Morgunblaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 27. tbl. 71. árg.___________________________________FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1984________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Fimm sovéskum sendiráðsmönnum vísað frá Noregi: Róttækustu viðbrögð við njósnum í landinu Dimitry S. Polyansky, sendiherra Sovétríkjanna í Osló, kemur af fundi með Sven Stray, utanríkisráð- herra Noregs, í gær, en þar var hon- um skýrt frá því að fimm starfs- mönnum sovéska sendiráðsins yrði vísað úr landi og fjórum fyrrverandi starfsmönnum þess ekki leyft að koma til Noregs á ný. í hópi þeirra sem vísað var brott eru þrír hátt- settir sendifulltrúar. Akvörðun þessi var tekin í framhaldi af því að Arne Treholt var afhjúpaður sem njósnari Sovétmanna í Noregi. Simamynd AP. ()sló, 1. feb. frá AP og Per A. Borglund fréttaritara Mbl. NORSKA ríkisstjórnin hefur vísað fimm starfsmönnum sovéska sendiráðsins í Osló úr landi og jafnframt tilkynnt að fjórir fyrrverandi starfsmenn sendiráðs- ins fái ekki að koma til Noregs á ný. Brottvísanir þessar fylgja í kjölfar uppljóstrana um hinar víðtæku njósnir Arne Treholts, skrifstofustjóra í norska utanríkisráðuneytinu, í þágu Sovétríkjanna. Það var Sven Stray utanríkis- ráðherra sem greindi frá þessu á blaðamannafundi í Osló í dag. Hann sagði að eftir brottvísunina væru starfsmenn sovéska sendi- ráðsins 89 og fleiri yrðu þeir ekki í framtíðinni. „Þetta eru róttækustu viðbrögð norskrar ríkisstjórnar við njósnum í landinu fyrr og síðar," sagði ráð- herrann. í hópi Sovétmannanna fimm eru þrír háttsettir embættismenn, einn ráðunautur og tveir sendiráðsritar- ar. I hópi hinna fjögurra fyrrver- andi starfsmanna sem lýstir hafa verið óæskilegir í landinu er Evgeni A. Beljayev, en lengi hefur verið vitað að hann er njósnari KGB og er nafn hans m.a. að finna á alþjóðlegum handbókum um sov- éska njósnara. Hann starfaði í Simamynd AP. Helmut Kohl kanslari og Manfred Wörner varnarmálaráðherra heilsast áður en fundur vestur-þýsku ríkisstjórnarinnar um Kiessling-málið hófst í gær. sendiráðinu í Osló á árunum 1965- 1971. Verjandi Arne Treholt hefur sagt að hann hafi ekki njósnað vegna peninga. Hann hefur ekki upplýst hverjar ástæður Treholt voru, en segir að Treholt muni segja allt af létta í yfirheyrslum og fyrir dómstólum. Verjandinn hefur einnig vísað á bug hugleiðingum um að Treholt hafi átt norska sam- starfsmenn í njósnastarfi sínu. Sven Stray var að því spurður á blaðamannafundinum hvort ein- hverjir samningar á milli Noregs og Sovétríkjanna yrðu teknir til endurskoðunar í kjölfar afhjúpun- ar Treholts. Hann sagði að of snemmt væri um það að segja á þessu stigi málsins. Sjá: „Njósnirnar hafa grafið undan gagnkvæmu trausti þjóð- anna,“ á bls. 22. Afganistan: Frelsissveitirnar bíða mikið afhroð Islamahad, Pakistan, 1. febrúar. AP. Frelsissveitirnar í Afganistan hafa beðið mikið afhroð að undanförnu Kiessling fær uppreisn æru Ekki búist við að hann taki við embætti á ný vegna heilsubrests Bonn, I. febrúar. AP. ÞÝSKI hershöfð- inginn Giinter Kiessling hefur fengið uppreisn æru og honum hefur verið boðið embætti sitt hjá NATO og vestur- þýska hernum á ný. Manfred Wörner varnarmálaráðherra, sem vék Kiessling úr embætti vegna gruns um samband hans við kynvill- inga, er reynst hefur órökstuddur, til- kynnti Helmut Kohl kanslara að hann væri reiðubúinn að segja af sér vegna þessara mistaka, en Kohl féllst ekki á afsögn hans. Kohl kanslari greindi frá því á blaðamannafundi í dag, að Wörner hefðu orðið á mistök og Kiessling mundi hljóta embætti sitt á ný. Hann sagðist hins vegar bera virð- ingu fyrir því sjónarmiði varnar- málaráðherrans að tefla ekki öryggi ríkisins í tvísýnu. Kanslarinn las bréf sem fóru á milli Kiesslings og Wörners. í bréfi Wörners segir að hann hafi óskað eftir því við Carstens forseta að skipa Kiessling í embætti á ný. Ákvörðunin um brottvikninguna 31. des. sl. hafi verið tekin á grundvelli upplýsinga frá gagn- njósnaþjónustu hersins, en síðan hafi komið í ljós að í þeim hafi verið „ósannaðar fullyrðingar". Forsendur brottrekstrarins séu því ekki lengur fyrir hendi. „Ég hef aldrei dregið heiður þinn i efa,“ segir Wörner ennfremur í bréfinu til Kiessling. Hann nefnir kynvillu- áburðinn hins vegar ekki berum orðum í bréfinu. Kohl sagðist ekki hafa fallist á afsögn Wörners vegna þess að hann væri sannfærður um að Wörner ætti eftir að sýna það og sanna að hann væri góður varn- armálaráðherra. í bréfi Kiesslings til Wörners segist hershöfðinginn óska eftir því að komast á eftirlaun 31. mars nk. eins og upphaflega hafði verið áformað, en hann vilji þó fyrst ná heilsu á ný. Kiessling fór á sjúkra- hús í fyrri viku, en fór þaðan á þriðjudag. Ekki er vitað hvað amar að honum, en talið er að veikindin hindri hann í að taka við starfi sínu á ný. Kiessling hefur fallið frá því að höfða mál á hendur varnarmála- ráðherranum. Hans-Jochen Vogel, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, lýsti því yfir að loknum blaðamannafundi Kohls að ákvörð- un hans um að láta Wörner sitja áfram í ráðherrastól væri landi og þjóð til skaða og vitnisburður um pólitískt ábyrgðarleysi hans. og 322 liósmenn þeirra fallið á síð- ustu tólf dögum, ef marka má fréttir í útvarpi stjórnarinnar í Kabúl í dag. Ef rétt reynist er þetta mesta mannfall stjórnarandstæðinga síðan marxistar rændu völdum í landinu árið 1978. Útvarpið í Kabúl, sem er hin opinbera rödd sovésku leppstjórn- arinnar í Afganistan, hefur á und- anförnum dögum gefið nákvæmar upplýsingar um mannfall and- stæðinganna. Fram hefur komið að frelsissveitirnar biðu mikinn ósigur í Kandahar-héraði, sem er suðvestur af höfuðborginni og misstu þar 240 manns. Fréttirnar frá Kandahar stang- ast á við upplýsingar frá vestræn- um sendifulltrúum sem segja að frelsissveitirnar séu að ná hérað- inu á sitt vald. í útvarpinu hefur enn fremur komið fram að 20 frelsishermenn hafi fallið í Shindand, nálægt landamærum 1rans, en þar er stærsta herstöð Sovétmanna í landinu; 45 hafi fallið í Faryab- héraði og nokkrir í héruðunum Balk og Badgis, sem eru nálægt landamærum Sovétríkjanna. Erlendir fréttamenn geta ekki sannreynt hvort upplýsingar út- varpsins í Kabúl eru réttar því þeim er ekki leyft að koma til landsins. SAYED Hassan Aadpal, fyrrum varnarmálaráðherra og yfirmaður hersins í Afganistan, greinir blaðamönnum í Nýju Delhí frá því að hann hyggist aðstoða við að stofna „byltingarher" til að berjast gegn sovéska hernámslið- inu í hcimalandi sínu. Sonur hans og 13 ára dóttir, sem nýlega flúði frá Kabúl, eru með honum á þessari símamynd frá AP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.