Alþýðublaðið - 03.04.1964, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 03.04.1964, Qupperneq 5
Stofnuð samtök ísl. konnaranema Hinn 8. marz sl. stofnuðu nem- ar í íslenzkum kennaraskólum til féfagsskapar sín á milli. Nefnist hann SAMTÖK ÍSLENZKRA KENNARANEMA. Aðilar að sain- tökunum eru 5 skólar, er braut- ^krá kennara fj(r|r skyldunám- stlgið: Keimarasiióij íslands^ í- hróttakcnnaraskóli íslands, Hús- mæðrakennaraskóli ís'.ands, kenn aradeild Tónlistarskóians og kenn aradeild Handíða og myndlistar- skólans. Samkvæmt lögum sam- takanna er tiígangur þeirra Þessi: 1. Að taka ti. meðferðar fjárhags ieg, menningarleg og kennslu- fræðileg áhugamál nemendanna. 2 Að vera málsvari kennara- nema gagnvart öðrum félagssam- tökum og yfirvöldum landsins. 3. Að leita eftir samstarfi við kennara og æskulýðssamtök á ís- landi og erlendis. 4. Að efla samvinnu milli Norð urlandanna og norrænna kennara skólanema með því að halda nám- skeið og fundi ásamt þátttöku í Det Nordiske Seminaristrád. Árið 1948 voru stofnuð samtök kennaranema á Norðurlöndum, Det Nordiske Seminaristrád. Er stjórn þess skipuð einum full- trúa frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð, en tveim frá Finnlandi. Af málum, sem D. N. S. beitir sér fyrir, má nefna byggingu kenn araháskóla í Mið-Svíþjóð og ár- leg námskeið fyrir kennaranema, sem ha'din eru til skiptis í aðild- arlöndunum. í stjóm Samtaka íslenzkra kenn aranema voru kosnir þeir Ólafur Proppé formaður, Steinar J. Lúð- víksson varaformaður, Karl Jepp- Námskeið í hjálp í viðlögum fyrir bifreiðastjóra NÁMSKEIÐI í njálp í viðlögum er nýlokið á vegum Reykjavíkurdeild ar Rauðakross, íslands, en hún hefur í fjöldá ára haldið slík nám- skeið. Þátttaka var góð og er eng- inn vafi á því að margir sem á námskeiðinu voru, finna sig ekki vanmáttuga eins og áður, að hjálpa ef slys ber að höndum, og eru nú færir um að lijálpa á RÉTTAN IIÁTT en það er mjög mikilsvert. Þarna var fólk á öllum aldri og úr öllum atvinnustéttum, t. d. hús- mæður, kennarar, smiðir o. s. frv. Kennari var eins og oftast áður Jón Oddgcir Jónsson enda hefur hann langa reynslu í þessum efn- um. Nú hefur Rauði Kross íslands ákveðið að taka upp eftir páska kennslu fyrir bifreiðastjóra, bæði þá sem hafa akstur að atvinnu og hina, sem aka einkabílum. Kennsla verður bæði miðuð við hjálp í við- lögum og slysavarnir. Það hafa vafalaust margir gott af því að gera sér grein fyrir ýmsum hætt- um sem ökumanni getur stafað af bílum sínum bæði eitrun, gáleysi við að skipta um hjólbarða eða viðgerð undir bílpalli og m. fl. Rauði Krossinn væntir að allir okumenn sem því geta við komið noti sér þetta og mun þá halda svo mörg námskeið, sem þurfa þykh’. esen gjaldkeri, Svanhildur Kaaber ritari og Sigriður Einarsdóttir spjaldskrárritari. Erlendar bækur BLAÐINU hafa borizt fjórar vasabrotsbækur frá Det Schönberg eske Forlag í Kaupmannahofn. Eru þetta bækur, sem gefnar hafa verið út eftir áramó . Ein er „San gen om den röde Rubin“ eftir Agn ar Mykle. Þá er „Farlig sommer- feg“ (Bonjour Tris esse) eftir Eran cos’se Sagan. Þriðja bókin er „Sam tale om natten“ eftir Hans Jörg- en Lembourn og sú fjórða „Et kys för döden" eftir Ira Levin, sem á skömmum 'íma varð þekktur saka málarithöfundur eftir útkomu þess arar bókar. HÁSKÓLAFORLAGIÐ í Oslo hefur sent blaðinu fjórar bækur í flokknum U-bökene, en í hon- um eru alþýðleg rit um fræðileg efni. Er flokkurinn gefinn út í vasabókarformi og bækumar hin ar snotrustu að frágangi. Bækurnar fjórar eru þessar: Industrielt demokrati eftir Ein ar Thorsrud og Fred Emery. Er þar fjallað um þátttöku verkmanna í stjórn fyrirtækja, en það vanda mál er mikið rætt um allan heim um þessar mundir. Frigjörings politikk — Regjer- ingsskiftet sommaren 1945 eftiij Thomas Chr Wyller, og fjallar um tímabilið 8. maí til 23. júní 1945, áður en Einar Gerhardsen mynd aði samsteypustjórn sína. Knut Hamsuns Pan eftir Rolf Vige, fjallar um hið fræga meist- araverk norskra bókmennta. Fra embedsmanns stat til ett- partistat og andre essays eftir Jens Arup Seip, ritgerðasafn eft ir kunnan söguprófessor við Osló arháskóla. NYTT HUSNÆÐI Reykjavík, 31. marz - GO. FISKMIÐSTÖÐIN hf. er nú í þann veginn að flytja x nýtt húsnæði úti í Örfirisey. Fyrirtæki þetta var stofnað fyrir nokkrum árum að frumkvæði nokkurra fisksala hér í höfuðborginni, en dreifing- arkerfi fiskbúðanna hafði þá lengi vcrið í mesta ólestri. Undánfarið hefur starfsemin verið fólgin í því að taka fisk a£ bátunum og dreifa honum út til félagsbúðanna og nokkurra fleiri, sem eru á samníngi við fyrirtæk- ið, sem til þessa hefur starfað í ver búð á Grandagarði. Hið nýja hús er allt hið full- komnasla og með tilkomu þess skapazt auk þess aðstaða til fjöl- breyttari vinnslu en til þessa hef- ur tíðkast. Fiskinum verður fyrst ekið inn í stóran og rúmgóðan móttökusal, þar sem hann verður þveginn, flokkaður og settur á færibönd, sem síðan flytja hann Gestum sýnd hin björtu og rúmgóðu húsakynni í nýbyggingu Fiskmiðstöðvarimiar í Örfirisey. (Mynd JVJi inn í flökunar- og aðgerðarsal. —> Þangað verður hann svo sóttur og fluttur í búðirnar. Gert er rá& fyrir frystihúsi í sambandi viö stöðina, en enn vantar tæki, og fullbúið húsnæði fyrir þá starf- semi. Einnig verður hægt aíJ vinna úr þeim fiski, sem gengur a£ , daglega, fletja liann og salta, eða nætursalta og vinna úr honura fiskhakk. Ætlunin er, að húsið, sem er 1400 fermetrar að flatarmáli, verði 2 hæðir, en það sem nú verður tek ið í notkun er aðeins neðri hæð-- in og næsti áfangi verður að koma hinni hæðinni upp. Húsið er allt hið þokkalcgasta, bjart og rúm- golt. Öll gólf í móttöku og vinnsltt \ sal eru lögð nýju v-þýzku plast- 1 efni, sem Steinhúðun h.f. Kjart- i ansgötu 4 hefur umboð fyrir og sér um að leggja. Hluthafar í Fiskmiðstöðinni era 22 og flestir fisksalar og hlutafé er nú 1.5 milljónir króna. Félagið á ítök í vb. Aðalbjörgu og aðgang að nokkrum öðrum bátum, en skilyrði til snurðulausrar fisköflunar er hafa eigin báta til veiðanna. Framkvæmdastjóri er Sæmund- ur Ólafsson, en stjórnarformaður er Jón Guðmundsson. FLOTASTÖÐ ÞJÓÐVILJANS. Kommúnistar hafa reynt að þrengja því inn í eyru þjóð- arinnar eftir beztu getu, að nú eigi að láta Hvalfjörð af hendi undir bækistöð fyrir kjarnorku kafbátá. Undir þessar fullyrð ingar hafa Framsóknarmenn tekið fullum hálsi, og ekki leg ið á liði sínu. Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra, hefur marg sinnis fullyrt á Alþingi, að ekkert slíkt sé í vændum og engar kröfur hafi komið fram í þá átt. Kafbátastöð og flota stöð í Hvalfirði eru því ein- göngu hugarsmíðar kommún- ista og fylgifiska þeirra. Undanfarna tvo daga hefur dvalið hér á landi H. P. Smith. aðmíráll, yfirmaður flota At- lantshafsbandalagsins. í við- tali við fréttamenn var hann sérstaklega spurður um þetta atriði. Svar hans var afdrátt- arlaust: f fyrsta lagi væri nú þegar lokið við byggingu þeirra bækistöðva fyrir Polaris kafbáta, sem ætlunin væri að byggja. í öðru lagi væri Hval fjörður alls ekki hæfur sem kafbátahöfn. Langt væri frá, að þar væri nægjanlegt skjól og athafnasvæði fyrir stóra kaf báta. Slíkrar hafnar væri því ekki þörf, qg ekki aðstaða fyr ir hana í Hvalfirði. Ef Þjóðviljinn ástundaði heiðarlegan fréttaflutning í þessum efnum, liefðj blaðið átt að skýra lesendum sínum vel og rækilega frá þessu, og að þar með væri afstýrt þeirri ráðstöfun, sem blaðið teldi ís- lenzku þjóðinni stafa mesta hættu af. Þjóðviljinn fer aðra leið og treystir greinilega á, að les- endur blaðsins lesi ekki nema fyrirsagnir og í mesta lagi inn gangsorð fréttanna. í fyrir sögn segir blaðið: „Viðræður við ríkisstjórnina um flota- stöðina í Hvalfirði". Um þessa ímynduðu flotastöð fjallar og inngangur fréttarinnar. Það hefur áður komið fram í fréttum, að Atlantshafsbanda lagið vill fá að reisa olíu- geyma í Hvalfirði, ásamt nauð synlegum legufærum, þannig að olíuskip geti lestað og land að olíu. Þetta er flotastöð kommúnista. Samkvæmt rök- semdum þeirra, er þá nú þeg ar flotastöð í Hvalfirði, einnig eru þrjár flotastoðvar við Reykjavík; ein í Skerjafirði, ein í Örfirisey og ein í Laug arnesi. Tæplega er hægt að segja, að málflutningur Þjóðviljans og kommúnista í þessu máli höfði til skynserhi eða hugs- unar. .11II iiiiii 1111111111111111111111111IIII iMiimiiiMiMiiiui 1111111 Iiliiiiiiiinm Sæmundur Ólafsson framkvæmda stjóri Fiskimiðstöðvarinnar. . ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 3. apríl 1964 ^

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.