Morgunblaðið - 11.01.1938, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.01.1938, Blaðsíða 5
 3>rlðjudaffur 11. janúar 1938. ...JplorgttttMa&iJ • (Jtgef.: H.f. Árvakur. Kt-ykjnvlk Rlt8tj6rar: J6n KjarTansson o>e v'HltVr Stefari8n«»n > at»vrKflarmaOur) Auglýsingar: Árni Óla. Ritstj6rn, auglýsingar og afgrein.sla Austursira*u *» Stmi 1600. Áekriftargjald: kr. 3,00 á mflnuM í lausasölu: 15 aura eintaki^ — 26 aura m**6 Lesbftk EINU SINNl VAR - Hjer var einu sinni sósíal- demokratiskur flokkur. Jíann hjelt árshátíð sína niður á Austurvelli þegar vora tók. Þá hófu leiðtogar hans upp rödd sína. Borgaralegir menn með bros á vör, sællegir menn og vel búnir. Upp í ræðustólinn kjöguðu þeir hver af öðrum. Jón Baldvinsson, Stefán Jóhann og fleiri slíkir. Þeir voru tungu- mjúkir og ísmeygilegir, fóru hjartnæmum orðum um bætt kjör alþýðunnar og boðuðu frelsi og jafnrjetti. Þeir voru yfirleitt hógværir þessir menn. En einn var sá helgidómur, sem aldrei var svo á minnst, að ekki titraði rödd og brynnu augu: Lýðræði! Lýðræði! hrópuðu leiðtogarnir -ng vei hverjum þeim, sem vill vinna iýðræðinu tjón! Þeir áttu andstæðinga til hægri og vinstri þessir menn. En einn var sá andstæðingur, sem þeir töldu hættulegastan. Það var kommúnisminn. Þeir lýstu því hvernig kommúnism- inn skriði eins og snákur í grasinu til þess að drepa grundvallarhugsjón hins sósí- aldemokratiska flokks — lýð- ræðið. Þeir lýstu því, hvernig þessi snákur spýtti eitri bylting- arinnar. Þeir þreyttust aldrei á að sýna fram á, að kommúnist- ar væri útsendarar erlends stórveldis og fengju' allar fyr- irskipanir sínar austan frá Moskva. Og þeir sögðu berum orðum að úti væri um frelsi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar, ef kommúnistar kæmust nokk- j urntíma til áhrifa. Þannig talaði Jón Baldvins- son, Stefán Jóhann og fleiri slíkir. Haustið 1936 kom Stef-! án Jóhann heim út utanför. Hafði hann farið um Norður- lönd, en þá höfðu einmitt stað- ið yfir kosningar í þessum lönd- um. Þegar heim kom birti Al- þýðublaðið langt viðtal við St. „Jóhann. í viðtali þessu lýsir St. J. því af mikilli hrifningu, hve hinir sósíaldemokratisku flokk- ar á Norðurlöndum hafi verið sigursælir í undanfarinni kosn- ingabaráttu. Hann sagði frá því, hvað baráttan af þeirra hálfu hefði farið fram með hófsömum og friðsamlegum hætti. Og hann taldi einmitt þessa hófsemi í starfsaðferðum Ug baráttu hinna sósíaldemo- kratisku flokka á Norðurlönd- um eiga sinn þátt í því, að þeim væri að takast að skapa þarna „ný þjóðfjelög“. í lok samtals- ins sagði Stefán Jóhann: „Kommúnistar eru gersamlega að þurkast út um öll Norður- lönd“. Þannig fórust þá þessum á- gæta sósíaldemokrat og lýðræð- isvini orð einn októberdag 1936. Það verður að segja það, að Jón Baldvinsson er „á sínum stað“. Hann er formaður hins sósíaldemokratiska Alþýðu- flokks. Þótt leitað sje með log- andi Ijósi, finst nafn hans hvergi á Sovjet-listanum við bæ j arst j órnarkosningarnar. En það þarf ekki að leita lengi að nafni Stefáns Jóhanns. Hann er 1. — fyrsti — maður listans! Jón er „þurkaður út“ eins og kommúnisminn á Norðurlönd- um. En Stefán Jóhann, aðdá- andi hinnar hófsömu stefnu sósíaldemokratisku flokkanna í nágrannalöndunum, tyllir sjer í efsta sætið. Stauning forsætisráðherra Dana hefir látið svo um mælt, að kommúnisminn væri „alstað- ar til bölvunar". Samkvæmt þessu hafa ,,alþýðuflokkar“ ná- grannalandanna unnið, með þeim árangri, að skapa hin „nýju þjóðfjelög“ sem Stefán Jóhann dáði svo mjög. Því að- eins komust þessi „nýju þjóð- fjelog“ á, að „kommúnisminn var gersamlega þurkaður út“. Stefán Jóhann skreppur oft til útlandsins, enda á hann þar v,dús“-bræður á háum stöðum. Hann getur fengið eitthvert „Alþýðublað“ nágrannaland- anna til að birta við sig viðtal næst þegar hann siglir. Það gæti orðið á þessa leið: Einu sinni var sósíaldemo- kratiskur flokkur á íslandi. Hann er gersamlega þurkaður út! Og svo getur Stefán, ef hon- um sýnist, bætt við: Jeg var fremstur í flokki, pegar hann var „þurkaður út“! Farsóttatilfelli í nóvember voru samtals 2583 talsins, þar af í Reykjavík 1251, á Suðurlandi 484, á Vesturlandi 132, á Norð- urlandi 547 og Áusturlandi 169. Farsóttatilfellin voru sem hjer segir (tölur í svigum frá Rvík, nema annars sje getið): Kverka- bólga 380 (367). Kvefsótt 1793 (794). Gigtsótt 7 (0). Iðrakvef 179 (51). Inflúensa 3 (Vesturl.). Kveflungnabólga 23 (8). Taksótt 5 (1). Rauðir hundar 4 (0). Skarlatssótt 30 (Rvík 14, Norð- url. 16). Heimakoma 13 (2). Þrimlasótt 3 (1). Umferðargula 4 (0). Kossageit 9 (0). Munn- angur 11 (6). Hlaupabóla 39 (16). Ristill 4 (1). — Landlækn- isskrifstofan (FB). Brenna og álfadans knattspyrnu fjelaganna Vals og Fram fór fram á íþróttavellinum s.l. sunnudag kl. 6. Veður var hráslagalegt. en samt voru áhorfendur að henni svo margir að sjaldan munu fleiri hafa horft á brennu' hjer. Brennan var voldug og stór. Lúðrasveit Ijek á vellinum og ,,álfar“ skemtu. Þótti þetta góð skemtun. MORGUNBLAÐIÐ % JES ZIMSEN í dag fylgja Reykvíkingar Jes Zimsen kaupmanni til grafar. Er með honum horfinn einn þeirra manna, sem á fyrstu áratugum þessarar aldar lögðu grundvöllinn að breyttum og bættum atvinnu- háttum og lífsskilyrðum hjer í Reykjavík. Áður en þessara for- ystumanna naut við, var Reylcja- vík sem kunnugt er öll önnur en hún er nú, hafnlaus fiskibær og höfuðstaður framtakslítillar þjóð- ar. Hjer voru engu betri framfara- möguleikar en í ýmsum öðrum stöðum landsins. Æfistarf sitt alt vann Jes Zim- sen hjer í Reykjavík. Er starfs- saga hans fljettuð meginþættinum í framfarasögu bæjarins. Hjer eru eigi tök á að greina frá hinu mikla og margþætta starfi hans til neinnar lilítar. Enda er það svo, að þeir fjölmörgu bæjai’búar, sem í dag syrgja hinn látna heið- ursmann, hafa fyrst og fremst í huga mannkosti hans, trygglyndi, góðvild, einlæga drenglund og fyrirhyggju, sem hann jafnan vildi að aðrir en hann einn nyti góðs af. Útför hans fram fer Jes Zimsen var fæddur í Hafn- arfirði þ. 13. apríl 1877, sonur Chr. Zimsens kaupmanns, er síð- ar fluttist hingað til Reykjavík- ur, sem kunnugt er, og rak hjer allmikla verslun. Árið 1892, aðeins 15 ára gam- all, sigkli Jes til Danmerkur til þess að afla sjer almennrar ment- unar í verslun. Var hann í Dan- mörku fram til ársins 1896, lengst af hjá móðurfrænda sínum, -Jes Christensen, er rak heildverslun í Kolding. Mun hann hafa verið með þeim fyrstu ungra manna, er sigldu hjeðan til verslunar- náms. Fékk hann á þessum árum hina bestu undirstöðuþekkingu í verslun og verslunarliáttum, sem þroskaði snemma meðfædda liæfi- leika hans á þessu sviði. Er hann hvarf hingað heim aftur árið 1896 var faðir hans fluttur hingað til Reykjavíkur og hafði tekið við verslun bróður síns, Nieljohniusar Zimsen, er um skeið var verslnnarstjóri Knut- zonsverslunar, eh keypti þá versl- un síðar og rak fyrir eigin reiku- ing. En Nieljohnius Zimsen and- aðist árið 1894. * Þó Jes Zimsen væri aðeins 19 ára gamall er hann kom heim úr siglingunni, tók hann þegar að miklu leyti við stjórninni á verslun föður síns, enda jók Sam- einaða gufuskipafjelagið skipa- ferðir sínar hjer um það leyti, er það tók strandfreðirnar, en Chr. Zimsen tók við afgreiðslu þeirra skipa við lát Ola Finsens. Um þetta leyti var útgerð Fraklta mikil hjer við land. Var Chr. Zimsen franskur konsúll og hafði verslun hans talsyerð við- skifti við frönsku fiskiskipin. En Jes annaðist þau viðsklifti að miklu leyti. Af náinni viðkynn- ingu sinni við hina frönsku út- gerð hjer vaknaði hjá honum mjög eindregin ósk um það, að Jes Zimsen. verða sjálfur þátttakandi í fisk- veiðunum, og gera hin íslensku f'iskimið meira arðberandi fyrir landsmenn sjálfa en verið hafði til þessa. Þá yoru hjer ekki nema seglskútur við fiskiveiðarnar, og meðal forgöngumanna í útgerðar- málum Tryggvi Gunnarsson bankastj. og Geir Zoéga. Fengu Jh'ssíi' menn brátt áhugasaman og- öflugan liðsmann þar sem Jes Zimsen var, er hóf nú útgerð af miklum dugnaði eftir þeirra tíð- ar sið, í fjelagi við þá Björn Guðmundsson kaupmanna, er síð- ar varð tengdafaðir lians, og Þor- stein Guðmundsson, bróður lians, er seinna varð yfirfiskimatsmað- ur. Árið 1903 keypti hann verslun- ina af föður sínum, og rak liana síðan einn, en verslunarstjóri hans var Helgi Helgason frá því árið 1910, en við verslunina hefir hann unnið síðan 1894. Dafnaði verslunin vel í hönd- um hans. Skifti hann versluninni í deildir. Stofnaði sjerstaka deild fyrir byggingavörur aðrar en timbur, er nefnd var Járnvöru- déild, sem hann rak fram til dauðadags og Nýlenduvörudeild- ina, seiu hann seldi 1931. Fyrirhyggjumaður, sem Zimsen var, sá liann strax er hann byrj- aði skútuútgerðina, að gera þyrfti ráðstafanir til þess að hægt væri að gera við skipin hjer. Yarð hann því einn af forgöngumönnum þess að Slippurinn var stofuaður. En jafnskjótt og menn hófu hjer togaraútgerð, fór Jes Zim- sen inn á þá braut í útgerðarmál- um. Undanfarin ár hafði Hjalti Jónsson verið skipstjóri á einu af þilskipum hans og þeirra fjelaga. Árið 1906 stofnuðu þeir Hjalti og hann togarafjelagið Island. I þeim fjelagsskap voru og þeir bræður Björn og Þorst. Guðimmdssvnir. En allmargir fleiri voru hluthafar og meðal þeirra Þorst. Þorsteins- son í Þórshamri. Fjelagið keypti togarann Mars og var Hjalti skip- stjóri og framkvæmdastjóri. Þetta var árið 1906. Hafði Zimsen for- meiisku og framkvæmdastjórn í dag þess fjelags á hendi þvínær alla tíð, sem fjelagið starfaði. Meðan þilskipaflotinn var ftjer mestur var Jes Zimsen «jmn af hvatamönnum þess að stoftíK&yar hjer ábyrgðarfjelag meða^pnl- skipaeigenda. En síðar varð hatm einn af stofnendum Sjóvátrygg- ingarfjelags íslands. Eftir að togaraflotinn kom til sögunnar vann hann með öðrum að því að koma Hamri á sfofn. Því Slippurinn hafði aðallega ú < hendi viðgerð þilskipa. En síðar lagði hann mikið að sjer við að efla Slippinn svo þar væri hægt að annast viðgerðir stærri skipa. Afskifti Jes Zimsen af útgerð- armálum miðuðu yfirleitt jafnan í þá átt, að tryggja framfainÉ út- gerðarinnar og sjá um að hjer innanlands risi upp öll sú sTarf- semi sem nauðsynleg var til við- gangs henni. * Þegar mótorbátarnir fóru að koma til sögunnar og olíunotknn jókst til mótora var st.ofnað „B&ð íslenska steinolíufjelag“. Það fje- lag byrjaði á því að hafa íljer olíubirgðir aðgengilegri til gölu en áður hafði verið, til m®lla þæginda fyrir þau viðskifti öll. Þar var Jes Zimsen formaður, 'en framkvæmdastjóri síðar í mörg úr. Afskifti Jes Zimsen af verslun- armálum voru bæði mikil og göð. Hann var t. d. einn af stofnend- um Yerslunarráðs Islands og í stjórn þess jafnau, þangað til hann baðst undan endurkosningu á síðastliðnu ári. Hann var og mikill styrktarmaður Verslunar- skólans. Styrktar- og sjúkrasjóður versl- unarmanna var ein af þeim í&ofn- unum, sem hann tók mikfW ást- fóstri við. Var liann um áratugi í stjórn sjóðsins, og formaður lians síðan Sighvatur Bjarnasop, bankastjóri fjell frá. Er bróðir hans dó 1932 tók hann, fyrir tilmæli Sameinaða gufuskipafjelagsins, að sjer af- greiðslu þeirra skipa, og hafði hana á hendi síðan. Mörg fleiri störf mætti telja, sem Jes Zimsen inti af henði um æfina, enda var hann, raeðasi liann liafði fulla heilsu starfsmáíf- ur hinn mesti. Lyndiseinkennum Jes Zimken verður í stuttu máli lýst þanmg. Hann var maður framúrskarancti vandaðnr, er varaðist í öllura viðskiftum * sínum, smáum sem stórum, að halla nokkmrn tíma á nokkurn mann. Ef um einhvern ágreining gat orðið að ræða mílK hans og viðskiftamanna hans, þá var það jafnan regla hans að íáta sjónarmið viðskiftamannsins ráðsv, svo enginn færi óánægður af hans fundi. En skifti hans við starfs- menn hans voru ávalt þau, að-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.