Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1977 15 YKJAVÍK 75 ARA í DAG Þetta er svonefnd hjúkrunarmiðstöð lyflæknisdeildar, en þar hafa hjúkrunarfræð- ingar sitt aðsetur og geyma gögn sín. hluta árs 1956 var hafinn bygging síðari áfanga stækkunarinn- ar. Var þá smám saman flutt úr gamla sjúkrahúsinu og það rifið síðari hluta árs 1963 og lokið við það í janúar 1964. Sjúklingar Landakotsspítala í dag eru nú um 180 og hér á síðunni eru birtar nokkrar svipmyndir úr starfi spítalans í dag. Blm. og Ijósmyndari gengu um spítalann í fylgd með dr. Bjarna Jónssyni yfirlækni, og litu við á nokkrum deildum. Myndirnar tók RAX. voru einu sjúklingarnir, áður en aðrir spítalar komu til sögunnar. Ég útskrifaðist árið 1929 og var fyrst við störf i Vestmannaeyjum, en eftir að hafa stundað fram- haldsnám í Vin og Hamborg hóf ég störf á Landakoti siðari hluta árs 1937 og var þar til ársins 1971 sem skurðlæknir. — Við vorum samstarfsmenn þar í 30 ár Halldór Hansen og ég og ég get sagt eins og hinir að allt samstarf okkar læknanna var með mestu ágætum. Félagsskapur læknanna var góður og hefur allt- af verið. — Það hafa náttúrlega orðið miklar breytingar á störfum okk- ar þennan tíma og mér finnst eiginlega mesta breytingin í því fólgin að teknar voru upp fastar vaktir milli spítalanna. Þetta varð til þess að starf okkar varð mun reglulegra en það var áður, t.d. vorum við Halldór kallaðir út á hverri nóttu til skiptis nærri allan desember-mánuð eitt árið. Aðrar breytingar hafa að sjálfsögðu orð- ið en þetta finnst mér vera sú mesta. — Starf systranna hefur verið mikið og gott öll þessi ár og allt samstarf við þær gott. Þær voru tilbúnar hvenær sem var, hvort heldur var að nóttu eða degi, og gengu f hvaða verk sem var, ef vantaði þvottakonur, þá kom ein þeirra og tók það að sér orðalaust. Spítalinn hafði takmörkuð fjár- ráð í fyrstunni, en þær reyndu að gera allt sem i þeirra valdi stóð til að bæta úr honum — Allt þeirra starf var unnið með mestu samvizkusemi og t.d. kom það ekki fyrir að kviknaði i hjá þeim út frá gasljósum sem voru á gamla spítalanum. Eitt sinn kom upp eldur af einhverj- um ástæðum, en við gátum tæmt spitalann á 10 minútum þannig að allar varnir voru eins og frekast var unnt. — Annars er ekki hægt að hæla gamla spítalanum, það var alla tíð erfið bygging að starfa i þar var þröngt, enda um 100 sjúklingar, starfað á þremur hæðum og engar lyftur, sagði Karl Sig. Jónasson að lokum, og lýkur þar með spjalli okkar við þessa fjóra fyrrverandi lækna á Landakotsspítala. Frá vinstri: Bergsveinn Ólafsson, Kristján Sveinsson, Þórður Þórðarson og Karl Sig. Jónsson. Ljósm. Kristinn. ingur í lyflækningum og hóf hann störf á Landakotsspitala árið 1932, en kandidatsprófi lauk Þórður árið 1929. — Ég var á Landakoti meira og minna allt frá 1932 og árin 1933—36 var ég aðstoðarmaður hjá Matthiasi Einarssyni, sem þá var eiginlega yfirlæknir spftal- ans. A þessum árum og allt til ársins 1942 var ég einnig við nám erlendis og frá 1942 hef ég verið óslitið sem lyflæknir á Landakoti þar til ég hætti árið 1974. Reynd- ar hafa þeir verið mér góðir og hef ég leyst af á sumrin allt fram á þennan dag. — Það má eiginlega segja að fyrstu árin hafi allir læknað allt, berklar voru tiðir á þessum árum og var Matthías mest í að sinna þeim, en um og eftir 1942 fer að komast á meiri verkaskipting milli okkar og þegar það verður tók ég við starfi yfirlæknis lyf- læknisdeildarinnar. Auk þess sem við störfuðum á spitalanum vorum við allir samlagslæknar lika og við erum reyndar ennþá heimilislæknar sumir, þó við sé- um hættir störfum á spítalanum. — Matthías Einarsson, sem var við spítalann lengi, var geysilega starfssamur læknir og mikill per- sónuleiki. Það var ákaflega ánægjulegt að starfa með honum, og alltaf hefur ríkt mjög góður andi á Landakoti milli allra lækn- anna þar. Læknarnir hafa reynt að vera hjálplegir hver við annan ekki siður en við sjúklingana. Vaktaskipu- lagið ein mesta breytingin Karl Sig. Jónasson er sá fjórði, af þessum fyrrverandi læknum á Landakotsspítala: — Fyrstu kynni min af Landa- kotsspítala voru á námsárunum, þetta var eini spítalinn og þar Dr. Bjarni Jónsson yfirlæknir. Á skurðstofunni var verið að ljúka aðgerð. Skurðstofur eru tvær og að auki ein fyrir augndeild, ein fyrir þvagfæradeild og ein fyrir minni háttar aðgerðir. Brytinn heitir Bragi Ingason, og fræddi hann okkur á því að við mötuneytið störfuðu 11 manns, sem sæju um að elda i um 300 manns á hverjum degi, morgunmat, hádegismat, síðdegiskaffi og kvöldmat. Að jafnaði eru flestir í hádegismatnum, um 300, en af þeim eru rúmlega 100 starfsmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.