Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 33 Jón Baldvin Hannibalsson á flokksþingi Alþýðuflokksins; Vinstrisinnuðu öflin efli samstöðu sín í milli Ný stjórnmálahreyfing taki við sem stærsti flokkurinn JÓN Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra og formaður Al- þýðuflokksins, hvatti til þess f ræðu sinni við setningu 44. flokks- þings Alþýðuflokksins í gær að umbótaöfl vinstra megin við miðju efldu samstöðu sína, slíkt væri þjóðamauðsyn. Jón Baldvin sagði að Sjálfetæðisflokkurinn hefði ekki innri burði til þess að vera leiðandi afl f fslenskum stjórnmálum og brýnt væri að ný og öflug stjómmálahreyfing tæki við hlutverki hans sem stærsti stjómmálaflokkurinn. Skyndi- lausnir dygðu þó ekki, um sinn væri meginverkefhið að efla sam- stöðu stjóraarflokkanna og sjá hveraig þeim gengi að leysa verk- efni sín. „Eitt af markmiðum okkar jafnað- armanna í okkar starfí er að bæta fyrir mistök fortíðarinnar, sem ollu sundrungu og lömuðu baráttuþrek hreyfíngar jafnaðarmanna og verka- lýðshreyfingar. Hin sögulegu ágreiningsefni eru flest fyrir bí. Fyrir seinasta flokksþing tókst okk- ur að ná sögulegum sáttum við fé- laga okkar í Bandalagi jafnaðar- manna. Sú þróun verður að halda áfram. En hún mun ráðast af mál- efnum, skref fyrir skref. Hún verður ekki að veruleika við það eitt að forystumenn snæði saman. Þótt samstarfsvilji forystumanna skipti miklu máli ef hann leiðir til gagn- kvæms trausts. í þessu efni skulum við hafa í huga hið fomkveðna, að Róm var ekki byggð á einum degi,“ sagði Jón Baldvin í ræðu sinni. Eyðsla og fyrirhyggjuleysi Jón Baldvin dró upp ófagra mynd af efnahagsástandinu í ræðu sinni. Hann vitnaði til málsháttan’na „það þarf sterk bein tii að þola góða daga“ og „það er meiri vandi að gæta feng- ins ijár en afla þess“. Hann lýsti því síðan hvemig þjóðin hefði eytt um efni fram í góðærinu, bæði fyrir- tæki, heimili og ríkisvald. Formaður- inn gagnrýndi atvinnurekendur fyrir að sýna fyrirhyggjuleysi og ráðast í stórfjárfestingar í stað þess að leggja fyrir fé, hagræða rekstrinum, þróa nýjar vömr, afla markaða, byggja upp eiginfjárstöðuna og lækka tilkostnað. Heimilin fengu ádrepu fyrir 150 þúsund sólarlandaferðir á ári og veltuaukningu í verslun um 67% milli áranna 1986 og 1987. „Ef aukningin hefði verið aðeins 10% - eins og hjá venjulegum þjóðum - hefði þ_að sparað 4,5 milljarða í gjald- eyri. Ámóta upphæð og nú er til ávöxtunar á gráa markaðnum. Hvað hefði það fé borið mikla vexti? Bara þessi veltuaukning í sólund og bmðl samsvarar því að allur síldar-, loðnu- og humarstofninn hefði horfið eins og dögg fyrir sólu í einu vetfangi," sagði Jón Baldvin. Ríkisstjóm Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sem sat á ámnum 1983-1987, fékk einnig sinn skammt í ræðu formannsins. „Og hvað um ríkisstjómina sem stýrði búinu í góð- ærinu og taldi þjóðinni trú um það fyrir kosningamar 1987 að allt væri með felldu; að hún hefði skilað góðu búi. Ríkissjóður rekinn með bullandi halla í miðju góðærinu. Skuldastað- an við útlönd versnandi ár frá ári, í miðju góðærinu. Hvers vegna var ekki stigið á bremsumar? Hvers vegna var sjávarútveginum ekki gert að greiða í Verðjöfnunarsjóð fískiðnaðarins? Hvers vegna var þetta linnulausa innstreymi erlends lánsfjár heimilað? Hvers vegna vom verslunarhallimar og hótelhallimar byggðar fyrir erlent fé? Hvers vegna var fjármögnunarfyrirtækjunum gefínn laus taumur? Hvers vegna var ekkert gert til þess að skipu- leggja og hagræða dýrasta banka- kerfí í heimi? Hvers vegna var þessu mannaflafrekasta og dýrasta íjár- miðlunarkerfi í vestrænun heimi lát- ið líðast að sammælast um þá vexti sem þarf til að reka það, í stað þess að knýja þá til reunvemlegrar sam- keppni og hagræðingar? Hvers vegna var allt látið vaða á súðum? Hvers vegna allur þessi flottræfíls- háttur, öll þessi sólund, allt þetta bmðl?“ spurði Jón Baldvin. Gengisfelling skottulækning Jón Baldvin sagði að reynslan frá síðastliðnum vetri hefði sýnt að gengisfelling væri skottulækning, sem aðeins gerði illt verra. hann sagði að gengisfelling nú myndi að- eins eyðileggja möguleika á verð- stöðvun, koma í veg fyrir möguleika til lækkunar vaxta og enda með hmni atvinnuvega. „Atvinnuleysið hefði haldið innreið sína. Þær tillög- ur gengu ekki upp á og þær ganga ekki upp nú,“ sagði hann. Eyðsla og offjárfesting, en ekki tekjubrestur „Við höfum upplifað þessa hag- sveiflu áður. Þeir sem eldri em muna hmn síldarstofnsins og verð- fall á erlendum mörkuðum á ámnum 67-69, þegar þjóðin varð af helmingi gjaldeyristekna sinna á einu ári,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði að hins vegar væri vandinn nú annars eðlis þótt ytri skilyrði hefðu versnað. Hann væri fólginn í skuldasöfnun vegna ofíjárfestingar, sóunar og einkaneyslu. „Þessi ofíjárfesting skilar ekki nægum arði miðað við tilkostnað. Þrátt fyrir verðfall og nauðsyn minni sóknar í fiskistofnana og þar af leiðandi minni tekjur, hef- ur ekki orðið tekjubrestur. Þetta bendir til þess að við þurfum nú að hefjast handa við endurskipulagn- ingu og hagræðingu í atvinnulífinu, til að lækka tilkostnaðinn," sagði Jón Baldvin og nefndi að breytingar þyrftu að verða á útgerð og físk- vinnslu til þess að auka hagkvæmni og endurskipulegegja þyrfti land- búnaðarstefnuna; heíja nýja mark- aðssókn og leggja áherslu á gæði Jón Baldvin Hannibalsson form- aður Alþýðuflokksins flytur ræðu sína á flokksþinginu í gær- kvöldi. Yfirskrift flokksþingsins er „Réttlæti og raunsæi.“ en ekki magn. Það þyrfti að fínna atvinnulífinu samkeppnisskilyrði og samkeppnisgmndvöll á nýjum for- sendum og huga að sammna fyrir- tækja og betri nýtingu framleiðslu- tækja. Hann nefndi sem dæmi að í sumum plássum væm starfandi þrjú frystihús þar sem eitt nægði til þess að vinna aflann. Jón Baldvin gerði utanríkismál að umtalsefni og lagði áherslu á mikil- vægi samstarfs Evrópuríkja og nauðsyn þess að íslendingar aðlö- guðu sig þeim breytingum, sem framundan em í efnahags-og stjóm- málalífi Evrópu. Þá ræddi hann einn- ig um umhverfísmál. Jóhanna Sigurðardóttir: Hafa grundvallaratriði jafiiaðar- stefnunnar fallið í skuggann? JÓHANNA Sigurðardóttir, fé- lagsmálaráðherra og varafor- maður Alþýðuflokksins, sagði í ræðu sinni við setningu 44. þings flokksins í gær að hún hefði áhyggjur af því að grundvallar- atriði jafiiaðarstefiiunnar hefðu fallið í skuggann í störfúm Al- þýðuflokksins í síðustu ríkis- stjóra. Hún sagði að breytingar yrðu að verða þar á, ætti flokkur- inn að halda fylgi sínu. Jóhanna sagði ekkert um það í ræðunni, hvort hún hygðist áfram gefa kost á sér til embættis varafor- manns í flokknum. „Emm við á réttri leið eða hafa gmndvallaratriði jafnaðarstefnunn- ar fallið í skuggann? Þetta er spum- ing sem við verðum að svara á þessu flokksþingi. Við höfum þær skyldur við stefnu okkar og kjósendur að félagshyggjan sitji í öndvegi og að velferðarmálin, mannréttindamálin gleymist ekki,“ sagði Jóhanna. „Jafnaðarstefnan er og á að vera baráttutæki launþega gegn forrétt- indum og ofurvaldi fjármálaaflanna í þjóðfélaginu. Við jafnaðarmenn eigum að nýta hagstjómartæki stjómvalda í þágu alþýðunnar, þágu launafólks, þágu þeirra sem minna 44. flokksþing Alþýðuflokksins hafíð: Lagt til að flokkur- inn styðji aðild að EB Ungir jaftiaðarmenn á móti varnarliðinu FLOKKSÞING Alþýðuflokks- ins, hið 44. í röðinni, hófet á Hótel íslandi í gær og stendur firam á sunnudag. Fyrir þinginu liggur Qöldi tillagna, þar á meðal tillaga firá Bjarna P. Magnússyni, borgarfúlltrúa í Reykjavík, um að flokkurinn takj það upp sem stefinu sína að ísland gangi í Evrópubanda- lagið og að flokkurinn beiti sér fyrir því að Alþingi viðhafí þjóð- aratkvæðagreiðslu um málið. í gærkvöldi vom lagðar fram tillögur frá þingfulltrúum. Þar á meðal er tillaga frá Sambandi ungra jafnaðarmanna um endur- skoðun vamarsamningsins við Bandaríkin með það fyrir augum að vamarliðið hverfi af landinu í áföngum. Ungir jafnaðarmenn vilja líka að þingið lýsi hemaðar- bandalög óþörf og að þau verði lögð niður, að dregið verði úr hem- aðarumsvifum hér á landi og stuðl- að að afvopnum og kjamorku- vopnaleysi Norðurlanda. Ekki munu þó allir ungir jafnaðarmenn vera sammála um ágæti tillögunn- ar og sögðust sumir þeirra vona að hún yrði kolfelld og bjuggust ekki við öðru. Þá veitti Birgir Ámason, formaður SUJ, formanni flokksins Jóni Baldvin Hannibals- syni ádrepu í ræðu sinni fyrir að breyta afstöðu íslendinga til til- lagna á allsheijarþingi Sameinuðu þjóðanna. Við setningarathöfn þingsins voru lesnar upp kveðjur frá flokk- um jafnaðarmanna í fjölmörgum löndum, þar á meðal flestum Vest- ur-Evrópulöndum, Póllandi, Ung- veijalandi, Júgóslavíu og Búlgaríu. Kveðjur bámst einnig frá bylting- arsinnum í E1 Salvador, jafnaðar- mönnum í Guatemala og Beirút og frá brazilískum, japönskum og maltneskum skoðanabræðmm. mega sín, en gegn gróðaöflunum og forréttindahópunum. Það er fyrst og fremst hlutverk Alþýðu- flokksins.“ Jóhanna sagðist vilja að Alþýðu- flokkurinn yrði forystuafl félags- hyggjunnar í ríkisstjórn, en það kallaði á breyttar áherslur hjá flokknum. „Eftir að hafa verið átta ár nær samfellt í stjómarandstöðu, að undanskildu rúmlega einu ári í ríkisstjóm, eftir að ég hef talað fyrir málstað Alþýðuflokksins allan þennan tíma, meðal annars gegn um fjórar kosningabaráttur, neita ég því ekki að ég hef orðið fyrir vonbrigðum. Að segja annað væri ekki heiðarlegt gagnvart því flokks- þingi sem hér fer í hönd. En hér hljótum við að leggja mat á störf Alþýðuflokksins og forystumanna hans frá síðasta flokksþingi," sagði Jóhanna. Hún sagði að vissulega hefði flokkurinn axlað mikla ábyrgð í erfíðu samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn og Framsóknarflokkinn, þar sem flokkurinn hefði verið blóraböggull fyrir allar erfiðar að- gerðir. Forystusveit flokksins hefði hins vegar sagst vera að búa í hag- inn fyrir seinni tíð. „Okkur ber að viðurkenna það á þessu flokksþingi að í öllum flór- mokstrinum hafa þær áherslur fall- ið í skuggann, sem við jafnaðar- menn viljum sjá þegar við setjumst í ríkisstjórn," sagði Jóhanna. „Þarna verður að verða breyting á. Það getur ráðið úrslitum um fylgi við Alþýðuflokkinn í næstu kosn- ingum og um það hveijir fylgja baráttumálum flokksins fram í kosningunum. Þessar áherslur verðum við að draga fram þessu flokksþingi og fylgja þeim fram af alefli í núverandi stjómarsamstarfí. Auðvitað á eftir að reyna á það hvort þessi ríkisstjóm reynist far- sælli fyrir framkvæmd jafnaðar- stefnunnar en hin fyrri. Allir þeir flokkar, sem standa að núverandi stjómarsamstarfí, kenna sig við félagshyggju, og það vekur vissu- lega vonir. En það er ekki nóg að kenna sig við félagshyggju ef henni er ekki fylgt í framkvæmd." Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöjí, Háaleitisbraut 1, á laugardögum ívetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar eru velkomnir. Laugardaginn 19. nóvember eru til viðtals Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipulagsnefndar, og Sólveig Pétursdóttir, formaður barnaverndarnefndar Reykjavíkur og í stjórn félagsmálaráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.