Morgunblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1978 Fjórir leiðtogar d fundi. — Þessi mynd var tekin í Vínarborg á sunnudag af sameiginlegum fundi Sadats Egyptalandsforseta og Shimon Peresar leiðtoga stjórnarandstöðunnar í ísrael með tveimur leiðtogum evrópskra jafnaðarmanna. þeim Willy Brandt og Bruno Kreisky kanzlara Austurríkis. Fjöldi pólitískra fanga vestanhafs — segir Andrew Young París 12. júlí. AP. ER HIN umdeildu réttarhöld yfir sovésku andóísmönnunum hófust á miðvikudaK kvað sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Andrew Young, upp úr um, að í Bandaríkjunum væri að finna „hundruð, e.t.v. meira að segja þúsundir póiitískra fanga“. Ummæli sendiherrans birtust í viðtali er Parfsarblaðið „Le Martin“ birti við hann. Þar kom einnig fram að Young hefði sjálfur verið pólitískur fangi fyrir 10 árum, er hann var handtekinn fyrir að taka þátt í hópgöngu fyrir iýðréttindum í Atlanta í Georgiu- fylki. ólíku saman að jafna þar eð pólitískir fangar skipti þar tugum þúsunda. Bendir hann einnig á að skilgreina megi orðið pólitískur fangi á fleiri en einn veg. „í Bandaríkjunum er enginn í fangelsi fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina, enginn fyrir að skrifa bókmenntir í ákveðnum stíl eða fyrir að berjast fyrir mannréttindum... Ég álít að í Bandaríkjunum sáu menn í fangelsi miklu frekar vegna þess að þeir eru fátækir heldur en slæmir. Vegna vankanta, sem eru á kerfi okkar, lendir vel gefið fólk, fátækt, en fylgið sér, oft í fangelsi meðan þeir, sem gæddir eru sömu eigin- leikum og eru auk þess ríkir, hafa ótal tækifæri," sagði bandaríski sendiherrann hjá Sameinuðu þjóð- unum, Andrew Young. Ráðuneyti brigslar Filbinger Bonn, 12. iúlí. Reuter. VESTUR-ÞÝZKA innanrfkismála- ráðuneytið sakaði forsætisráðherra Baden-Wiirtemberg á þriðjudag óbeint um að hafa logið til f yfirlýsingum varðandi dauðadóma, er hann var ábyrgur fyrir á valdatfma nazista. Forsætisráðherrann, Hans Fil- binger, hefur borið því við að hafa verið búinn að gleyma atburðunum þar til vestur-þýzk blöð rifjuðu þá upp í síðustu viku. Það kom hins vegar fram í yfirlýsingu innanríkis- málaráðuneytisins í dag, að ráðu- neytið Filbingers í Stuttgart hafi vitað um dauðadómana þar eð VeOrið víða um heim Amsterdam 22 lóttskýjað Apena 36 lóttskýjaö Berlin 26 skýjaó Brilssel 20 skýjaó Chicago 22 heið 'kírt Frankfurt 23 skýjaó Genf 23 léttskýjað Helsinki 15 rígning Jóhannesarb. 10 léttakýjaó Kaupmannah. 19 skýjað Lissabon 24 léttskýjað Lortdon 21 skýjað Los Angeles 26 léttskýjað Madrid 31 léttskýjað Malaga 25 haiðskirt Miami 30 skýjað Moskva 21 skýjað New York 26 heiðskírt Ósló 24 skýjað Palma, Majorka 26 skýjaö Parfs 21 skýjað Reykjavík 9 aúld Róm 28 téttskýjað Stokkhólmur 18 skýjað Tal Avtv 29 mistur Tókýó 30 skýjað Vancouver 16 skýjað Vín 22 léttskýjað um skrök embættismaður í skjalasafni þess hafi skýrt frá þeim í símaviðtali. Böndin berast því að Filbinger, sem fyrr á þessu ári hafði verið talinn koma til greina sem eftirmaður Scheels í embætti forseta Vestur-Þýzkalands. Skotárás á bílalest Salisbury 19. júlí . AP. FJÓRIR biðu bana þar á moðal fimm ára gömul teipa og 16 særðust þcgar skæruliðar blökku- manna gerðu skotárás á bílalest skemmtiferðamanna sem var að koma frá ferðamannabænum Kariba f norðurhluta Rhódesfu í gær að sögn Rhódesíuhers í dag. Fimmtíu bílar voru í lestinni og ferðamennirnir voru að koma heim úr skemmtiferð þegar árásin var gerð. Allir þeir sem biðu bana voru í langferðabíl framarlega í b^alestinni. Bíllinn þeyttist niður í gil þegar bílstjórinn varð fyrir skoti og beið bana. Um 10 árásir hafa verið gerðar á bílalestir sem nú aka um alla nema tvo aðalþjóðvegi Rhódesíu þar sem skærustríðið hefur magnazt og tvær fyrri árásir hafa haft manntjón í för með sér. Rhódesískir hermenn athuga jarðneskar leifar svartrar konu og fimm lítilla barna hennar við kofa þeirra eftir árás skæruliða á afskekktan búgarð hvftra manna í austanverðri Rhódesíu. Fjórtán blökkumenn biðu bana í árásinni. Af viðtalinu mátti sjá að Young reyndi að draga úr þeim áhrifum er réttarhöldin yfir mannréttinda- mönnunum Shcharansky og Ginz- burg kynnu að hafa á slökunar- stefnu austurs og vesturs. Það kom fram hjá sendiherranum að réttarhöldin væru „ögrun og sjálfstæð athöfn" af háifu Sovét- stjórnarinnar um það bil sem viðræður bandaríska utanríkisráð- herrans Vance og Gromykos færu í hönd. „En réttarhöldin munu ekki hindra afvopnunarviðræðurnar," sagði Young. Þá sagði hann einnig: „Ég gæti vel trúað að sovésku andófsmenn- irnir, sem nú eru í eldlínunni, ættu eftir að bjarga Sovétríkjunum. Þeir eru eðlilegt afsprengi sovésks þjóð- félags. Þetta hefur forystan hins vegar ekki skilið ennþá." I öðru viðtali við AP fellst Young engu síður á að í Sovétríkjunum sé Vongóðir með Peres Kairó, 12. júlí. AP EGYPTAR eru bjartsýnir um að Shimon Peres, leiðtogi stjórnarand- stöðunnar f ísrael, nái samningum við þá um grundvailaratriði í friðarumleitunum í Mið-Austur- löndum og að það verði til þess að Begin, forsætisráðherra Israels, neyðist til að sýna meiri sáttfýsi. Kemur þetta fram f dagblöðum f Kafró í dag. Bjartsýni þessi byggist á yfir- lýsingu ísraelska Verkamanna- flokksins, sem gefin var út í Vín á mánudag og segir, að Sadat, Egypta- landsforseti, skuli halda áfram viðleitni sinni unz friður semst fyrir botni Miðjarðarhafs. „Þetta var rétt eins og kjamorkusprenging” — sagði sjónarvottur um gassprenginguna sem breytti tjaldbúðunum í logandi víti Tarragona 12. júlí — Reuter-AP „ÞETTA var líkast risastórri eldvörpu," sagði frönsk kona, ein hinna heppnu, sem komust lífs af eftir gas- sprcnginguna sem varð tug- um manna að bana f tjald- búðunum skammt frá Tarra- gona á Miðjarðarhafsströnd Spánar í gær. „Þetta var rétt eins og kjarnorku- sprenging,“ sagði annar sjónarvottur. Hollenzki ferðamaðurinn Pierre de la Haye sagðit „Ég hljóp að tjaldbúðunum og sá fóík koma hlaupandi í áttina til mín náhvítt ásýndum og hörundið á því var sviðið af. Ég dró 30 eða 40 manns upp úr sjónum.“ Annar Hollendingur, Willem van de Walle Delt, sagði:. „Gasbíllinn þeyttist eins og plógur gegnum stein- vegginn við tjaldbúðirnar og rifnaði í sundur. Gasið flæddi út eins og vatn og nokkrum sekúndum síðar kveiktu eldar í tjaldbúðunum í því og eldtungur læstu sig um tjöld- in.“ „Líkin voru kolbrennd og svört," sagði Hollendingur- inn. Frakki sem komst lífs af sagði: „Almenn skelfing greip um sig því að sprengingar kváðu við alls staðar." Spán- verji í búðunum sagði: „Þetta var hræðilegt. Fólk í ljósum logum hljóp í átt til sjávar og hörundið varð eftir. Ég ók tveimur í sjúkrahús en hörundið sat eftir í bílsæt- inu.“ Belgískur ferðamaður sagðist hafa nýlokið við að borða í sumarbústað sínum ásamt konu sinni og tveimur börnum þegar þau heyrðu tvær sprengingar. „Þetta var eins og logandi tunga úr eldvörpu." Hann hljóp niður í fjöru og dró son sinn með sér en kona hans og dóttir komu hlaupandi á eftir. Mæðgurnar brenndust illa en feðgarnir sluppu með smásár. Guillermo Aguero, sem sat að snæðingi í veitingahúsi tjaldbúðanna þar sem hann vann, sagði: „Veitingahúsið nötraði af sprengingunni. Ég hljóp út og hélt enn á hnífnum og gafflinum og sá fólk hlaupa í átt til mín og það var náhvítt og hræðilega brennt." „Ég fann hitabylgju á bakinu og stökk ósjálfrátt út í vatnið, synti frá ströndinni og dró á eftir mér átta ára gamla dóttur mína sem kann ekki að synda,“ sagði 28 ára gömul þýzk kona. Konan fékk minniháttar brunasár en dóttirin brenndist illa. Antonio Bonin frá Barcelona kvaðst hafa komið að tjaldbúðunum þegar sprengingin varð en „of seint til að geta bjargað þremur börnum mínum sem fórust í tjaldi sínu“. Hann sagði fréttamönnum hágrátandi: „Börnin mín og kólombísk stúlka sem gætti þeirra voru dáin.“ En hann sagðist hafa getað bjargað öðrum þremur tjaldbúðargestum sem höfðu lokazt inni í húsvagni. „Þetta var hræðilegt. Ég hef aldrei séð nokkuð þessu líkt,“ sagði Juan Derdera. „Látnir og særðir lágu eins og hráviði út um allt. Það var ekkert hægt að gera fyrir þau.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.