Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.03.1979, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARZ 1979 33 Vinsœldalistar London 1. ( 2) Tragedy Bee Gees 2. ( 4) Oliver‘s army Elvis Costello and the Attractions 3. ( ) Heart of glass Blondie 4. ( 8) I will survive Gloria Gaynor 5. ( 5) Contact — Edwin Starr 6. (17) Can you feel the force Real thing 7. ( 3) Chiquitita ABBA 8. ( 7) Woman in love Three Degrees 9. (19) Lucky number Lene Lovich 10. (12) Get down Gene Chandler New York 1. ( 1) Da ya think l‘m sexy Rod Stewart 2. ( 3) I will survive Gloria Gaynor 3. ( 2) Fire Pointer Sisters 4. ( 4) A little more love Olivia Newton-John 5. ( 7) Heaven knows Donna Summer with Brookly Dreams 6. ( 6) Y.M.C.A. Village People 7. ( 9) Shake your groove thing Peaches and Herb 8. (11) Tragedy Bee Gees 9. ( 5) Le freak Chic 10. (15) What a fool believes Doobie Brothers Plötudómur: 99 Veruleik Þokkabót 99 (Fálkinn FA 007-4) 1979 FJytjendur: Halldór Gunnarsson: Söngur, hljómborð, munnharpa / Ingólfur Steinsson: Söngur, gítar, slagverk / Lárus Grímsson: Hljómborð, flautur, slagverk, raddir / Ásgeir óskarsson: Trommur, slagyerk / Haraldur I>orsteinsson: Bassagítar, raddir / Helga Steinsson: Söngur, raddir / ólafur Þórðarson: Raddir / Sigurður Rúnar Jónsson: Lágfiðla / Jón Sigurðsson: Kontrabassi / Björn R. Einarsson: Básúna. Upptökustjórn: Alan Lucas & Þokkabót Tæknimaður: Alan Lucas ,.í veruleik“ er ekki sú plata sem búast heföi mátt við frá Þokkabót sarnan við fyrri afrek. I heild sinni er platan fremur óheilsteypt, ólík- um lögum skellt saman og gæði laganna mjög mis- jöfn þannig að þau lög sem eru reglulega góð á plötunni koma aldrei til með að njóta sín sem skyldi, líkt og gerðist með lög þeirra á samansafns- plötunni „I kreppu“. Söngurinn er líka mun veikari en áður gerðist, enda byggist hann upp á einni til tveimur röddum og vantar raddirnar þeirra Eggerts Þorleifs- sonar og Leifs Hauksson- ar tilfinnanlega á plötuna. Eins og áður semja þeir lögin sín sjálfir og á Hall- dór Gunnarsson hlut í sjö laganna en Ingólfur Steinsson átta. Textar Halldórs hafa alltaf verið með þeim betri á íslensk- um plötum síðan hann byrjaði að koma þeim á framfæri og á hann ágæta texta á plötunni, eins og „Fullorðinsleikir“ og „Bíbb, Bíbb“, einnig á Halldór besta lagið, „Full- orðinsleikir“, en Ingólfur á annað gott, „Hver á rigninguna?“. Hljóðfæraleikurinn er ekkert sérstakur, þ.e. hann er óaðfinnanlegur, en ekki athyglisverður, og sama er hægt að segja um útsetningar, þær eru ein- faldar en fara framhjá hlustanda samt. Þáð er kannski ekki óeðlilegt að Þokkabót reyni fyrir sér með því að breyta örlítið til en hér verður bara annað uppi á teningnum, fyrri plöturn- ar virðast hafa verið unn- ar af meiri alúð en þessi. Þó geymir þessi plata nokkrar perlur sem vert er að veita athygli. „Full- orðinsleikir“ er einn af skemmtilegri textum og betri lögum Halldórs, „Hver á rigninguna?" er milt lag eftir Ingólf, nokk- uð líkt laginu „Sandkast- alar“ sem Tatarar gáfu út endur fyrir löngu. „Bíbb Bíbb“ fjallar um bíla- menninguna blessaða og bölvaða, „Skakkablúsinn" er í stíl slíkra verka Mannakorns, „Eg vil snjó“ er létt lag og eins er „Draumurinn“ við ljóð Halldórs Laxness. HIA Samkomulag við Kína um eignir Pekintf, 2. marz. Reuter. KÍNVERJAR og Bandaríkja- menn hafa orðið ásáttir um að ryðja úr vegi einum helzta þrösk- uldinum sem hefúr staðið í vegi fyrir aukinni verzlun þjóðanna og leysa deiluna um kínverskar eignir sem hafa verið frystar í Bandaríkjunum og bandarískar eignir sem hafa verið frystar í Kína. Michael Blumenthal fjármálaráð- herra undirritaði til bráðabirgða samkomulag um þetta skömmu áður en hann fór til Shanghai í lok níu daga Kínaferðar sinnar. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum hafa Kínverjar samþykkt að greiða bandarískum kröfuhöfum 80,5 milljónir dollara en Banda- ríkjamenn munu leysa um 80 millj- ónir dollara í kínverskum eignum sem eignarhald hefur verið lagt á. Haft var eftir Blumenthal: „Við náðum mjög góðu samkomulagi." Fyrsta greiðsla Kínverja verður 30 milljónir dollara og hún verður innt af hendi 1. október og þá munu Bandaríkjamenn losa allar kín- verskar eignir sem hafa verið fryst- ar síðan 1950. Kínverjar greiða afganginn með fimm greiðslum fram til október 1984. Blumenthal þurfti samþykki Carters forseta áðufen hann undir- ritaði samkomulagið til bráða- birgða. Samkomuiagið þarf sam- þykki öldungadeildarinnar sem upp- haflega frysti kínversku eignirnar snemma í Kóreustríðinu. Loksins báta-bylgja Tæki með öllu á hálfvirði vegna hagstæðra innkaupa Mikilvaogustu tækniupplýsingar um Globecorder 686. 6 bylgjur: FM, MW, LW, SW 1 (71 — 187,5 m) SW 2 (49 m) SW 3(16—41 m) Útgangsorka 7 wött. Fimm faststillanlegar FM bylgjur; aðgreindir tónbreytar fyrir bassa og skæra tóna. SW banddreifing fyrir 16—41 m-band. Hátalarinn hefur mjög sterkt segulsvið og gefur kristal-tæran hljóm. Sjálfvirkur tíðnileitari; stöövamælir, sem sýnir mesta styrk og tíönina, sem stillt er inná ásamt styrk rafhlaöna. Sérstakur umferðarmóttakari; tímastillir, sem spannar 120 mín; innstungu f. heyrnatæki og hátalara, PV/TR; hljóðnemi; innbyggt loftnet fyrir AM/FM; innbyggður spennubreytir fyrir 220 wolt, innbyggt cassettusegulbandstæki með rafeindastýröum mótor; innbyggður hljóðnemi. Sjálfvirkur CrO2 rofi; þriggjastafa snælduteljari; sjálfvirk upptaka; sjálfvirkt stanz á segulbandi; hljóðmerki á spólu, sen, auövelda hraðleit; biðtakki Breidd 410 mm. Hæð 230 mm. Dýpt 100 mm. Skipholti 19 Sími 29800 27 ár í fararbroddi Verð kr. 154.680 Umbobsmenn um allt land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.