Tíminn - 04.06.1965, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.06.1965, Blaðsíða 8
8_ r TIMINN FÖSTUDAGUR 4. júní 1965 PISTLAR FRA PERSIU Mene, mene, tekel, ufarsin Lítuim þá fyrst á Apadana, höllina, sem Daríus byrjaði á, og ætlaði sem aðalmóttöku'höll sína. í henni miðri var mikill feríhymdur salur, ætlaður sem áheymarsalur.. Umhverfis þennan sal voru svo minni her- bergi, anddyri, þjónustu- herbergi, varðmannaherbergi og þess háttar. Þessir hlið- arsalir hafa verið um % hallar- innar að flatarmáli, en miðsal- urinn einn var 3600 fermetrar. Má af þessu marka stærð hallar innar, en eins og sjá má hefur hún verið rúmur hektari að flatarmáli! Þak hennar var bor- ið uppi af 72 'háum og grönnum marmarasúlum, og hefur hver þeirra um sig verið um 18 metr- ar á hæð. Inni í sjálfum aðal- salnum vom undirstöður þess- ara súlna ferhyrndar, en sívalar í fordyrum og öðram hliðarher- bergjum. Hvemig var svo umhorfs inni I þessum mikla sal, sem var meira en dagslátta að stærð? Um það verðum við að mestu að láta ímyndunina einráða. Hversu mikil auðæfi, vinna og óhóf vora lagðar í þessa höll, mun enginn maður nokkrp sinni geta sagt. Svo mikið er víst að ekki voru það berir rnarmaraveggir, sem snera að gestum konungs konunganna í glæsilegustu höll hans í Perse polis. Brot, sem grafin hafa verið úr jörðu, gefa til kynna, að veggirnir hafi verið lagðir með marglitum veggflísum úr brenndum leir og glerjuðum tígulsteini og einnig alls kyns fagurlitum veggmyndum. Innan á þessum veggjum hafa svo hangið gullofin veggtjöld, frá gólfi til lofts, og þau hafa glitr að í öllum regnbogans litum við endurkast ljóss frá fagur- fægðum herklæðum riddar- anna. Og upp með hinum gull- ofnu veggtjöldum hefur stigið höfgur ilmur reykelsis og ann- arra ilmefna, allt up til hinnar miklu hvelfingar, sem var úr dýrasta viði. sem fáanlegur var. Við uppgröft hefur komið í Ijós, að allar hurðir Apadana hafa verið lagðar skíru gulli. sem í voru mótaðar myndir úr lífi konungsins og þegna hans. Ekki hefur glampi gullsins á hurðum og umbúnaði þeirra dregið úr dýrð hallarinnar. En víst er um það, að engin orð og ekkert ímyndunarafl komast í hálfkvisti við það, sem raunverulega blasti við í þess ari höll fyrir tvö þúsund og fimm hundrað árum, nær fimmtán hundruð árum áður en fyrstu einsetumennirnir fóru að grafa sig niður í jörð- ina á „sögueyjunni* okkar. En ekkert af þessu blasir við augum ferðamánnsins í Perse- polis í dag. Aðeins nokkrar ein mana súlur Apadana gnæfa við himin. Árið 1621, þegar fyrsti Evrópubúinn, sem vitað er til. að hafi komið til Persepolis á síðari öldiun, kom Þangað stóðu 25 súlur, en aðeins ?ex árum síð ar era þær ekki taldar vera nema 19. 1689 eru þær taldar vera 17 og árið 1763 jafnmarg- . - ■ ...... ...... -■ Þessi mynd er tekin frá fjárhirzlunni miklu. Húsin fremst tii vinstri eru endurreistar ieifar íverustaða kvennanna, en þar er nú safn ýmissa merkra muna, sem grafnir hafa verið úr jörðu í Persepolis. Fjær sést svo á Tachara og Miðhöllina og Apadana. ar. En árið 1821 voru þær ekki nema 15 og sjö árum síðar voru enn tvær fallnar, en hinar þrettán standa enn þann dag í dag og munu ekki falla héðan af, nema hamfarir náttúrunnar komi til, því nú er séð um að halda þeim við. Við spurðum leiðsögumann okkar um Persepolis að því, hvað hefði valdið því, að súlun um hefði fækkað svo mjög á síðari öldum, en eiginlega hefð um við líka getað spurt að því, hverju það væri að þakka, að þessar súlur stæðu þó ennþá, enda svaraði hann hvoru- tveggja. Veðurfar á þessum slóðum er ákaflega gott fyrir steinbyggingar. Veðrið er þurrt og hitasveiflur mjög litlar. Hann kvaðst telja fullvíst, að það hefðu verið jarðskjálftar, sem hefðu grandað súlunum 12 sem fallið hafa á tæpri hálfri fjórðu öld, að mestu leyti að minnsta kosti, og hann kvað jarðskjálfta nú vera það eina, sem menn óttuðust að gæti grandað þeim menjum, sem eftir eru, fyrir utan mannleg- an skemmdarmátt. Þá ber þess og að geta, að Þessi mynd er tekin í eystri stiganum upp í Apadana, i fjarlægð sjást nokkrar af súlunum, sem enn standa uppi og má marka stærð þoirra samanborið við manninn í stiganum, sem er þó miklu nær myndavélinni. Allar myndirnar með þessari grein oru Tímamyndir-MB. mikið af því, sem nú blasir við í Persepolis var hulið jarðvegi um aldir og hefur haldizt furð- anlega lítið skemmt, og jafn- vel óskemmt allan þennan tíma. En þótt hvelfingar Apadana séu fallnar og flestar súlur hennar og nær allir veggir, stendur þó eitt eftir, sem ef til vxill er, þegar öllu er á botninn hvolft, það dýrmætasta, sem geymzt gat. Það era stigarnir upp í höllina, sem stóð fjórum metrum hærra en umhverfið. Raunar ekki sjálfir stigamir, heldur hliðar þeirra. Maður gæti látið sér detta í hug, að þeir feðgar Daríus og Xerxes hefðu verið forvitrir, þegar SIÐARI HLUTI þeir létu gera þá. Maður gæti Iátið sér detta í hug að þeir hefðu sóð fyrir, að tveim til þrem árþúsundum eftir að ríki þeirra liði undir lok, myndu skrítnir afkomendur þeirra náði, og vilja vita hvernig þeir uðu og hvernig þegnar þeirra lifðu, yfir hverjum þeir drottn uðu ,og hvernig þegnar þeirra litu út: Sagnfræðingar. Senni- lega hafa þeir þó bara verið ögn hégómlegir, eins og flest stórmenni mannkynssögunnar. En svo mikið er víst, að á þess um tveimur stigaveggjum hafa fornleifafræðingar og sagn- fræðingar lesið meira um lifn- aðarhætti þessa fólks, er byggði fyrsta heímsveldi mannkyns- sögunnar en víðast annars stað ar. Og sá lestur er skemmtilest ur hverjum sem hefur opin augu. Stigar frá gólffleti hinnar mikl” undirstöðu upp í Apa- dana voru bæði á norðurhlið hennar og austurhlið. Vitanlega voru stigar þessir úr marmara og á vængi stiganna voru lista- menn látnir höggva myndir, þannig að hver þumlungur hinna risastóru marmara- vængja er hvort tveggja í senn, listaverk og ómetanleg sögu- heimild. Og ekki nóg með það: Myndirnar eru af mönnum og dýrum, og vitanlega sést aðeins önnur hlið þeirra á hverjum stað. En til þess að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.