Vísir - 11.06.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 11.06.1964, Blaðsíða 3
j VÍ5IR . Fimmtudagur 11. júní I í>*** í síðustu viku hófust fram- kvæmdir við byggingu kláfferju yfir Tungnaá skammt fyrir ofan hinn forna ferjustað Hald. Með ferju þessari leysist vandi margra ferðamanna, sem vilja fara Sprengisandsleið til Norðurlands, en þar hefur Tungnaá verið ó- yfirstíganlegur farartálmi nema fyrir stóra framdrifs-trukka. Áð- ur er búið að brúa Köldukvísl, þannig að nú verður leiðin greið- fær fyrir ýmsa aðra bíla en þá stóru. Á myndinni sést hvar grafið hefur verið fyrir stöplinum á syðri bakkanum, en upp úr honum mun mastrið, sem heldur uppi vfrunum, rfsa. Kláfurinn sjálfur mun svo renna á sverum stálbitum, sem hengdir verða f vírana. Á miðri myndinni sést Guðmundur Jónasson, fjalla- bflstjóri, (með sólgleraugu) ræða við starfsmenn um framkvæmdir. KLÁFFERJA wtvrr, TUNGNAÁ Björn Ölafsson verkfræðingur hjá Vegamálastjórninni gaf blað- inu þær upplýsingar varðandi þessar framkvæmdir, að hér væri nánast um að ræða hengibrú, sem hefði kláf eða vagn, sem rynni á hjólum eftir braut í stað gólfs. Einn turn er við hvorn enda, 9 m. á hæð upp úr stöplum en haf ferjúnnar verður 80 m. Sjálfur kláfúrinn verður 3 m. á breidd en 4,5 m. á lengd og verða á honum tvö handsnúin spil, annað þyngra og „dobblaðara" en hitt fyrir þyngri flutning, en hámarksþungi verður 3 tonn. Verkinu á að ljúka um miðjan júlí. Um 20 menn vinna að þessu verki og er verkstjóri þeirra Jón- as Gíslason, en ferjuna hefur Snæbjörn Jónasson, verkfræðing- ur teiknað. Áætlaður kostnaður er 1,6 millj. kr. Ýmis vandamál eru í sambandi við byggingu ferjunnar svo sem við er að bú- ast, „en það eykur aðeins á- nægjuna,“ sagði Björn Ólafsson, sem fylgist með framkvæmdum í fjarveru Snæbjörns. fé sitt yfir til afréttarlanda norð- an Tungnaár, en áin er oft erfið yfirferðar, þegar vöxtur er í henni í miklum hitum. Tungnaá á upptök sín I Vatnajökli og fellur í Þjórsá. Hin síðari ár hafa bxlar farið yfir ána á svonefndu Hófs- vaði, sem er talsvert ofar i ánni, en það vað fann hinn alkunni fjallabílstjóri Guðmundur Jónas- son á sínum tíma. S.l. sumar var iðulega farið yfir ána á öðru vaði, sem er skammt fyrir neðan Hald. M.a. annaðist Halldór Eyj- ólfsson á Rauðalæk ferjun á smærri bílum yfir það vað s.l. sumar, þannig, að hann flutti smærri bíla yfir ána á stórum flutningabíl með framdrifi. Starfsmenn við kláfferjusmíðina hafa reist tjöld sín að sið vegagerðarmanna. Þarna munu þeir njóta svefns og hvíldar eftir strangan vinnudag í heilnæmu lofti öræfanna. * Um 1 km. fyrir neðan kláf- ferjustaðinn er Hald, en þar hafa bændur í uppsveitum Rangár- vallasýslu frá fornu fari ferjað í framtíðinni munu bændur og aðrir, sem yfir ána þurfa að fara, ekki hafa ástæðu til kvíða vegna vatnavaxta eða óhappa úti 1 miðri á. Ferjan leysir vand- ann og gefur jafnframt enn fleiri en áður höfðu ástæður til, kost á að fara þvert yfir landið og kynnast betur en áður stór- leik íslenzkrar náttúru. Sprengi- sandsleið verður þeim ógleyman- leg, sem hana fara, því þar gefur að líta einstæðan fjölbreytileik í landslagi allt frá svörtum auðn- arsandi til hins hvíta jökuls, sem gnæfir við himininn. ma «■* • x&a :x_ . -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.