frammi- stöðu, sagðist hissa og hneykslaður, og upplýsti að sumir þeirra yrðu ekki valdir í leikmannahópinn sem mætir Manchester City á útivelli í fyrri viðureign Manchester-liðanna í undanúrslitum ensku deildabikar- keppninnar annað kvöld. ,,Við erum mannlegir og stundum er frammistaðan með þeim hætti að þú ert undrandi. En ég átti ekki von á því í leik á móti Leeds. Ég var hneykslaður og um leið hissa á lé- legri frammistöðu liðsins,“ sagði Ferguson við MUTV sjónvarpsstöð- ina eftir leikinn. Erfiður leikur á St.Andrews Ferguson ætlaði sér alla leið í bikarnum þetta árið en Manchester United er það félag sem oftast allra liða hefur hampað bikarmeistara- titlinum eða 11 sinnum sinnum, síð- ast fyrir sex árum. Eftir leikinn gegn Manchester City eiga Englandsmeistararnir annað erfitt verkefni fyrir höndum en um næstu helgi sækja þeir spútniklið Birmingham heim á St.Andrews. Birmingham er ósigrað í 11 leikjum í röð í deildinni svo lærisveinar Sir Alex þurfa að girða sig í brók ætli þeir að fara með sig- ur af hólmi úr þeim leik. Sakna Cristiano Ronaldo Sir Alex og margir leikmanna Manchester United hafa sagt að brotthvarf Cristiano Ronaldo úr lið- inu hafi ekki haft áhrif á það en sparkspekingar sem ekki tengjast liðinu eru ekki í nokkrum vafa um að United-liðið er töluvert veikara í ár en undanfarin tímabil og greini- legt að liðsmenn sakna Ronaldos. Ekvadorinn Antonio Valencia átti að fylla skarð Portúgalans en hefur tekist það misjafnlega þó svo að af og til hafi hann sýnt lipra takta. Þá hefur Dimitar Berbatov verið eins og ,,draugur“ inni á vellinum í mörgum leikjum og sóknarleikurinn nánast allur verið á herðum Wayne Rooney. Þá hefur ekki bætt úr skák fyrir meistarana öll þau meiðsli sem herjað hafa á varnarmenn liðsins. Þrír titlar enn í boði Ef að líkum lætur eru hárþurrku- dagar á æfingasvæði Manchester- liðsins næstu dagana undir öruggri handleiðslu Sir Alex Ferguson og hver veit nema að honum takist að stappa stálinu í sína menn. Það hef- ur þessi frábæri knattspyrnustjóri oftast gert og á nú, þegar einn bik- ar er genginn honum úr greipum, mun hann leggja allt kapp á að vinna í það minnsta tvo af þeim þremur titlum sem í boði eru fyrir hans lið. Í úrvalsdeildinni þarf Ferguson að skjóta Chelsea og Ars- enal ref fyrir rass og í Meistara- deildinni eru mótherjarnir ekki af lakara taginu í 16-liða úrslitunum sem verða í næsta mánuði. Sjöfaldir Evrópumeistarar AC Milan etja kappi við Manchester United með David nokkrun Beckham innan- borðs. Reuters Tíminn Alex Ferguson hefur að undanförnu verið tíðrætt um vanhæfi dómara til að ákvarða réttan uppbótartíma. United hefur fallið á tíma í nokkrum leikjum að undanförnu, m.a. í bikarleiknum gegn Leeds á sunnudaginn. Hárþurrkudagar hjá Ferguson á Old Trafford Það hriktir svo sannarlega í stoðum hjá Englandsmeisturum Manchester United. Eftir ósigur á heimavelli gegn 2. deildarliði Leeds í bikarkeppninni á Old Trafford, 0:1, í fyrradag velta margir því fyrir sér hvað sé eiginlega að gerast í herbúðum Rauðu djöfl- anna.  Krísa hjá Englandsmeisturum Manchester United  Old Trafford er ekki lengur óvinnandi vígi  Ósigrar gegn Aston Villa og 2. deildarliði Leeds United Í HNOTSKURN »Manchester United hefurtapað þrívegis með stuttu millibili, þar af tveimur leikj- um á heimavelli. »United var slegið út í bik-arnum af 2. deildarliði Leeds á heimavelli og féll þar með í fyrsta skipti fyrir liði ut- an úrvalsdeildar undir stjórn Alex Fergusons. »Næsti leikur er á útivelligegn Birmingham sem hefur ekki tapað í 11 leikjum í röð. Reuters Daprir Wayne Rooney og Dimitar Berbatov eru áhyggjufullir þar sem þeir bíða þess að hefja leik á ný eftir markið sem Leeds skoraði á sunnudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.