Vísir - 08.06.1965, Blaðsíða 15

Vísir - 08.06.1965, Blaðsíða 15
VIS IR . Þriðjudagiir 8. júní 1965. 15 RACHEL LINDSAY: ÁSTÍ 1. KAPlTULI TJose Tiverton hagræddi orkidé- unum í sellófanöskjunni, lok- aði henni og brá um silkibandi og knýtti snoturlega slaufu. — Beztu þakkir, sagði maðurinn við diskinn og brosti. Það var eins og honum hefði létt. — Ég hefði nú fengið orð í eyra, ef ég hefði gleymt afmælisdegi konunnar minn ar. Rose gat ekki varizt brosi. Hún var ekki í vafa um, að orðin komu frá hjarta mannsins. — Mér þykir vænt um, að ég gat orðið að liði sagði hún, enn brosandi. — Hún andvarpaði dálítið, þegar hún lokaði dyrunum á blómabúð- inni. Maðurinn hafði ekki komið fyrr en búið var að loka, en hún hafði ekki getað annað en orðið við innilegri beiðni um að hún opnaði fyrir honum, en hún lýsti sér í hverjum drætti andlitis hans, þar sem hann stóð fyrir utan rúð- una. Jæja, nú var þessu lokið í dag — að mestu. Hún tók blað og blý- ant og fór að skrifa niður það, sem hún þurfti að panta til sölu ' næsta dag. Þetta var talsvert verk. Hún bar ekki aðeins ábyrgð á inn- kaupunum, en einnig að vel væri hirt um óseldu blómin, svo að þau yrðu söluhæf næsta dag. 1 upphafi, þegar Rose fór að vinna i blómabúðinni, annaðist eigandinn, Marks að nafni, innkaup in, en hann var fyrir löngu búinn að fela Rose að annast þau. Og hún var því síður en svo mótfallin, að sjá um þetta. Og ein hennar mesta unun var að ganga um og horfa á angandi blómahafið í Covent Gard- en. Rose féll vel starf sitt. Og henni var ekki sízt yndi að því að hagræða blómum, útbúa fagra, smekklega blómvendi, hagræða blómum f vösum og þar fram eftir götunum. Og einu sinni sagði Marks við hana: — Að einu eða tveimur árum liðnum legg ég upp Iaupana og þá kaupið þér blómaverzlunina. Rose brosti, en hugsaði með sér að þetta væri ekki eins einfalt mál og f fljótu bragði virtist, — hún yrði víst komin á aldur við Marks, þegar hún hefði efni á að kaupa blómaverzlunina hans. Og þá kem- ur röðin að mér að svipast um eftir einhverjum, sem vildi kaupa hana af mér... Hún hló þar sem hún stóð fyrir framan spegilinn og horfði á sjálfa sig í honum. Hún var að farðabera varirnar, en fórst það óhöndug- lega aldrei þessu vant. Og hún hugsaði sem svo, að svona færi þegar maður væri að tala við sjálfa sig. Hún þurrkaði varirnar og byrj aði á nýjan leik og svo tókst allt vel. Hún strauk þykka, jarpa hár- ið og hagræddi því og brátt var hún tilbúin til heimferðar. Úti var hvasst og kalt, það fór eins og hrollur um hana, og hún hugsaði um, að það yrði gott að komast aftur inn, þar sem hlýja væri... Á næsta horni varð hún að bíða eftir grænu ljósi. Þá sá hún allt í einu dálítinn seppa, sem kom skokkandi yfir götuna í áttina til hennar, en hinum megin kallaði einhver eins og í angistarótta, að ekið mundi verða yfir hundinn. Án þess að hugsa um afleiðingarn- ar fyrir sig steig Rose fram til þess að þrífa í hundinn og náði taki á hálsólinni. Það ískraði í hemlum. Hún sá í svip stóran, bláan bíl, svo fann hún, að hún fékk högg í síðuna, og svo var eins og hún væri að hrapa niður í dimmt gil... Þegar hún kom til sjálfrar sín sá hún í fyrstu aðeins hvíta veggi og lampa. Hún þoldi ekki birtuna frá honum og lokaði augunum. — Hún er að koma til meðvit- 'undar, sagði einhver. Rose reyndi að ljrfta höfði sínu. — Svona, svona liggið nú bara kyrr, þá lagast þetta, var sagt með sömu röddu. - Höfuðið á mér, kveinaði Rose, mig verkjar svo í höfuðið ... — Auðvitað verkjar yður í höf- uðið. Hvernig ætti annað að vera I - eftir að hafa anað út á götu á i rauðu ljósi og orðið fyrir bíl. Nú ; skuluð þér fá skammt til þess að I sofa á, og þegar þér vaknið aftur i iiður yður miklu betur. i Rose reyndi að muna hvað gerzt hafði. Hana rámaði eitthvað í, að hún hafði verið að reyna að bjarga hundi, — hundurinn tautaði hún, hvernig fór það? — Það fór allt vel, svaraði hjúkr unarkonan, og það var yður að þakka, en mér finnst nú að fólk ætti að gæta betur hundanna sinna i umferðinni... svona, svona, það er bara andartak og svo stakk hún í hana sprautunálinni. — Nú sofn- ið þér... Þegar hún vaknaði næsta morg- un stóð einn læknanna við rúmið hennar. — Nú líður yður betur, sagði hann vinsamlega. Rose reyndi að lyfta höfðinu frá koddanum, en tókst það ekki sem bezt. ' — Já, sagði hún, mér líður bet- ur, ef ég ligg alveg kyrr, sagði hún og reyndi að brosa. — Yður mun finnast á stundum, eins og þér séuð að fá yfir höf- uðið, sagði læknirinn. Þér fenguð slæman heilahristing. Við bjugg- umst sannast að segja ekki við, að þér færuð að ná yður svona fljótt. — Hve lengi hef ég verið hér? spurði Rose. — Bara 3 daga, svaraði lækn- irinn. — Þrjá daga, sagði hún ótta- slegin, hve lengi þarf ég að vera hérna? — Ekki nema vikutíma, býst ég við og svo verðið þér að fá al- gera hvíld í hálfan mánuð. — En ég get ekki legið hér, ég verð að sjá um blómabúðina. Hún reyndi að setjast upp, en svo hringsnerist allt fyrir augun- úm á henni og hún hneig niður á svæfilinn. Hjúkrunarkonan tók í hönd henn ar. — Verið nú alveg rólegar. Við höfum hringt til búðareigandans og það er séð fyrir öllu. Þér getið verið alveg róleg. Rose gat auðvitað ekkert annað i gert en hlýtt, og sannast að segja var hún fegin, að mega nú sofa áfram. Hana hafði aldrei á ævinni | syfjað eins og nú. Hún veitti ekki j einu sinni neina athygli þvf, sem \ í kringum hana var, og vissi ekki,! að hún lá í eins manns sjúkra- j stofu, hinni beztu sem völ v$r á > í sjúkrahúsinu. Það leið næstum vika þar til j breyting varð og þegar hún leit I í kringum sig sagði hún við hjúkr- unarkonuna: — Ég hef víst verið mikið veik fyrst ég ligg héma. Þetta er víst ekki venjulegt sjúkrahús ... — Hafið engar áhyggjur af því, sagði hjúkrunarkonan og brosti. Frú Rogers borgar. — Frú Rogers, ég þekki ekki neina frú Rogers, sagði Rose undr- andi. Hvaða afskipti hefur hún af þessu? — Frú Rogers á hundinn, sem þér björguðuð. Vesalingurinn, hún hefur varla „haldið sönsun", með- an þér láguð meðvitundarlaus kom hingað daglega og hafði meira að segja hundinn með sér. .. en það var ekki leyft, skiljið þér, að neinn kæmi til yðar Rose lokaði augunum brosandi. Og allt þetta gerðist, vegna þess að hún hafði bjargað hundi. . . — Nú megið þér ekki fara að sofa, ekki alveg strax, sagði hjúkr- unarkonán. Þér fáið heimsókn .. . Rose settist upp og var næst- um óttaslegin á svip: — Af hverju sögðuð þér það ekki strax. Er það herra Marks? — Nei, það er seppamamma, ég meina auðvitað frú Rogers. Nú fer ég og læt hana vita .. . Sólin skein glatt inn um stóra gluggann og varpaði ljóma á hið fagra og síða hár Rose og fölt, fín- gert og fagurt andlit hennar. Hún brosti feimnislega til hinnar glæsilegu, gráhærðu konu er kom- in var, klædd dýrindis loðkápu. Guði sé lof, að yður líður bet- ur, stundi frúin og settist við rúm- ið hennar. — Þér hafið ekki hug- mynd um hve óttaslegin ég hef verið. Og nú get ég loks þakkað yður fyrir að hafa bjargað litla Benjy mínum. — Þetta fór allt vel, sagði Rose. Eftir nokkra daga verð ég alveg búin að ná mér. - En þér eruð allt of fölar, stundi frú Rogers áhyggjufull á svip. — Það er nú meðfram vegna þess, að ég hef ekki komið undir bert loft dögum saman. — Það er nú svo, sagði frú Rogers, en það, sem þér þurfið er langt frí, algera hvíld og sól — og ég skal svo sannariega sjá um að þér getið notið alls þessa. Rose horfði á hana undrandi og fyrr en hún gæti svarað nokkru hélt frú Rogers áfram: — Þér eigið að fara í skemmti- ferð til Miðjarðarhafsins, — lof- ið mér að talá út. Ég hef talað við herra Marks. Þér fáið starfið yðar aftur hvenær sem þér óskið þess. Hún strauk handarbak Rose. — Mótmælið nú ekki, þetta er það minnsta, sem ég get gert... — Ég get ekki þegið þetta sagði Rose, ég ... — Auðvitað getið þér það. sagði frú Rogers ákveðin. — En það er ekki nauðsynlegt — þetta væri allt of mikið. Faðir minn á heima 1 Devon. Ég gæti dvalizt hjá honum meðan ég er að ná mér ... Frú Rogers stóð upp. — Við ræðum þetta ekki frekar. Þér eruð sami þrákálfurinn og allt ungt fólk á þessum seinustu og verstu tímum. En ég er líka þrá — það skuluð þér fá að sjá. Og nú fer ég, en ég kem aftur á morgun. Og þá ræðum við málið frekar... En það var ekkert frekar, sem ræða þurfti, sagði Rose, þegar hún var aftur orðin ein. Þetta var i rauninni hlægilegt, hreinasta fjar- stæða, þótt konan hefði ráð á þessu. Hvílík fjarstæða: Að bjóða henni í skemmtiferð til Miðjarðar- hafs af því að hún hafði bjargað hvolpi frá að verða undir bíl. Og Rose gat ekki varizt hlátri. En ffú Rogers var slægari en hún hafði ætlað og þegar hún kom daginn eftir, sagði hún: - Ég sá það þegar ég virti fyr- ir mér andíitssvip yðar í gær að ; það mundi ekki vertja auðvelt að sannfæra yður, svo að ég tók til minna ráða. Og ég datt niður á annað sem er miklu betra en hitt . . . vestmanna- EYJAR Afgreiðslu VÍSIS í Vest-J Þú sýður gullsteina Tarzan. Hellir gullsúpu í farið, sem þú gerðir í jörðina. Gullsúpan verð ur hðrð. Þú sýnir okkur hvemig á að búa til hlutina, þörfnumst. Þú ert ekkj öruggur Ah-Yu ef menn í hinum stóra heimi, sem þú hefur aldrei séð, vita að þú hefur svo mikið gull. Það er betra fyrir þig að nota gullíð hérna í stað þess að verzla með það. mannaeyjum annast Bragi Ólafsson, sími 2009. Afgreiðslan skráir nýja kaupendur og bangað ber að snúa sér, ef um kvartanirer að ræða. SUÐURNES Útsölustaðir VÍSIS á Suðurnesjum eru: Vogar: Klöpp, Pétur Jónsson. > Grindavík: Verzl. Aldan Sandgerði: Bókabúð Axels. Gerðar: Verzlun Bjöms Finn- bogasonar. Keflavík og Njarð- víkur: Georg Ormsson. Keflavíkurflugvöllur: Sölu- og veitingavagn inn. Aðalstöðin. ÁRNESSÝSLA Útsölur VÍSIS í Ámes- sýslu eru: Hveragerði: Verzlunln Reykjafoss Selfoss: Kaupfélagið Höfn. Arinbjöm SigurgeirS' son. Eyrarbakki: Lilian Óskarsdóttir. Þorlákshöfn: Hörður Björgvinsson. VÍSIR ÁSKRIFEND AÞJÖNUST A Askriftar- Kvartana- síminn er 11661 virka daga k). 9-20. nema (augardaga ki. 9 <-13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.