Akureyri


Akureyri - 21.11.2013, Blaðsíða 21

Akureyri - 21.11.2013, Blaðsíða 21
2121. nóvember 2013 ANDARTAK Á AKUREYRI AnDArTAK Á AKUreYrI Arndís Bergsdóttir FALLI KRÓNUNNAR MÆTT MEÐ HUGMYNDAAUÐGI „Eftir fall krónunnar uppúr hruninu 2008 varð þátttaka í alþjóðlegum samtökum vissulega erfiðari,” segja Vilborg og Svanfríður og benda t.a.m. á „fistula” aðgerðirnar sem klúbburinn greiðir fyrir en ein afleiðinganna er hækkun á þeim kostnaði. „Við höfum þó lagt okkur fram um að vera hagsýnar og lausnamiðaðar. Við viljum frekar að minna sé til umráða til að sinna okkar þörfum, t.d. að sækja alþjóðaráðstefnur Zonta og þar fram eftir götunum en að verkefnin líði fyrir breytingar á íslenskum gjaldmiðli.” Í því samhengi má nefna að konurnar í Zontaklúbbnum Þór- unni hyrnu hafa tekið á það ráð að selja veitingarnar á hinum mánaðarlegu fundum klúbbsins. „Við skipuðum matarnefnd sem sér um veitingarnar og fundarkonur greiða fyrir þær gjald sem rennur í sérstakan sjóð.” Sjóðurinn er notaður til verkefnisins sem miðar að því að útrýma ofbeldi gegn konum. HVER KRÓNA SKILAR SÉR Zontakonum er umhugað um að þeir fjármun- ir sem aflað er með sölunni á laufabrauði og öðrum fjáröflunum renni óskiptir til þeirra málefna sem þær vinna að. Vilborg og Svan- fríður segja að alþjóðlega Zontahreyfingin hafi frá stofnun unnið með Sameinuðu þjóðunum, m.a. við að koma fjármunum óskiptum til skila á rétta staði og til þeirra verkefna sem þeim er ætlað að renna. „Starfslið Sameinuðu þjóðanna og fulltrúar Zonta fara því saman á vettvang. Það veitir okkur mikið öryggi,” segja þær. „Með þessu móti sjáum við að peningarnir komast til skila og að þeir koma að góðum notum.” Séu þau verkefni sem studd eru með framlögum Zonta ekki að skila tilætluðum árangri, er fjármun- um gjarnan skilað svo þeir geti runnið til annarra verkefna. HVETJA TIL HUGREKKIS OG SAMVINNU Alls eru um þrjátíu þúsund konur í Zontahreyf- ingunni víða um heiminn. Hreyfingin hófst í Bandaríkjunum árið 1919 að lokinni fyrri heimsstyrjöldinni, um svipað leyti og konur í öllum ríkjum fengu kosningarétt. Þótt kosn- ingaréttur kvenna væri í höfn ári síðar var jafnrétti ekki náð og lítill hluti kvenna gegndi ábyrgðarstöðum á vinnumarkaði. Upphaflegur tilgangur Zontahreyfingar- innar var að bregðast við þeim mismun og lagði hreyfingin áherslu á að meðlimir væru menntaðar eða fagkonur á ýmsum sviðum vinnumarkaðarins. Með því móti yrði til net kvenna sem aðstoðaði konur við eðlilegan framgang á sínum sviðum með því að hvetja þær til samvinnu, hugrekkis og efla áhættu- sækni þeirra og sjálfstraust. Í áranna rás hefur þessi áhersla víkkað út og starfar Zontahreyfingin nú sem net kvenna úr ýmsum starfsstéttum sem vinna að jafn- rétti og bættri stöðu kvenna á ýmsum sviðum og í fjölda landa. ZONTA Á AKUREYRI Þann fjórða desember n.k. eru nákvæmlega sextíu og fimm ár frá því fyrsti Zontaklúbbur- inn var stofnaður á Akureyri. Það var Zonta- klúbbur Akureyrar sem kom Nonnahúsi - einu helsta aðdráttarafli erlendra ferðamanna í bænum – á laggirnar. Um fjörutíu árum síðar voru konurnar sem vildu vinna að málefnum kvenna, bæði innan bæjarfélagsins og á heims- vísu, orðnar svo margar að rétt þótti að stofna annan klúbb; Þórunni hyrnu. Á Íslandi eru alls átta Zontaklúbbar, tveir á Akureyri, þrír í Reykjavík og á Ísafirði, í Borgarfirði og á Selfossi, einn á hverjum stað. „Innan Zonta er áhersla á að hafa klúbbana ekki of stóra en fjölga þeim frekar. Það gerir okkur í hreyfingunni kleift að vinna að fleiri málefnum í senn,” segja Vilborg og Svanfríður. „Innan Zonta starfa aðallega konur á vinnumarkaði sem saman vinna að málefn- um þeirra kvenna sem hallar á á alþjóðlega vísu. Við þá vinnu förum við eftir alþjóðlegu skipulagi Zonta hreyfingarinnar.” UPPBYGGILEGT OG SKEMMTILEGT Auk starfsins í þágu kvenna bæði nær og fjær sé félagsskapurinn bæði uppbyggileg- ur og skemmtilegur. „Við erum venjulegar konur og venjulegir launþegar,” segja þær og Svanfríður sem er einn stofnfélaga Þóurnnar hyrnu bætir við: “Þegar ég var í námi erlendis var ég í skóla m.a. með stúlkum frá Afríku. Í gegnum þær fékk ég innsýn inn í samfélag sem annars hefði verið mér hulið. Þar að auki starfaði ég lengi sem kennari og umgengst þá stétt að mestu leyti. Zonta uppfyllti því bæði þörf mína að vinna að bættri stöðu kvenna í öðrum menningarsamfélögum og hér heima auk þess að njóta félagsskapar við konur úr mismunandi starfsstéttum.” HUGSJÓNIRNAR DRÍFA OKKUR ÁFRAM Aðspurðar hvort þær hafi orðið varar við þá gagnrýni sem höfð er um félagsskap kvenna sem starfa að góðgerðarmálum, þ.e. að góð- gerðarfélög séu fyrst og fremst til að fullnægja hjálparþörf þeirra kvenna sem vinni í þeim segja þær Vilborg og Svanfríður að gagnrýni af því tagi sé bæði úrelt og kynjuð. „Af hverju eru karlaklúbbar ekki gagnrýndir fyrir sín góðgerðarstörf?” „Hugsjónirnar drífa okkur áfram. Við viljum bæta heiminn. Það er brýnt verkefni sem því miður gengur upp og ofan. Þegar eitt mál virðist leyst skýtur annað upp kollinum,” segja þær og benda á þá miklu aukningu sem varð á mansalsmálum eftir að járntjaldið féll. „En við þurfum að sífellt að halda áfram. Hér er hörð vinna í gangi – og ekkert snobb!” AUK ÞESS AÐ starfa að mikilvægum málefnum í þágu jafnréttis segja konurnar að félagsskapurinn sé bæði skemmtilegur og gefandi. SVANFRÍÐUR LARSEN OG Vilborg Þórarinsdóttir.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.