Morgunblaðið - 14.05.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.05.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAl 1971 5 Sjjöstrengjaljóð Jóns Ásgeirssonar: Vakti mikla athygli á samnorrænum tón leikum í Noregi Á samnoiTaenuni tónleikum „Harmonien" í Borgpn, sem haldnir voru í hanst s.l. undir Htjórn Karsten Andersen, var leikið verk eftir Jón Ásgfeirs- son. Önnur verk þessara tón- leika voru eftir Grieg, Gösta Nyström, Sibeiius og Carl Niel- sen. Sjöstrengja.ljóð Jóns Ásgeirs- sonar fékk mjög góða dóma gagnrýnenda og hafa Mbl. hori/.t iimmæli 5 tónlistargagn- rýnenda norskra hlaða. Anton Chr. Meyer segir í Morgenavisen þann 16. okt.: „Islenzk tónlist er engin hvers- dagsfæða fyrir okkur hér i tón- leikasölum Bergenar og strax af þeirri ástæðu biðu menn í nokk- urri eftirvæntingu eftir frum- flutningi „Sjöstrengjaljóðs" Jóns Ásgeirssonar. 1 þessu bráð vel byggða og ljúflega hljóm- sveitarverki notast tónskáld- ið við nútlma tækni, sem hann hefur fullkomið vald á. Samt opnar raddsetningin bæði leiðir tiil laglínu og finni samhljóma. Heildarmyndin einkennist af hreinleika og finlegu hljómajafn vægi. Vogi maður sér að finna ögn að væri þess helzt að geta að hinn stefræni efniviður fyli- ir naumast svona breitt og fyrir því verður tónverkið næstum kyrrlátt á stundum'* Arvid Sakseide segir í Gula Tiden þann 17. okt.: „Það sem á vantaði í sam- hengi i tónverki Griegs (kon- sertforleikurinn „I Höst") var að finna í „Sjöstrengjaljóði" Isiendingsins Jóns Ásgeirssonar. Að tónbyggingu og takti til er þetta verk mjög einfait og auð- skiiið, en stefrænn efni- viður þess er svo mikilsverður og djúpstæður að það snertir mann meir en lítið. Auk þess stefræna er þung áherzla lögð á sveigjanleik og þetta tvennt, þessir tveir meginþættir sköpuðu í sameiningu öflugt og lifandi tónverk. Flutningurinn var sérlega góður." Kjell Leikvold segir i Bergens Tidende þann 16. okt: „Nýnæmi var að „Sjöstrengja- ljóði" Jóns Ásgeirssonar sem skrifað er árið 1969 og nú flutt hér í fyrsta sinn. Þes.si ungi íslenzki tónsmiður hef ur mótað verk sitt á hreinu tóiftónamáli ' með auðskildum stefrænum efnivið og frábærum næmleika fyrir samspili og út- færslu strengjahljóðfæranna. Byg'ging verksins varð sérlega ljós í meðförum Karstens Ander sens sem gerði okkur það ljóst að Jóni Ásgeirssyni ligg- ur eitthvað á hjarta. En það er nokkuð sem ekki verður dag- lega fundið hjá nútima- tónskáldi." Bjarne Kortsen segir í Berg- ens Arbeiderblað þann 16. okt.: „Aftur á móti var strengja- fantasía Jóns Ásgeirssonar fi’á- Jón Ásgeirsson. bæi'lega leikin. Bæði formið og sveigjanleg blæbrigði komu skýrt í ljós svo að eftir stóft mynd af velvirku og sérlega næmu tónskáldi. Verkið sveiflast á milli einhvers konar frjálsrar rómantíkur og nýklassisisma sem getur leitt hugann að Adagio fyrir strengi eftir Bai'bes og verkd Dags Wirens „Vélrænir strengjah] jómar." Thorleif Aamont segir í Dagen þann 16. okt.: „Skemmtilegt varð að fá nú einu sinni sýnishorn af íslenzkri nútimatónlist. „Sjöstrengjaljóð" eftir Jón Ásgeirsson, mjög alvar legt verk fyrir sjö. strengja- raddir. Það er byggt yfir tólf- tónaröð en er þó auðskilið. Ein- radda og fjölradda þættir skipt- ast ljúflega á i samfelidum, ljóð- rænum, hlýlegum hugarblæ. Það var okkur nýnæmi að heyra verk eftir Jón Ásgeirsson — verkið vakti mikinn áhuga." Þjóðlagatríó Viljum ráða þrjá pilta til að spila og syngja íslenzk þjóðiög. Umsækjendur þurfa að hafa staðgóða þekkingu og helzt nokkra æfingu í söng og hljóðfæraleik. Ráðningartími er tveir mánuðir, júli og ágúst, þrjú kvöid í viku, mánudags-, þriðjudags- og miðvikudagskvöld. Nánari upplýsingar í síma: 19181. SUMARLEIKHÚSIÐ. STULTUR Gleðjið börn. Gefið þeim slultur. — 5 LITIR — Trésmíðaverkstæðið Heiðargerði 76 — Sími 35653 — Einnig opið á kvöldin. i L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.