Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.10.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. OKTÓBER 1977 13 Hér verða hinar nýju verzlanir Sportvers, HerrahúsiS og Adam, til húsa ásamt hinni nýju þjónustumiðstöS. leiðsluleyfi á gallabuxum við brezka fyrirtækið Lee Cooper International Sagði Björn að það fyrirtæki legði Sportveri til snið sín, útvegaði efni sem uppfyllti ströngustu gæðakröfur auk þess sem fyrirtækið liti eftir að fram- leiðslan hérlendis uppfyllti öll þau skil- yrði sem hið erlenda fyrirtæki setti sinni eigin framleiðslu. Sagði Björn Sportver nú framleiða um 3400 Lee Cooper gallabuxur á mánuði, en vegna eftirspurnar væri stefnt að því að auka þá framleiðslu í 5 þúsund gallabuxur á mánuði um næstkomandi áramót. Starfsfólk Sportvers er nú um 80 talsins, þar af um 60 í verksmiðju og 20 i verzlununum Heildarvelta fyrir- tækisins í verzlun og iðnaði á árinu er áætlaður um 700 milljónir. Þar af nemur veltan i verksmiðju um 260 milljónum, en sú velta hefur tvöfaldast á einu ári. Fyrir rúmu ári flutti fyrirtæk- ið verksmiðju sina í nýtt húsnæði að Skúlagötu og i nóvember verður opn- uð viðbót við Herrahúsið í Aðalstræti Framkvæmdastjóft Sportvers h.f. er sem áður segir Björn Guðmundsson, en hann hefur stjórnað fyrirtækinu frá upphafi. Verzlunarstjóri hinna nýju verzlana i Bankastræti og forstöðumað- ur þjónustumiðstöðvarinnar verður Guðgeir Þórarinsson, en hann hefur starfað sem sölu- og þjónustustjóri fyrirtækisins og er einn af eigendum þess. Innréttingar i hinu nýja húsnæði fyrirtækisins eru allar nýjar Hönnun þeirra og breytingar annaðist teikni- stofan Arko, en yfirumsjón með verk- inu hafði Jón Róbert Karlsson. Tré- smiðameistari í Herrahúsinu vdr Felix Þorsteinsson og Hörður Jónsson i Adam Málarameistari var Sigurður Ingólfsson, rafmagnsvinnu sá Rafko h.f. um og pipulagningameistari var Sigurður Bjarnason Júlfus Sæberg Ólafsson. Hefur tekið við starfi skrifstofu- stjóra Iðn- lánasjóðs JÚLlUS Sæberg Ólafsson, viðskiptafræðingur, hefur nýlega tekið við starfi hjá Iðnaðarbankanum sem skrifstofustjóri Iðnlána- sjóðs. Júlíus er fæddur 20. marz 1943 og lauk kandidatsprófi frá Við- skiptadeild Háskóla íslands vorið 1969. Undanfarin átta ár hefur hann starfað sem framkvæmda- stfóri Félags íslenzkra stórkaup- manna og Bilgreinasambandsins. HUSANAUSTI FASTEIGNASALA, Skúlatúni 6, Reykjavik -29691 HRAUNBÆR 2ja herb. 60 fm. íbúð á jarðhæð. Ný teppi, góðir skápar. KLEPPSVEGUR ,4ra — 5 herb. 127 fm. íbúð á 1. hæð nærri Dalbraut. Þrjú svefnherb., stórar suður svalir. Skipti möguleg á 3ja—4ra herb. íbúð í Hlíðun- um, Norðurmýrinni eða nágrenni. ÍRABAKKI 4ra herb. 100 fm. falleg íbúð á 2. hæð. Sér þvottahús á hæðinni, góð teppi og viðarklæðn- ingar, stórar svalir. Skipti æskileg á fokheldu raðhúsi t.d. í Mosfellssveit. FAGRAKINN — HAFN. 112 fm. hæð og 75 fm. ný innréttað ris ásamt 30 fm. bílskúr. 6 svefnherb., nýleg teppi, stórar svalir, sér þvottaherb. REYNIGRUND — KÓP. Sérstaklega glæsilegt nýlegt timburhús á tveimur hæðum. Alls um 1 26 fm. 3—4 svefn- herb., þvottahús með þurrkara, nýleg teppi, stórar svalir. GRENIGRUND — AKRANESI Fokhelt 144 fm. einbýlishús á einni hæð. Einangrun, gler og þrjár útihurðir af fjórum fylgja, 50 fm. bílskúr en þar hefur til bráða-1 birgða verið útbúin íbúð. NÚSANAU5T FASTEIGNASALA / Sólumenn: Logi Ulfarsson. Guðmundur Þorsteinsson. Hilmar Sigurðsson, viðskiptafr. Heimasími sölumanns 73428. Sturtuvagnar 4,5 tonna sturtuvagnar fyrirliggjandi VELABORG H/F Sundaborg 10, símar 86655 - 86680 Kuldaskór Skódeildin Vesturgötu 1 GEísIPf EF ÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AUííLYSINíiA- SÍMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.