Vísir - 11.06.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 11.06.1964, Blaðsíða 1
af slíkum erfðum í fjárstofni sín- um. Vinsælasti tengdasonur ís- lands upp á siðkastið er rúss- neski píanóleikarinn Askenazy. Hann dvelst nú hér í borginni f sambandi við listahátíð lýðveld isins og fjölskyldan með honum. Fólk þyrpist á hljómleika hans til þess að sjá og heyra snilld- ina. Þess á milli er fjölskyldan svo heppin, að veðrið er indælt og landið og borgin því í sfn- um fegursta skrúða. Þau nota tækifærið og skoða sig urn. Þess ari mynd náði I. M. af íslenzk- rússnesku fjölskyldunni,' Asken- azy og Þórunni með bæði börnin sín, þar sem þau voru á gangi á Arnarhólstúni. 1 Sementsverksmiðjan gefur götu Ellefu lömb fæddust vansköp- uð i vor hjá Árna Ámasyni, bónda í Stóra Klofa í Landssveit. Hefur þetta verið rannsakað af Stefáni Aðalsteinssyni, búfræðingi hjá At- vinnudeild Háskólans og telur hann líkur fyrir að hér sé um dulda erfðaeiginleika að ræða, sem valdi þessari vansköpun. Stefán athugaði lömbin fædd ust þau yfirleitt með litlu lifs- marki. Árni bóndi sendi 3 lamb- anna suður til Reykjavíkur til rannsóknar og gerðu þeir hana Stefán og Páll Pálsson, en síðan fór Stefán austur og athugaði fleiri lömb. Stefán sagði í viðtali við Vísi i morgun að erfiðlega hefði gengið að rekja saman ættir lambanna og væri líklega útilokáð að það nætti takast, en það gæti gefið góðar upplýsingar. Hér gæti verið um uð ræða dulda erfðaeiginleika sem valda vansköpun. Stefán kvað vansköpun Iamb- anna hafa verið mjög ljóta. Þann- ig hefði vantað framan á haus þeirra og séð beint ofan í kokið á sumum, og það hefði verið engu líkara en höggvið hefði verið fram an af höfðinu og nokkur þeirra voru með snúna fætur. Sum iömb- in voru með litlu lífsmarki, en yf- irleitt voru þau dauð við fæðingu. Stefán Aðalsteinsson sagði að mál þetta yrði væntanlega athug- að nánar og m.a. athugað hvort hér gæti sökin verið hrútsins, og hvort nægja myndi að skipta um hrút. Bóndinn í Stóra-Klofa, Árni Árnason, hefur hér orðið fyrir til- finnanlegu tjóni auk þeirra leið- inda, sem því eru samfara að vba Sementsverksmiðjan á Akranesi hefur gefið Akraneskaupstað efni og alla steypuvinnu við gerð einnar götu þar á staðnum. Þessi gata heitir Mánabraut og liggur í boga meðfram mannvirkj- um Sementsverksmiðjunnar og inn með Langasandi. Akranesbær sjálf ur annast á sínum vegum undir- búningsframkvæmdir og leiðslur allar í götuna en síðan tekur Sem- entsverksmiðjan við og ber straum af öllum kostnaði við steypuvinn- una, auk þess sem hún gefur efnið í hana. Er þetta hin höfðinglegasta gjöf. Akranesbær hefur lagt mikið kapp á varanlega gatnagerð að undanförnu, og hefur steypt hverja götuna af annarri. Stærstu fram- kvæmdir á því sviði eru Suður- braut og Skólabraut, sem steyptar hafa verið endanna á milli, auk þess mikill hluti Kirkjubrautar sem væntanlega verður fullgerð í sum- ar. Þegar Iokið verður við að steypa hana, verða steypufram- kvæmdir hafnar við Vesturgötu og þeim væntanlega lokið lika í sum- ar. Auk gatnagerðarinnar er mikið unnið að húsabyggingum. Lang- stærsta mannvirkið er spítalabygg- ingin nýja, sem áætlað er að rúmi um eða yfir 60 sjúklinga, en í nú- verandi sjúkrahúsi er ekki rúm fyr ir nema 30 — 35 sjúklinga. Þegar byggingunni er lokið, er hugmynd- in að flytja alla lækninga- og hjúkr unarstarfsemi yfir í nýja húsið, nema fyrir gamalmenni. Þeim er ætluð gamla sjúkrahússbyggingin til dvalar. Spítalabyggingin er langstærsta átak, sem nú stendur yfir í bygg- ingaframkvæmdum á Akranesi. Á- ætlaður kostnaður við hana er um 20 millj. kr. og þar af greiðir rík- issjóður 60%, samkv. lögum um opinberar byggingar, en spítalinn á Akranesi var gerður að fjórðungs- sjúkrahúsi fyrir Vesturland sam- kvæmt lögum frá Alþingi í fyrra. önnur allmikil opinber bygging, sem nú er unnið að á Akranesi, er viðbótarálma við barnaskólabygg- inguna, en hún var orðin allt of lítil. Með viðbótinni fást fjórar stórar og rúmgóðar kennslustofur, Framh. á bls. 6. VISIR 54. árg. — Fimmtudagur 11. júní 1964. - 131. tbl. BLADID l DAG Bls. 3 Kláffcrja yfir Tungnaá, Myndsjá. — 4 Ali Khan syrgður f eitt ár, svo létti harminum. — 7 Hitaveita á Akureyri — samtal við bæjar- verkfræðing Akur- eyrar. — 8 Vestur-íslendingar í heimsókn. — 9 Það er svo gaman að leika. Fullar þrær ú Ruuforhöfn bræðslu uð hefjust Fremur lítii sildveiði var í nótt og síldin, eða síldveiðiskip- in a.m.k. þokast utar og austur og voru flest komin 130 til 140 sjómílur norðaustur af Rauf- arhöfn í morgun. Alls til- kynntu 26 skip um afla, samtals 26.150 mál til síldarleitarinnar frá kl. 7 í gærmorgun til kl. 7 í morgun, þar af tilkynntu 9 skip samtals 10 þúsund mál <il síldarleitarinnar á Siglufirði, hin tilkynntu til Raufarhafnar, en fóru mörg vestur vegna lönd- unarstöðvunar á Raufarhöfn. Einhver skip fóru til Vopnaf jarð ar og jafnvel til Norðfjarðar. Síldarleitin á Raufarhöfn sagði blaðinu í morgun að Rauf arhafnarverksmiðjan væri nú á- reiðanlega byrjuð að bræða, það ryki svo myndarlega hjá henni, en erfiðleikar hafa verið á því að hún hæfi bræðslu, eins og sagt var frá í blaðinu í gær. Má ekki tæpara standa að hún byrji vinnslu, þvf að Halldór Jónsson, sem var undir lönd- unarkrana i morgun, fyllti síð- ustu þróna, en alls eru þrær fyrir 60 þús. mál hjá verk- smiðjunni. Búizt var við að cin þró tæmdist í dag ef verk- smiðjan gengi óhindrað. Eftirtalin skip tilkynntu síld arleitinni á Raufarhöfn af’a frá kl. 7 í gærmorgun til kl. 7 í morgun: Stígandi ÓF 750 mál, Gull berg 1100, Gunnar SU 1100, Bjarmi II. 1300, Sigurkarfi 1500, Eldey 1000, Pétur Sig- urðsson 1100, Pétur Jónsson 650, Straumnes 600, Steingrím- ur trölli 850, Halldór Jónsson 1000, Guðrún 1000, Héðinn 750, Sigurpáll 1000, Guðmundur Pét- urs 700, Hugrún 1200 og Sæ- faxi 600. Eftirtalin skip tilkynntu veið ina til S'glufjarðar: Ólafur bekk- ur 900 mál, Margrét 900, Jör- undur III. 1500, Lómur 1100, Jón Finnsson 1000, Hafrún 1200, Súlan 1150, Björgólfur 1200 og loks var eitt skip á lista með 1000 mál. Veiðiveður er gott úti í hafi en bræla uppi undir Iandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.