Morgunblaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.02.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1984 Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæöisflokksins veröa til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið viö hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðiö aö notfæra sér viötals- tíma þessa. Laugardaginn 4. febrúar veröa til viðtals Ingibjörg Rafnar og Guðmundur Hallvarðsson. Skíðaferðir í Skálafell Fastar áætlunarferöir veröa í vetur á skíöasvæöið í Skálafelli alla virka daga, þegar veöur leyfir. Brottfarartímar: Kl. 13.30 KR-heimiliö Kl. 13.40 BSÍ — Umferöarmiöstöðin Kl. 13.50 Shell — Miklubraut Kl. 14.00 Vogaver Kl. 14.10 Breiöholtskjör Arnarbakka Kl. 14.20 Shell — Hraunbæ Kl. 14.30 Kaupfélag Kjalnesinga Brottfarartímar fró Skálafelli: Kl. 19.00 og 21.00. Símsvari fyrir skíöasvæöiö í Skálafelli gefur upplýs- ingar um veöur, færö og opnunartíma lyfta. Númeriö er 66099. Beint samband viö KR-skála er 66095. Verið velkomin í Skálafell. Klippiö og geymiö auglýsinguna. ÚLFAR JACOBSEN FERÐASKRIFSTOFA Símar 13491 og 13499. ^ené^uutofr- íparis: Ný sending Réne Guinot eru snyrti- vörur í háum gæöaflokki með fjölbreyttum hreinsi- og kremlínum. Þær eru eingöngu seldar á snyrti- stofur, sem hafa starfsfólk sem þjálfað er í aö gefa hinar fjölbreyttu René Guinot húömeöferðir, þ.e. Cathiodermie fyrir andlit, Bio-Peeling og Cathio- dermie brjóstameðferð og nú bráölega Cathiodermie-augnmeðferö. Sölustaðir: Reykjavík: Snyrtistofan Ásýnd, Garðastræti 4, s. 29669. Kópavogur: Snyrti- og nuddstofa Lilju, Engihjalla 8, s. 46620. Akureyri: Snyrtistofa Nönnu, Strandgötu 23, s. 96-26080. Frá blaðamannafundi vegna kvikmyndahátíðar. Taldir frá vinstri: Þorkell Sigurbjörnsson, formaður Listahátíðar- nefndar, Sigmar B. Hauksson, formaður undirbúningsnefndar kvikmyndahátíðar, Guðbrandur Gíslason, fram- kvæmdastjóri Listahátíðar, og Sigurður Pálsson. Morgunblaðið/KÖE. 6. kvikmyndahátíðin hefst á laugardag: Um 50 myndir sýndar SJÖTTA kvikmyndahátíð Listahátíð- ar verður haldin dagana 4.—12. febrúar næstkomandi. Hátíðin opnar á laugardaginn kemur með frumsýningu nýrrar myndar Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur, en alls verða sýndar á hátíðinni um það bil 50 myndir frá 15 þjóðlönd- um, þar af 14 íslenskar myndir, sem framleiddar hafa verið á undanfórn- um árum. Sýningar verða í Regnbog- anum að öðru leyti en því að hátíðin er sett í Háskólabíói. Sýnt verður í fimm sölum Regnbogans, fimm sýn- ingar á dag, klukkan 15, 17, 19, 21 og 23. Myndirnar skiptast þannig eftir þjóðlöndum, að 10 eru frá Banda- ríkjunum, 7 frá Spáni, 6 frá Frakklandi, 2 frá Danmörku, Sví- þjóð og Þýskalandi, 1 frá Finn- landi, Bretlandi, Indlandi, Indó- nesíu, Kína, Hollandi Kanada og Sovétríkjunum, auk íslensku myndanna 14. Má nefna að þrjár myndir bandaríska leikstjórans og leikarans Johns Cassavetes verða sýndar á hátíðinni og fjórar myndir spánska leikstjórans Jose Luis Garci, en mynd hans Volver a Empezar hlaut óskarsverðlaun 1982. Sigmar B. Hauksson, formaður undirbúningsnefndar kvikmynda- hátíðarinnar, sagði að nefndin hefði starfað í átta mánuði að undirbúningi hátíðarinnar. Við val á myndum hefði verið reynt að taka mið af þeirri byltingu sem átt hefði sér stað í íslenskri kvikmyndagerð á undanförnum árum. Tvennt hefði verið haft f huga við val myndanna. Annars vegar að sýna bandarískar myndir sjálfstæðra framleiðenda, en flestar þessar myndir næðu ekki augum almennings og í öðru lagi að sýna spænskar kvikmyndir, en þróun spænskrar kvikmyndagerð- ar hefði ekki verið ósvipuð og ís- lenskrar, eftir að lýðræði var kom- ið á fót á Spáni að nýju, þar hefði verið um mikla grósku að ræða. Gestir frá ýmsum þjóðlöndum verða á hátíðinni og munu þeir sumir hverjir halda fyrirlestra um ólíka þætti kvikmyndagerðar í tengslum við hátíðina. Þá verða hér þrír blaðamenn til að kynna sér íslenska kvikmyndagerð og kvikmyndahátíðina, en hún er orðin nokkuð þekkt, einkum í Evrópu, að sögn Sigmars. Meðal gesta má nefna leikstjóra, fram- leiðendur, dreifingaraðila og tón- listarmenn frá ólíkum þjóðlönd- um. Nánar verður sagt frá kvik- myndahátíðinni og einstökum myndum, sem þar eru sýndar síð- ar í Morgunblaðinu. Ullarvörur: Útflutningur jókst til Bandaríkjanna en minnkaði til V-Evrópu UTFLUTNINGUR frá íslandi á fatn- aði úr ull dróst verulega saman til landa Vestur-Kvrópu á síðastliðnu ári, eða um 22 tonn. Á Bandaríkja- markaði jókst hann hinsvegar um 28 tonn á árinu 1983. Þetta kom meðal annars fram á ársfundi ullariðnaðarins sem haldinn var nú fyrir skömmu. Einnig kom í ljós að útflutnings- aðilar eru bjartsýnir á útflutning á þessu ári. „Með nýrri markaðs- stefnu í Vestur-Evrópu ættum við að ná upp þeirri lægð sem mynd- ast hefur þar síðastliðin ár,“ sagði Jens Pétur Hjaltested hjá Ut- flutningsmiðstöð iðnaðarins, er blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við hann eftir fundinn. „Við viljum taka upp sömu stefnu og hefur verið á Bandaríkjamarkaði, það er að hafa enga milliliði, um- boðsaðila eða heildsala, heldur selja vöruna beint til viðkomandi verslana." — Á fundinum kom fram að einhverjir aðilar undirbjóða ís- lenskar ullarvörur' í Bandaríkjun- um og bjóða þær með 50% af- slætti. Hvað vilt þú segja um þetta? „Þetta er sorglegt en því miður rétt. Hið sama gerðist í Danmörku 1981 og 1982. Þá gekk salan illa og menn sátu uppi með mikið magn af ullarfatnaði. Danskir aðilar fréttu af þessu, komu til landsins, ferðuðust á milli saumastofa og keyptu upp heilu lagerana á kostnaðarverði. Þess vegna gátu þeir boðið vöruna á mjög lágu verði þarlendis. Vörurnar sem þarna um ræðir voru úreltar og misjafnlega vandaðar, þetta var umframlager sem ekki var hægt að selja á annan máta og því freistuðust menn til að selja allan lagerinn þegar það stóð til boða.“ Misnota nafn landsins Það sem er að gerast í Banda- ríkjunurn er kannski enn verra því þarna eru íslendingar á ferðinni, sem eru búsettir í Bandaríkjunum og þekkja vel til hér á landi. Þeir kaupa birgðir af ákveðnum fram- leiðsluaðilum, sem við viljum meina að framleiði með það fyrir augum að selja vöruna ódýrt. Sumir hverjir senda frá sér allt að 10.000 peysur á ári og það er aug- ljóst að menn liggja ekki með það magn sem umframbirgðir. Söluað- ilarnir í Bandaríkjunum ferðast um og selja vörurnar í næsta nágrenni við vöruhúsin sem hafa auglýst íslenskar ullarvörur upp pg komið góðu orði á þær. Þegar íslendingarnir hreiðra svo um sig við hliðina á þeim og selja vörur undir heitinu „Icelandic look“ með „50% afslætti" er hin raunveru- lega söluvara, vandaður fyrsta flokks fatnaður vöruhúsanna, ekki lengur samkeppnisfær. íslenskar ullarvörur hafa skapað sér ákveð- inn orðstír í Bandaríkjunum. Þetta þykja fínar vörur og eru dýrar. Nú erum við með í fram- leiðslu hátískufatnað og þegar nafn íslands er misnotað á þann hátt sem ég greindi frá áðan, dvína hugmyndir manna um vöru- gæði og vörurnar fá orð á sig fyrir að vera útsöluvörur." — Hvernig má koma í veg fyrir að markaðurinn verði eyðilagður á þennan hátt?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.