Tíminn - 04.06.1965, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.06.1965, Blaðsíða 2
2 T8MBNN FÖSTUDAGUR 4. júní 1965 Fimmtudagur 3. júní 1965. NTB-London. — Michael Stew art, utanríkisráðherra Breta, gerði í morgun í neðri deild brezka þingsins grein fyrir til lögum til friðsamlegrar lausn- ar Vietnamdeilunnar. Eru til- lögurnar í stórum dráttum þær, að undirritaður verði vopna- hléssamningar og kölluð sam- an friðarráðstefna um Vietnam, að S-Vietnam verði tryggt gegn hvers konar ásælni og íbúum S- og N-Vietnam tryggð ur fullur sjálfsákvörðunarrétt ur um framtíðar samband sín á milli. NTB-Tokió.— Eisaku Sato, for sætisráðherra Japan, ráðger ir miklar breytingar á stjórn sinni sem setið hefur að^ völd um í aðeins sex mánuði. Ástæð an fyrir breytingunum eru hinar miklu mótmælaöldtir, sem risið hafa gegn stjórninni undanfarið, vegna hins hörmu- lega námaslyss í S-Japan á dögunum. NTB-Leopoldville. — Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Leopoldville, að enn séu 49 Evrópumenn, þar af 19 konur og böm í höndum uppreisnar manna, sem flýðu frá bænum Buta, er stjómarhermenn tóku hann á sitt vald fyrir nokkm. Uppreisnarmenn hafa tekið 31 'karlmann af lífi, svo vitað er með vissu, en óttazt er að fleiri hafi verið drepnir. Er leit enn haldið áfram að þeim, sem saknað er. NTB-Berlín. — Talsmaður aust urJþýzka utanríkisráðuneytis- ins sagði í dag, að Arabíska sam bandslýðveldið muni innan skamms setja á stofn aðalræðis mannsskrifstofu í AUstur- Berlín. NTB-Saigon. — Meira en 50 stjórnarhermenn féllu í bar- dögum við skæruliða í fjalla héruðunum um 350 km norð- vestur af Saigon. Samtímis gerðu skæruliðar harðvítuga á- rás á lítinn bæ um 16 km vest- ur af Saigon. NTB-Tasjkent. — Einar Ger- hardsen, forsætisráðherra Nor egs, og fylgdarlið hans kom í dag til Tasjkent í Uzbekistan og var innilega fagnað. NTB-Bonn. — Um hálf milljón manna af þýzkum ættum, sem búið hafa í Sovétríkjunum, Ungverjalandi, Póllandi, Júgó slavíu, Rúmeníu og Tékkósló vakíu. hefur látið í ljós óskir um að fá að setjast að í V Þýzkal., að því er vestur-þýzka flóttamálaráðuneytið skýrði frá í dag. Hér er Iíkan af hinni nýtízku- og glæsilegu sýningarhöll Norð urlandaþjóðanna á heimssýning- unni í Kanada árið 1967. Höllin hefur verið teiknuð af sex norræn um arkitektum, og verður hún að mestu smíðuð á Norðurlöndimum, og síðan flutt til Kanada til sam setningar. íslenzki arkitektinn sem hér áttti hlut að máli er Skamhéðinn Jóhannsson. Glæsileg sýningar- höll Norðurlanda Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins endurkjörinn í Borgarráð KRISTJÁN BEN. VANN AFTUR! TK—Reykjavík, fimmtudag í kvöld fóru fram kosningar í borgarstjórn Reykjavíkur til borg arráðs og annarra fasta nefnda á vegum borgarinnar. Við kosningu til borgarráðs var Kristján Bene diktsson, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, endurkjörinn með hlutkesti. Vann hann hlutkestið á móti Óskari Hallgrímssyni, borg arfulltrúa Alþýðuflokksins. Hlutkesti réð við kosningar í fimm manna nefndir og þegar kjósa skyldi Wo, hlutbundinni kosningu. Listi Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks vann fleiri hlut kesti en listi Framsóknarflokks og Alþýðubandalags. Fara hér á eftir úrslit kosninganna í borgar stjórninni: Forseti borgarstjórnar var endur kjörinn Auður Auðuns og vara forsetar Þórir Kr. Þórðarson og Gísli Halldórsson. Ritarar voru kjörnir Alfreð Gíslason og Birgir ísleifur Gunnarsson. í borgarráð voru kjörnir Gíslí Kr. Þórðarson, Guðjón Sigurðsson Halldórsson, Birgir ísl. Gunnars I Adda Bára Sigfúsdóttir og Einar son, Auður Auðuns, Kristján Bene Ágústsson. diktson og Guðmundur Vigfússon. ! í bygginganefnd voru kjörnir Til vara Geir Hallgrímsson, Þórir ' Framhaid á 14. síðu SKIPIN SNCRU VIÐ VC6NA HAFÍSSINS KW-Vopnafirði, fimmtudag. Fyrsta síldin kom hingað i gær, en hafísiain rak inn fjörðinn í dag og sneru sjö skip við með um fimmtán þúsund mál og sigldu suður á firði. Virðist hafísinn ekki ætla að geira endasleppt við okkur og ekki gott að segja hve miklu tjóni hann á eftir að valda, nema hann reki hið bráðasta til hafs. í gær komu hingað tveir bátar Arangurslitla viðræður i gær EJ-Reykjavík, fimmtudag. Lítið miðar áfraro ■ samninga- viðræðunum Satíascrojari hélt fund mcð norðan- og austanmönn- um í gærkvöjdi, og stóð hann til kl. 4 í nótt, án þess að hin mittinsta breyting yrði á afstöðu atvinnurek- enda til aðalmálanna. Þá var á fundi verkamanna- og verka- kvenmafélaganna í Reykjavik og Hafnarfirði og atvinnurekenda í gær, ákveðið að vísa deilunni til sáttasemjara. í dag var fundur í 14 mannal samninganefnd verkalýðshreyfing. arinnar, og þar gefið yfirlit yfir ástandið í samningamálunum. Kom þar m.a. fram, að ríkisstjórn- in hefur nú loksins komið fram með gagntillögur í húsnæðismál- unum. Þá sat miðstjórn ASÍ einnig á fundi í dag og ræddi samninga- málin. Á morgun, fimmta júní, renna samningar flestra félaga út, en þann dag, kl. 2, verður haldinn Framhald á 15. síðu með samtals um 3000 mál síldar. Fyrri part dagsins í dag rak all- mikinn js hingað inn á fjörðinn. Mun þar bæfei um að ræða ís„ sem var hér áður á firðinum svo og ís, sem rak út af Bakkaflóanum. ísinn rak nær inn undir höfn. Sjö bátar ætluðu að landa hér um 15 þúsund málum í dag, en þeg ar þeir komu inn á fjörðinn var ísinn orðinn svo þéttur, að þeir urðu að snúa við. Munu þeir hafa þurft að fara suður á firði, sumir alla leið til Breiðdalsvíkur, til þess að landa. Einn þessara báta var kominn inn fyrir Fagradal, þegar hann varð að snúa við. Hafísinn virðist ekki ætla að gera það endasleppt við okkur og er vitanlega mikið tjón af honurn hvern daginn sem hann hindrar svo mikla löndun hjá okkur sem í dag. Verksmiðjan hjá okkur er ekki enn byrjuð bræðslu, en mun geta hafið hana, þegar með þarf. Þó vantar eitthvað enn af varahlutúm, sem enn eru suður í Reykjavík.því vegirnii eru enn ekki orðnir nógn góðir á öræfunum til þess að um þá geti farið þungaflutningar, og annir skipafélaganna hafa verið miklar, eftir að unnt var að sigla vegna íssins. JHM-Reykjavík, fimmtudag. Eins og skýrt hefur verið frá þá mun ísland taka þátt í heims sýningunni, sem haldin verður 1 Montreal í Kanada árið 1967. Þettá verður í annað skiptið á tuttugu og sjö árum sem við tökum þátt í slíkri sýningu í Vesturheimi, sú síðasta var í New York árfð 1939. Norðurlöndin fimm muntt hafa sameiginlega sýningarhöll, sem teiknuð hefur verið af arki- tektum frá viðkomandi löndum. í morgun, fimmtudag, var blaðamönnum skýrt frá þátttöku íslands í sýningunni, og samvinnu Norðurlandanna í sambandi við byggingu og rekstur sameiginlegr ■ ar sýningarhallar. Fram að þessu hafa Norðurlöndin ætíð tekið þátt í slíkum sýningum sem ein- staklingar, en nú álíta þau að með samvinnu geti þau náð betri árangri í að kynna menn- ingu sína og afkomu. Búið er að teikna sýningarhöll- ina, og voru það fimm norrænir arkitektar sem gerðu það, en þeir eru: E. Herlöw og T. Olesen frá Danmörku, J. Paatela frá Finn landi, Skarphéðinn Jóhannsson frá íslandi, O. Torgersen frá Nor egi, og G. Letterström frá Svíþjóð. Byggingarframkvæmdir byrja í Kanada eftir nokkrar vikur, enda er undirbúningur verksins kominn vel á veg. Heimssýningin í Montreal er frábrugðin þeirri sem nú er í New York að því leyti að aðeins ríkis- stjórnir taka þátt í Montreal-sýn ingunni. Einkunnarorð sýningar innar eru: „Maðurinn og heimur hans“, og er ætlunin að hver þjóð kynni þarna land sitt, menn ingu, framkvæmdir, afkomu, og eigið framlag til mannkynsins. Sýningarsvæðið er í útjaðri Montr eal, og hefst sýningin 28. apríl 1967, og stendur í sex mánuði, eða fram til 1. okt. Sýningin er haldin í tilefni af hundrað ára ríkisafmæli Kanada, og þegar hefur 51 ríki tilkynnt þátt töku sína. Reiknað er með að um 30 millj. manns heimsæki sýn- inguna. Þátttaka íslands í heims sýningunni í samvinnu við hin Norðurlöndin er mjög athyglis- verð og um leið áríðandi land- kynning fyrir þjóðina. Um hina norrænu byggingu er það að segja, að hún er byggð þannig að burðarbitar og súlur eru úr stáli, en. gólfin eru gerð úr innspenntum steinplötum og eru þau klædd með sísalmottum. Veggir að utan eru úr gröfu timbri, en að innanverðu klæddir plötum. Allur verður skálinn mál aður eða litaður hvítur. Er það von þeirra sem teiknað hafa skál ann, að hann nái þeim tilgangi að vera hentugur en látlaus rammi um það sem löndin ætla að sýna, en beri jafnframt vitni um þróun byggingarlistar hjá þessum þjóð- um. Sýnin'garskálanum er skipt í þrjá aðal hæðir: jarðhæð með höggmyndagarði, inndreginn mið- hæð, og aðalsýningarhæðin. Neðsta hæðin, eða jarðhæðin, er ÖH opin, og er þar tilbúinn garð- ur með lítilli tjörn. Umhverfis tjörnina verður komið fyrir högg myndum frá öllum fimm löndun- um. Á miðhæð sýningarskálans er gert ráð fyrir að koma fyrir sam eiginlegri sýningu allra Norður- landanna, þar sem greint verður frá skyldleika og uppruna þjóð- anna og sameiginlegum menning ararfi. Einnig verður þar ferða- PramliftTrl á fÁ cíSbi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.