Morgunblaðið - 04.07.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.07.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992 Vorstofiiinn í Stóru Laxá búinn að vera? Morgunblaðið/gg Stiginn dans á Fossbreiðu í Laxá í Kjós. Laxinn hafði krækt lín- unni um stein úti í ánni og þá var frumsaminn sannkallaður ár- ballett til að bjarga málum. LÍTIÐ hefur veiðst í Stóru Laxá í Hreppum enn sem komið er og sumum lýst ekkert á hversu illa veiði hefur byrjað í Soginu. Laxá hefur verið skömminni skárri, en nær árvisst er að í ánni veiðist vel í opnun, svo fremi sem skilyrði leyfa. Þetta vorið var allt eins og best varð á kosið, en samt gerðist það að eriginn lax veiddist í opnun og það var ekki fyrr en nokkrir dagar voru liðnir af veiðitíman- um að menn fóru að verða varir svo orð væri á gerandi. Eyþór Sigmundsson kokkur og útgefandi með meiru, er með slyngari Stóru-Laxármönnum, hefur veitt í ánni á öllum tímum vertíðar í áratugi. Hann var í opn- un á efsta Svæðinu ásamt harðdug- legum hópi veiðimanna og gengu þeir og reyndu allt veiðisvæðið án þess að sjá neitt kvikt. „Þarna er þó yfirleitt besta veiðin í opnun og skilyrðin voru óvenjulega góð. Það var bara enginn lax,“ sagði Eyþór í samtali við Morgunblaðið. Hann taldi sig meira að segja hafa ástæðuna á reiðum höndum. Vor- ganga Stóru Laxár hafi verið hreinsuð upp með netaveiði. Þannig er mál vexti, að Veiðifé- lag Ölfusár og Hvítár fékk leyfi til að setja niður tilraunanet við Selfoss undir eftirliti Veiðimála- stofnnnnar. Var ætlunin m.a. að kanna laxagöngur fyrir lögboðinn veiðitíma á svæðinu, en hann hefst 20. júní. Eyþór sagði í samtalinu, að afli þessarar tilraunaveiði hefði verið 200 laxar og hefði hann fyr- ir því öruggar heimildir. Og ekki nóg með það. „Þar fyrir utan veit ég til þess að ýmsir bændur á svæðinu lögðu sjálfir net sín í júní, enda engin gæsla á svæðinu fyrr en frá og með 20.júní. Hvergi er veiði þeirra skráð, auk þess sem á svæðinu er nokkuð af silunganet- um sem heimilt er að leggja. í þau veiðist alltaf nokkuð af laxi, það er opinbert leyndarmál. Þeir aðilar sem vildu forvitnast um göngur á vatnasvæðið fyrir 20. júní hefðu sem hægast getað hreinlega spurt silungsveiðibænd- urna, sem hafa áratugareynslu af -þessum veiðum og geta svarað greiðlega. Það hefði verið nær að gera það í stað þess að þurrka út vorstofn Stóru Laxár sem er dýr- mætasti stofninn á svæðinu og sá stofn sem heldur uppi veiði í ánni allt sumarið. í ánni er einnig haust- stofn, en mjög algengt er að hann renni sér ekki inn í ána fyrr en á síðustu dögum vertíðarinnar og stundum meira að segja eftir að henni lýkur. Hann hefur þá verið að gaufa í jökulvatninu við Iðu og víðar,“ sagði Eyþór Sigmundsson. Hér og þar... Veiði hófst fyrir viku síðan á Arn- arvatnsheiði, en í heild séð hefur veiði ekki gengið vel enn sem kom- ið er og má sjálfsagt kenna um miklum kulda sem verið hefur á hálendinu um nokkurt skeið. Ný- lega byijaði þó að hlýna verulega og má búast við því að veiði g}æð- ist. Helst hefur verið veitt í Úlfs- vatni, Arnarvatni litla og Arnar- vatni stóra og hafa sumir fengið dálítinn afla, en sem fyrr þola vötn- in illa slæm veður, þau pískast upp og gruggast. Þó búið sé að opna inn úr hefur færð verið slæm og mikil drulla í slóðinni, sérstaklega eftir að yfir Norðlingafljót er kom- ið. Það er farinn að veiðast lax á nokkrum svæðum sem hafa ekki byijað allt of vel. Fyrir stuttu fékk veiðihópur til dæmis 3 laxa í Miðá í Dölum og sá talsvert, þannig að ljóst *var að ganga hafði komið í ána. Á Gíslastöðum í Hvítá í Árnes- sýslu hafa veiðst nokkrir laxar og sagði Jón Gunnar hjá SVFR að það væri í sjálfu sér prýðilegt í ljósi þess að sárafáir veiðidagar seldust á svæðið í upphafi veiði- tímans. 23 punda hængur veiddist á sil- ungasvæðinu í Vatnsdalsá fyrir skömmu. Hann veiddist í Bríkarhyl og annar 19 punda veiddist á Stóranesi. Það hefur áður gerst að silungasvæðið slær laxasvæðið í ánni út með stærstu laxana. Heildarveiðin af svæðinu hefur hins vegar verið rýr vegna veðurs, en fer hríðbatnandi. j30ára FASTEIQNA MIDSTOÐIN SKIPHOLTI 50B Mj IIAUS! VMU«"** TIAUSI S 6220301 Raðhúsá Til sölu vel staðsett og snyrtilegt 64 fm raðhús á Torre-1 viga-svæðinu, um 90 km sunnan við Benedorm. Húsið selst með öllu innbúi. Verð 2,5 millj. Upplýsingar veitir Elías, sími 622030 eða 679456. 011 01 Q7A LÁRUS VALDIMARSS0N framkvæmdastjori L I I JU'LIO/U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteignasali Nýjar eignir á söiuskrá: Úrvalsíbúð við Ofanleiti Endaibúð 4ra herb. 104 fm. 3 góð svefnherb. Sérþvottahús. Tvennar svalir. Bilsk. með geymslurisi. Langtímalán kr. 5,9 millj. Eign f sérflokki. í gamla góða Vesturbænum Ný endurbyggð 3ja herb. neðri hæð 99,3 fm nettó skammt frá höfn- inni. i kj. fylgir rúmgott geymslu- og föndurherb. Eignarlóö. Þríbýli. Langtímalán kr. 5 millj. Eign f sérflokki. Ný og glæsileg við Næfurás Mjög stór 2ja herb. fb. á 1. hæð. Parket. Sérþvhús. Svalir á suöur- hlið. Útsýni. 40 ára húsnlán kr. 2,4 millj. Laus strax. Hveragerði - einbýlishús - eignaskipti Gott timburhús 117,4 fm nettó vel meðfarið á ræktaðri lóð við Borgar- heiði. 4 svefnherb. Bílskúr með geymslu 29,3 fm. Eignaskipti möguleg. Glæsilegt endaraðhús - eignaskipti Steinhús 158,3 fm, að mestu ný endurbyggt. Kjallari er undir húsinu. Sérbyggður bílskúr um 22 fm. Endahús með blóma- og trjágarði í syðstu röð í Fellahverfi. Eignaskipti möguleg. Ásvallagata - Tryggvagata 2ja herb. kjíb. við Ásvallagötu með sérhita og glæsil. einsherbergis íbúð ílyftuhúsi viðTryggvagötu. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Á söluskrá óskast - traustir kaupendur í Fossvogi og nágrenni: 2ja-3ja herb. íb. óskast. Ennfremur gott rað- hús helst á einni hæð. Sérhæðir: I Hlíðum, Stóragerði, Hvassaleiti, Vesturborginni eða á Nesinu. Margskonar eignaskipti möguleg. Húseign: i gamla Austurbænum, gamla miðbænum, Vesturhorginni og Skerjafirði. Má þarfnast endurbóta. Mikil útborgun f boði. Margskonar eignaskipti möguleg._ ALMENNA Opiöídag kl. 10-16 Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. FASTEIGNASAL AH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 647. þáttur Axel Sigurðsson í Reykjavík skrifar umsjónarmanni vin- gjarnlegt og vandað bréf og þakkar þessa pistla hér í blað- inu, þá sem hann segist alltaf lesa sér til ánægju og fróðleiks. Umsjónarmaður færir bréfritara þakkir sínar á móti. Axel segir 'm.a. svo: „Hin seinni ár hefir mjög auk- ist flutningur til íslands á fram- andi ávöxtum úr ýmsum heims- homum og ekki eiga þeir sér íslenskt heiti, sem von er. Á þessu sviði er þó sem innflytj- endur og verslanir hafi sett metnað sinn í að finna á' þá ís- lensk nöfn, sem sjá má á spjald- merkingum og í kynningarbækl- ingum. Þetta er vel, og svo fljótt er brugðist við að kaupendur kynnast jafnfljótt hinum nýja ávexti og íslensku nafni hans. Ein er sú nafngift, sem fljótt komst í umferð og virtist falla fólki vel í geð, enda nafnið fal- legt og höfðar til hinna háleitari tilfinninga. Þetta er nafnið ást- araldin sem á ensku heitir passion fruit. Þó gremst mér ákaflega í hvert sinn er ég sé eða heyri þetta fallega nafn nefnt, vegna þess að það er byggt á vanþekk- ingu, bæði á enskri tungu og þeirri sögu, sem á bakvið ligg- ur. Á ensku hefir orðið passion fleiri en eina merkingu, sbr. orðabækur. Ein þeirra á við písl- arsögu Krists og þjáningar Hans á krossinum. Vanþekkingin felst í að vita ekki að ávöxturinn vex á klifurjurt, af ætt, sem grasa- fræðingar nefna passiflorace- ae. Margar þeirra blómstra fal- legum blómum (flores passion- is), sem í orðabók Menningar- sjóðs eru kölluð píslarblóm eða passíublóm. Hlutar blómsins þóttu líkjast písiartækjum Krists, þyrnikórónunni og nögl- unum, en krónublöðin og bikar- blöðin, samtals tíu, áttu að tákna postulana ef Pétri var sleppt vegna afneitunarinnar og Júdasi vegna svikanna. Himinblár litur krónublaðanna vísar til skikkju Maríu meyjar. Að blómstrun lok- inni myndast svo aldinin eftir sínu náttúrulögmáli og bíða nafns í samræmi við sögu sína. Eins og þú getur nærri er til- efni þessa bréfs uppástunga, sem þú birtir í 643. þætti þínum í Morgunblaðinu, að kalla passi- on fruits brímaber. Samkvæmt ofansögðu á það jafn illa við og ástaraldin og — ef röksemdir mínar eru látnar liggja milli hluta — er ljótara orð, og höfðar til ívið lægri hvata en ástaraldin. Auk þess eru ald- inin venjulega á stærð við gæs- ar- og álftaregg, sem ekki sam- ræmist hugmyndum íslendinga um beijastærð. (Réttlætis vegna verður þá að viðurkenna að ávöxturinn myndast á sama hátt og flest ber.) Ef þú fellst á þessar röksemd- ir mínar vona ég að þú vekir á þeim athygli í þætti þínum, svo mér verði hlíft við frekara hug- arangri.“ Umsjónarmaður ítrekar þakk- ir til bréfritara fyrir þessar skil- merkilegu upplýsingar. Hann heldur að uppástungan um brímaber hafi kannski fremur verið gerð í gamni en alvöru. ★ „Daginn eftir að við komum (mánudaginn 1. september), fór prinsinn suður á Álftanes og til Hafnarfjarðar. Var í þeirri för margt stórmenni, og slæddist ég í flækju þeirra. Höfðu þeir allstaðar góðar viðtökur sem ætlandi var; stóðu víða sjampan- íavínsstaupin fleytifull á borð- um, þegar út var gengið, (og var það) heldur af því, að vel væri veitt en illa væri drukkið.“ (Tómas Sæmundsson, Fjölnis- maður, 1807-1841.) ★ Áslákur austan kvað: Skammt ég fékk að skygpast upp í Loft, þótt skundaði ég til þess upp í loft; ég hélt ég upp í hann sæi, þar sem út af hann lægi öndverður og opinn upp í loft. ★ Og þá er hér framhald af bréfi Daníels Daníelssonar á Selfossi, sjá síðasta þátt: „I mínu móður- máli tekur sögnin að langa yfir- j leitt með sér forsetninguna til, t.d. langa til e-s. Fáeinar undan- tekningar sýnast mér vera á þessu svo sem ef á eftir sögn- inni fer atviksorð sem táknar átt eða stefnu: Langa upp, langa út, langa suður o.s.frv. Mér virðist sem það heyri til undantekninga, að forsetningin til sé notuð með umræddri sögn. „Mig langar að biðja þig...“ „Mig langar að fara“ o.s.frv. hljómar daglega í eyrum og það úr munni hinna lærðustu manna. í mínum huga hljómar þetta sem barnamál. Þá er ekki örgrannt um að þessi sama forsetning sé felld niður á eftir fleiri sögnum. Þann- ig heyrði ég nýlega komist svo að orði í ljósvakafjölmiðli: „Eg treysti mér ekki að segja“ í stað „ég treysti mér ekki til að segja“ svo sem ég mundi sagt hafa. Þú kvartar undan óvenju miklum fjölmiðla-ambögum um helgar. Því miður finnst mér sem virku dagarnir séu lítt skárri. Þó var það um helgi (16/5) sem ég las eftirfarandi í Morgunblað- inu og var þó ekki í amböguleit: „Stolið úr kirkju í Stykkis- hólmi:... þeir, eða sá sem þjófn- aðinn framdi hafði komist inn um hurð!“ — „Gorbatsjov . . . hefur í ferð sinni reynt að afla Gorbatsjov-stofnuninni. . . fé“ — ekki fjár! Læt svo staðar numið og þakka ómetanlegt framlag til verndar íslenzkri tungu. Kær kveðja.“ Umsjónarmaður þakkar bréf- ið og lofið, þó að úr hófi sé. ★ ' Hlymrekur handan kvað: Þetta er velferðarverðmætum hágætt, sagði Villi, og mér finnst það ágætt, hjá Bensa og Kó hérna suður með sjó, „en samt er hitt ekki fágætt". P.s. í næstsíðasta þætti varð mara að „maga“ í vísulok úr Guðrúnarhvöt og komma lædd- ist inn í 2. braglínu miðlimrunn- ar. Beðist er velvirðingar á þessu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.