Akureyri


Akureyri - 21.11.2013, Blaðsíða 18

Akureyri - 21.11.2013, Blaðsíða 18
18 21. nóvember 2013 Drengurinn sem aldrei var til, súrrealísk hinseginsaga Sjón hefur nýjustu skáldsögu sína, Mánastein, að öllum líkindum eins groddalega og hægt er. Í það minnsta fyrir verk sem hlýtur að kallast ljóð- rænt, sem kastar þannig böndum á lesandann og dáleiðir. Groddaleg og ljóðræn, hún er því skrifuð bæði fyrir sannleikann og fyrir ímyndunaraflið; þó er hún afskaplega hefðbundin, því Sjón, hér líkt og í síðustu bókum sínum, skrásetur og umskrifar sögu fólksins síns eða borgarinnar sem hann gengur um, hefur fylgst með og þekkir. Þetta er því borgarsaga en einnig hinsegin saga – og það á tímum spánsku veikinnar. Sjón kort- leggur Reykjavík (á ekki ósvipað- an hátt og Agnes Varda gerir í Cléo de 5 à 7, því í þessari nóvellu Sjóns mynda dauðinn og lífið einnig af- dráttarlausa einingu í samskiptum fólks) og rannsakar ýmsa afkima sem reynast, undir því augnaráði, vera athvörf fyrir forboðna óra. Lítt dulin meira að segja. Bakatil auðvitað en ekki svo fjarri og engar slæður sem hylja þá. Sjón kemst ótrúlega langt, í stuttu verki, með þennan (hinseginn) part sögunnar. Jafnvel þegar sögu- hetjan Máni yfirgefur Reykjavík, þá tekur á móti honum Haraldur Hamar; sonur þjóðskáldsins, bó- heminn, ein- stæðingurinn á Skálanum, sá sem var geltur við heimkomu sínu. Máni er ut- angarðsmaður, ekki sá fyrsti til að rata í skáldverk en áhugaverður fyrir því. Hann sér lengra en aðrir en tóm- lætið fylgir honum. Hann virðist stefnu- laus og skynjun hans óraun- veruleg, þ.e. hann skynjar næmt óraunveruleikann í kringum sig. Hann á eftir að komast til sjálfs síns. Engar andstæður virðast merk- ingarbærar aðrar en vera og neind – og þögnin sem fangar hvort tveggja frábærlega er jafn sönn og dauðinn. Máni er með öðrum orðum sveip- aður þögn. Eða dauðanum. Harm- rænn. Þannig kemst líka sögusviðið sífellt nær honum. Það er nokkur skarkali í upphafi en hann fjarar út með persónum sem hverfa úr bakgrunnin- um og skilja eftir sig næsta þögult svið. Jafnvel þöglu myndirnar eru orðnar óþægi- lega þögular. Dauðinn breyt- ist í frásagnar- lega nauðsyn því vegna hans dragast Sóla og Máni saman – drengurinn að stúlkunni sem þó virðist líkari skugga. Gamalkunnug vera úr skáld- sögum Sjóns. Tilgerðarlaus, sönn; að vissu leyti ómöguleg. Sagan er hæglát en áköf. Á köflum er veruleikinn fleygaður af andartaksunaði drengsins með ‚kónum‘ sínum og elskhugum, og svo af veikinni sem höfundur lýsir sem stjórnlausu afli. Hversdagsleikinn er þá loksins jafn sannur og mynd- ir hvíta tjaldsins sem drengurinn dýrkar og ‚hvíta tjaldið hefur rofn- að, það súgar á milli heima‘. Hvort tveggja setur heiminn á rönguna, hristir vanann af honum og losar undan tálsýnum. Ef við hugum ein- göngu að hryllingnum þá gengur Sjón afar nærri sorg annarra og ýkir með stöðugum hugrenninga- tengslum við hörmungar heims- stríðsins. Náttúruleg uppspretta óhamingjunnar, veikindin, heimilar okkur samt að sjá fegurðina – en fái stríð, eða mannvonskan sjálf, notið álíka fjarlægðar, hlýtur það einnig að verða fallegt. Sjón er enda ófor- skammaður, hann stillir upp líkum sínum, líkt og átakaljósmyndarar árdaga gerðu, svo útkoman verður sannarlega myndræn. Og fögur. Bækur Sjóns eru heimsbók- menntir að því leyti að þær fjalla jöfnum höndum um tilvistina og um listina. Þær eru tilraun um manninn en líka tilraun um form. Um hvort tveggja hefur Sjón nóg að segja. Máni er dulur og það er samúð hans með heiminum einnig. Samúð höfundar er hins vegar auð- sæ og innileg. Sjón er sennilegast húmanískasti rithöfundurinn okkar um þessar mundir og boðar dálítið fagnaðarerindi til heimsins; rótækt, erótískt, krefjandi. a Bókin um Helenu Bók Óskars Þórs Halldórssonar blaðamanns um Helenu Eyjólfs- dóttur söngkonu, Gullin ský, er bók sem verður öllum þeim sem kynnst hafa Helenu persónulega eða eiga minningar við tónlist hennar ánægjuefni. Fyrir þá sem kjósa að ævisög- ur skilji eftir sig rými til túlkunar kvikna þó spurningar um listrænt gildi framsetningar textans. Til að mynda setur fyrsti kafli bókarinnar, skrifaður út frá sjónarhóli skásetjara sögunnar, viðmið um hvernig Helena sé, áður en rödd hennar sjálfrar fær að heyrast. Þetta dregur úr slaka sem kröfuharður les- andi vill hafa til túlk- unar en engum dylst hugur að skrásetj- ari ævisögunnar ber mikla virðingu fyrir viðmælanda sínum. Skín hlýjan og jafnvel aðdáunin gegnum alla bókina. Þarna eru sögur sagðar sem ekki hafa áður verið sagðar. Sumar fjalla um hið opinbera. Aðrar snerta einkalíf. Sjálf hefur Helena sagt í blaðavið- tali að þegar hún ákvað að opna hjarta sitt fyrir skrásetjara bókarinnar hafi ekki verið mein- ingin að bókin yrði bók um hana sjálfa held- ur fremur ákveðinn menningarkafla í tónlistarsögunni. Margir munur þakka Óskari Þór Hall- dórssyni fyrir að hafa „náð Helenu á prent“. Hún er um margt einstæð og merkileg heimild. Stílllinn er stundum full hraður, ögn blaðamannslegur á köflum, en alltaf skýr og hugað vel að smáat- riðum. Annar ævisagnaritari hefði getað skrifað allt öðruvísi bók upp úr sama viðmælanda. Meginkúnst hvers höfundar í svona verki er þó að skapa traust og fá viðmælandann til að opna sig. Það tekst vel. Aðgengileiki bókarinnar mun mörgum þykja kostur og sannarlega var orðið tímabært að skrá þessa sögu. Hljóta ýmsir að þakka Helenu samfylgdina á liðnum áratugum og er það ekki þannig með öll átrúnað- argoð heimsins að okkur langar að kynnast þeim betur? Bókin um Helenu svalar þeirri þörf. a rITDómUr Gunnar M. G. Bækur Sjóns eru heimsbókmenntir að því leyti að þær fjalla jöfnum höndum um tilvistina og um listina. Þær eru tilraun um manninn en líka tilraun um form rITDómUr Björn Þorláksson

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.