Tíminn - 04.06.1965, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.06.1965, Blaðsíða 14
FÖSTUDAGUR 4. júní 1965 H ÚTVEGSBANKAMENN Framii at ois .t. þess valdandi, að við höfum öðlazt þann skilning, samstöðu og félags- þroska, sem hverjum hagsmuna- samtökum, sem ekki vilja láta kúga sig, er nauðsynleg. — Hafa pólitískar deilur bland- azt inn í málið? — Nei, starfsmenn Útvegsbank. ans eru auðvitað í hinum ýmsu stjórnmálaflokkum, en í félagsmál- um skiptumst við ekki í flokka. í þeim efnum eru allir í sama hags- munahópi. — Og farið þið þá í „Stein- inn“? — Það veit ég ekki. Annars sá hann Adolf Björnsson í Vísi í gær, að rífa ætti „Steininn", og varð honum þá að orði: — „Nú, hver andskotinn, við verðum þá líklega á götunni!“ 5!LUMGSVEIDI Framn at .>>> iö tíma og hefur batnað, eftir að breytti um veður, en hins vegar fæst sjóbirtingur og silungur í ám yfirleitt allan aprílmánuð, en síðan dettur veiðin niður, en er nú aftur að glæðast eins og t.d. í Ölfusánni, sagði Albert. Hins vegar sagðist Albert ekki vera neinn spámaður varðandi laxveiðina, en benti á, að ár væru nú mjög vatnslitlar, sem stafaði bæði af þurrkum og því, hve lítill snjór væri í fjöllum. Hefði þetta að sjálfsögðu mikið að segja varðandi veiðina. Að lokum benti Albert á hina alvarlegu þróun varðandi kostn aðinn við laxveíðar og sagði, að svo mætti ekki fara að hún yrði íþrótt aðeins fárra manna. Lax veiðin ætti að vera sumaránægja fyrir almenning, en ástandið væri ekkí gott nú, Þegar það kostaði fjciri hundruð krónur aðr ganga ijm árbakkana. Þá náði Tíminn tali af Axel Aspelund, sem dvelur við veiðar í Norðurá í Borgarfirði. Sagði hann að of snemmt væri enn að segja nokkuð um veiðihorfur, en þó væri óhætt að segja, að þær væru ekki verri en í fyrra Um veiði í Norðurá undanfarna daga vildi hann lítið segja, en neitaði þó ekki, að hann og þeir sem með honum eru hefðu orðið varir. Þá sagði Axel, að athyglisverðast væri nú, hve mikið væri af laus um leyfum og stafaði það fyrst og fremst af hinu gífurlega verði á veicilevfum Nú væri hægt að fá veiðileyfi í góðum ám, e'ins og t.d. Laxá i Dölum og Víðidalsá, en slíkt va>- ekki hægt áðu-r. Þetta leiddi m.a. til þess. að menn sæktu nú meira í silungs veiðina. því sami veiðiáhugi væri alltaf fyrir hendi og væri ekki ó- | líklegt að silungsveiði ykist stór 1 lega. Eitthvað yrðu veiðiáhuga- menn að gera. þegar dagurinn í í laxveiðiá væri kominn í á fjórða I búsund krónur. Þá sagði Axel, að eitiwn ‘t v ði um erlenda laxveiðh / • að venju, en hins vegar hefði það i sýnt sig, að ekki þýddi að b.ióða I útjendingum svona dýrar ár. Þess ' má einnig geta, að fyrirtæki Axels hefur milligöngu um silungsveiði levfi i Arnarvatni. fyrir Húsa- fellsmenn. Tíminn hafði tal af Kristleyfi Þorsteinscvni. bónda á Húsafelli og sagði hann, að Húsafell ætti veiðirétt i svonefndri Sesseljuvík í Arnarvatui og hefði svo verið um 1 a'daraðir Hefði vciöi yfirleitt ver j ið mjög gó* " ^essum stað og hún mikii ’ fyrir Húsafell, einkum áðir Á hverju ári sæktu menn um leyfi til veiða í vatninu og aðra fyrirgreiðslu og myndi Axel Aspelund m.a. hafa milligöngú fyrir hann i þeim efn um. 70 Á KLST. Framti al ois 16 inu, hefur boðið verk.amönnum hér fyrir sunnan að koma i vinnu til sín fyrir 60—70 krónur á klukkustund og fría ferð og frítt uppihald! Fleiri atvinnurekendur hafa boðið verkafólki svipuð kjör. Þetta gerist um leið, og þeir neita að fallast á kaupkröfur verkafólks, sem eru einungis lítill hluti af þessu yfvvbíSíguaarkau^^fim þeir bjóða sámtiinis , . ’ ’ Lögð voru fram drög að nýjum lögum fyrir félagið og þau rædd nokkuð. Samþykkt var að kjósa sérstaka Laganefnd, sem á að end urskoða lögin. Síðan verða þau lögð fyrir framhaldsaðalfund, sem haldinn verður í síðasta lagi 10. júní n. k. Fráfarandi formaður, Reynir Sigurðsson baðst eindregið undan endurkosningu, en formaður ÍR fyrir næsta starfsár var einróma kjörinn Sigurður Gunnar Sigurðs son, varaslökkviliðsstjóri Reykja- víkur. Með honum í stjórn voru kjörnir Ingi Þór Stefánsson, Gunn ar Petersen, Þórir Lárusson og Gestur Sigurgeirsson. Varastjórn skipa Örn Harðarson og Höskuld- ur Goði Karlsson. Endurskoðend ur félagsins eru Finnbjörn Þor- valdsson og Guðmundur Gíslason. (Frá ÍR). bjóða ÍÞRÓTTIR mundur Gíslason og Jón Þ. Ólafs son. Samþykkt var tillaga á aðal- fundinum, þar sem skorað er á stjórn félagsins að vinna að því, að ÍR verði úthlutað svæði fyrir starfsemi sína í síðasta lagi fyrir aðalfund félagsins 1966. Það er von allra ÍR-inga að framkvæmdir við athafnasvæði félagsins verði helzt hafnar fyrir 60 ára afmælið 11. marz 1967. ÞAKKARÁVÖRP ViS færum innilegt þakklæti, vinum og samherjum, Akranesi, sem sendu okkur hlýjar kveðjur og heiðruðu okkur með samsæti og gjöfum við brottför okkar frá Akranesi. Þuríður Guðnadóttir og Bjarni Th. Guðmundsson. Eiginmaður minn Guðjón Jónsson í Ási Andaðist 2. júní. Ingiríður Elríksdóttir Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu við fráfall og jarð- arför. Jóns R. Guðmundssonar frá Grafargili Sigríður Sumarliðadóttir, Salómon Sumarliðason, Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu við fráfall og jarðar- för föður okkar, Boga Guðmundssonar kaupmanns frá Flatey Börnin. SÝNINGARHÖLLIN Framhald af 2. siðu málakynning. Á miðhæðinni verða einnig veitingasalur fyrir 140 manns og veitingastaður á svölum fyrir 240 manns. Þriðja hæðin er hin eiginlega sýningarhæð, og er um 2000 fer- metrar að stærð. Þar hefur hvert land sérstaka sýningu. Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð um 450 fermetra hvert, en ísland um 100 fermetra. Skil milli sýningar deilda eru gerð með léttum veggj um og skermum. Engir gluggar eru á veggjum aðal sýningarhæð- arinnar, en þess í stað gert ráð fyrir að dagsljósið komi um stóra plastskerma á þaki hússins, og getur ofanljós þetta verið breyti legt eftir þörfum hverrar sýning ardeildar. Norðurlöndin hafa hvert um sig skipað mann til að undirbúa þátt töku í sýningunni. Af íslands hálfu hefur Gunnari J. Friðriks- ^syni forstjóra verið falið það starf. íslenzka ríkið þarf aðeins að greiða 1/21 part af kostnaði sýn- ingarhallarinnar, sem kemur til með að kosta um 48 millj. ísl. kr. Kolbeinsson og Guðmundur Hjart arson. Endurskoðendur borgarreikn- inga voru kjörnir Ari Thorlacius Kjartan Ólafsson og Hjalti Krist geirsson og til vara Svavar Páls- son, Gísli Guðlaugsson og Kjart an Helgason. í stjórn Landsvirkjunar tíl 6 ára voru kjörnir: Geir Hallgríms son, Birgir ísleifur Gunnarsson og Sigurður Thoroddsen og til vara Gunnlaugur Pétursson, Gísli Hall dórsson og Guðmundur Vigfússon. f stjórn Fiskimannasjóðs Kjal arnessþings var kjörinn Gunnar Friðriksson og endurskoðandi Sjómanna- og verkamannafélag- anna í Reykjavík Alfreð Guð- mundsson. í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis voru kjörnir Baldvin Tryggyason og Ágúst Bjarnason. (Björn Stefánsson tapaði hlut- kesti). Endurskoðendur sparisjóðs ins voru k.iörnir Ingimundur Er- lendson og Björn Stefánsson. Þá voru reikningar borgarinnar fyrir árið 1964 lagðir fram til fyrri umræðu og hafði borgarstjóri framsögu. VANN HLUTKESTIÐ Framhald u 2. síðu. Guðmundur H. Guðmundsson, Þór Sandholt og Þorvaldur Krist- insson og til vara Guðmundur Halldórsson, Einar B. Kristjáns son og Sigurður Guðmundson. I heilbrigðisnefnd voru kjörnir Birgir ísl. Gunnarsson, Ingi Ú. Magnússon og Úlfar Þórðarson.Til vara Gísli Halldórsson, Karl Ó. Jónsson og Friðrik Einarsson. Úr hópi borgarfulltrúa voru kjörnir í hafnarstjórn Þór Sand holt, Guðjón Sigurðsson og Einar Ágústsson. Tveir utan borgarstj. Hafsteinn Bérgþórsson, og Guð mundur J. Guðmundsson. (Jón Sigurðsson tapaði hlutkesti). Til vara Gísli Halldórsson, Gróa Pétursdóttir, Kristján Benedikts son, Guðmundur Jónsson og Jóhann E. Kúld. - í framfærslunefnd voru kosin Gróa Pétursdóttir, Gunnar Helga son, Guðrún Erlendsdóttir, Sigurð ur Guðgeirsson og Jóhanna Egils dóttir. (Björn Guðmundsson tap- aði hlutkesti). í útgerðarráð voru kjörnir Sveinn Benediktsson, Ingvar Vil hjálmsson, Einar Thoroddsen, Guð mundur Vigfússon og Björgvin Guðmundsson. (Hjörtur Hjartar tapaði hlutkesti) í ækulýðsráð vom kjörin: Auð ur Eir Vilhjálmsdóttir, Ragnar Kjartansson. Bent Bentsen, Böðv ar Pétursson og Eyjólfur Sigurðs son. (Örlygur Hálfdanarson tapaði hlutkesti) í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar voru kjörnir Sigurður Magnússon. Þorbjörn Jóhannesson. Óskar Hallgrímsson og Guðmundur .! Guðmundson og til vara Guðjón Sigurðsson, Sveinn Hermannsson, Arinbjörn PISTLAR FRÁ PERSÍU Frasu. •.>!(! at -irðu hafi jafngilt eitthvað nálægt tólf þúsund milljónum gull- franka, en auðvitað eru það ágizkanir einar. Vandlega hef- ur fjárhirzlan verið sópuð og við uppgröft hefur þar ekkert fundizt búið til af dýrum málmum. Hið eina, sem hefur fundizt eru leirtöflur, og þær geyma upplýsingar, sem ekki verða metnar til fjár. Hér hefur verið stiklað á stóru, og ekki býst ég við að þið, sem hafið lesið þessa lé- legu tilraun til þess að lýsa rústum Persepolis, getið gert ykkur neina heildarmynd af því, sem þar er að sjá. Slíkt verður aðeins gert með því að koma þangað og skoða og hafa betri tíma en við höfðum þar. En ef eitthvert ykkar, sem les þessar línur, ber gæfu til þess að heimsækja hið fornfræga land Persanna, piegið þið ekki láta undir höfuð leggjast að skoða Persepolis, sem þó er að- eins ein margra merkra 'forn- minja í landi Kýrusar mikla og frænda hans. En hver urðu svo endalok hins mikla veldis og hinnar glæstu Persepolis? Svör við því gefur okkur mannkynssagan, sem við lærum í íslenzkum skólum. Konungar Persanna hugðu sífellt á meiri og meiri landvinninga. Þeir komu á nýju og betra stjórnarfyrir- komulagi en áður hafði þekkzt. Þeir komu mjög göfugmann- lega fram við sigraðar þjóðir og Persarnir blönduðust þeim og aðlöguðu sig háttum þeirra. En ríkið vejktist smátt og smátt og þar kom, að herir Persanna hittu fyrir sér ofjarla sína, þar sem voru hinir grísku herir. Orrustan við Laugaskarð er fræg og hver man ekki Mara þonhlaupið, þegar hinn mikli hlaupari hljóp frá Maraþon til Aþenu til þéss að tjlkynna úr- slit einnar örlagarjkustu orr- ustu mannkynssögunnar? Það var Alexander miklí, sem endanlega réð niðurlögum hins mikla persneska ríkis Árið 330 fyrit Krist, rúmum tveim öldum eftir að Kýrus hinn mjklj stofnaði hið mikla persneska heimsveldi. sigraði Alexander Daríus hinn þriðja og tók Pers epolis herskildi. Það hefur . lf sagt verið mikið um dýrðir hjá hersveitum Alexanders. begar þær ruddust upp stigann oikla upp í Persepolis og létu greipar sópa um dýrgripi og konur. Og ósleitilega hefur verið drukkið og svallað í sölum Persepolis þá nótt og næstu daga. Frá því kann engin saga að greina ná- kvæmlega, en um þetta leyti gerðist eitt af mejri óhappa- verkum mannkynssögunnar. Eldur komst í þök og búnað hallanna, og sennilega hefur Persepolis orðið rústir á einni nóttu. Svo mikið er víst, að alls staðar finnst aska og áðr- ar eldsmenjar í rústum hinnar fornu borgar. Og eftir heim- sókn Alexanders hefur Perse- polis aldrej borið sitt barr. Þá var hún vegin og léttvæg fund- in og veldisdagar hennar taldir. mb FERMINGAR Fra>nhald a' !t. iiðu Fjóla Svanfríður Jónsdóttir, Skógargötu 16. Guðný Dóra Rögnvaldsdóttir, Skagfirðingabraut 25. Halla Sigríður Rögnvaldsdóttir, Skagfirðingabraut 11. Hallfríður Sigríður Jónsdóttir, Skógargötu 24. Helga Jóhanna Haraldsdóttir, Sjávarborg, Skarðshreppi. Herdís Stefánsdóttir, Hólavegi 2. Hulda Björg Ásgrímsdóttir, Aðalgötu 3. Ingibjörg Hólmfríður Harðard. Hólmagrund 9. Jóhanna María Sigurjónsdóttir, Skagfirðingabraut 37. Kristín Sigurlaug Guðbrandsd., Ránarstíg 6. Marta Valgerður Svavarsdóttir, Hólavegi 15. Sigrún Brynja Ingimundard., Ketu, Rípuhreppi. Sigþrúður Margrét Ármannsd., Ránarstíg 2. Unnur Guðný Björnsdóttir, Aðalgötu 13. Þórunn Erla Sighvats, Aðalg. 11. Piltar: Gunnar Þór Sveinssori, Kaupvangstorgi 1. Halldór Ingiberg Arnarson, Öldustíg 2. Jóhann Guðni Friðriksson Skagfirðingabraut 7. Jón Guðmundsson, Skagfirðingabraut 35. Jón Anton Alexandersson, Smáragrund 6. Knútur Aadnegard, Skógarg. 1. Sigmundur Haukur Jakobsson, Öldustíg 17. Sigurður Jónsson, Hólavegi 10. Stefán Þorkell Evertsson, Bárustíg 10. Sveinn Nikódemus Gíslason, Bárustíg 4. Torfi Ólafsson, Skarði, Skarðshr. Valgeir Steinn Kárason, Hólav. 23. Fermingarbörn Hvammsprestakall! í Dölum. Ásgeir Ingibergsson, sóknarprestur. Hvítasunnudagur. Staðarfellskirkja, kl. 11 árdegis. Sigrlður Tryggvadóttir, Arnarbæli. Sigurður Björgvin Hansson, Orrahóli. Hvammskirkja kl. 2 sfðdegis. Bjarnheiður Magnúsdóttir, Glerárskógum, Benedikt Ásgeirsson, Ásgarði, Jens Elísson, Sælingsdal, Jón Jóel Einarsson, Sælingsdalstungu. Hjarðarholtskirkja, kl. 5 síðdegis. Hrafnhildur Hallgrímsdóttir, Búðardal, Sigríður Ólafsdóttir, Sólheimum, Sigurlaug N. Þráinsdóttir, Sámsstöðum, Leifur Steinn Elísson, Hrappsstöðum, Vagn Guðmundsson, Ljárskógum, Þórður Friðjónsson, Búðardal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.