Morgunblaðið - 11.01.1938, Side 3

Morgunblaðið - 11.01.1938, Side 3
Þriðjudagur 11. janúar 1938, MORGUNBLAÐIÐ 3 Drotningin á sjúkrahusi Enginn sannur Islendingur kýs erindrekana frá Moskva Ingrid krónprinsessa, sem verið hefir undanfar- ið í heimsókn hjá foreldrum sínum í Stokkhólmi, var í gær skyndilega kölluð heim vegna uppskurðs, sem gerður var á Alexandrinu drotningu við garnaflækju. Drotningin sýktist skyndilega í gær. I gærkvöldi var gefin út opinber tilkynning um líðan drottningarinnar, undirrituð af J. P. Hartman, sem gerði uppskurðinn. I tilkynningunni segir, að drotningin hafi verið lögð inn á Sct-Lukassjúkrahúsið og verið skorin upp við samskonar kvilla og á s.l. hausti, er hún veiktist á Skagen. — Uppskurðurinn hepnaðist vel. öllum hirðsamkomum hefir verið aflýst í janúar. Bruggari játar Síðastliðinn föstndag fór Björn Blöndal löggæslumaður til Akraness, samkvæmt beiðni lög- reglustjórans þar, og gerði ásamt honum húsrannsókn sama kvöld hjá Stefáni Gunnarssyni Tyrfings- stöðum í Ytri-Akranesshreppi. Yið húsrannsóknina kom í ljós að bruggun hafði átt sjer stað, en hvorki fanst þar brugg nje bruggunartæki. Næsta dag var Stefán kallaður fyrir rjett á Akranesi, en með því að framburður hans var mjög ósamhljóða framburði v'itna, flutti löggæslumaður hann með sjer til gæsluvarðhalds í Reykjavík. f gær yfirheyrði lögreglustjór- inn á Akranesi Stefán aftur og meðgeltk hann þá að hafa brugg- að áfengi rjett fyrir göngur síð- astliðið haust og að hafa selt á gamlárskvöld afgang af þeírri bruggun. — (PU.). Ólafur Ólafsson farin frá Kína Olafur Ólafsson kristniboði, kona hans og börn eru komin til Kaupmannahafnar frá Kína. Ólafur hefir starfað aS trú- boSsstörfum í Kína undanfar- in 17 ár á vegum norska trú- boSsins. ASstaSa trúboSanna í Kína verSur stöSugt erfiSari eftir því sem Japanir sækja lengra fram og einangra MiS-Kína, segir Ól- afur. Yfirvöldin í Kína þora ekki lengur aS bera ábyrgð á útlendingum og ekki heldur geta yfirvöldin komiS í veg fyr- ir aS ræningjaflokkar ráSist á friðsamt fólk. (Sendiherrafrjett). Listi Sjálfstæðisflokksins við hreppsnefndarkosningar í Kefla- víkurhreppi: Guðm. Guðmundsson skólastjóri, Karvel Ögmundsson skipstjóri, Yaldimar Björnsson bóndi, Elías Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri, Sig. Guðmundsson útvegsbóndi, Þorgr. Eyjólfsson kaupm., Sverrir Júlíusson sím- stjóri, Eriðrik Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri, Sigurbjörn Eyjólfs- son skipstjóri, Kristinn Jónsson verkstjóri. Anna Erlendsdóttir, Hverfis- götu 18, Hafnarfirði, á sextugs- afmæli í dag. SjálfstæSismenn, þeir sem haga í hyggju að fara burtu úr bæn- um fyrir kjördag, verða að muna að kjósa hjá lögmanni áður en þeir fara. Kosningaskrifstofa lög- manns er í Arnarhvoli og opin alla virka daga kl. 10—12 árd. og 1—-4 síðd. Allar upplýsingar við- víkjandi kosningunni geta menn fengið á kosningaskrifstofu Sjálf- stæðismanna í Yarðarhúsinu:, sími 2398. Listi Sjálfstæð’ismanna í Reykjavík er C-listi. Gefið upplýsingar, Sjálfstæðis- menn, um flokksmenn, er staddír kunna að vera úti á landi, en kosningarjett eiga í Reykjavík, svo að unt sje að fá atkvæði þeirra tímanlega. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðismanna í Yarðarhúsinu (sími 2398) tekur á móti öllum slíkum upplýsingum. Deir eru fjandmenn lýðræðis og þingræðis Baráttan, sem um skeið hefir verið háð innan Alþýðuflokksins, milli Jóns Baldvinssonar og Hjeðins Valdi- marssonar, hefir tekið skyndilegum umskiftum. Jón Baldvinsson, sem haldið hefir Alþýðu- flokknum sem lengst frá öfga- og byltingaflokki kommúnista, hefir nú orðið undir í baráttunni og Hjeðinn farið með flokkinn beint yfir til komm- únista. Þessi skyndilega og: óvænta breyting hlýtur að hafa margar og miklar afleiðingar. Fyrstu afleiðingamar eru þegar komnar í ljós, en þær snerta eingöngu Reykvíkinga og snúa að bæjarstjórnarkosn- ingunum, sem fram eiga að fara 30. þ. m. Alþýðuflokkurinn hafði, áð- ur en Hjeðinn gerði bylting- una í flokknum, gengið frá sín- um lista til bæjarstjórnarkosn- inganna. Á þeim lista voru nöfn hinna eldri bæjarfulltrúa flokltsins svo sem: Ólafs Frið- rikssonar, Guðmundar R. Odds- sonar og frú Jóhönnu Egils- dóttur. Þar var einnig nafn Jóns Baldvinssonar. Öli eru þessi nöfn þekt í bænum og sum landskunn. Eftir að Hjeðinn braust til valda í Alþýðuflokknum hurfu öll þessi nöfn af listanum, enda var listinn nú ekki borinn fram af Alþýðuflokknum, heldur af Alþýðu- og Kommúnistaflokkn- um í sameiningu. Og í staðinn fyrir hina gömlu, þektu bæjar- fulltrúa Alþýðuflokksins voru nú komnir á listann eldrauðir kommúnistar, aðdáendur og er- indrekar einræðisherrans í Moskva. Hjeðinn hafði hnupl- að nafni Jóns Baldvinssonar á Moskva-listann, en ekki stóð nafn hans þar nema einn dag, því Jón harðneitaði að vera á listanum. Dettur nú nokkrum manni í hug, að það sje gert vegna al- þýðu- og verkafólks í Reykja- vík, að hinum gömlu bæjarfull- trúum Alþýðuflokksins cr spark að og æstar kommúnista- sprautur teknar í staðinn? Nei, það er vissulega ekki umhyggjan fyrir verkalýðnum í Reykjavík, sem hjer hefir ráðið gerðum Hjeðins Valdi- marssonar. Þar liggur alt ann- að til grundvallar. Eins og kunnugt er, hefir Hjeðinn unnið að því ólsitið, síð an kunn voru úrslit alþingis- kosninganna s.l. sumar, að sam- eina Alþýðu- og Kommúnista- flokkinn. En sameiningin strandaði á því, að Kommún- istaflokkurinn vildi ekki skuld- binda sig til að vinna á lýðræð- is- og þingræðisgrundvelli og hann heimtaði að vera áfram í tengslum við einræðisherrann í Moskva. Jón Baldvinsson hefir jafnan verið tryggur lýðræðinu og þingræðinu, og hann hefir lagt kapp á, að halda Alþýðuflokkn- um á þessum grundvelli. Þess vegna hefir hann þverneitað allri samvinnu við kommúnista, nema fyrir lægi ótvíræð yfirlýs- ing þeirra um fylgi við lýðræð- ið og þingræðið og fullkomin afneitun einræðisherrans í Moskva. Á þessu strandaði sam- einingin um þingtímanni, í vetur. * Hjeðni sárnaði það mjög, að hann skyldi verða undir á aukaþingi Alþýðusambandsins. ílann hugsaði til hefnda og tók að undirbúa jarðveginn. Og þegar að því kom, að leggja skyldi fram lista til bæjarstjórn arkosninganna hjer í bænum, hafði Hjeðinn náð þeim tök- um á fulltrúaráði Alþýðu- flokksins, að hann hafði það lít- inn meirihluta. Þessa aðstöðu notar Hjeðinn til þess að fella þann lista, sem Alþýðuflokkur- inn hafði ákveðið að bera fram og fer með sína órólegu deild yfir til kommúnista. Nú var engra skilyrða krafist af kommúnistum, fyrir samein- ingunni. Engin skuldbinding um fylgi við lýðræðið og þingræðið var nefnd á nafn. Og ekki var minst á það einu orði, að komm- únistar hættu að lúta valdboði einræðisherrans í Moskva. Sam- einingin fór fram án nokkurra slíkra skilyrða. Hjer hefir því raunverulega gerst það, að Hjeðinn Valdi- marsson hefir farið yfir til kommúnista með sína órólegu deild, sem áður yar í Alþýðu- flokknum. Alþýðuflokkurinn, í þeirri mynd, sem hann áður var, hef- ir því engan lista í boði nú við bæjarstjórnarkosningarnar hjer í Reykjavík. Það er Kommún- istaflokkurinn einn, sem stend- ur að A-listanum, og hefir honum bæst sá liðsauki, að Hjeðinn er kominn í flokkinn með sína órólegu deild. * Með framferði sínu hefir mn. Á Btou C-listi er Sjáifstæðis- manna Fjórir listar í Reykjavik Yfirkjörstjórn við bæjar- stj órnarkosningarnar hjer í Reykjavík kom sam- an kl. 10y2 árdegis á sunnu- dag, til bess að athuga lista þá, sem fram voru komnir. Framboðsfrestur var útrunninn kl. 12 á laugardagskvöld og höfðu þá formanni yfirkjörstjórn ar, Pjetri Magnússyni hrna. bor- ist fjórir listar, frá þessum flokk- um, talið í stafrófsröð: Alþýðu- og Kommúnistaflokkn- um, same’inuðum undir merki Stalins. Framsóknarflokknum, Sjálfstæðisflokknum, og Þjóðernissmnum, eða Nazistum. Nokkrir gallar reyndust á framboði Nazista og var þeim veittur frestur til lagfæringar þeim. Á sunnudagskvöld höfðu þeir lagfært gallana og var þá listi þeirra tekinn gildur. Listarnir fengu bókstafi sem lijer segir: A-listi: Alþýðu- og Kommún- istaflokkur. B-listi: Framsóknarflokkur. C-LISTI: Sjálfstæðisflokkur. D-listi: Flokkur Þjóðernis- sinna. Kjósendur veita því sjálfsagt eftirtekt, að flokkarnir hafa ekki sama bókstafinn og -við alþingis- kosningarnar s.l. sumar, sem staf- ar af því, að flokkarnir eru nú færri en þá. Nú hafa Alþýðu- og Kommúnistaflokkurmn sama bók- stafinn, því að hin órólega deild Alþýðuflokksins ákvað á síðustu stundu, að flokkurinn skyldi renna inn í Konimúmstaflokkinn. Bændaflokkurinn hefir nú engan lista í boði, en hafði í sumar landlista og bókstaðinn B, sem Tímaliðið liefir nú. Kosningalögm ákveða, að flokk arnir skuli fá listabókstafi eft- ir stafrófsröð. Af þessu leiðir, að allir flokkar, að undanskild- um liinum sameinuðu Moskvaer- indrekum, Alþýðu- og Kommún- istaflokknum, fá nú annan bók- staf en þeir höfðu við alþingÍB- kosningarnar í sumar. Sjálfstæðismenn verða alveg sjerstaklega að veita því eftirtekt, að listi Sjálfstæðisflokksins hefir nú bókstafinn C. Munið það Sjálfstæðismenn, að listi ykkar er nú C-LISTI. Dr. Alexandrine kom í gær- morgun frá Kaupmannahöfn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.