Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1977 7 Heimi trúarbragðanna má líkja við víðlendan skóg, þar sem vaxa hlið við hlið meiðir margir og ólikir, bjarkir með sin mjúku, Ijósgraenu lauf og tannhvöss, dimmgræn barr- tré, lágir runnar og risaeikur. Þó á allur þessi fjölbreytti skógur rætur í einni mold og sýgur lifsmagn úr einu og sama lofti Ef loftið hætti að næra þennan fjölbreytta gróður, yrði skóglendið inn- an skamms að líflausri auðn Ef moldin hætti að næra hann og sólin hætti að skína, yrðu örlög skógarins innsigl- uð með eyðingu og dauða. Svo eiga öll þessi ólíku tré samflot um líf eða hel. Svo mikið er þeim sameiginlegt þrátt fyrir endalausa fjöl- breytni. Svo er um höfuðtrúar- brögðin öll, að á bak við fjölbreytnina má finna ein- ingu. Þrátt fyrir allt, sem að- skilur, má í þeim öllum finna bræðralagshugsjón i ein- hverjum mæli, þótt hún krystallist hvergi eins og i lifi og boðskapi lausnarans frá Nasaret, sé hvergi eins og þar þungamiðjan i öllu því, sem um samskipti mann- anna er kennt. Og þennan meginboðskap um mannlegt samfélag bereinn hinna helgu höfunda Ritningarinn- ar fram með þessum orðum: „Vér erum hver annars lim- ir". Þjáist einn limur bera allir hinir hans böl. Mannkynsfjöl- skyldan er einn líkami, mennirnir eru limir hans. Þær breytingar hafa gerzt á þjóðfélögunum, að skilyrðis- laust lögmál samábyrgðar borgaranna á að vera okkur auðsærri staðreynd nú en áð- ur var meðan ein stétt gat látið eftir sér óhófslíf meðan aðrar sultu, og er þó fjarri því að náð sé þvi marki jafnaðar, sem nauðsyn krefurað náist. Þeir tímar eiga að vera liðnir, að menn geti talað um jafn- rétti og bræðralag með viðkvæmnishjali sem fagran framtíðardraum. Eins og komið er, er líf borgaranna. þegnanna, í bæ og borg, í sveit og við sjó i miklu ríkara mæli samtvinnað en áður var. Okkur á að vera Ijóst, að bræðralag i framkvæmd og lifandi ábyrgðartilfinning gagnvart öðrum mönnum og þjóðfélagsheildinni er skilyrði þess, að við fáum lifað í landinu Okkar fitla þjóðfélag getur ekki staðizt, ef skefja- laus hagsmunahyggja, sérdrægni og tillitsleysi við þjóðarhag ræður athöfnum borgaranna. Við verðum að dýpka samfélagskenndina ef við ætlum að varðveita lýð- ræðið. Þetta geta þeir, sem búa við ofgnægð ekki sagt við þá, sem búa við skarðan kost, en einnig þeir verða að miða kröfur við þjóðarhag Skiljum við íslenzkir menn þetta eins og skilja ber? Á fyrstu þrem árum eftir heimsstyrjöldina fyrri tapaði brezka þjóðin 1 50 milljónum vinnudaga vegna verkfalla. Á þrem fyrstu árunum eftir síðari heimsstyrjöld aðeins 7 milljónum vinnudaga. Svo mikið höfðu menn þar í landi lært og þó enn meira síðar. í vestrænum ríkjum er mönnum að skiljast það betur en fyrr, bæði þeim sem vinnu selja, og þeim sem vinnu kaupa, að borgararnir eru allir limir á einum líkama og að aðeins með samstöðu og samvinnu er stefnt að aukinni farsæld allra. Eigum við íslendingar ekki eitthvað ólært í þeim efnum? Erum við með öllu okkar vits- munaágæti svo heimskir að við sjáum ekki að við erum ,,hver annars limir", og að engin stétt má ganga svo freklega að hagsmuna- kröfum sínum, að hún sprengi þá umgerð, sem litlu og fámennu þjóðfélagi er óhjákvæmilega sett? Engir forystumenn kunna ráð til að leysa vanda þjóðar, sem þetta vill ekki sjá og virða. Á þegnskap okkar borgaranna eiga þeir kröfu, en við borgarar eigum líka kröfu á þegnskap þeirra, að til þeirra sjái menn þær til- tektir er vekja traust. Víst eigum við borgarar að vita, að fámennu þjóðfélagi og fátæku er skorinn stakkuG sem hollur þegn verður að sníða kröfur sfnar eftir, og það verður auðvitað ekki fyrst og fremst heimtað af láglaunastéttum, sem sumar vinna hvað þjóðnýtust störf í þágu alþjóðar Hitt skaðar þjóðareiningu og þjóðarhag, þegar þegnar ætla sér stærri hlut en hagsmunir ríkis og einstaklinga þola og þeir, sem til þess hafa aðstöðu, gæta ekki þess að hafa hrein- ar hendur og ábyrgðarkennd gagnvart öllum þegnum þjóðfélags Hvorttveggja verður að fara saman að þjóðarheiII: Þegnskapur borgaranna og athafnir valdhafa, sem veki tiltrú og traust. Hvar má þann grundvöll finna? Hann er auðfundinn í þeirri samfélagshyggju, sem er grundvöllur kristinnar sið- fræði. Án hennar geta vald- hafar ekki stjórnað svo, að þegnarnir treysti þeim. Án hennar verður ekki vakin sú samfélagskennd í sálum borgaranna, sem ein er þess megnug að varðveita lýð- ræðið, sem allir virðast í orði a.m.k. vilja varðveita, og tryggja þjóðareiningu og þjóðarhag Bræðralagskenning Krists, samfélagskenndin ein getur kennt okkur þá dýrmætu lex- íu að finna þau blóðbönd, sem binda þjóðfélagsheildina í eina fjölskyldu. „Vér erum hver annars limir", margir limir á einum likama, sagði postulinn við safnaðarmennina í Korintu- borg á fyrstu öld, þegar þeim gekk illa að skilja það skil- yrðislausa lögmál og fara eft- ir því. Er okkar ástkæru þjóð meiri nauðsyn á öðru en því, að læra að lifa það lögmál? Verður með öðrum hætti bet- urafstýrt þeim verkföllum, sem um allar byggðir lands sá fræjum óvildar, tortryggni og úlfúðar einstaklinga og stétta, fá örfáum mönnum i hendur vald yfir þúsundum og koma harðast niður á þeim, sem sízt skyldi: fátæk- um mönnum og öldruðum? íverkfalli Tii“iu SAAB 99 COMBI árgerð 1 974 Sjálfskipting, vökvastýri, litað gler, elektronísk innspýt- ing, stereo útvarp og segulband. Ekin 43 þús. km. Bíll í sérflokki til sýnis hjá Braut s.f., bílasölu, Skeifunni 11, simi 81502, eða hjá eiganda 81618. AUGLÝSINGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Adalstræti 6 simi 25810 Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndir sf. Hverfisgötu 18 • Gegnt Þjódleikhúsinu CATERPILLAR Til sölu D6C jarðýta með rifkló, árgerð 1971. D7F jarðýta með rifkló árgerð 1 974. Óskum eftir vinnuvélum á söluskrá. VÉLADEILD HEKLA HF Laugavegi 170-172, — Sími 21240 CaterDÍUar, Cot, og Œ eru skrósetf vörumerki Hestaflutningakerrur Nokkrar hestaflutninqakerrur væntanlegar innan skamms. Vinsamlega pantið sem fyrst. VELABORG sími 86655 og 86680. 125P ÁRGERÐ 19 78 ódýr °9 goour bíll Fwi íslenzkum Tj| öryrkja kr og vegum. .030.000,-A ' il afgreiðslu nú þegar / Davíð Sigurðsson hiJ/ '' SlÐUMULA 36. slmi 86865 //

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.