Tíminn - 25.06.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.06.1963, Blaðsíða 1
 t AUGAVEG SlMI 34200 benzin effa diesef LÁtm^ sfKOVER 138. tbl. — Þriðjudagur 25. júní 1963 — 47. árg. HEKPl Um fimmieytið í gær kom undarleg og illa leikin fieyta til Seyðisfjarðar 3 VIKUR A FLEKANUM FRA BRETLANDI TIL ISLANDS KH-FB-Reykjavík, 24. júní Um fimmleytið í dag kom undarleg fleyta inn á höfnina í Seyðisfirði, Rehu Moana, illa fanin eftir þriggja vikna sigl- ingu frá Englaudi. Fleyta þessi, sem tkki á sinn líka að gerð í Leiðin, sem Rehu Moana fór yfir hafið ■■■■■V U|U| heiminum, ætlaði að sigla til Grænlands, en u. þ. b. miðja vegu á m/illi íslands og Færeyja fékk hún á sig slæman sjó, og brotnaði við það allur reiði. Blaðið náði tali af einum af áhöfn flekans, Merton Naydler fáeinum mínútum eftir að hann kom til Seyðisfjarðar í dag. — Við urðum fyrir þessu ó- happi um klukkan hálf þrjú á fimmtudagsnótt og vorum þá staddir um 200 mílur suðaustur af íslandi, sagði mr. Naydler. Það má segja, að hin bjarta nótt norðursins hafi hjálpað okkuþ, því að okkur hefði veitzt erfiðlega að bjarga málunum hefði verið myrkur í viðbót við vindinn og regnið. En okkur tókst að koma upp bráðabirgða reiða og loftneti, svo að við komumst í samband við Lond- on, og loks kl. 3 s.l. nótt kom- um við litilli hjálparvél í gang, og þá gekk okkur greiðlega sið asta spöiinn til Seyðisfjarðar. Rehu Moana er allfurðuleg fleyta í útliti, enda er hún til- raunafleyta, gerð í því skyni að reyna að sameina kosti fleka, flatbytnu og kínverskrar seglskútu. Þetta er jómfrúför fleytunnar, farin til þess að reyna gæði farkostsins, og til þess var valin leiðin til Græn- lands, en þar mun m. a. hafa verið ætiunin að gera ýmisleg- ar vísindalegar rannsóknir, að því er mr. Naydler sagði blað- inu. Þetta er því mikil áhættuför, og er gefið mál, að illa hefði Framhald á 15. siðu. ÁLFTIRNAR LÍKA í KORNIÐ? FB-Reykjavík, 24. júní Álftir og gæsir hafa sótt mjög á bændur á Rangárvöllum í vor og sumar. Er þetta í fyrsta sinn, sem álftir hafa valdið verulegum vandræðum á þessum slóðum, en gæsir eru þar þekkt illfygli. Álftirnar hafa verið mjög ágeng ar í korn og tún á Stórólfshvoli við MATTHÍAS INN -HERMANN ÚT! MB—Reykjavík, 24. júní. Landskjörstjóm lauk störf um sínum í dag og úthlut- að’i uppbótarsætum. Alþýðu flokkurinn iékk fjóra upp- bótarþingmenn, Sjálfstæðis- flokkurinn fjóra og Alþýðu- bamdalagið þrjá. Endanleg röð landskjör- inna þingmanna er þessi (listabókstafur innan sviga): 1. Sigurður Ingimumdar- son (A); 2. Birgir Finnsson (A); 3. Eðvarð Slgurðsson (G); 4. Guðmundur f. Guð- mundsson (A); 5. Ragnar Arnalds (G); 6. Davíð Ólafs son (D); 7. Sverrir JúÞ'us- som (D); 8. Bjartmar GuS- mundsson (D); Jón Þor- steinsson (A); 10. Gelr Framhald á 15. síðu. Hvolsvöll. Atu þær þar nægju sína og voru orðnar akfeitar og svo spakar, að þeir sem léttir voru á sér gátu næstum hlaupið þær uppi. Þarna skammt frá rennur Eystri Rangá, og um miðja daga voru þær vanar að fljúga til árinnar með fjaðraþyt og söng og baða sig, en híðan héldu þær áfram í korninu. Sótt var um leyfi til Mennta- málaráðs um að mega skjóta nokkr ar álftanna til þess að hræða þær burtu og var Amþór Garðarsson fuglafræðingur sendur austur til þess að kynna sér málið. Fuglar þessir eru hins vegar friðaðir allt árið, og fann fuglafræðingurinn enga heimild í lögunum fyrir að lóga álftunum. Jóhann Franksson á Stórólfs- hvoli tjáði blaðinu, að þetta væri í fyrsta sinn, sem álftir legðust á korn hjá honum. Nú hefðu þó komið ein 30 stykki, en eftir að borið var á túnið hefðu þær horf- ið ef til vill vegna áburðarins. — Framhald i 15. siðu. Rehu Moana á Iel5 yfir Atlantshaflð í áHlna til íslands Geta hindrað krabba í leghálsi kvenna hérlendis FB-Reykjavík, 24. júní. Knabbametnsfélag Reykjavíkur hefur ákveðið að hefja rannsóknir vegna krabbameins í leghálsi. Und irbúningur er þegar hafinn, en óvíst er, hvort rannsóknirnar geta hafizt fyrr en á næsta ári. Um þessar mundir fer fram þing Nor- disk Cancerunion hér í Reykjavík, oig í því sambandi hefur Hrafni Tulinius Iækni verið veittur styrk. ur að upphæð 10.000 sænsbar krón ur, og er styrkurinn ætlaður til krabbameinsrannsókna. Á þingi krabbameinsfélaganna kom fram, að félögin á öllum Norð urlöndunum eru nú í þann veginn að hefja allsherjar leit að krabba- meini í leghálsi, en sú tegund krabba er mjög algeng. Hins vegar er hægt að finna meinið löngu áður en það brýzt út, og með smá- aðgerð má bjarga sjúlingnum, sem annars hefi getað fengið lífshættu legan sjúkdóm, og má útrýrna þannig þessum sjúkdómi. Krabbamein í leghálsi er mjög algengt í Bandaríkjunum, og fá 22% allra kvenna, sem fá krabba- mein, þessa tegund sjúkdómsins. Sjúkdómurinn virðist algengastur í borgum, og verða konur í Reykja vík því rannsakaðar fyrst. Krabbammeinsfélagið hefur gert tveggja ára áætlun yfir rannsókn- irnar, en rannsaka þyrfti 20 þús- und konur á aldrinum 25 til 60 ára. Rannsóknirnar verða að sjálf- sögðu ókeypis, og stendur félagið undir öllum kostnaði í sambandi við þær Þá hefur félagið kynning- arkvikmynd frá Bandaríkjunum, og verður væntanlega settur vjð Framhald á 15. sfSu. SE6IR SÍMAVÆNDI REKIÐ í AÐALSTÖÐVUM S. Þ. - SJÁ BLS. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.