Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.04.1994, Blaðsíða 1
64 SIÐUR LESBOK/C 96. tbl. 82. árg. LAUGARDAGUR 30. APRÍL 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins De Klerk og Mandela lofa kosningarnar Jóhannesarborg. Reuter. F.W. de Klerk forseti Suður-Afríku og Nelson Mandela, sem þyk- ir líklegur arftaki hans á forsetastóli, sögðust þess fullvissir í gærkvöldi, þegar kjörstöðum var endanlega lokað, að þingkosning- arnar hefðu verið frjálsar og farið heiðarlega fram. Athygli hefur vakið að ofbeldi var ekki framið i landinu meðan á kosningunum stóð. De Klerk og Mandela sögðu að þrátt fyrir nokkra erfiðleika sums staðar í landinu hlytu kosningarn- ar að teljast hafa farið fram með viðunandi hætti. Þar sem skortur var á atkvæðaseðlum voru kosn- ingarnar framlengdar um einn dag í blökkumannahverfunum KwaZ- ulu, Venda, Transkei, Ciskei, Lebowa og GaZankulu. Gífurlegur straumur var á kjörstaði þar í gær og þykir það staðfesta að ákvörð- unin um að framlengja kosning- arnar þar hafi verið skynsamleg og til þess fallin að draga úr spennu. Mandela sagðist í gær hlakka til að takast á við það verkefni að sameina þjóðina að kosningum loknum. Aðspurður um hvort hann og Afríska þjóðarráðið hefðu unn- ið kosningarnar sagði hann að það sem fyrst og fremst skipti máli væri að þjóðin hefði farið með sig- ur af hólmi. „Við erum að reisa nýtt ríki. Gleymum því liðna, blás- um lífi í anda sátta,“ sagði hann í sjónvarpsviðtali og talaði sem hann væri orðinn þjóðhöfðingi. Ný meirihlutastjórn undir for- ystu blökkumanna á mikið undir því komið að her og lögregla, sem hvítir menn stjórna, sýni henni hollustu ef viðhalda á stöðugleika. Mandela lofaði framgöngu hers og lögreglu í kosningavikunni og sagði hana hafa dregið úr spennu. Sömuleiðis lagði Mandela þunga áherslu á að þjóðin þyrfti áfram á hæfileikum hvítra manna að halda. Talning atkvæða átti að hefjast í dag og var jafnvel búist við að vísbending um niðurstöður fengist samdægurs. Sjá leiðara á miðopnu og „Andrúmsloftið einkennist af bjartsýni og miklum vænting- um“ á bls. 22. Þyrlusveitir til bjargar lýðræðinu Reuter ÞYRLUR suður-afríska stjórnarhersins voru í gær notaðar til að flytja ný kjörgögn til blökkumannabyggða þar sem kosningarnar voru framlengdar um einn dag. Akvörðunin um að fjölga kjördögum var sögð hafa komið í veg fyrir að upp úr syði á viðkomandi svæðum. Kvailmillj ón íbúa flýr Rúanda á sólarhring Genf, Byumba, Bujumbura. Reuter. MEIRA en kvartmilljón íbúa flúði hörmungarnar í Rúanda á einum sólarhring yfir til Tanzaníu, að sögn talsmanns flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Er það umfangsmesti og hraðasti flótti sem stofnunin hefur nokkru sinni haft afskipti af. 400 hermenn falla eða særast 1 hörðum bardögum 1 Jemen Borgarastríð vofír yfír Sanaa. Reuter. UM 400 hermenn hafa fallið eða særst í bardögum milli hermanna frá norðurhluta Jemens annars vegar og suðurhlutanum hins vegar. Um 200 skriðdrekum var beitt í. bardögunum, sem eru þeir hörðustu sem blossað hafa upp í landinu frá því Norður- og Suður-Jemen voru sam- einuð fyrir fjórum árum. Hermálayfírvöld í Jemen vonast til þess að þegar verði lýst yfir vopna- hléi í landinu vegna harðra bardaga um 50 km frá borginni Sanaa. Segja talsmenn hersins að ástandið geti orðið skelfilegt haldi bardagar áfram. Talsmaður varnarmálaráðuneytis- ins í Aden varaði við því að bardagar gætu breiðst út og magnast svo að borgarastyijöld yrði ekki umflúin. Á fimmtudag varð aðstoðarforsætisráð- herra landsins fyrir skotárás og létu Ríki í mál við ríkið San Diego. Reuter. KALIFORNÍURÍKI stefndi í gær ríkissjóði Bandaríkjanna og krafð- ist tveggja milljarða dollara bóta fyrir að fangelsa ólöglega innflytj- endur. Pete Wilson ríkisstjóri Kalifor- níu lagði sjálfur fram kæruna á hendur ríkisstjórn Bills Clintons forseta í alríkisdómstól í San Di- . égo. Wilson sagði við það tækifæri að yfirvöld í Kaliforníu væru búin að fá nóg af vandanum sem fylgdi ólöglegum innflytjendum. Tími raunhæfra aðgerða til þess að skrúfa fyrir að menn komist til landsins með ólöglegum hætti væri runnin upp. þrír lífverðir hans lífíð í þeim en sjálf- ur hlaut ráðherrann skotsár. Hann er fylgismaður forsetans, Ali Abdullah Saleh frá norðurhlutanum, en flokkur hans hefur átt í illdeilum við fylgis- menn varaforsetans, sem er frá suður- hlutanum. Tvö ríki þrátt fyrir sameiningu ■Suður-Jemenar vilja ekki tengjast norðurhlutanum of nánum böndum, hann er ijölmennari og afturhalds- samari. Suðurhlutinn var áður undir stjóm marxista og þykja átökin nú minna á bardaga Suður- og Norður- Jemena á áttunda áratugnum. Jem- enar úr norðri og suðri beijist eins og um tvö óvinaríki sé að ræða, ekki eina þjóð. Þrátt fyrir að Jemenar eigi sér aðeins einn þjóðfána og þjóðsön, er landið að mörgu leyti enn tvö ríki. Hvor hluti um sig hefur eigin her, lögreglu, gjaldmiðil, sjónvarp, útvarp og flugfélög. Frá því í ágúst sl. hefur í raun verið alger aðskilnaður og fjandskapur á milli ríkjanna og lög frá því fyrir sameiningu í gildi. Haft var eftir flóttamönnum sem komu til Tanzaníu í gær að versnandi hernaðarástand í suður- hluta landsins hefði orðið þess valdandi að fólk lagði á flótta. í fyrstu hefðu menn stefnt til ná- grannaríkisins Búrúndi en her- menn Rúandastjórnar hefðu snúið þeim til baka. Byrjaði fólk að safn- ast að landamærum Tanzaníu upp úr hádegi á fimmtudag og höfðu meira en 250.000 farið yfir þau í gær á einum sólarhring. Fulltrúi UNHCR sakaði lögregl- una og stjórnarhermenn um að hafa í gærmorgun drepið um 300 manns í skotárás á um 5.000 manna hóp flóttamanna, aðallega Tútsía er þeir reyndu að brjótast út af íþróttaleikvangi í borginni Cyangugu í suðurhluta landsins. Þar leitaði fólkið skjóis þegar átök hófust 6. apríl. Lögreglan hefur staðið vörð urn leikvanginn og meinað starfsmönnum hjálpar- stofnana um aðgang. „Flótta- mannahjálpin hefur fengið fregnir af því að á hvetju kvöldi hafi 40 til 50 menntamenn verið fluttir burt af leikvanginum og líflátnir. Er aðgerðunum lýst sem skipu- lögðum atgervishreinsunum," sagði í yfirlýsingu UNHCR. Fulltrúar alþjóðlegra hjálpar- stofnana segja að þjóðarmorð hafi verið framin í Rúanda undanfamar þtjár vikur og álíta að a.m.k. 100.000 manns liggi í vaTnum. Fulltrúi barnahjálpat' SÞ (UNIC- EF) sagði í gær að hætta væri á að kólerufaraldur brytist út þar sem ár og vantsból væru full af rotnandi líkum. ----» ♦ ■ ♦-- Þing ESB samþykkir stækkun Brussel. Reuter. HÁTTSETTIR fulltrúar hjá þingi Evrópusambattdsins (ESB) sögðust þess fullvissir í gær að stækkun sambandsins yrði sam- þykkt á þinginu nk. miðvikudag. Egon Klepsch þingforseti fundaði í fyrradag með formönnum þing- flokka. Sögðu fulltrúarnir að eftir fundinn lægi fyrir að 275 þingmenn myndu samþykkja stækkunina eða a.m.k. 16 fleiri en nauðsyn krefði. Fulltrúarnir sögðu að jafnframt mætti búast við að fjöldi þingmanna léti tækifærið ekki ónotað til þess að krefjast aukinna áhrifa þingsins í ákvarðanatöku innan ESB. Samþykkt þingsins er nauðsyn- legt til þess að af stækkun ESB geti orðið um næstu áramót. Á fyrri stigum hefur verið efast um að stækkunin næðist í gegnum þingið. Nú séu þingmenn hins vegar þeirr- ar skoðunar að ekki sé hægt að refsa nýjum aðildarríkjum fyrir innri vandamál ESB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.