Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 53. tbl. 66. árg. SUNNUDAGUR 4. MARZ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Vopnahlé í Yemen Aden, 3. marz. Reuter. ABDUL-Fattah Ismail forseti Suð- ur-Yemens fyrirskipaði í dag her- sveitum landsins að halda vopnahlé það, sem samið hefur verið um að hæfist í dag milli Norður- og Suð- ur-Yemens. Samningar um vopnahléið náðust fyrir milligöngu fulltrúa Jórdan- íu, Sýrlands og Iraks, og fyrirhug- að er að utanríkisráðherrar Araba- ríkjanna komi saman til fundar í Kuwait á morgun, sunnudag, til að reyna að finna lausn á deilum Yemen-ríkjanna tveggja. Spáin fyrir morgundaginn ber mjög keim af veðurfarinu undanfarna daga: él hér á suðvesturhorninu og þetta tveggja til fjögurra stiga frost. Kínverjar vopnahléi lýsa yfir í Víetnam Bangkok, 3. marz. AP. Reuter. KÍNVERJAR hafa ákveðið að í orðsendingu Ismails forseta til yfirmanna hers Suður-Yemens, sem birt var í Aden í morgun, segir að vopnahléið hafi verið samþykkt „vegna umleitana arabiskra bræðra okkar", og til að „sýna einlægan vilja okkar til að binda endi á blóðbaðið". Fyrr í v-ikunni lögðu yfirvöld í Saudi-Arabíu, nágranna Yemen-ríkjanna tveggja, fram áætl- un í fjórum liðum um lausn á deilunum. Er þar fyrst um að ræða vopnahléið, sem nú er komið á, síðan kalli bæði ríkin heri sína heim af herteknum svæðum, bæði ríkin hætti að veita byltingar- og glæpa- hópum stuðning til undirróðurs á svæðinu, og komið verði á fót sér- stakri nefnd skipaðri fulltrúum Araba-ríkjanna til að hafa yfirum- sjón með friðarsamningum. Þessi tillaga Saudi-Arabíu verður væntan- lega rædd á ráðherrafundinum í Kuwait á morgun. Brennisteinsský Santa Fe Springa, Kaliforníu, 3. marz. Reuter. BILUN varð í efnaverksmiðju í bænum Santa Fe Springs í Kali- forníu í gær, og voru um tvö þúsund íbúar fluttir á brott úr bænum vegna hættu á alvarlegri eitrun. Brennisteinsgas lak út úr efna- verksmiðjunni og lagðist yfir bæinn. Tuttugu og sex manns, sem fengið höfðu brennisteinsgas í lungum, voru fluttir í sjúkrahús. Slökkviliði og starfsmönnum verksmiðjunnar tókst að gera við bilunina, og hvarf þá brenni- steinsskýið. Eftir það fengu íbú- arnir að snúa heim á ný. lýsa yfir vopnahléi í stríðinu við Víetnam að sögn japönsku frétta- stofunnar Kyodo og á sama tíma hermdu vestrænar heimildir að Kínverjar hefðu tekið landa- mæraborgina Lang Son. Víetnamar virðast hafa flutt lið sitt frá Long Son, en þeir hafa umkringt bæinn og hreiðrað um sig í hæðum umhverfis hann. Þaðan halda þeir uppi stórskota- liðsárásum á bæinn og samkvæmt vestrænum heimildum má vera að þeir standi betur að vígi en Kínverjar. Heimildir í Bangkok herma að Kínverjar hafi rofið samgöngur um aðalvegina sem liggja frá Lang Son til annarra hluta Víetnams. Ýmsir telja að taka Lang Son hafi meiri sálfræðilega en hernaðar- lega þýðingu fyrir Kínverja enda er talið að Víetnamar hafi dregið saman fjölmennt herlið skammt frá bænum. Að vísu sagði talsmaður víet- namska sendiráðsins í Peking að Long Son hefði ekki fallið í hendur Kínverja en hann útskýrði það ekki nánar. Sérfræðingar í Bangkok segja að auk Lang Son hafi Kínverjar tekið höfuðborgina í héraðinu Ha Tuyen, Ha Giang, og þar að auki bæfna Döng Dang í Lang Son-hér- aði og Lao Cai í Hoang Lien Son-héraði. Sérfræðingarnir telja líka að Kínverjar hafi ennfremur tekið eða umkringt höfuðborgina í Cao Bang héraði og bæinn Mong Cai í strandhéraðinu Quang Ninh. Samkvæmt víetnömskum út- varpsfréttum hafa Kínverjar að minnsta kosti hluta hæðanna í nágrenni Lang Son á valdi sínu. Okunnugt er hve mikið herlið Víetnamar hafa í nágrenni Lang Son sem er 15 km frá kínversku landamærunum en bærinn hefur verið ein mikilvægasta miðstöð andspyrnu Víetnama gegn Kín- verjum síðan innrásin hófst fyrir 12 dögum. Síamstvíbura fórnað svo hinn mætti lifa Fíladclfíu, 3. marz. AP. LÆKNAR við barnasjúkrahús í Fíladelfíu skildu að samvaxnar tvíburasystur að undangengnum dómsúrskurði á fimmtudaginn var. Til þess að aðgerðin bæri árangur var nauðsynlegt að fórna lífi annarr- ar telpunnar, en tvíburarnir voru samvaxnir á bringu og kviði og höfðu aðeins eitt hjarta og eina lifur. Aðgerðin tók sex stundir og heppn- aðist eftir atvikum vel, og líðan þess barnsins, sem eftir lifir, er góð, þótt ekki sé það talið úr lífshættu. Einu sinni áður hefur tekizt að skilja að tvíbura með sameiginlegt hjarta. Það var fyrir tveimur árum, og lifði það barn í þrjá mánuði eftir uppskurðinn. Stríð og ofbeldi hrjá tugi þjóða í heiminum London, 3. marz. AP. STYRJALDIR, skæruhernaður og hryðjuverkastarísemi hrjá meira en tug þjóða í Asíu, Afríku, Rómönsku Ameríku og Evrópu, alls um fjórðung mannkynsins. Aðrar þjóðir eiga í ýmsum deilum sem gætu leitt til átaka. Enn aðrar þjóðir hafa dregizt inn í væringar sem hóíust utan landamæra þeirra. Kínverjar gerðu innrás í Víet- nam 17. febrúar í kjölfar innrás- ar Víetnama í Kambódíu. Norður- og Suður-Jemenar hafa barizt í um tíu daga. Stríð Uganda og Tanzaníu hefur harðnað. í Chad vofir yfir hætta á borgarastríði. Skæruliðar herja í Mið-Ameríkuríkjunum Nicara- gua, Honduras og Guatemala. Palestínskir skæruliðar standa að sprengjutilræðum í ísrael. Viðureign múhameðstrúar- manna og kristinna heldur áfram í Líbanon. Deilumálin á Norður-írlandi eru óleyst og Baskar láta mikið að sér kveða á Spáni. Ríkisstjórn Filippseyja heldur áfram baráttu sinni gegn mú- hameðskum aðskilnaðarsinnum á suðureyjunum. Uppreisnar- menn halda áfram baráttu sinni í Burma. Skæruliðar halda áfram að herja í Suður-Thai- landi og Malaysíu og ný Rússa- holl rikisstjórn Afghanistans á í höggi við skæruliða. Blóðsúthellingarnar í íran hafa ekki verið eins stórbrotnar, en enn hefur ekki fundizt lausn á vandamálunum þar. Tilraun- irnar til að koma á varanlegum friði Israelsmanna og Araba hafa enn ekki borið árangur. Rhódesískar herflugvélar hafa ráðizt á stöðvar skæruliða í Mósambík, Zambíu og Angola og rúmlega sex ára skærustríð heldur áfram. Eþíópíumenn verjast enn árásum Sómala í Ogaden með stuðningi Kúbu- manna og Rússa. Eþíópíumenn reyna einnig að brjóta á bak aftur baráttu aðskilnaðarsinna í Eritreu. Marokkómenn berjast við skæruliða Polisario í Vestur-Sahara sem Spánverjar áttu áður. Stríðshætta hefur skapazt vegna deilu Argentínu og Chile um þrjár smáeyjar við syðsta odda Suður-Ameríku. Og á þessu ári eru liðin 100 ár síðan Chile tók svæði, sem Bólivía átti að sjó, og væna sneið af Perú. Bólivía hefur sagt, að ef landið fái ekki aðgang að sjó á þessu ári verði látið til skarar skríða og Perú er viðbúið hugsanlegum árekstrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.