Morgunblaðið - 09.05.1918, Page 2

Morgunblaðið - 09.05.1918, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Japan og Frakkland Það er enn eigi útséð um það hvernig fer um afskifti Japana af Siberíu. Og bæði Bandarikjamenn og Frakkar eru all-áhyggjufullir út af herför þeirra þangað. Frakkar eiga allmiklar landeignir í Austur-Asíu eins og allir vita, og eru nú hræddir um, að sér muni stafa hætta af Japönum, þegar þeim eru gefnar lausar hendur til þess að láta eins og þeim sýnist í Austur- Asíu. Til þess að friða menn, hefir Pichon, utanríkisráðherra Frakka, látið »Matin« flytja eftir sér skýrslu, sem hann hafði gefið utanríkismála- nefnd þingsins um þetta efni. í þeirri skýrslu er svo sagt, að það sé mikil hætta á þvi, að þær feikna birgðir, sem Japanar hafa sent til Austur-Siberíu handa rússnesku stjórn- inni, muni falla i hendur Þjóðverja. Það hefði þess vegna verið nauð- legt að taka snarlega og rækilega í taumana. Og Japanar væru sjálf- kjörnir til þess, að gæta þar hags- muna bandamannta. En erindi Jap- ana til Siberíu væri lokið um leið og komið er í veg fyrir þá hættu, að Þjóðverjar gleyp'i Rússland og Siberiu. Það virðist þó svo, sem þessi skýrsla Pichons hafi ekki haft til- ætluð áhrif. Að visu er það alment viðurkent, að eins og nú horfir, sé ekki um annað að gera heldur en fallast á það, að Japanar fari með her manna til Siberiu. En fæstir eru svo auðtrúa eins og Pichon, að þeir treysti þvi að Japanar láti þar við lenda, að sjá hagsmunum banda-, manna borgið þar eystra. »Japanar hugsa fyrst um sinn eigin hag«, segir »Action Francaise*. »Þeim er það alveg óskiljanlegt, að menn geti í alvöru talað um frið án landvinninga og skaðabóta. Það er þeirra skoðun að það sé alveg rétt að sigurherr- ann fái endnrgjald fyrir sigur sinn.« Hér er þá um það að ræða, hvar Japanar álita að þeir geti haft mest- an hag af þátt-töku sinni í heims- styrjöldinni. Sem stendur er þeim auðvitað hagkvæmast, að hefjast handa i Austur-Siberiu. Sundurliðun Rússlands lætur þeim frjilst að leggja þar undir sig land. En hvorki »Action Francaise* né neitt annað blað þorir að staðhæfa það, að Japan ráðist með her inn í Siberíu til þess að hjálpa bandamönnum gegn Þýzka- landi. Að þvi undanteknu, að Japan- ar lögðu undir sig þýzku nýlend- una Kiau-Chau i öndverðum ófriðn- um, þá eru engar deilur með Þjóð- verjum og Japönum. Það er lika mjög ósennilegt, að samkepni um Siberiu muni verða til þess að auka fjandskap þessara þjóða. Siberia er svo stór, að þar er nægilegt verksvið bæði fyrir þýzka og japanska hagsmuni. Og þar sem Japanar hafa sýnt það, að þeim er ekkert áhugamál að seilast langt inn fyrir strendur Austur-Asíu, þá eru meiri likur til þess að Þjóðverjar og Japanar sættist, heldur en hitt. En takist (stjórnunum i Tokio og Berlín að koma sér saman, þá er vandséð hvern hag Japanar ættu að geta séð sér í því að styðja banda- menn framvegis. Japanar eru keppi- nautar Frakka og Bandaríkjanna í i Austur-Asíu. Og meðan Bretar, Frakkar og Bandarikjamenn þurfa á öllu sínu að halda, til þess að fá reist rönd við Þjóðverjum i Frakk- landi, þá eru þeir neyddir til þess að horfa þegjandi á það að Japanar fara sinna ferða í Austur-Asiu. Það er þetta sem vekur áhyggjur hjá Frökkum og þeim verður jafnan hugsað til Tonkin og Kochinkina þegar minst er á hernaðarfram- kvæmdir Japana i Siberíu. Lokun sölubúða. Þegar bæjarstjórn Reykjavikur hafð til meðferðar reglugerð um lokunar- tíma sölubúða hér i bænum, urðu fulltrúarnir mjög á eitt sáttir um öll atriði nema það, hvort veita bæri tóbaks- og sælgætisbúðum einhverja undanþágu — leyfa þeim að vera lengur opnum heldur en öðrum búð- um. En að lokum samþykti bæjar- stjórn það, að eitt skyldi yfir allar sölubúðir ganga. Það kemur því nokkuð kynlega fyrir, er Magnús Kristjánsson ber nú fram í Ed. tillðgu um það, að bæta því inn i lögin sjálf, að tóbaks- og sælgætisbúðir meigi vera opnar lengur en aðrar búðir »gegn hæfi- legu árgjaldi, sem stjórnarráðið ákveð- ur fyrir eitt ár í senn og rennur í bæjarsjóð hlutaðeigandi kaupstaðar.« Hvað er nú það, sem hér er far- ið fram á? Jú, fyrst og fremst er farið fram á það, að veita einstökum kaup- mönnum sérréttindi eða öllu held- ur, að einstakir kaupmenn fái, gegn því að múta bæjarsjóði því, er stjórn- arriðið telur hæfilegt, að hafa búðir sínar opnar fram á nótt. Tilgangurinn með lögunum um lokunartima sölubúða, mun áreiðan- lega hafa verið sá, að kveða niður þann skrælingjabrag, sem einkum hefir kveðið ramt að hér i höfuð staðnum sjálfum, að verzlunarþjón- ar séu látnir standa í búðum hálfan sólarhringinn eða lengur. Því er haldið fram að þetta eigi ekki við um þjóna í tóbaks- og sælgætis- búðum, þvi að þar sé tviskiftar vinnutími. En það á ekki við nema hjá sumum þeim kaupmönnum, er telja sig i þeim flokki. Og trygg- ingin er engin fyrir því að það sé gert. Svo er talað um tóbaks- og sæl- gætis-»sérverzlanir«. Væri fróðlegt að vita við hvað er átt með þvi. Þær verzlanir, sem hér í Reykjavík hafa verið nefndar þeim nöfnum, hafa haft á boðstól- um alls konar varning, svo sem álna- vöru og silki, drykkjarföng, spil, göngustafi, regnhlifar, gólfklúta o. s. frv. Vilji þingið þess vegna veita þessa undanþágu, er það ekki nóg að segja að hún skuli gilda um þá sem verzla með tóbak og sæl- gæti, heldur verður þá að taka það skýrt fram í lögunum hvaða varn- ing slíkar verzlanir meigj^iafa á boð- stólum til þess að þær geti kallast »sérververzlanir«. Og auk þess ætti það að vera ákveðið i lögunum, að undanþága yrði ekki veitt, nema því að eins að vinnutími verzlunar- þjóna þar yrði eigi lengri heldur en í öðrum búðum. Orœkja. -r-" Qisam fossanefndin. Fyrirspurn er komin fram í Nd. um framkvæmdir fossanefndarinnar. Hljóðar hún svo: Hvað líður fram- kvæmdum fossanefndarinnar, er skip- uð var samkvæmt ályktun síðasta alþingis, og hver er niðurstaða henn- ar að þvi er sérstaklega snertir i. og 4. lið nefnrdar ályktunar? Flutn- ingsmenn eru 10 talsins. Fyrsti liðurinn er um það, að nefndin athugi hvaða breytingar sé nauðsynlegt að gera á gildandi fossa- löggjöf landsins, en fjórði liðurinn er um að nefndin athugi með hvaða kjörum meigi veita erlendum félög- um leyfi til þess að starfrækja fossa hér á landi. Atti nefndin að koma íram með tillögur sínar fyrir »næsta þing«. Hinn 8. apríl sendi Mannerheim hershöfðingi út ávarp frá Tammar- fors til finsku hersveitanna og er það svo látandi: Eftir beiðni finsku stjórnarinnar, er nokkur hluti af hinum sigursæla og voluga her Þýzkalands, kominn til Finnlands til þess að hjálpa til þess að reka Bolchewikkana og morðfélaga þeirra út úr landinu. Eg er fullviss um, að það fóst- bræðralag, sem í komandi orustum verður innsiglað með beggja blóði, muni ennfremur treysta þá vináttu og traust, sem Finnland hefir stöð- ugt borið tíl hins mikla þýzka keisara og hinnar voldugu þýzku þjóðar. Eg vona það, að þá er hinn ungi her Finnlands berst við hlið hinna sigursælu þýzku hersveita, muni hann tileinka sér hinn járn- harða aga, hina miklu reglusemi og hina árvöknu skyldurækni, sem hefir gert þýzka herinn voldngan og færir honum heim sigur á sigur ofan. Um leið og eg býð hina hraustu hermenn ' Þýzkalands velkomna til Finnlands, vona eg að hver einasti maður i finska hernum sýni það, að hann kann að meta hina miklu fórn, sem hin öfuga þýzka þjóð færir landi voru á þeim tíma, sem hún þarfnast allra sona sinna i sinni eigin baráttu. Lokunartimi sölubúða. í efri deild flytur Magnús Krist- ánsson breytingartillögu við frum- varp um lokunartíma sölubúða. Vifl Magnús veita kaupmönnum, sem eingöngu verzla með tóbaksvörur og sælgæti, undanþágu að því er snertir lokunartíma. En fyrir leyfið vill hann að greitt sé eitthvert gjald, . sem stjórnin ákveði, og að það reuni i hlutaðeigandi bæjarsjóð. Sigurður Baldvinsson, fyrrum ritstjóri, hefir verið skip- aður póstafgreiðslnmaður á Seyðis- firði. í Garðsauka hefir og Sæm- Oddson verið skipaður póstafgreiðslu- maður. Lausn frá prestskap, ’ hefir síra Magnús Andréssyni á Gilsbakka verið veitt frá næstus fardögum, vegna vanheilsu. H PAOBOK g Gangverð erlendrar myntar, Bankar Fósth&a Doll.U.S.A.&Canada 3,40 3,60 Franki franskur 60,00 62,00 Sænsk króna ... 111,00 110,00 Norsk króna ... 104,00 105,00 Sterlingspund ... 15,60 16,00 Mark . ... 65 00 68,00 Holl. Florin ... 1,55 1,5^- Vélbátur Skaftfellinga er kom- inn hingað fyrir nokkrum dögum frá útlöndum. Muu hanu fara héðan austur eftír nokkra daga. Gullfoss, Eimskipafélagið fókk skeyti um það í gær að Gullfoss væri kominn til Halifax. Skeytið var ódagsett, eu eftir líkum að dæma muu skipið hafa komið þangað um helgina. Messað í frikirkjanni f Reykja- vík kl. 5 BÍðd. (sr. Ól. Ól.) A f 1 i hefir verið alveg óvenju mikill á opua báta úr Hafnarfirði í vor. Kunnugur maður þar á staðn- um gizkar á, að korainn sé á land ‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.