Tíminn - 25.06.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.06.1963, Blaðsíða 13
ÁRBÆKUR Framhald af 9 síðu. lýsing Austfjarða sunnan Gerp- is. Árbók 1956 um Árnessýslu, en bókin 1957 um Austfirði norðan Gerpis og auk þess eru í þessum árgangi þættir úr jarð fræði Austfjarða. Bókin 1958 er öll um Vestur-Húnavatnssýslu. Hún segir lát Pálma Hannesson ar rektors, sem lengi hafði ver- ið í stjórn Ferðafélagsins og mikill náttúrudýrkandi. Bókin 1959 er öll um Barðastrandar - sýslu. En bókin 1960 er sérstök að því leyti að hún ber heitið Suðurjöklar. Einnig getur hún um lát nins gangglað'a útivist- armanns H.elga Jónassonar frá Brennu, sem var einn stofn- enda félagsins og lengi í stjórn þess Bókin 1962 er helguð Arnarvatnsheiði og Tvídægru þ. e. svæðinu milli byggða Húnavatnssýslu og Borgarfjarð- ar. Eru þá fyrst gjörð skil Ei- ríksjökli, Hallmundarhrauni, Norðlingafljóti, Heiðum og leið- um. Þarna koma þá við sögu hin mörgu veiðivötn og hver er svo fávís að hann kannist ekki við í það minnsta eitt þeirra! Ái'bókin 1963 er nýkomin út og er hin merkasta. Ber hún undirtitilinn Bárðargata. Höf- undur dr Haraldur Matthíasson Tilefni þessarar frásagnar allr- ar voru tilmæli um að Tíminn gæti þessarar bókar. Skal það nú gjört. í formála greinir Jón Eyþórs son frá því, að höfunduiinn, dr. Haraldur Matthíasson menntaskólakennari á Laugar- vatni og kona hans Kristín Ól- afsdóttir, hafi þrætt Bárðar- götu eftir því sem næst verður komizt og síðan lýst henni. Afskekktustu áfangar þar eru Vonarskarð, Köldukvíslarbotn- ar og InnriTungnaárbotnar. Ör nefni hafa verið þar á reiki, en langflest kennileiti nafnlaus.. Síðar ségir: Kafla um Tungna- fellsjökul, Nýjadal og leiðina þaðan norður með jökli (þ. e. Vatnajökli) að vestan, til Von- arskarðs, hefi ég, (J. Eyþ.) skotið inn í og átt nokkurn þátt í nýnefnum í landlýsingu skarðs ins. Hafa þau verið lögð fyrir örnefnanefnd og hlotið sam- þykki . . Vonar J. Eyþ. að hin nýju nöfn falli mönnum allvel í geð og festi fljótt ræt ur, eins og reyndir hafa orðið í Kerlingarfjöllum og Tinda- fjallajökli, sem voru álíka nafn laus svæði og Vonarskarð til skamms tíma. Loks greinir for málinn frá að ekki færri en 49 ljósmyndir, 4 uppdrættir og 4 litmyndir séu í bókinni, og þessi rausn þökkuð hinu nýja árgjaldi sem samþykkt var á síðasta aðalfundi Ferðafélags- ins Vili undirritaður fá að koma því hér að, hversu hann oft hefur hrifizt af íslenzkum örnefnum. Enda eru þau mörg hver slík listaverk, að þau verð- ur að flokka sem upphaf og að- draganda náttúrulýsinga góð- skálda í bundnu máli og ó- bundnu, og sverja sig mörg til ættar við snilldarverk landlags málverka sem þjóðin hefur eign azt á síðustu og beztu tímum. Að lokum vildi ég mega óska þess að veðurguðirnir vildu láta Ferðaféiag íslands njóta Jóns Eyþórssonar á borði, eins og það einatt hefur fengið notið hans í orði! En öll er starfsemi Ferðaféiagsins hin merkasta. í sérhverri Árbók eru síðan þættir sem varða hið innra starf félagsins, skýrslugerðir og reikningsskiL Að lokum má minna á, að árið 1953 fékk fé lagið komið því í verk að gefa út mjög fullkomið landabréí af íslandi fyrir ferðamenn með greinilega merktum alfaraleið um, flokkuðum í þjóðvegi, ak- vegi og reiðgötur, einnig eru á kortinu merkt eyðibýli, sælu- hús, gangnakofar og loks sælu- hús félagsins sjálfs. En einnig eru á korti þessu að sjálfsögðu greindir allir kaupstaðir, kaup- tún, þorp, kirkjustaðir og bónda básir — Megi þessum merka félagsskap um framtíð farnast sem hingað til. BÓKAGJÖF Framhald af 8 síðu Björn Jónsson, Óskar Jónsson, kennari og Skrifstofu- og verzlun- armannafélag Suðurnesja veittu verðlaun fyrir góðan námsárangur, stundvísi og góða skólasókn, á- stundun við nám og fyrir störf i þágu félagsmála. Gagnfræðingarnir færðu einm bekkjarsystur sinni, sem var banda vískur skiptmemandi á vegum þjóð Kirkjunnar, myndabók frá íslandi með árituðum nöfnum sínum. Einn ig færðu þau skólastjóra að gjöf skrautlega gestabók með árituðum nöfnum sínum.. Skólanum gáfu gagnfræðingarnir veglegt landa- bréf. Að loknu prófi fór 3. bekkur og 4. bekkur í fei'ðalag. Þrið'judaginn 11. júní heimsóttu þeir commander E. C. Newton og Mr. Edward B. Cleaver Gagnfræða skólann í Keflavík. Höfðu þeir meðferðis bækur, er þeir afhentu skólanum að gjöf frá Varnarlið- inu. Commander Newton sagði við afhendingu bókanna, að' innan bandaríska sjóhersins væru starf- andi samtök, er nefnd væru „Peo- ple to people“, og'væri markmið þeirra að auka kynni og vináttu milli þjóða Væri bókagjöf þessi gefin á þeirra vegum. Nokkrir kennarar skólans og húsvörður voru viðstaddir við móttöku bók- anna auk skólastjóra. Bjarni F. Halldórsson, skólastjóri þakkaði gjöfina og bauð síðan gestum að skoða skólahúsið. Bækur þær, sem gefnar voru, eru sem hér segir: The Encyclopedia Americana 30 bindi. The Book of Knowledge 10 bindi, The Childreri’s Classics 10 bindi, Standard Dictionary 2 bindi. SAMDRÁTTUR Framhald af 8. síðu. varasjóður látinn bera það tjón, og fullt framlag þvi innt af hendi til fyrningasjóðs og varasjóðs. — Reikningar félagsins voru síðan samþykktir og ákvörðun tekin um að greiða 6% í arð af hlutafé fyrir árið 1962. Undir sérstöikuim dagskrárlið gerði fráfarandi formaður, Vrl- hjálmur Þór, ýtarlega grein fyrir þörf aukinnar framleiðslu köfnun arefnisáburðar í landinu og aðkall andi stækkunar Áburðarverksmiðj unnar. Meðal annars benti hann á, að frá því undirbúningur að verksmiðjubyggingunni hófst árið 1950, hafi notkun köfnunarefnis í landinu auikizt um 20 þúsund smá lestir miðað við kjarna og var notkunin árið 1962 tæpar 27 þús. smálestir, en mesta afkastageta verksmiðjunnar 24 þús. smálestir á ári, miðað við að engar takmark anir séu á raforku til hennar. — Um áburðarþönf næstu ára sagði hann, að ekki yrði sagt til um með nákvæmni en áætla mætti þörfina 1968, 32 til 39 þús. smálestir, og árið 1973, 48—67 þús smálestir. Virðist af þessu þörf á tvöföldun afkasta verksmiðjunnar. Þá sagði hann, að byrjunarathuganir hefðu þegar verið gerðar. Kæmu eink- um tvær aðferðir til greina, þ.e. stækkun á grundvelli vetnisfram- leiðslu með rafmagni, eins og nú er gert, en hin leiðin, sem mjög hefur rutt sér til rúms, byggist á innflutningi jarðolíu til fram- leiðslu vetnis. Sagði hann, að stjórnin hefði ákveðið að gera ráð stafanir til að ýtarlegar athuganir verði gerðar á öllum möguleikum framleiðsluaðferða til stækkunar verksmiðjunnar, og um leið hvort hagkvæmt gæti verið að flytja inn ammóníak til að viðhalda 24 þús. smálesta ársafköstum og bæta þannig upn skert afköst af völdum minnkandi fáanlegrar raforku. Að lokum kvað Vilhjálmur það von stjórnarinnar, að væntanlegar á- ætlanir leiddu til viðbótarverk- smiðju, sem rísi í Gufunesi til hags bóta fyrir þjóðfélagið. Endurkjörnir i stjórnina voru: Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráð- herra og Jón ívarsson, forstjóri; varamenn þeirra Halldór H. Jóns- son, arkitekt og Hjörtur Hjartar, framkvæmdastj., svo og endurskoð andi: Halldór Kjartansson, stór- kaupmaður. — Stjórn Áburðarverk smiðjunnar h.f. skipa nú: Pétur Gunnarsson, deildarstjóri, formað ur; Hailldór H. Jónsson, arkitekt, varamaður Ingólfs Jónssonar, land búnaðarráðherra; Jón ívarsson for stjóri; Tómas Vigfússon, bygginga meistari; Vilhjálmur Þór, Seðla- bankastjóri. KVÖLDFAGNAÐUR Framhald af 8. síðu. rijaltested, Erlingur Vigfússon, óón Sigurbjörnsson, Ragnar Björns son. 4. Jónas Haralz, framkvæmda stjóii Efnahagsstofnunarinnar, ílytur ræðu 5. Skemmtikraftar. 6. Dans. Stjórn félagsins væntir þess, að félagsmenn fjölmenni á samkom- una. Aðgöngumiðar eru til sölu í Verzluninni Daníel, Laugavegi 66, sími 1-16-16. Borð- og matarpant- snir í síma 2-06-00. Stjórnin. Erlent yfirlit Framhald af 7. síðu. Þjóðverjar séu að komast á raunsærri skoðun í þessum efn um en áður. Þeir eru nú í þann veginn að taka upp óbeint stjórnmálasamband við Pól- land með því að skipa sérstakt verzlunarráð í Varsjá. Slíkt samband ætla þeir og að taka upp bráðlega við Ungverjaland og Rúmeníu. Mesta athygli hef- ur þó vakið ræða, sem Ger- stenm,|ier, forseti vestur-þýzka ( þingsins, hélt nú um helgina á fundi'flöttamanna úr þeim hér- uðum hins gamla Þýzkalands, sem nú eru undir pólskri stjórn. Gerstenmeier sagði, að það væri óraunhæft að ætla að krefjast sömu landamæra og 1939. Slíkt fengi hvergi stuðn-' ing utan Þýzkalands. Það, sem nú skipti máli, væri að reyna að stuðla að því að kjör Þjóð- verja í Austur-Þýzkalandi yrðu bærilegri. Þessi ræða þykir góðs viti um árangur af Þýzkalandsferð Kennedys, þar sem hún er flutt rétt fyrir komu hans. Það er áreiðanlega rétt stefna hjá Kennedy að gera nú nýja, myndarlega tilraun til að draga úr kalda stríðinu og reyna að þoka afvopnunarmál- tJnhnsan UTANBQRÐSMÓTORAR 3 ha. 15 ha 5 ha. 18 ha. 5Vi ha. 28 ha 10 ha. 40 ha. VARAHLUTA- OG VIÐGERÐAÞJÓNUSTA Gunnar Ásgeirsson h.f. Suöurlandsbraut 16 EINANGRUN Odýt os tnjÖR gófl elnangrun Vöuduð framJeiðsla J Þorláksson & Norðmann h.f Skúiagötr 30 (Bankastrætl 11 Froskmanna- búningar Verð kr. 5.255.00 L. H. MÖLLER Langholtsvegi 82 Sími 13620______ unum eitthvað áleiðis. Hvort þessi tilraun heppnast, er ann- að mál. Það vinnst þó alltaf við slíka tilraun, að menn vita betur eftir en áður hvar þeir standa. Þ.Þ. Fæst viða i verzlunum Gunnar Asgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 Sími 35200 Ibúö óskast 2ja—3.ia herb. íbúð óskast til leigu 1. okt. eða fyrr. Algjör reglusemi Tilboð sendist fyrir föstu- dag merkt: „íbúð — 20“. Innihurðir undir málningu. Ármúla 20 — Sími 32400 W FALLEGUSTU ^ f MYNDIRNAR fást á Kodak PAPPIR FRAMKÖLLUN KOPIERING tSTÓRAR MYNDIR Kodak Sími 2-03-13 Bankastræti 4. T í M I N N, þriSjudaginn 25. júní 1963. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.