Vísir - 08.06.1965, Blaðsíða 8

Vísir - 08.06.1965, Blaðsíða 8
8 V í S IR . Þriðjudagur 8. jóra' 196&. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIK Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar- Jónas Kristiánsson Þorsteinn C fhorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr á mánuði f lausasölu 7 kr eint. — Simi 11660 (5 llnur) Prentsmiðja Vlsis - Edda h.f -iT--T-wnrnnnniiw»wnnrT»rarai-Miwi i i Stöðvun verðbólgunnar Á laugardaginn runnu út heildarsamningar þeir, sem gerðir voru milli verklýðshreyfingarinnar og vinnu- veitenda fyrir einu ári. Fyrir nokkrum dögum var hér rakið í forystugrein, að á þessu tímabili hefur kaupmáttur launa verkafólks farið vaxandi. Það sýna niðurstöður rannsókna Efnahagsstofnunarinn- ar, svo ekki verður um villzt. Er það mikill og góður áfangi í kaupgjaldsmálum og ber vott um, að starf- að hefur verið af hálfu ríkisstjórnarflokkanna i anda júnísamkomulagsins. í því samkomulagi var annar aðalþátturinn sá, að verðbólgunni skyldi haldið í skefjum svo sem framast væri unnt, því allir eru sammála um að það er eitt mesta hagsmunamál laun- þega í landinu. Hvernig hefur tekizt með framkvæmd þess stefnumáls? Þegar litið er yfir síðustu ár kem- ur í ljós að aukning verðbólgunnar hefur verið mikl- um mun minni á síðasta ári en tímabilið þar á undan. Prá 1. maí 1964 til 1. maí 1965 hækkaði vísi- taíá neýzluvöriiýerðlagslllJ“tlm 3.8%. Árið áður var hækkun vísitölunnar 25% og 1962—1963 var hækkun hennar 12%. Af þessum tölum er ljóst, að verulega hefur áunnizt í því efni að stöðva framrás verðbólgunnar og er hækkun vísitölunnar á síðasta ári vissulega óveruleg í samanburði við árin á undan. Þennan árangur má að miklu leyti þakka því heild- arsamkomulagi, sem gert var í júníbyrjun í fyrra og hér sést svart á hvítu, að ríkisstjórnin hefur vel stað- ið við þau fyrirheit, sem þá voru gefin í þessu efni. En það er hins vegar ljóst, að ekki þarf miklar um- byltingar til þess að spilla þessum ávinningi. Heft- ing verðbólgunnar tekst ekki á næstu misserum nema áfram sé unnið í anda júnísamkomulagsins og nýir samningar gerðir á grundvelli og innan ramma þess. Stórfelldar beinar kauphækkanir hljóta að raska grundvelli efnahagskerfisins, eins og dæmin sýndu fyrir tveimur árum. Þá hækkaði vísitalan um 25% og var það óhjákvæmileg afleiðing þeirra kaup- hækkana. Því er mikils um vert, að í því samkomu- lagi, sem nú hefur náðst, takist að hefta áfram vöxt verðbólgunnar. Samningar þjóðin öll fagnar þeim fregnum, sem bárust í gær um að samningar hefðu verið undirritaðir milli vinnu- veitenda og verklýðsfélaganna fyrir norðan og aust- an. Verða þeir lagðir fyrir félögin í dag og vonandi ná þeir samþykki. Þá er aðeins eftir að semja við félögin hér í Reykjavík og annars staðar sunnan lands. Er þess að vænta, að ekki verði á því mikil töf, þar sem fordæmið er fengið í samningunum við norðanmenn. Verður þá verkföllum forðað og öllum þeim skaða og tilkostnaði, sem þeim fylgja fyrir báða aðila vinnumarkaðsins. Nemendur útskrifaðir úr píanókennaradeild vorið 1965. Talið frá vinstri: Kolbrún Sæmundsdóttir, Eygló Helga Haraldsdóttir og Sigriður Einarsdóttir. Lokið 35. starfsári Tón- listarskólans Tónlistarskólanum í Reykja- vík var sagt upp laugardaginn 29. maí. Lauk þar með 35. starfsári skólans og voru inn- ritaðir nemendur rúmlega tvö hundruð og kennarar 30. Starfsemi skólans hefur auk izt mikið á undanförnum árum og var mjög fjölbreytt í vetur. Ke'rint er á píarió, orgel og flest strengja og 'lásturshljóðfæri, en auk þess er í skólanum fjöl menn söngdeild og sérstakar deildir fyrir söng- og píanó- kennara. Nemendakór og tvær hljóm- sveitir eru starfandi í skólanum og mik'il stund lögð á sam- leik af ýmsu tagi. Fjölmargir tónleikar voru haldnir innan skóians í vetur, m. a. héldu þar tveir efnilegir nemendur sjálfstæða tónléika I skólanum, þær Anna Áslaug Ragn- arsdóttir og Guðný Guðmunds dóttir. Auk þess voru í vor fimm nemendatónleikar fyrir almenning. Fyrst kór og hljóm sveitarkonsert í Háskólabíói 24. apríl. Þar stjórnuðu auk Björns Ólafss. þrír nemendur úr söngkennaradeild, Jón Stefáns son, .Þorgerður Ingólfsdóttir og Þórir Baldursson kórverkum eftir Mozart og Hindemith. Aðr ir tónleikar með nokkrum af efnilegustu einleikurum skól- ans voru í Austurbæjarbíói 8. maí. Loks komu söngnemendur fram í skólasalnum 21. maf og tvennir tónle'ikar voru á sama stað fyrir yngri nemendur 2. og 13. maí. Alls luku 11 jmendur burt fararprófi í vor og hafa aldrei í sögu skólans útskrifazt jafn- margir nem. í einu. Píanókenn- araprófi luku Eygló Helga Har- aldsdóttir, Kolbrún Sæmunds- dótt’ir og Sigríður Einarsdóttir. Eru þær fyrstu nemendur, sem Ijúka því prófi frá skólanum, og stóðust þær allar með mjög góðum vitnisburði. Píanókenn- aradeildin tók til starfa haust- ið 1963. Úr söngkennaradeild braut- skráðust þessir nemendur: Eg- ill Friðleifsson, Gunnar Axels- son, Jónas Ingimundarson, Jón Stefánsson, Magnús Pétuvsson, Reynir Sigurðusson, Steinunn Steindórsdóttir, Þorgerður Ing- ólfsdðtííir og Þórir Baldursson. Efst á söngkennaraprófinu var Þorgerður Ingólfsdóttir, og var einkunn hennar jafnfr*ínt sú hæsta, sem tekin hefi> verið frá söngkennaradeildinni síðan hún tók til starfa haustið 1959. Næsta kennslutímabil deild- arinnar hefst 1. október og stendur í tvo vetur. Inntöku- próf verða í september. í skólaráði Tónlistarskólans í Reykjavík eru Dr. Páll ísólfs son, tónskáld, Ólafur Þorgríms son hæstaréttarlögm. og Sig- urður Sigurðsson landlæknir. * Skólastjóri er Jón Nordal. Norska fyrirtækið FRIONOR opnar nýja fiskstangaverk- smiðju í Bandaríkjunum Hið stóra norska fiskútflutn ingsfyrirtæki Frionor hefur nú hafið starfsrækslu í nýrri fisk- stangaverksmiðju í hafnarbæn- um New Bedford í Massachus- etss. Hófst starfrækslan nú um mánaðamótin. Verksmiðja þessi er talin ein hin allra fullkomn- asta sinnar tegundar í Ameríku. Er hún í nýju húsnæði sem hef ur verið skipulagt frá grunni til þessarar framleiðslu og gera Norðmenn sér miklar vonir um hagnað og góða markaðsmögu leika verksmiðjunnar. Fyrirtækið átti áður slíka fisk stangaverksmiðju suður í bæn um Mobile í Alabama og var henni í fyrstu valinn þar staður í Suðurríkjunum af þvl að þar var talinn betri kostur á miklu og fremur ódýru vinnuafli. En nú hefur sú verksmiðja verið lögð niður og verður öll starf semin í New Bedford, bæði birgðageymslur fiskstangaverk- smiðja og aðalbækistöð sölu- umboðs og markaðsleitar stað- sett í New Bedford. Verksmiðjan var opnuð hátið lega nú um mánaðamótin og var þar viðstaddur bæjarstjór- inn í New Bedford, Harrington að nafni og lét hann í ljós ó- blandina ánægju fyrir stofnun verksmiðjunnar sem myndi bæta atvinnuástand i þessum litla hafnarbæ. Norski fram- kvæmdastjórinn afhenti bæjar- stjóranum að gjöf fagurlegt vík ingaskip úr silfri. í nýju verksmiðjunni vinna nú í byrjun 50 manns, en starfs liðið aukið stig af stigi upp í 120 og 150 með aukinni fram- leiðslu. Verksmiðjan er mjög vel staðsett við höfn bæjarins og hefur mikla möguleika til stækkunar. v Fiskstangframleiðsla Frionor í gömlu verksmiðjunni í Ala- bama var upp í 12 þúsund tonn á ári og er það byrjunarfram leiðslan í nýju verksmiðjunni og möguleikgr til framleiðslu aukn ingar. Salan hefur takmarkað framleiðsluna, hefur hún verið 5—6 þúsund tonn á ári, en nú á að hefja mikla sölusókn. Til samanburðar má geta þess að sala verksmiðju íslendinga ; Ninhcohe hefur verið um 10 þús und tonn á ári og standa ís- lendingar því skrefi framar Norð mönnum í þessu efni Reksturinn telja Norðmenn hagkvæmari á margan hátt i nýju verksmiðjunni. Þar kemur Framh,.ld á bls 3 H*r>

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.