Alþýðublaðið - 03.04.1964, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 03.04.1964, Blaðsíða 6
Mundi fífil sisiii fegri Hetja úr fyrri heimsstyrjöld- inni — dáður af fjendum sem fylgismönnum, þýzki hershöfðing- inn Paul von Lettow-Vorbeck, léit fyrir nokkrum vikum á heim- ili sinu í Hamborg. 7 Þá var hann gleymdur, en fyr- ir fimmtíu árum var nafn hans á allra vörum. Með her, sem í voru 155 þýzkir hermenn og 1200 Af- ríkumenn, sem allir litu á hann sem föður sinn, stóð hann í hern- aði í 4 ár á landssvæði því, sem nú heitir Ródesía og Tanganjíka. Þarna hélt hann fjölmennum herj- um Breta og Belga föstum um árabil, allt þar til hann varð að gefast upp hinn 25. október 1918. Við uppgjöfina sýndi mót- stöðumaður hans öll árin, sem var Smutz hershöfðingi, honum þá virðingu, að láta hinn litla her hans halda öllum vopnum sínum og einnig bauð liann honum og liðsforingjunum til brezks mið- degisverðar. Lettow-Vorbeck hlaut her- mannsmenntun sína í Kassel her- 1 akademíunni, hann var sendur til Peking, þegar boxarauppreisnin var gerð þar rétt fyrir aldamót- in og 1904 var hann sendur til þýzku Suðvestur-Afríku. Eftir stríðið lenti hann um tíma í fangelsi fyrir þátttöku í Kapp- samsærinu svonefnda. Síðar. sat hann á þingi. Hann reyndi ald- rei að leyna fyrirlitningu sinni á nazismanum þrátt fyrir ítrekað- ar tilraunir nazistanna til þess að fá hann til fylgis við sig, meðal annars mcð loforðum um sendi- herrastöður. Einu sinni fór hann til London — til þess aö vera heiðursgestur á hátíðahöldunum, sem Smuts hershöfðingi, stóð fyr- ir í minningu Afríkubaráttunnar. Soraya, fyrrverandi keisaraynja af Persíu, núverandi leik lcona í leit aff frægff og frama, er aff hefja leik í kvikmynd, sem telcin verffur í Róm. Myndin var tekin þar sem hún var aff eenga inn í tízkuhús Valentinos í Róm til aff huga aff búningum fitúm, sem hún mun bera í myndinni. I Afsakið hvað ég kem seint... Eigandinn hefur væntanlega rekiff upp stór augu þegar hundur þessi skilaffi sér hchn, eftir hafa veriff í burtu alla nóttina. Á skiltinu, sem hangir honum um háls, stendur þetta: Fyrirg-efiff, aff ég kem dálítiff of seint, en ég datt í vatniff klukkan 10 í gærkveldi. Christen- sen á Pílviffarvegi dró mig- upp, þar fékk ég heitt baff og matarhita. Christensen liafffi setiff aff matborffi ásamt fjölskyldu sinni þegar hatín heyrði angistargelt hunds. Hann spratt á fætur og hljóp út meff vasaljós í hönd. í skini Ijóssins sá hann, aff hundur hafffi dottiff niffur um ísinn á nálægu vatni. Hann lá þar hjálparlaus fáeina melra frá landi, nær dauffa en lifi. Christensen fór úr skóm og sokkum og óff út í vatniff. Þegar hann hafffi dregiff hundinn upp, sveipaði hann peysu sinni um hann og skundaffi heim. Þar fékk seppi ofangreindar vifftökur og húsaskjól um nóttina. Um morguninn var honum sleppt lausum meff afsökunarbeiffnina hangandi um hálsinn. iuinii)iilil|i|iiuinni»iiiiiiimiiiiiiimiiiiiminiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuim7nmmmBmHHimmmmimimiimimmmimimuuiumiuimmi .....m....... Unglíngum kennt oð meta gildi peninga Bylting, á tilraunastigi, hefur verið gerð í allmörgum dönskum uppeldisheimilum. Vasapening- arnir hafa verið hækkaðir, sums staðar um allháar upphæðir, þar sem þeir höfðu verið mjög lítil- fjörlegir fyrir. Jafnframt þessu hefur verið tekið upp gagnvart unglingum eldri en 16 ára, kerfi, sem mörg heimUi nota, það er, þeir sjá sjálfir um kaup á fötum fyrir sig og öðrum nauðsynjum. Hug- myndin er vitaskuld sú, að æsku- fólkið læri að meta gildi fjár- munanna. VINNULAUN. Þessi nýskipun hefur verið reynd á 10 uppeldisheimilum. — Henni verður haldið áfram í eitt ár í viðbót, til apríl 1965, en þá gera Danir sér vonir um, að geta endurskipulagt vasapen- ingamál á öllum uppeldisheimil- um landsins. Þetta mun kosta talsverð aukin fjárútlán, reiknað er með 900.000 króna danskra kostnaðaraukn- ingu. Einnig verður tekinn upp sá háttur, að þeir, sem vinna á heimilunum, fá greitt timakaup fyrir þá vinnu. Þannig hefur það ekki verið áður. Síðan skulu þeir greiða af því kaupi, ákveðna upphæð fyrir fæði og þjónustu og ákveðinn hluta fá þeir síðan í vasapeninga. Þeir unglingar, sem vinna utan uppeldisheimil- anna, munu ekki þurfa, eins og áður, að láta af hendi kaup sitt til heimilisins. Þetta verður til þess, að hvetja unglingana til þess að vinna sér inn meira fé. Það er ekki auðvelt að gefa £ fáum orðum mynd af hinu nýja vasapeningakerfi, en nokkra (Framhald á 10. síðu). cQSi ..Þaff er veriff aff biðja mn hjálp frá tveimur mönnum á eyffieyju“. g 3. apríl 1964 — ALÞÝDUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.