Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARZ 1979 VER#LD FUGLASLOÐIR Stórlaxar bíða skuldadaga Þeir Persar, sem teljast til hinn- ar fyrrum ráðandi stéttar í Iran, bíða nú óttaslegnir og ráðþrota í felum heima í glæsilegum einbýlis- húsum sínum éftir því, að hin refs- andi hönd byltingarinnar berji að dyrum hjá þeim. Eftir að byltingarmennirnir kom- ust til valda í Iran, eru hinir auðugu hægrisinnuðu fylgismenn keisarans eins og hundeltir. Meirihlutinn af persneskum yfirstéttarmönnum flúði land fyrir mörgum mánuðum og hafði á brott með sér feiknaleg auðævi til þess að tryggja sér gull- bryddaða útlegð. Hinir auðugustu brugðu á þetta ráð, er þeir sáu að hverju stefndi í innanlandsmálum írans. En nokkrir þeirra urðu sem sagt um kyrrt í landinu, jafnvel eftir að íranskeisari flúði úr landi um miðj- an janúar. „Enginn af okkur vildi trúa því, að allt myndi hrynja í rúst svona fljótt," sagði einn úr jiinum nýju ieynilegu samtökum stjórnarand- stæðinga í Iran, en það eru menn, sem sýna keisaranum hollustu „Bylt- ingarmenn unnu svo skjótan sigur í Iran, að það kom öllum í landinu á óvart.“ Það fékkst tæpast nokkur maður til þess að trúa því, að íransher, voldugasti og bezt búni herafli í öllum Mið-Austurlöndum, myndi reynast svo hlækinn og heykjast niður eftir aðeins þriggja daga götubardaga við byltingarmenn. I mörg ár hafði áróður stjórnvalda beinzt að því að telja Persum trú um, að íranski heraflinn væri með öllu ósigrandi, — og flestir höfðu látið blekkjast. Fjöldi fólks í Iran bíður þess í örvæntingarfullri óþreyju að geta komizt úr landi. Reglubundið far- þegaflug frá Iran hófst aftur núna í þessari viku, en aðeins konum, börn- um og unglingum undir 18 ára aldri er leyft að fara úr landi. Enginn veit með vissu, hvaða nöfn kunna að standa á hinum svörtu listum nýju valdhafanna, í Iran yfir fyrrverandi háttsetta opinbera em- bættismenn og gjörspillta kaup- sýslumenn, sem nú eiga að svara til saka fyrir gjörðir sínar. Sendiráð sumra erlendra ríkja í Teheran veita írönskum borgurum því aðeins vegabréfsáritun, að þeir geti lagt fram sönnunargögn fyrir því, að þeir eigi all gilda sjóði á öruggum stöðum erlendis. Þeir Persar, sem eiga gryStt fjár í írönskum ríalum keppast nú við að kaupa upp allan þann erlenda gjald- eyri, sem þeim tekst að hafa upp á í landinu, þar sem bankarnir hafa hætt allri sölu á erlendum gjaldeyri til einkaaðila. Það er vissulega ekkert fagnaðar- efni fyrir neinn, að þurfa að hrekjast í útlegð frá föðurlandi sínu, en sumir þessara Persa eiga einskis annars úrkosta. Það eru þeir, sem misst hafa atvinnu sína og vini í íran. Það eru menn, sem hafa hugboð um, að þeim muni alltaf verða hætt í hinu komandi íslam-Iýðveldi, Iran, vegna tengsla þeirra við fortíðina. Þetta fólk á sér enga ósk heitari en að komast úr landi. Sumir Persar reyna að láta sem hinn nýi raunveruleiki allt í kringum þá sé þeim með öllu óviðkomandi; glííypa róandi pillur til þess að gera hversdagslífið bærilegra eða drekka upp síðustu birgðir sínar af innfluttu whiský og halda dauðahaldi í vest- ræn stöðutákn sín eins og með því að eiga hunda af hreinræktuðu kyni og hafa útlenda þjóna. En diskótekin í Teheran eru nú þögul og hljóð og skíðabrekkurnar eru mannlausar, svo það er í reynd ekkert sérlega skemmtilegt lengur að vera einn af þessum auðugu iðjuleysingjum í íran. Nú orðið heyrist aðeins við og við bergmálið af einmanalegu fótataki í rúmgóðum anddyrum hinna íburðar- miklu skrauthýsa í Hollywood-stíl, sem eru heimili svo margra íranskra auðmanna. Á sama tíma glymja byltingarsöngvar úr útvarpsviðtækj- um þessa fólks og sjónvarpstækjum, og sífellt er verið að lesa fréttir af þeim atburðum, sem eru að gerast á götum úti. Stórir glæsibílar eru ekki hreyfðir lengur, heldur látnir safna ryki inni í ÍRAN — Hinn sívaxandi glundroði i íran veit ekki á gott fyrir fólkiö sem nú er aö uppgötva aö það heföi betur foröaö sér á meðan tími gafst til. Á myndinni lýsir leiöbeinandi leyndar- dómum vélbyssunnar fyrir meölimum skæruliöahreyfingar, sem talin er hliöholl Moskvu. bílskúr, en órakaðir milljónamær- ingar, klæddir í verkamannagalla, aka um í bílnum, sem þjónustufólkið hafði áður til umráða. Rán og gripdeildir hafa að sögn átt sér stað, svo að trúarleiðtoginn Ajatollah Rúhollah Khómeini hefur séð sig tilneyddan að láta strengilegt lagaboð út ganga til þess að koma í veg fyrir að fylgismenn hans ryðjist inn á heimili manna og handtaki fólk án nokkurrar opinberrar handtöku- skipunar stjórnvalda. Nýr kapituli í írönsku byltingunni, þ.e.a.s. stéttabaráttan, er rétt um það bil að hefjast. Ættbálkakerfið er að vísu enn við lýði í Iran, að vissu marki, þannig að stundum er unnt að láta einhvern ættingja tala máli sínu við sigurvegara byltingarinnar, ef menn þykjast vera umkringdir og í hættu staddir. Annars hafa næstum allir íbúar hinna ríkmannlegu borgarhluta á hæðunum nyrzt í höfuðborginni Teheran, skilið tímanna tákn: kokteilboðin hjá þessu fólki hafa lagst af, grasfletirnir umhverfis húsin eru ekki lengur hirtir, og galtómar sundlaugarnar gína hæðn- islega við eigendunum. Hópar her- lögreglumanna úr íslamska lögreglu- liðinu halda uppi eftirliti á götum úti, og þessir lögreglumenn eru einasta vörnin gegn ræningjum, sem leika lausum hala með vopn, sem þeir komust yfir meðan á bylting- unni stóð. Vitanlega hafa ræningjar þessir alveg sérstakan augastað á húsum auðugra manna í borginni, því þar eiga þeir helzt von á auð- fengnum ránsfeng. Á tímum keisaradæmisins og í ógnarstjórn þeirri, sem Savak, leyni- lögregla keisarans, hafði komið á í íran, voru það vinstrisinnar, sem ekki þorðu að treysta símanum. Núna eru það aftur á móti þeir, sem áður tilheyrðu hinni ráðandi stétt í íran á dögum keisaraveldisins, sem verða að búa í felum og nota sérstakt merkjamál, þegar þeir tala í símann. Þegar þessir menn minnast á nýju valdhafana í íran, reyna þeir jafnan að komast eins varlega og óljóst að orði og frekast er unnt og tala því gjarnan um „hinn aðilann, sem vann." Viss yfirborðskenndur glæsibrag- ur, sem áður einkenndi Teheran, virðist nú vera horfinn og afmáður að fullu og öllu. Þeir fulltrúar þessara fyrrum svo íburðarmiklu lífshátta höfuðborgarinnar, sem enn eru eftir í Teheran, bíða ennþá í ofvæni — eftir næstu flugvél til útlanda frá flugvellinum í Mehra- bad. Bíða eftir því, að röðin komi að þeim. Bíða á heimilum sínum milli vonar og ótta eftir því að skothríðin hefjist ef til vill á nýjan leik. Þannig bíða þeir átekta í ótta sínum og einmanaleik. - RICHARD WALLIS Þessi fálki er íslenskur og var aö líkindum ætlaöur einhverjum austurlandafurstanum. Aö minnsta kosti var hann fangaöur í þeim tilgangi að smygla honum til útlanda. Fálkinn í 4 milljónir Það er ævinlega ánægjulegt að geta flutt góðar fréttir úr atvinnulífinu. I þetta sinn er það af fálkaföngurum í Egyptalandi. Þeir muna sem sé ekki önnur eins uppgrip og nú eru, — fálkaverðið orðið áttahundruðfalt frá því sem var árið 1970. Náttúrulega er annar hver rólfær Egypti kominn á veiðar. En það er hægara ort en gert að fanga fálka og temja til veiða. Beztir fálkafangarar í Egyptalandi eru Tahawimenn, sem svo eru nefndir og fluttust til Egyptalands frá Arabíu á þrettándu öld. Þeir eru ein 40 þúsund talsins og búa búum sínum í austurhluta landsins, upp af óshólmum Nílar. Þeir veiða fálka þegar þeir komast höndum undir, og selja þá auðugum' sportveiðimönnum frá Saudiarabiu eða löndunum við Persaflóa. Ég hitti einn þessara fálkafangara að máli; hann heitir Mutlaq al Tahawi, er bóndi og býr í litlu þorpi, Gezirat al Saud. Hann segir, að þeir félagar í þorpinu hafi náð einum 40 fálkum í fyrra. Og flökkufálki, vel á sig kominn, sem metinn var á 100 pund egypzk fyrir níu árum selzt nú á 8000 pund. Það jafngildir nærri 600 sterlingspundum (nærri 4 millj. kr.). Mutlaq lærði ungur að leggja gildrur fyrir fálka, var farinn að stunda veiðar 10 ára gamall. „í þá daga fönguðum við fálka til eigin nota“ segir hann. „Við höfðum þá til veiða. En nú eru þeir orðnir svo dýrir, að menn hér eru hættir að halda þeim eftir handa sjálfum sér, — nú orðið eru allir fálkar seldir, flestir innan nokkurra vikna frá því þeir voru fangaðir“. Mutlaq nefnir það til marks um ábatann af fálkaveiðunum, að um fartímann á haustin væru a.m.k. 2000 manns í sinni sveit úti öllum stundum að reyna að fanga fálka. Annan fangara hitti ég i öðru þorpi; hann heitir Faris Abd al Ati og hefur það umfram flesta fálkafangara að hann er útskrifaður frá Hagfræðiháskólanum í London. Hann kveðst hafa selt mörgum ríkismönnum og þjóðhöfðingjum í löndunum að Persaflóa fálka. Faris veitir sér það að hafa jafnan tvo fálka heima til veiða. Hann lýsti því fyrir mér hvernig farið er með fálkana: það er sem sé byrjað á því að sauma aftur augnlok þeirra meðan verið er að sníða hæfilega hettu á höfuð þeirra. Hettan er heil og er henni ætlað að vernda fálkann við áreitum. Fálkar eru ákaflega viðkvæmir og nýveiddir og ótamdir fuglar geta orðið illviðráðanlegir ef þeir sjá i kringum sig. Þess vegna er þeim byrgð sýn. Þeir virðast ekki jafnuppnæmir við framandlegri lykt eða hljóðum. Það er svo merkilegt um fálkahald, að fálkafangarar halda fuglunum yfirleitt ekki nema þrjá eða fjóra mánuði, rétt yfir veiðitímann á veturna. Síðan er þeim sleppt lausum aftur. — SHIAM BHATIA. AFENGISBOLIÐl Odýrt brennivín magnar í mönnum þorstann Það gengur seigt og fast að vinna bug á áfengisbölinu þótt alltaf sé mönnum að koma í hug ný og betri ráð. Nú er það nýjast í Bret- landi að hækka verðið og er þá vonazt til þess að menn minnki drykkjuna. Dr. Griffith Edwards, forstöðu- maður fíknideildar svonefndrar Geð- lækningastofnunar, lýsti því yfir á blaðamannafundi um daginn að áfengisverð ætti að réttu lagi að fylgja verðbólgunni og væri hæfilegt að færa verðið til sama hlutfalls og var árið 1969. Mundi það örugglega til þess fallið að draga úr drykkju- skap. „Áfengi er eins og hver önnur neyzluvara að því leyti að menn kaupa því meira af því þeim mun ódýrara sem það er. Nú hefur verðið lækkað jafnt og þétt undanfarin ár, enda hefur neyzlan aukizt að sama skapi" sagði Edwards. Edwards er formaður rannsóknarnefndar sem skipuð var til þess að gera úttekt á áfengismálum í Bretlandi. Er nefnd- in nú búin að gefa út mikla skýrslu, „Áfengi og áfengissýki" og byggir Edwards framangreinda skoðun sína á niðurstöðunum í skýrslunni. Þar kemur m.a. fram, að á árunum 1950—1976 jókst áfengisneyzla í Bretlandi um 87%. Ennfremur að nú leita 25 sinnum fleiri geðlæknis- hjálpar við áfengissýki en fyrir 20 árum. Það er eitt höfuðmarkmið með skýrslu nefndarinnar að eyða ýmis- legri rótgróinni þjóðtrú um áfengi og stofna til opinskárrar umræðu um áfengi, kosti þess og galla, notkun og misnotkun. „Það er nefnilega ólíkt með áfengi og tóbaki" sagði einn nefndarmanna á blaðamannafundi, „að tóbakið er alillt en áfengi getur bæði verið til góðs og ills“. Griffith Edwards og félagar hans í nefndinni, halda því fram, eins og sagði, að það eigi að hækka áfengis- verð til muna. Ennfremur að alls ekki eigi að veita fleirum vínsölu- og vínveitingaleyfi. Aftur á móti telja þeir ekki til neins að banna áfengis- auglýsingarnar. Það hafi ekkert dregið úr reykingum þegar síga- rettuauglýsingar voru bannaðar í sjónvarpinu. Það sé ekki hægt að knýja hvað sem er fram með laga- setningu. „Það þarf víðtækan og öflugan áróður, til þess að eyða rótgrónum ranghugmyndum og firrum um áfengismál" segir Edwards.. „Fyrr verður okkur ekkert ágengt. Áfengis- bölið er ekki einkamál lítils hluta þjóðarinnar. Það kemur öllum við“. - ATEPIIEN COOK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.