Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARZ 1979
15
Alþingi rœddi
stofnun fálka-
orðunnar á
lokuðum fundi
— Rœtt við Birgi Thorlacius um
sögu fálkaorðunnar
„Áður en fálkaorðan var
stofnuð ræddi forsætisráð-
herra, Jón Magnússon. málið
við alþingismenn, á lokuðum
fundi árið 1919. í umræðum á
Alþingi 1924 kom fram, að á
þessum fundi voru tveir al-
þingismenn á móti stofnun
orðunnar: Pétur Ottesen
þingmaður Borgfirðinga og
Kristinn Daníelsson þing-
maður Gullbringu og Kjósar-
sýslu, og aðrir tveir greiddu
ekki atkvæði,“ segir Birgir
Thorlacius ráðuneytisstjóri í
samtali við Mbl„ en Birgir
var áður forsetaritari og eftir
það formaður orðunefndar og
hefur hann safnað saman
ýmsum fróðleik um fálkaorð-
una og sögu hennar.
„Aðalhvatinn að stofnun
fálkaorðunnar var fullveldið
og konungskoman 1921,“ sagði
Birgir. „Danir veittu íslend-
ingum sínar orður og með
fullveldinu 1918 fannst mönn-
um viðeigandi að íslenzk orða
yrði stofnuð.
Þegar svo Jón Magnússon
hafði fengið að vita afstöðu
þingmanna var gengið í málið.
Birgir Thorlacius
Ég tel víst að Jón Sveinbjörns-
son konungsritari hafi ráðið
miklu um gerð og reglur orð-
unnar, en sá, sem teiknaði
fálkaorðuna, var prófessor við
listaháskólann í Kaupmanna-
höfn, Hans Christian Harald
Tegner, og auk samráðs við
Jón leitaði hann ráða hjá
skjaldamerkjasérfræðingi,
Paul Bredo Grandjean að
nafni. Orðusmiður danska
ríkisins, Poul Ulrich Michel-
sen, smíðaði svo fálkaorðuna.
Kristján konungur tíundi
undirritaði konungsbréfið um
stofnun hinnar íslenzku fálka-
orðu í Reykjavík 3. júlí 1921.
Oröumál á Alþingi
Strax á Alþingi 1922 flutti
Gunnar Sigurðsson, fyrsti
þingmaður Rangæinga, tillögu
um þá breytingu á fálkaorð-
unni að henni yrðu aðeins
sæmdir útlendingar og Pétur
Ottesen vildi ganga lengra og
afnema orðuna með öllu,“
sagði Birgir Thorlacius.
„Margt var skrafað um orðuna
í þessum umræðum og meðal
annars komu fram athuga-
semdir um einkunnarorðin í
innsigli orðunnar, en á henni
stóð „Aldrei að víkja“. Rétt
einkunnarorð Jóns Sigurðs-
sonar forseta voru hins vegar
„Eigi víkja“. Áletruninni var
svo breytt síðar. Þær breyt-
ingar voru gerðar á orðunni að
kórónan var felld brott við
lýðveldisstofnunina 1944 og
var sú útlitsbreyting gerð eftir
teikningu Baldvins Björnsson-
ar, gullsmiðs.
En víkjum aftur að umræð-
unum á Álþingi 1924. Sigurður
Eggerz hafði tekið við for-
sætisráðherraembætti og í
umræðunum vakti hann at-
hygli á því að á einkafundi
alþingismanna hefði stofnun
orðunnar verið samþykkt með
allmiklum meirihluta og
kvaðst hann telja það tóman
hringlandahátt að ætla nú að
afnema orðuna auk þess
smekkleysis, sem það væri
gagnvart þeim, sem fengið
hefðu orðu.
Magnús Guðmundsson
sagði, að á þingmannafundin-
um hefðu aðeins tveir greitt
atkvæði gegn stofnun orðunn-
ar og benti á að Alþingi hefði
Stig fálkaorðunnar voru upphaflega þrjú. en eru nú íimm.
Efst Band stórkrossriddara. Keðja stórmeistara. Neðst: Stjarna
stórkrossriddara. Hægra megin: Stórriddarakross með stjörnu.
Vinstra megin: Riddarakross og neðan við hann stórriddarakross.
sjálft valið menn í orðunefnd,
en slíkt hefði Alþingi talið
heppilegra til að koma í veg
fyrir að stjórnin notaði orðuna
til að afla sér fylgismanna!
Sveinn Ólafsson í Firði bar
svo fram frávísunartillögu,
sem var felld með 24 atkvæð-
um gegn 17. Afnámstillaga
Péturs Ottesen var síðan felld
með 29 atkvæðum gegn 12 og
loks var breytingartillaga
Gunnars Sigurðssonar felld
með 27 atkvæðum gegn 14.
Orðan ónýttur skattstofn
í umræðunum á Alþingi
1922 komu fram raddir um að
skattleggja orðuna," segir
Birgir Thorlacius. „Og á þingi
1924 mælti Tryggvi Þórhalls-
son fyrir tillögu fjárveitinga-
nefndar um að skora á ríkis-
stjórnina að undirbúa löggjöf
um skatt af íslenzkum
heiðursmerkjum.
Kom fram í máli Tryggva að
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Kjarvals-orðan
í Listasafninu
EIN ER sú fálkaorða, sem
aldrei kom í hendur viðtak-
anda, en hefur verið geymd á
Listasafni íslands með því for-
orði að henni þurfi ekki að
skila aftur. Þetta er stórkross
Jóhannesar Kjarvals, sem hann
var sæmdur í tilefni áttræðisaf-
mælis síns 15. október 1965.
Gylfi Þ. Gíslason þáverandi
menntamálaráðherra beitti sér
fyrir því, að Kjarval fengi orð-
una, sem ekki var álitamál, en
hins vegar gekk illa að fá lista-
manninn til að þiggja hana.
Féllst Kjarval loks á það fyrir
orð Gylfa. Afhendingin skyldi
fara fram í Ráðherrabústaðnum
við málsverð og var boðið þang-
að gestum. Bjarni Benediktsson
þáverandi forsætisráðherra
skyldi sem talsmaður handhafa
forsetavaldsins afhenda Kjarval
orðuna, en í ræðu Bjarna miðri
skipti Kjarval af einhverjum
ástæðum um skoðun og afneit-
aði orðunni. Hafði hann á orði,
að fálkaorðan hefði slökkt lista-
manninn í ýmsum samtíð-
armönnum sínum, nefndi ýmsa
á nafn og kvaðst ekki vilja verða
slíkum örlögum að bráð.
Varð nú mikið uppistand í
Ráðherrabústaðnum og fóru
þeir Bjarni Benediktsson og
Jóhannes Kjarval ræðir við handhafa forsetavaldsins í Ráðherra-
bústaðnum og styður fingrum á orðuöskjuna. Næst honum situr
Bjarni Benediktsson forsa'tisráðherra. þá Birgir Finnsson forseti
Sameinaðs Alþingis. og lengst til hægri stendur dr. Þórður
Eyjólfsson forseti Hæstaréttar. Ljósm. Mbl: Ól.K.M.
Selma Jónsdóttir forstöðu-
maður Listasafns íslands með
fálkaorðu Jóhannesar Kjar-
vals, sem geymd er á safninu.
Ljósm. Mbl.: Ól. K.M.
í miðri afhendingarræðu Bjarna Benediktssonar snerist Kjarval hugur. Ljósm. Mbl: ól.K.M.
Gylfi Þ. Gíslason með Kjarval
upp á efri hæðina, þar sem þeir
reyndu að fá listamanninn til að
skipta um skoðun, en hann lét
sig hvergi. Skildi svo með þeim,
að Kjarval yfirgaf Ráðherrabú-
staðinn og samkvæmið leystist
upp.
Gylfi Þ. Gíslason gafst þó ekki
upp heldur færði orðuna í tal við
listamanninn skömmu síðar.
Kjárval harðneitaði aö fá orð-
una inn fyrir sínar dyr, en féllzt
á þá málamiðlun að sem virð-
ingarvottur við málaralistina
skyldi orðan geymd í Listasafni
Islands. Tilkynning um orðu-
veitinguna var svo birt 11. nvarz
1966.
„Ég var erlendis, þegar þessir
atburðir gerðust," sagði Selma
Jónsdóttir forstöðumaður Lista-
safnsins í sanvtali við Mbl. „Ég
nvan hins vegar. aö Gylfi Þ.
Gíslason tilkynnti nvér, áð orðu-
nefnd hefði gefið leyfi sitt til að
Listasafnið geynvdi orðu Kjar-
vals.
Ekki man ég, hver konv nveð
hana, en henni fylgdu þau skila-
boð, að ekki þyrfti að skila henni
aftur.“