Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.11.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. NÓVEMBER 1988 Reuter Harmagrátur Simon Nkoli, einn sakborninganna i lengstu réttarhöldum í sögu Suður-Afríku, (t.h.) reynir að hughreysta Matieho Mokoena, syst- ur Johns Mokoena, eins fjögurra manna, sem hæstiréttur lands- ins fann i gær seka um landráð. Nkoli var sýknaður af ákæru en þrir mannanna Qögurra eru leiðtogar Sameinuðu lýðræðis- fylkingarinnar (UDF), stærstu samtaka stjórnarandstæðinga í Suður-Afriku. Þeir eiga yfir höfði sér dauðadóma. Sjö félagar þeirra voru fundnir sekir um hryðjuverk. K. Van Dijkhorst, dóm- ari, komst áð þeirri niðurstöðu að samtök þeirra hafi ákveðið 1984 og 1985 að efiia til ofbeldisaðgerða og Qöldafunda í þeim tilgangi að skapa glundroða og grafa undan stjórn landsins. Réttarhöldin stóðu í rösk þrjú ár og voru 278 menn kvaddir fyr- ir réttinn til að bera vitni. Pakistan; Yfirmaður hersins ósk- ar Bhutto til hamingju - og kveðst ætla að tryggja friðsamleg stjórnarskipti Karachi. Reuter. YFIRMAÐUR pakistanska hersins, Mirza Aslam Beg, hefúr óskað Benazir Bhutto til hamingju með kosningasigurinn og heitið því að tryggja friðsamleg stjórnarskipti. Sjálf segist Bhutto hafa tryK8ft sér nægan stuðning á þingi til að mynda stjórn. Beg hershöfðingi hringdi til Bhuttos og óskaði henni til ham- ingju og þykir það benda til, að herinn ætli að sætta sig við að afhenda völdin í hendur þinginu. Bhutto segist hafa tryggt sér stuðning ýmissa smáflokka og sé því ekkert að vanbúnaði að mynda stjóm en hefur þó ekki enn skýrt frá því um hvaða flokka er að ræða. Helsti andstæðingur Bhuttos, Nawaz Sharif, forsætisráðherra í Punjab og einn þriggja leiðtoga íslömsku lýðræðisfylkingarinnar, vill hins vegar allt til vinna, að Bhutto og flokkur hennar, Pakist- anski þjóðarflokkurinn, komist ekki til valda og hefur í því skyni tekið upp viðræður við fulltrúa smáflokkanna. Nú er orðið ljóst hvemig 205 af 237 þingsætum skiptast milli flokka. 92 komu í hlut Pakistanska þjóðarflokksins, 54 fóru til Islömsku lýðræðisfylkingarinnar, 13 til Mohajir-hreyfingarinnar, sem er eins konar innflytjenda- flokkur, og óháðir þingmenn em 27. 19 þingsæti skiptast síðan á milli sjö smáflokka. Enn á eftir að Iqósa 10 þingmenn þeirra, sem ekki em múhameðstrúar, og auka- kosningar um tvö sæti fara fram síðar. Þá em konum tryggð 20 sæti á þinginu og em það kjömir þingmenn, sem þær kjósa. Reuter Benazir Bhutto á blaðamanna- fúndi sem hún hélt í höfúðborg- inni Karachi í gær. Hún kvaðst vera fúllviss um að hún nyti stuðnings pakistanska hersins. Suður-Afríka: Sex menn líflátnir Pretoríu. Reuter. SEX menn voru líflátnir í dagrenningu í aðalfangelsi Pretoríu í morgun. Þeir voru hengdir. Allir höfðu þeir verið dæmdir fyrir morð. Tveir þeirra voru hvítir menn, tveir litir og tveir blökku- menn. Sjöundi maðurinn, sem hengja átti, slapp á siðustu stundu við að fara í gálgann og verður hann látinn taka út refsingu sína með fangelsisvist. Frá síðustu áramótum hafa 110 menn verið líflátnir í Pretoría- fangelsinu, 74 blökkumenn, 33 lit- ir og þrír hvítir menn. í fyrra létu yfirvöld senda 164 dæmda af- brotamenn inn í eilífðina. Þeir höfðu ýmist verið dæmdir fyrir nauðgun, morð eða vopnað rán. Að sögn fangelsisyfirvalda bíða 279 fangar þess nú að verða tekn- ir af lífi. Meðal þeirra em Sharp- ville-sexmenningamir, fimm blökkumenn og kona, sem dæmd voru í desember 1985 fyrir hlut- deild í morði á þeldökkum borgar- ráðsmanni í Sharpville. Mál þeirra hefur vakið alþjóða athygli og hafa þjóðarleiðtogar um heim all- an hvatt til þess að lífi þeirra verði þyrmt. Stjórnmálaólga í Eystrasaltslýðveldum Sovétríkjanna: Oánægjan hefur fengið útrás eftir áratuga kúgun og ofríki - segir Johannes Mihkelson, formaður hins útlæga Sósíalistaflokks Eistlands HINAR róttæku samþykktir Æðstaráðs Eistlands um aukna sjálf- stjóm og lýðræði, sem samþykktar voru á miðvikudag, eru til- komnar vegna þeirrar áralöngu kúgunar sem alþýða manna hef- ur sætt i Sovétlýðveldinu, að sögn Johannes Mihkelsons, for- manns hins útlæga Sósíalistaflokks Eistlands. Mihkelson, sem er staddur hér á landi í boði Alþýðuflokksins, telur líklegt að þing hinna Eystrasaltsríkjanna tveggja, Lettlands og Litháens, muni feta í fótspor Eistlendinga og segir ennfremur hugsanlegt að almenningur í öðrum Sovétlýðveldum komi til með að hafa í frammi sambærilegar kröfúr. Hann leggur á hinn bóginn áherslu á að hópar þeir sem haldið hafa uppi andófi gegn stjóravöldum í Kreml séu skilgetin afkvæmi glasnost-stefiiu Míkhaíls S. Gorb- atsjovs Sovétleiðtoga og telur sýnt að honum sé mikill vandi á höndum. Johannes Mihkelson er Eist- lendingur en flúði land ásamt þúsundum annarra árið 1944. Hann settist að í Svíþjóð og hefur aldrei snúið aftur heim til föður- landsins. Hann er formaður Sósí- alistaflokks Eistlands en starf- semi hans var bönnuð er Sovét- menn innlimuðu Eystrasaltsríkin árið 1940. Flokkurinn starfarhins vegar enn og á t.a.m. náið sam- starf við Jafnaðarmannaflokkinn í Svíþjóð. Áhrifamikil Qöldahreyfing Á miðvikudag lýsti Æðstaráð Eistalands yfir fullveldi landsins innan Sovétríkjanna auk þess sem samþykkt var að framvegis skyldi stjómarskrá lýðveldisins vera æðri hinni sovésku. Þá voru auk- inheldur samþykktar breytingar á stjómarskrá lýðveldisins sem heimila stjómvöldum þar að veita ýmsum óháðum samtökum opin- bera viðurkenningu. Samþykktir þessar voru í anda Þjóðfylkingar Eistlands, en svo nefnist fjölda- hreyfíng, sem orðið hefur mjög áhrifamikil á undanfomum mán- uðum. Fylkingin berst fyrir auknu lýðræði í Eistiandi og auknu sjálfsforræði þjóðarinnar jafnt á vettvangi menningamála sem á stjómmála- og efnahagssviðinu. Þjóðfylkingin hefur hafnað fyrir- huguðum breytingum á stjómar- skrá Sovétríkjanna og tók Æðsta ráðið einróma undir það sjónarmið Morgunblaðið/Þorkell Johannes Mihkelson, formaður Sósíalistaflokks Eistlands. á miðvikudag. „Það er vert að benda á að Þjóðfylkingin og önnur sambæri- leg samtök voru í upphafi stofnuð sem eins konar þrýstihópar til stuðnings umbótaáætlunum Gorbatsjovs," segir Johannes Mih- kelson. „Nú hefur það hins vegar gerst að samtökin hafa sett fram kröfur sem ganga mun lengra en hugmyndir hans," bætir hann við og segir það engum vafa undir orpið að þessa þróun, sem orðið hefur með undraskjótum hætti, megi skýra á þann veg að almenn- ingi hafi, í nafni Þjóðfylkingarinn- ar, gefíst tækifæri til að lýsa óánægju sinni eftir að hafa sætt kúgun og ofríki um áratuga skeið. Andstaðan alltaf til staðar „Fjölmargir ólíkir hópar til- heyra Þjóðfylkingunni og ef til vill er einfaldast að lýsa hreyfíng- unni sem grasrótarsamtökum. Félagamir eru ekki einvörðungu Eistiendingar heldur má þar einn- ig finna aðflutta Rússa og fólk af ýmsu öðra þjóðemi,“ segir Mihkelson. Markmið Þjóðfylking- arinnar kveður hann einkum vera þau að berjast fyrir auknu lýð- ræði í Eistlandi og auknum sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar á sviði efnahags- og stjómmála. „Þjóðartekjur Eistlendinga hafa hingað til runnið til stjómvalda í Moskvu, sem hafa ráðstafað þeim að vild. Þetta hefur fólkið orðið að sætta sig við en andstaðan hefur ævinlega verið til staðar. Hún hefur fram til þessa verið óvirk en hefur nú blossað upp af öldungis ótrúlegu afli.“ Mihkelson segir Þjóðfylkinguna beijast gegn fyrirhuguðum breyt- ingum á stjómarskrá Sovétríkj- anna vegna þess að menn telji sýnt að þær muni hafa aukna miðstýringu í för með sér og að á þann hátt verði dregið úr sjálfs- ákvörðunarrétti einstakra lýð- velda. „Það er margt á huldu um framkvæmd þeirra breytinga sem boðaðar hafa verið og fólk er uggandi um sinn hag.“ Vandi Gorbatsjovs Hann kveður það með öllu óger- legt að segja til um hvemig Gorb- atsjov og aðrir ráðamenn sovéskir bregðist við þessari þróun. Gorb- atsjov verði að leita leiða til að lægja ólguna án þess þó að hundsa með öllu kröfur íbúanna. Þá þurfi hann einnig að gæta að sér þar sem vitað er að mikil andstaða er við umbótastefnu hans innan sovéska stjómkerfisins. Hann kveðst telja það ólíklegt að stjóm- völd beiti hervaldi. „Nú verður ekki aftur snúið. Beiti Gorbatsjov hemum verður það gífurlegt áfall fyrir umbótastefnuna auk þess sem slfkt yrði fordæmt á alþjóða vettvangi. Viðbrögðin yrðu að líkindum harkaleg ekki síst á efnahagssviðinu en Sovétstjóm- inni er mjög f mun að taka upp aukna efnahagssamvinnu við vestræn ríki auk þess sem stjóm- völd þurfa að geta treyst á velvild erlendra ríkisstjóma og banka- stofnana ætli þau sér að reisa við eftihagskerfíð, sem er algjörlega í rúst“. Mihkelson kveðst lfta svo á að þjóðir heims geti veitt Þjóðfylk- ingunni í Eistlandi siðferðislegan stuðning. „Raunar er það eitt af stefnumálum hreyfingarinnar að eiga vinsamleg samskipti við er- lend ríki og skiptir þá engu hvort þau era smá eða stór".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.