Vísir - 08.06.1965, Blaðsíða 1

Vísir - 08.06.1965, Blaðsíða 1
VISIR 55. árg. — Þrfðjudágnr 8. júnf 1865. — 127. tbl. Mikil síld var m helgina Vfsir átti tal við Jón Einarsson skipstjóra á sfldarleitarskipinu Haf þóri f morgun. Hefur verið leitað á suðursvæðinu djúpt, en ekki I fundizt nema smátorfur og væri | Hafþór nú að fikra sig norður á bóg I inn til leitar á grunnslóðinni. í Veiðisvæðið er nú báðum meg in við 67.07 gráður og báðum meg in- við 9.14 gráður og þó heldur vestar. Flest'ir bátamir munu nú komnir á miðin og er það því mikill heild- arafli sem berst á land, þegar sæmilega veiðist þó misjafn sé, enda er nú allt að verða fullt hvar vetna á Austfj. (nema á Seyð isfirði) og allt til Raufarhafnar. Þó lagast væntanlega eitthvað strax og verksmiðjurnar eru allar komn ar í gang. Listi yfir afla skipanna nm helgina er birtur á bls. 5. Kjaradeilan fyrir norðan og austan: SAMKOMULA 6 NÁDISTI CÆR Þau stórtíðindi gerð- ust síðari hluta dags í gær, að samkomulag náðist milli vinnuveit- enda og verklýðsfélag- anna á Norður- og Aust- urlandi fyrir atbeina sáttasemjara ríkisins. — Skrifuðu fulltrúar aðila undir samkomulagið, Björn Jónsson. TÍMAMÓTA- SAMNINGAR — sagði Björn Jónsson alþm. / morgun Vísir átti í morgun tal vi'ð Björn Jónsson varaformann Al- þýðusambands Norðurlands. — Hann var þá staddur á Akur- eyri, en þar verður í kvöld hald- inn fundur um samningana í Verkamannafélagi bæjarins. — Maður er aldrei fullkom- lega ánægður með samninga, sem maður gerir, sagði Bjöm. En eftir atvikum er ég ekki óánægðari með þennan samn- ing en fjölda samninga, sem við höfum gert á undanförnum ár- um. í sumum atriðum höfum við nú náð áföngum í þessum samningi, sem tímamót marka. Semja tókst um atriði, er ekki hafa hreyfzt í nær aldarfjórð- ung og auðveldara ætti að vera fyrir aðra að koma þar í kjöl farið. Um samningana sem nú liggja fyrir hjá félögum okkar til samþykktar, er annars það að segja, að þeir eru miðaðir við þau vandamál, sem við norð anlands og austan eigum við að SLAOIO ! DAC etja. Þau eru um margt sérstæð í atvinnuefnum og því þykir mér næsta ólíklegt að önnur fé- lög annars staðar á landinu geri sams konar samninga. En ég vonast til þess að þeim takist að leysá vandamál sín við samningaborðið með hlið- stæðum hætti og okkur hefur nú tekizt á Norður- og Austur- landi og nái samningum, sem ekki ganga skemur en þeir, sem við höfum nú gert. sem nær til 28 verklýðs- félaga fyrir norðan og austan, verður síðan lagt fyrir fundi í félögunum í dag, á morgun og á fimmtudag. Má fullvíst telja, að það nær þar samþykki. Lokafundurinn f samningun- um við félögin á Norður- og Austurlandi hófst kl. 2 á sunnu daginn með sáttasemjara. Stóð fundurinn stanzlaust f meira en sólarhring, eða allt þar til kl. 6 f gærdag, á mánudag, að sam komulag náðist milli aðilana. Rituðu þeir þá undir samkomu lagið, bæði fulltrúar Vinnuveit endasambands Jslands og fyrr- greíndra verkfýðsf élaga. Úm efni samkomulagsins er ekkert hægt að segja á þessu stigi, þar sem um það var samið að skýra ekki frá því fyrr en það hefði verið lagt fyrir verklýðs- félögin og félög vinnuveitenda tfl samþykktar eða synjunar. í dag heldur stjóm Vinnu- veitendasambands íslands fund til þess að ræða samkomulagið og hefst sá fundur kl. 4. 1 kvöld verða fyrstu fundimlr haldnir f verklýðsfélögunum fyrir norðan og austan, en bú- ast má við að ekki hafi náðst saman fundir í þeim sfðustu fyrr en á fimmtudag. Ef sam- komulag aðila verður samþykkt á þessum fundi, er heita má fullvist, er vinnudeilan f þess- um landshluta þar með úr sög- unni. Eftir er að ná samkomulagi við félögin á Suðurlandi. Hef- ur enn ekki verið ákveðið hve nær næsti samningafundur með þeim verður haldinn, en þar er Dagsbrún fremst í fylkingu. Þemur og matsveinar á far- skipum hafa sem kunnugt er boðað verkfail þann 11. þ.m. Sáttafundur í deilu þeirra hef- ur verið boðaður með sátta- semjara kl. 9 f kvöld. Björgvin Sigurðsson. SAMNINGARNIR ERU DÝRIR — sagbi Bjórgvin Sigurðsson framkystj. Vinnuveitendasambandsins i morgun Björgvin Sigurðsson, fram- kvæmdastj. Vinnuveitendasam- bands Islands sagði eftirfarandi um samningana í viðtali við Vísi í morgun: — Ég get ekki sagt mikið um samningana á þessu stigi. Þeir em dýrir, valda miklum kostnaðarauka fyrir vinnuveit- endur, kostnaðarauka sem ég tel ýmsum atvinnugreinum mjög erfitt að standa undir. En enn sem komið er er of snemmt að segja hvemig við þeim vanda verður brugðizt. Ég tel að á þessu vori tor- veldi mjög allar samningsgerð- ir flokkspólitiskir erfiðleikar verkalýðsforingjanna vfðsvegar um landið. Vonandi er að vinnufriður sé tryggður í landinu með þessum samningum f að minnsta kosti eitt ár. Magalenti á Reykjavíkurflugvelli BIs. 3 Viðtal við Ungfrú ísland 1965. — 7 Litið um öxl úr Flat- eyjar-Klofningi. — 9 Talaió við hinn ka- þólska erkibiskup Norðurianda. — 10 Talað við Sigrúnu Jónsdóttur. Á hvitasunnudag magalenti bandarfsk einkaflugvéi á Reykja víkurflugvelli. í vélinni, sem var af Piper Apache-gerð, voru tveir flugmenn og sakaði hvomg an. Flugmennlmir höfðu ekki búið sig undir að magalenda, enda stóðu þeir í þeirri trú, að hjólin væm niðri. Flugturninn reyndi án árangurs að segja flug mönnunum að hjólin væm ekki niðri, en um 3 mínútum áður en vélin lenti bilaði rafmagnskerfi hennar og var því sendistöð- in óvirk, sem og annað sem er f sambandi við rafmagn. — Mér brá heldur betur, þeg ar ég varð var við að vélin lenti ekki á hjólunum eins og ég hafði búizt við, sagði eigandi og flugmaður vélarinnar, Poul Brown, við fréttamann Vfsis f gær. — 60 lftra benzfntankur var f farþegaklefanum fyrir aft- an okkur svo mín fyrsta hugsun var að komast út úr vélinni eins fljótt og kostur var og vorum við komnir á harðahlaupum frá vélinni áður en hún hafði stöðvazt. — Ég hef gaman af því svona eftir á, að í öllum látunum tók ég lykilinn og stakk honum upp í mig, — ég hef líklega verið hræddur um að einhver gæti tek ið vélina f leyfisleysi og ég var jafnvel með það í huga að læsa vélinni áður en ég hljóp. Það kviknaði ekki í vélinni en hún skemmdist mikið. Skrúfu blöðin brotnuðu, klæðið undir skrokk vélarinnar rifnaði frá og fleira fór úr lagi. Svona lá flugvélin á maganum eftir lendinguna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.