Morgunblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 13
 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1978 13 OBSEKVER iStít. THE OBSERVER Atíb THE OBSERVER tStít THE OBSERVER göngur og svipaði nokkuð til fasistaflokkanna á Spáni og Italíu. Nú á tímum kjósa falangistar að láta kalla sig hinu alþýðlega arabíska nafni sínu, Kataib. Amin Gemayel, sem nú sér um stjórn flokksins dag frá degi ásamt bróður sínum Bashir, tjáði mér nýlega í viðtali að þeir væru „mið-vinstrimenn.“ (Arið 1949 var naf-ni flokksins á arabísku breytt þannig að það merkir nú „Jafnaðarmannasam- bandið“). Pierre Gemayel er nú sjötíu og þriggja ára gamall og helsti keppinautur hans innan maronítahreyfingarinnar er Camille Chamoun, sem er sjötíu og átta ára. Hinn „Þjóðlegi frjálslyndi flokkur" hans er mesti harðlínuflokkur kristinna manna og hefur hvað eftir annað krafist algers brott- rekstrar Palestínumanna frá Líbanon. Eins og Gemayel, hefur Chamoun smám saman látið sonum sínum eftir stærra hlutverk í stjórnmálalífinu. Kataib-flokkurinn og fylgis- menn Chamouns hafa átt í deilum, sem stundum hefur lyktað með blóðsúthellingum. En eftir lok borgarastyrjaldar- innar hafa báðir þessir aðilar að mestu leyti sameinast í tor- tryggni sinni gagnvart Sýrlend- irigum, þrátt fyrir að afskipti Sýrlendinga hafi nær örugglega bjargað þeim frá ósigri. Síðustu tvö ár hafa verið að minnsta kosti 25 þús. sýrlenskir hermenn að staðaldri i Libanon og hefur það verið meginhluti arabísku friðargæslusveitanna. Hugmyndir um aðskilnað En maronítar hafa séð það sem þeir óttuðust mest, verða að veruleika. Sýrlendingar, sem hafa tryggt vald sitt yfir Líban- on og að vissu marki látið drauminn um að sameina landið Sýrlandi rætast, hafa sæst við Palestínumenn. Marónítarnir, sem nú eru einangraðri en nokkru sinni fyrr, hafa gælt við hugmyndir um aðskilnað, enda óspart verið hvattir til þess af Israelsmönnum. Sem dæmi um þetta, má nefna að herflokkar kristinna manna neituðu að láta af hendi við Sameinuðu þjóðirn- ar landræmu sem þeir ráða yfir við landamæri Israels. Ein maronítafylking hefur þó haldið góðu sambandi við Sýr- lendinga og það góða samband orsakaði þessi síðustu átök. Þessi fylking er sú sem Sulei- man Franjieh stjórnar frá höll sinni í hlíðum Kadishadalsins, en Franjieh er fyrrum forseti landsins, eins og Chamoun. Núverandi átök við Sýrlend- inga eru bein afleiðing þess er fylgismenn Franjiehs hefndu, með aðstoð Sýrlendinga, fyrir það að falangistar myrtu Tony Franjieh, konu hans og dóttur í síðasta mánuði. Gerðu Franjieh-sinnar árás á þorp í Bakas-dalnum, sennilega studd- svara þessu með því að beita auknu aðdráttarafli sínu sem stjórnmálaflokkur, til þess að hreiðra um sig á yfirráðasvæði Franjiehs. Setti flokkurinn með- al annars upp skrifstofu í þorpinu Zghorta skammt frá Tripólí, en þar er eitt helsta vígi Franjieh-manna. Starfsmenn skrifstofunnar kröfðust þess brátt að verndar- gjald sem Franjieh-ættin hafði um langt skeið tekið af sement- verksmiðju í grenndinni,, yrði skorið niður og lyktaði málinu með því að flokksfulltrúi Kataib Hermaður hleypur til að taka sér stöðu í bardögum í Beirút í september 1975, en gamall maður gengur hjá. ir af sýrlenskum skriðdrekum og brynvögnum, námu þrjátíu og átta falangista á brott með sér og skutu þá í skógi í grenndinni. Þessar síðustu blóðhefndir Gemayel og Franjieh-fjöl- skyldnanna eiga sér tvær orsak- ir. Sú fyrri var deilan um hina vinsamlegu afstöðu Franjiehs til óska Sýrlendinga þess efnis að fornir fjendur skyldu sættast svo koma mætti á samsteypu- stjórn allra fylkinga. Franjieh sagði sig úr bandalagi kristinna manna og samdi frið við hinn forna fjandmann sinn, Rashid Karami, leiðtoga múslima í Tripólí. Kataib-flokkurinn reyndi að á svæðinu, bankastjóri nokkur, var skotinn við vinnu sína í bankanum. „Atökin miili okkar og Franjieh-fjölsk.vldunnar eru átök milli valdabaráttu ætt- flokka og stjórnmálabaráttu pólitískra flokka,“ sagði Bashir Gemayel hryggur yfir láti flokksfulltrúans tuttugu og fjór- um klukkustundum áður en menn hans gerðu árás á heimili Tony Franjiehs. Þessar aðgerðir voru Sýrlend- ingum nægilegt tilefni til að ráðast inn á það sem Assad Sýrlandsforseti hefur síðar nefnt „smásvæði í Líbanon á valdi manna sem eru á mála hjá Israelsmönnum.“ EFTIR COUN SMITH Hvanneyri: Endurbætur á gamla skólastj ór abústaðnu m Borgarfirði, 6. júlí. A HVANNEYRI fara nú fram gagngerar endurbætur á gamla skólastjórabústaðnum, sem byggð- ur var um 1920. Er skipt um þakjárn og innréttingar. í kjallara hússins, þar sem áður var matsal- ur, verður komið fyrir bókasafni skólans og aðstöðu til lestrar. Verður mikil bragarbót þar á, þar eð bókasafnið hefur verýð á hrakhólum og því ekki nýtzt sem skyldi. En að öðru leyti verður notagildi skólastjórabústaðarins eins og verið hefur. Í nýja skólahúsnæðinu er lokið við, fyrir töluvert löngu, að steypa upp 2. áfanga og eldhús og matsalur hefur verið tekið notkun ásamt heimavist. En enn á eftir að ljúka við starfsmannaálmu 2. áfanga. Er hún tilbúin undir tréverk. Var veitt um 30 milljón- um á fjárlögum þessa árs til að fullgera starfsmannaálmuna. Framkvæmdir við hana eru ekki byrjaðar, en væntanlega verður hugað að þeim áður en næsta ár gengur í garð. Um þessar mundir sækja tignir (Hienn Hvanneyrarstað heim. Eru það landbúnaðarráðherrar allra Norðurlandanna sem þinga ásamt fylgdarliði sínu, samtals um 30 manns. Það hefur færzt í vöxt, undan- farið að hópar ýmiss konar, t.a.m. bændafarir o.þ.h., dvelja á heima- vist Bændaskólans næturlangt og fá dögurð áður en lengra er haidið. Einnig hafa verið haldnar nokkrar ráðstefnur og fundir varðandi landbúnað á Hvanneyri. Er gleði- legt að skólahúsnæðið skuli vera nýtt yfir sumartímann, sem ann- ars stæöi ónotað. Fréttaritari. Nýr bátur til Stykkishólms STYKKISIIÓLMI hefir enn ba-st í flotann nýr bátur sem hluta- félag á staðnum hefir keypt frá Þorlákshöfn. Er það Sæunn Sa'mundsdóttir ÁR 60. stálskip um 75 tonn og hefir þegar hafið skelfiskveiðar frá Stykkishólmi. Skipstjóri er Páll Guðmundsson. Þá er verið að grafa fyrir seinasta áfanga vatnsveitunnar til bæjarins en hún hefir öll verið endurnýjuð seinustu árin, lagðar nýjar leiðslur sem flytja meira vatn í bæinn. Vatnsveitan er nú rúmlega 30 ára og var því þörf á endurnýjun á leiðslum til bæjar- ins. Þegar þessum áfanga er lokið er næsta verkefni Vatnsveitunnar að koma upp vatnstönkum á skólahæðinni, annar tankanna, sem þar voru, hefur þegar verið fjarlægður og hinn orðinn gamall en þó nothæfur. RANDVER Það stendur mikið ti/ 14 frábær ferðalög Kassettan erþví nauðsynleg fyrirb/l-og ferðatækið. RANOVER Þaó stenöur mdoó td llðÍAOr S. 28155 og 19490.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.