Morgunblaðið - 09.05.1918, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.05.1918, Blaðsíða 1
JTImtudag 9 maí 1918 MORGUNBLABID * t'anfl' 183. tölnbl** Ritstjórnarsimi nr. 500 Ritstjón: Vilhiálmur Fmsen ísafoldarprentsmiója Aígreiósiusimi nr. 500 SE> Gam(a Bio sýnir í kvöld hina ágætu mynd Paladsleikhússins Litlu englarnir eða I móður stað Óviðjafnanleg mynd í 4 þáttum eftir Granville Watwick. Til myndar hefir búið D. W. Grifölh, jöfur kvikmyndarinnar Þetta er einhver sú bezta og áhrifamesta mynd sem hér hefir verið sýnd — mynd sem allir, eldri og yngri, hafa gagn og gaman af að sjá. Sýning stendur yfir 1V2 .st. — Betri sæti tölus. kosta 1 kr., alm. tölus. 75 æ, barnas.25^ —Sýning i dag kl. 6 7Va og 9- I Uppstigningardag kl. 8 */a opinber s^mkoma. Biblíuefni: teksti dagsins NB. Laugardag þ. 11. samkoma kl. 8 Va t tilefni af 23 ára afmælr Hjálpræðishersins. Fyrsta flokks bifreiðar ávalt til leigu. Slmar: 127 & 581. Steind. Einarss. Grlmur Sigurðss. Erl. simfregnir. (Frá fréttaritara Morgunbl.). Khöfn 7. maí ard. Þjóðverjar neita því, að þeir hafi komið fram með nokkur friðartilboð. — Breytingartillögur miðflokksins þýzka við kosningalagafrumvarp stjórnarinnar hafa verið samþyktar. Ukraine-stjórnin nýjá er vinveitt Þjóðverjum. Frá Vasa er símað, að stjóinar- herinn finski hafi nú náð síðustu varnarstöðvum »rauðu hersveitanna« Kotka og Fredrikshavn á sitt vald og tekið 4300 fanga. Khöfn, 7. mai síðd. Rætt er enn um friðarumleitanir. Þjóðverjar láta í veðri vaka, að þeir sén að undirbúa nýja sókn. Stjórnin í Ukraine krefst þess, að útsendarar Þjóðverja þar í landi verði kvaddir heim. Alþing. Fjögur mál voru til umræðu i neðri deild í gær. 1. Bæjarstjórn í Siglufirði. Frv. var samþykt með framkomnum breyt- ingartillögum og visað til 3. umr. 2. Eftirlaun Björns Kristjánssonar. Um það urðu nokkrar umræður, en tillagan var þó samþykt með 15 atkv. gegn 7. Fjóra þingmenn vantaði þá á fund (Pétur Jónsson, Björn Kristjánsson, Björn Stef. og Einar Jónsson). Málinu var síðan vísað til 3. umræðu. 3. Kosningalög tii bæjarstjórnar í Reykjavík. Vísað til 2. umræðu og allsherjarnefndar. 4- Heimild fyrir landsstjórnina til ýmsra ráðstafana út af ófriðnum (komið frá Ed.) — um yfirráð skipa, bann gegn útflutningi skepnufóðurs o. s. frv. Vísað til 2. umræðu og bjargráðanefndar. í efri deild voru 3 mál á dag- skrá. Um fyrsta málið, einkasölu á smjöri og tólg, urðu miklar um- ræður, en þeim lauk svo, að frum- varpið var kveðið niður með 8:6 atkvæðum. 2. um bæjarstjórn í Vestmanna- eyjum var vísað til 2. umræðu. 3. Þingsályktunartillögu um að skora á stjórnina að hlutast til um það að sett verði á stofn útbú frá Landsbankanum í Vestmannaeyjum var vísað til allsherjarnefndar og umræðu frestað. Nóg er að starfa — sjálfstæðis- máliu, bjargráðamálin, samuiugaruir við Breta, fjármálin 0. s. frv. stjórn- in vill ekki bera ábyrgð á neinu — það á þingið að gera. »Leiðisk mér þóf þetta«, mælti Skarphéðinn. Sama segir þingið, eftir að hafa beðið í heilan mánuð eftir stjórninni, Og nú fýsir þingmenn heim til búa sinna. |>eir þurfa að vinna á túnun- um, rýja ærnar og marka lömbin, áður en fráfærnalögin koma. Bjargráð lenda’ í launráð, landráð verða þjóðráð, en — ísland verður óháð: það á að deyja’ í guðsnáð. Elendínus. Símfregnir. Vestmannaeyjum i gær. Landburður af fiski hér undanfarna daga — og það liggur vel á mönn- um. Saltlausir voru menn í nokkra daga, en þá komu tvö skip hingað úr Reykjavík með salt, svo nú er nóg að taka af fyrsta kastið. Landssimastjórinn hefir verið hér i vikutima til þess að gera við sæ- simann. Veitti sannarlega ekki af, því sambandið við meginlandið hefir verið mjög ilt upp á síðkastið. Menn hér eru töluvert »spentir« fyrir örlögum útibús tillögunnar og frv. um bæjarstjórn i Vestm.eyjum, sem þingið á nú að ráða til lykta. Bæjarstjórn í Vestmannaeyjum. Karl Einarsson ber fram i Ed. frnmv. til laga um bæjarstjórn í Vestmannaeyjum. Er það i 34 greinum og ítarlegt. í greinargerð fyrir frv. segir flm. svo: »Af eyjum þeim, sem Vestmanna- eyjasýla nær yfir, er að eins ein, Nyja Bíó Talsímastúlkan Stórfengl. sjónleikur i 4 þáttum leikinn af Nordisk Films Co. Aðalhlutv. leika: Fru Karen Sandberg, Fr. Buch. Alfr. Bliitecher 0. fl. Myndin stendui yfir i1/, kl.st. Aðgöngumiða má panta í síma 107 og kosta fyrstu sæti 0.85, öunur sæti 0.63, barnas. 0.20. Sýningar veröa 3 í kvöld _______kl. 6, 7Va og 9_____ Fjórðungsþing ungmennafélaganna i Sunnlendinga- fjórðungi, verður sett föstud. 10. þ. m. kl. 10 árd., í lesstofu Lestrar- félags kvenna Aðalstræti 8. Fjóröungs8tjórnin. Heimaey, bygð, og á henni er svo að segja öll bygðin á einum stað, norðast á eyjunni sunnan við höfn- ina. Það virðist þvi vera harla óvið- feldið sveitarstjórnarfyrirkomulag þar, að hafa þar bæði hreppsnefnd og sýslunefnd, báðar á sama svæðinu, og með sama verkefni, sem sé að stjórna málefnum hrepps og sýslu, sem eru eitt og hið sama. Þar sem nú íbúatala Eyjanna ,er komin á 3. þúsund, velmegnn sæmileg, en næg verkefni fyrir hendi: Hafnargerð, vatnsveita, vegagerðir, heilbrigðismál o. m. fl., þá virðist nú timi kom- inn til, að öll málefni eyjanna lúti sömu stjórn. Raunar get eg borið um það, að samvinna hrepps- og sýslnnefndar hefir verið góð, og hægt um hönd að halda fundi, þar sem allir nefndar- menn búa á sama stað, og því ekki orðið að sök um stjórn á málefnum sveitarinnar bin óeðlilega tvískifting, sem áður er drepið á, en þar sem samþykt var i einu hljóði á þing- málafundi nú í vor áskorun, þess efnis að taka Vestmannaeyjar í tölu kaupstaða, og sýslu- og hreppsnefnd eru þessu meðmælt í einu hljóði, þá sé eg ekki, hvað ætti að geta orðið þessu áhugamáli Eyjarbúa til fyrirstöðu«. Smurningsolia: Cylinder- & Lager- og 0xuifeiti Hafnarstræti 18 ern áreiðánlega ódýrastar og beztar hjá Slgur j(ó n i Sími 137. Kaupirðu góðan hlut fiá mundu hvar þu fekst hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.