Morgunblaðið - 04.07.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.07.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992 4* Kanada: Samþykkt að banna allar þorsk- veiðar á Miklabanka í tvö ár Bannið jafngildir rúmlega 40% samdrætti Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgnnbiaðsins. KANADÍSK stjórnvöld hafa ákveðið að banna allar þorsk- veiðar á norðanverðum Mikla- banka við Nýfundnaland í tvö ár til að koma i veg fyrir al- gjört hrun þorksstofnsins þar. Miðað við þorskafla við Kanada á síðasta ári jafngildir bannið rúmlega 40% samdrætti. Veiði- bannið kemur harðast niður á tæpiega 20 þúsund sjómönnum og fiskvinnslufólki í 400 byggð- arlögum á Nýfundnalandi og Labrador. Kanadíska stjórnin hefur ákveðið að greiða fólkinu bætur þar til áætlanir um lang- tímaviðbrögð liggja fyrir. Samanlagðar þorskveiðar kana- díska fiskiskipaflotans voru á síð- asta ári rúmlega 370 þúsund tonn og þar af 183 þúsund tonn úr stofninum á norðanverðum Mikla- banka sem er langmikilvægasti fiskstofninn í kanadískri lögsögu. í febrúar á þessu ári var ákveðið að banna allar veiðar stærri togara úr þessum stofni og nú hefur verið ákveðið að láta bannið ná til allra útgerða. Fiskifræðingar hafa lagt til að hámarksafli úr þorskstofnin- um verði 50 þúsund tonn á þessu ári, þar af hafa þegar verið veidd rúmlega 35 þúsund tonn, 15 þús- und tonna kvóti þykir ekki gefa tilefni til frekari veiða. John Crosbie, sjávarútvegsráð- herra Kanada, sagði á fimmtudag að ríkisstjómin hygðist í samvinnu við stjómvöld á Nýfundnalandi leita langtímalausna á vanda út- gerðar og vinnslu vegna minnk- andi afla. Hann sagði að ákveðið hefði verið að greiða þeim sem yrðu fyrir tekjumissi vegna þorsk- veiðibannsins sem svarar rúmlega 10 þúsund ÍSK á viku næstu tíu vikur. Gert er ráð fyrir að hér sé um tæplega 20 þúsund sjómenn og starfsfólk í fiskvinnslu að ræða. Þessi tími verður nýttur til að leggja fram tillögur um aðgerðir til að mæta samdrættinum. Gert er ráð fyrir að þær feli m.a. í sér tilboð um að flýta eftirlaunum, endurhæfmgu og starfsþjálfun til að gera fólki kleift að snúa sér að öðram störfum jafnframt því sem reynt verður að tryggja að bæði mannafli og útbúnaður verði fyrir hendi vorið 1994 til að nýta þorsk- stofninn skynsamlega til frambúð- ar. Reiknað er með því að næstu tvö árin verði stundaðar tilraunir með veiðarfæri og vinnsluaðferðir til að aúka hagkvæmni veiðanna og tryggja að rányrkja síðustu ára endurtaki sig ekki. Crosbie sagði að helstu orsakir stofnhrunsins virtust vera ofmat Kanadamanna á mögulegum afrakstri stofnsins, ofveiðar erlendra fískiskipa utan kanadísku lögsögunnar og sérlega óhagstæðar umhverfisaðstæður í sjónum. Hann lagði áherslu á að stjóm Kanada myndi líta á allar veiðar útlendinga úr þessum þorsk- stofni sem fjandsamlega aðgerð og bregðast við þeim á viðeigandi hátt. Sameining’ USAir og Brit- ish Airways þykir nú líkleg Yrði stærsta flugfélag heims Florída. Frá Atla Steinarssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. UMRÆÐUR um samruna bandarísku flugfélaganna Trans World Airways og USAir og síðan British Airways hafa valdið nokkru íraf- ári í Bandaríkjunum. Dagblaðið Wall Street Joumal skýrði frá því á mánudaginn, að USAir stæði í viðræðum um kaup á mestum hluta eigna TWA og síðan væri líklegt að British Airways keypti 49% hlut í USAir. Stjómarformaður TWA, Carl Icahn, játar að viðræður við USAir standi yfír, en segir of snemmt að spá um úrslit þeirra. Vegna frétt- anna hækkuðu hlutabréf í USAir í gær um 1 5/8 dollar og stóðu í 12 3/8 er verðbréfamarkaðir lokuðu. Ef USAir kaupir mestan hluta eigna TWA mundi félagið næstum tvöfalda markaðshlutdeild sína og verða á einni nóttu risi á flugleið- inni yfir Atlantshaf. USAir myndi eignast aðstöðu TWA í St. Louis, aðstöðu þess í millilandaflugi á Kennedy-flugvelli í New York, bækistöðvar þess í París og öðlast rétt til að fljúga til Spánar, Ítalíu og ýmissa annarra staða í Evrópu. Og ef British Airways keypti síð- an 49% hlut í USAir, eins og óstað- festar fréttir herma að standi til, myndi lausafjárstaða USAir ger- breytast, en hún er mjög slæm eft- ir 822 milljóna dollara taprekstur síðan 1988. USAir er nú sjötta stærsta flug- félag Bandaríkjanna en British Airways stærsta millilandaflugfé- lag heims — og einnig eitt af best stæðu flugfélögum heims. Á sl. ári, þegar öll flugfélög Bandaríkjanna vora rekin með tapi, skilaði British Airways 444 milljóna dollara hagn- aði. Þrátt fyrir ýmis vandræði sem fylgja USAir er félagið talið einn besti samstarfsaðilinn í Bandaríkj- unum fyrir ýmis erlend flugfélög, eða eins og kunnugir orða það: „USAir er skást hinna hijáðu flug- félaga". Það hefur byggt upp sterka aðstöðu í Baltimore, Charlotte í N-Karólínu, Fíladelfíu og Pittsburg. Nýverið styrkti það enn aðstöðu sína með yfirtöku skutluflugs Trump á flugleiðunum Boston- New York og New York-Washing- ton. British Airways er ekki eina er- lenda félagið sem leitar samrana við USAir. Bæði Lufthansa og Air Canada hafa þreifað fyrir sér á því sviði en ekkert orðið af. USAir er sagður góður kostur fyrir British Airways, þó ekkert yrði af kaupum þess á eignum TWA. Samruni flugfélaga er nú talinn helsta leiðin til góðrar afkomu. Vegna góðrar aðstöðu USAir er spumingin því ekki hvort, heldur hvenær og með hveijum slíkur samruni á sér stað. Norskir hrefnuveiðimenn haida á miðin: Lofa að færa Gro kassa af hvalkjöti er þeir koma til baka Tromso. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. Norsku hvalveiðimennirnir eru nýög varir um sig vegna hótana ýmissa samtaka umhverfissinna um að reyna að koma í veg fyrir vísindaveiðarnar. Á myndinni má sjá Grænfriðunga mótmæla hvalaveiðum fyrir nokkru. Jeltsín o g Snegur semja umfrið BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti og Mircea Snegur, leiðtogi Moldovu, sögðust í gær hafa náð samkomulagi um friðsamlega lausn á deilunum í Moldovu á fundi sínum í Moskvu. Þeir sögð- ust hafa sett upp áætlun til að koma á vopnahléi í landinu, en lýstu hins vegar ekki yfir vopna- hléi strax. Að minnsta kosti tíu manns féllu í bardögum í fyrri- nótt í Dnéstr-héruðunum, sem lýst hafa yfir sjálfstæði frá Moldovu. Lúxemborg- samþykkir Maastricht LEIÐTOGAR Evrópubandalags- ins lýstu í gær yfir ánægju sinni yfír því að þing Lúxemborgar staðfesti Maastricht-samkom- ulagið, fyrst þjóðþinga EB-ríkj- anna. 51 þingmaður var sam- þykkur Maastricht, en aðeins sex vildu fella samkomulagið. írar samþykktu Maastricht í þjóðar- atkvæðagreiðslu í síðasta mánuði, en þingið á eftir að fjalla formlega um málið, þó að ekki sé búist við að neitt breytist í meðföram þess. Afturhalds- sinnar gagn- rýndir 1 Kína DAGBLAÐ alþýðunnar, opinbert málgagn kínversku stjómarinn- ar, gagnrýndi í gær harðlega afturhaldssinna, sem stæðu í veg fyrir efnahagslegum umbótum í landinu. Gagmýni á harðlínu- kommúnista fer nú vaxandi í kín- verskum fjölmiðlum, til dæmis sagði annað dagblað í gær að Kínveijar ættu ekki að hika við að kanna kosti hins kapítalíska kerfis. Ferðamenn innlyksa í Frakklandi FRANSKIR vörubílstjórar stöðv- uðu umferð á um 100 stöðum í Frakklandi í gær með því að leggja farartækjum sínum á þjóðvegum. Þúsundir ferða- manna urðu innlyksa vegna mót- mæla bílstjóranna, þar sem þeir komust ekki til vinsælla bað- stranda á Rívíerunni. Bflstjóram- ir krefjast þess að vera undan- skildir hertum reglum um svipt- ingu ökuleyfa þeirra sem gerast sekir um hraðakstur eða önnur umferðalagabrot. SPD rekur þýskan njosnara Þýski Jafnaðarmannafiokkurinn (SPD) rak í gær Ibrahim Böhme, fyrrum formann SPD í Austur- Þýskalandi, úr flokknum. Böhme var frambjóðandi flokksins til forsætisráðherra í Austur- Þýskalandi í mars 1990 fyrir sameiningu þýsku ríkjanna, en hann dró sig út úr stjórnmálum skömmu síðar eftir að hann var sakaður um að hafa starfað fyrir austur-þýsku öryggislögregluna, Stasi. Talsmaður SPD sagði að rannsóknamefnd flokksins sann- aði að Böhme hefði veitt Stasi upplýsingar. Braniff hættir að fljúga BANDARÍSKA flugfélagið Braniff hefur tilkynnt að það muni hætta starfsemi nú þegar. Talsmenn félagsins sögðu harða samkeppni flugfélaga í Banda- ríkjunum hafa Ieitt til svo lágra fargjalda að því væri ekki lengur kleift að haida áfram starfsemi. „FYRSTA hvalasteikin verður send henni Gro,“ sögðu hinir víg- reifu hvalveiðimenn sem héldu til hafs aðfaranótt föstudagsins. Alls hafa nú sex bátar haldið á miðin og er ætlunin að veiða 110 hrefnur í visindaskyni. Til sam- anburðar má geta að á árunum 1987-1990, þegar Norðmenn stunduðu veiðar í vísindaskyni síðast, voru veiddar alls 53 hrefn- ur á tímabilinu. Hvorki Greenpe- ace né önnur samtök umhverfis- sinna voru sjáanleg þegar Reinebuen fór frá bryggju enda hefur mikil leynd hvílt yfir því frá hvaða höfnum bátarnir sigldu. Það leikur enginn vafi á því að vinsældir Gro Harlem Brandtland forsætisráðherra fara mjög vaxandi í norðurhluta Noregs í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að hefja hrefnuveiðar að nýju. Raunar telja hvalveiðimennirnir það vera kaldhæðni örlaganna að stefnufesta hennar í hvalainálinu virðist ætla að færa Norður-Noregi tvo hluti á silfurfati: Hvalveiðar og enga aðild Noregs að Evrópubandalaginu. Koma aftur í ágúst „Hún mamma Gro hefur unnið mjög virðingarvert starf. Hún er sko sannarlega kvenskörangur sem ekki lætur segja sér fyrir verkum. Þegar við komum aftur í ágúst með lestina fulla af hvalkjöti ætlum við að sjá til þess að það verði sendur heill kassi fullur af kjöti heim til hennar," segir Leif Andersen, skip- stjóri á litla hvalveiðibátnum Leif- Junior. Um fjögurleytið í gær hélt And- ersen og áhöfn hans út á hvalveið- imiðin fyrir norðan Svalbarða. Gera þeir ráð fyrir að rekast á fyrstu hrefnutorfumar eftir aðeins tveggja tíma siglingu. Það var hins vegar Reinebuen sem var fyrstur bátanna sex að leggja af stað í vísindaveiðar sum- arsins. Hélt hann úr höfn í kringum miðnætti aðfaranótt föstudagsins. Um borð í öllum bátunum eru fimm hvalveiðimenn og þrír vísindamenn. Vegna hættunnar á aðgerðum af hálfu umhverfíssamtaka lögðu allir bátamir af stað frá mismunandi höfnum á mismunandi tíma. Flestir skipveija vora mjög eftir- væntingarfullir enda höfðu flestir þeirra ekki stundað hvalveiðar síðan 1987. „Það verður gott að fá smjör- þefinn af atvinnuveiðum næsta árs. Ef vísindaveiðamar hefðu ekki komið til hefðum við allir verið at- vinnulausir í sumar,“ sagði hval- veiðimaðurinn Bjom Andersen, tuttugu og átta ára gamall, skömmu áður en Reinebuen lagði af stað. Hann var einungis sjö ára gamall þegar hann veiddi sinn fyrsta hval með aðstoð föður síns,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.