Vísir - 08.06.1965, Blaðsíða 10

Vísir - 08.06.1965, Blaðsíða 10
IC V í S I R . Þriðjudagur 8. SLYSAVARÐSTOFAN Opið allan sólarhringinn. Sími 21230. Nætur- og helgidagslæknir f sama sima Næturvarzla vikuna 5. — 12. júní Reykjavíkur Apótek. Næturvarzla í Harfnarfirði að- faranótt 9. júní Eiríkur Bjömsson Austurgötu 41 sími 50235 22.30 Létt músfk á síðkvöldi. 23.15 Dagskrárlok. Sjónvarpið Þriðjudagur 8. júní. 17.00 Þriðjudagskvikmyndin „Ég hitt'i hann f París.“ 18.30 Silwer Wings — Fræðslu- þáttur um flugmál. 19.00 Fréttir. 19.30 Skemmtiþáttur Andy Griff ith. 20.00 Ævintýri Martin frænda. 20.30 The Entertainers. 21.30 Combat. 22.30 Dupont Cavalcade — Stutt kvikmynd. 23.00 Fréttir. 23.15 Hljómlistarþáttur Law- rence Welk. Útvarpið Þriðjudagur 8. júní. Fastir liðir eins og vanalega. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.30 Síðdegisútvarp. 17.00 Fréttir. 18.30 Harmonikulög. 20.00 Islenzk tónlist: Rapsódía eftir Hallgrím Helgason. 20.25 Lýðræðishugsjónin sem stjómfræðikenning Hann- es Jónsson félagsfræðing- ur flytur lokaerindi sitt um þetta efrii. 21.00 Þriðjudagsleikritið „Herr- ans hjörð“ eftir Gunnar M. Magnúss leikstjóri Ævar R. Kvaran. Sjötti kafli: Góuþræll að Möðm- völlum. 22.10 Kvöldsagan: „Bræðumir" eftir Rider Haggard séra Emil Bjömsson les (16). Söfnin Ameríska bókasafnið er opið yfir sumarmánuðina, mártndaga — föstudaga kl. 12-18. Borgarbókasafn Reykjavíkur: Aðalsafnið Þingholtsstræti 29 A, sími 12308. Otlánsdeildin opin frá kl. 14-22 alla virka daga, nema laugardaga kl. 13-16. Les- stofan opin kl. 9-22 alla virka daga. nema laugardaga, kl. 9-16. Otibúið Hólmgarði 34 opið alla virka daga, nema laugardaga kl. 17-19, mánudaga er opið fyrir fullorðna til kl. 21. Otibúið Hofs vallagötu 16 opið alla virka daga, nema laugardaga kl. 17-19. Oti- búið Sólheimum 27, sími 36814, fullorð'insdeild opin mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16- 21, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 16-19. Barnadeild opin alla virka daga nema laugardaga kl. 16-19. Árnað heilla % % STJÖRNUSPA ^ Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Hjalta Guð- mundssyni ungfrú Elinborg Jóns dóttir, kennaranemi og Ólafur Björnsson, prentnemi., Heimili þeirra er í Fellsmúla 11. (Ljósmynd Studio Gests, Lauf ásvegil8) Hrúturinn. 21. marz til 20. apríl: Ýmislegt getur orðið til þess að valda þér nokkurm áhyggjum og heilabrotum. Frestaðu ef unnt er þýðingar- miklum ákvörðuriúm, ferðalög- um og bréfaskriftum. Nautið. 21. apríl til 21. maí. Þér kunna að berast fréttir sem þér koma ekki sem bezt. Gættu þess vandlega að byggja ekki ákvarðanir þínar á skökk- um forsendum fyrri hluta dags. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Það er hætt við að það sæki að þér þreyta og vinnuaf köstin verði ekki sem mest. Reyndu samkomulag Við skuldunauta og yfirboðara, eft- ir því sem unnt er. Krabbinn. 22. júní t’il 23. júlí. . Gamla sagan, þér veitist örð- ugt að hafa stjórn á skaps- munum þínum vegna tafa og truflana. Reyndu að halda friði við samstarfsmenn þína. Ljónið. 24. júlí til 23. ágúst: Reyndu eftir megni að lesa á mill'i lfnanna, komast að raun um hvað er að gerast að tjalda baki, sem snertir þig kannski ekki strax, en þó innan skamms. Meyjan. 24. ágúst til 23. sept. Hætt við þreytu og áhyggjum í sambandi við afkomu, starf eða þína nánustu. Sjúkdómur ann- arra gæti og átt sinn þátt í því. Vogin. 24. sept. til 23. okt.: Reyndu að komast hjá of miklu taugaálagi, slaka á og varpa j frá þér áhyggjum þó ekki sé nema í bili. Taktu helzt ekki neinar mikilvægar ákvarðanir. Drekinn. 24. okt. til 22. nóv.: Gættu viðbragða þinna og af- stöðu gagnvart óvæntum frétt um eða nýjum kynnum, því að mjög er hætt við að þú sjáir slíkt seinna í allt öðru ljósi. Bogmaðurinn. 23. nóv. til 21. des.: Varaðu þig á þvl að segja I fljótfæmi orð, sem geta sært nána vini og þá sem vilja þér vel. Njóttu hvíldar í kvöld að svo miklu leyti, sem unrit reynist. Steingeitin. 22. des. til 20. jan: Vinir og kunningjar reyn- ast að öllum líkindum Vingjarn legir og hjálpsamir I -dag og kvöld. Nokkrir erfiðleikar kunna að verða á vinnustað. Vatnsberinn. 21. jan. til 19. febr.: Forðastu eyðslu umfram tekjur leggðu alla áherzlu á sem bezt samkomulag við þá, sem þér eru kærastir og þurfa sam úðar þinnar við. Fiskamir. 20. febr. til 20. marz: Gerðu þér far um að sannreyna orðróm og fréttir, áður enn þú tekur afstöðu eða ákvarðanir. Sýndu tillitsemi innan fjölskyldunnar. Nýlega voru gefin saman I hjónaband af séra Frank M. Hall dórssyni ungfrú Sæunn Guð- mundsdóttir og Helg'i Kristjáns- son, iðnnemi. Heimili þeirra er I Skipasundi 41. (Ljósm. Studio Gests, Laufás- veg'i 18) MINNINGARSPJÖLD Minningarspjöld Asprestakalls fást á eftirtöldum stöðum: Holts- apóteki við Langholtsveg ,hjá frú Guðmundu Petersen, Hvamms- gerði 36 ® VIÐTAL DAGSINS Sigrún Jóns- dóttir. — Hverjar eru það nú aðal- lega sem sækja námske'ið yðar I rya hnýtingu og öðru, sem þér kennið? — Það eru húsfreyjur sem skrifstofudömur, en það fer ekki sérstaklega eftir neinni at- vinnugrein. Þær hafa bara áhuga og þetta eru eingöngu frístundanámskeið, sem ég hef haft s. 1. 7 ár og hafa verið á kvöldin. Þeim er alveg frjálst val hvað þær taka munstur- teikningu, listsaum, tauþrykk eða ryahnýtingu. — Fá þær að velja fyrir- myndir sjálfar? — Það er nú það, sem ég reyni að gera að stuðla að því að láta þéirra persónuleika koma fram. Þær teikna sínar hugmyndir sjálfar margar en sumum eru gefnar hugmyndir, sem þær geta valið um. Og það er það skemmtilega að það eru margar sem hafa lítið álit á sjálf um sér og hjá þeim koma oft fram skemmtilegar hneigðir til listsköpunar. Og ég vona að þær hafi ánægju af þessu. Sum- ar koma aftur og aftur, þeim finnst, að ef þær séu á nám- skeiði þá reki það á eft'ir þeim. Það er oft að húsmæður segja við mig, „nú læt ég allt sitja á hakanum heima fyrir“, þær reyna að hagnýta námskeiðið sem bezt. ’— Þér eruð komnar úr tveggja mánaða utanlands re'isu, þér hafið séð margt nýtt? Minningarspjöld Fríkirkjusafn- aðarins I Reykjavík eru seld á eftirtölduro stöðum: Verzluninni Faco Laugavegi 37. . Minningarspjöld Flugbjörgunar sveitarinnar fást á eftirtöldum stöðum: Bókabúð Braga Brynjólfs sonar, Sigurði Þorsteinssyrii Laug arnesvegi 43, Sigurði Waage Laugarásvegi 73, Stefáni Bjarna- syni Hæðargarði 54 og hjá Magn úsi Þórarinssyni Álfheimum 48. Tilkynning Jóns Auðuns gegnir Hjalti Guð- mundsson Brekkustíg 4, prest- verkum fyrir hann og afgreiðir vottorð. IF !T ISM'T X SO/V.ETHIN© ABOLIT MYACT -SIT DO'NU. J 4 — Ég byrjaði þetta ferðalag mitt I svörtustu Afríku til þess að kanna þær listgreinar, sem þessar frumstæðu þjóðir eyddu tímanum við, ég varð fyrir von brigðum því að ég hitti fyrir áhugalítið fólk, það hlýtur að hafa verið mjög frumstætt. Að allega var járnmálmssmíði hjá því og getuleysi og leti ein- kenndi það. Næst var ég á Kanaríeyjum, Tenererifi, var þar við skóla þar sem kenndur var hvítsaumur og annar út- saumur og var það meistara- legt hvað þeir hafa mikla tækni á sínu valdi. Ég taldi mig töluvert vana nál'inni en fannst ég vera viðvaningur, þegar ég settist við saumana. Aðra skóla heimsótti ég I Kaupmannahöfn og Gautaborg þar sem ég bjó ^ um tíu ára skeið. Svo fór ég til Hollands en þangað var ferð- inrii upphaflega heitið og til Parísar, ég heimsótti skólana á meðan þeir störfuðu allir svo að ég hefði betra tækifæri en áður, þegar ég hafði verið á ferð á sumarlagL — Hvað viltu svo segja um sýninguna, sem nú stendur yfir I Gagnfræðaskólanum f Vonar- stræti? — Það sem ég er stoltust yfir á sýningunni eru ryatepp- in en I þe’im höfum við ein- göngu hagnýtt okkur íslenzka ull. Ég held að bæði ullin okkar og þá sérstaklega botnamir beri af því útlenda, sem er ver ið að flytja inn ef meta ætti eft ir verðinu ætt'i það útlenda að vera helmingi betra. En það er einkenni frumstæðra þjóða að gapa yfir verksmiðjufram- leiðslunni I stað handunriiuna muna. Nú þegar stofnað var til þéssrar sýningar fannst mér eins gott að láta félag lamaðra og fatlaðra njóta góðs af, ekki eingöngu fjárhagslega, heldur var höfuðhugmyndin sú að það að sjá sýninguna gæti verið uppörvun fyrir þá, ef fólkið sæi að það gæti þetta sjálft og langaði til þess. BIFREIÐA SKOÐUN Þriðjudagur 8. júni R-6001 — 6150 Miðvikudagur 9. júní R-6151 — R-6300 Gjafa- IBKi * ' Wtafi! hlutabréf Waffi ÍBj Hallgrims- kirkju fást hjá *** _ | ,ér — 1 prestum lands- Þeir kalla ekki Bellu stórkost lega fyrir ekki neitt. Ungfrú Bella get ég fengið að tala við yður ,gnab.. Ertu íog.egíu- maður? Eiginlega ekki. Ég er a. . i. s aO iet . Ef það er ekki um éitthvað, sem -ttinum mínum, setztu niður. hjá: Bókaverzlun Sigf. Eymunds- sonar. Bókabúð Lraga Brynjólfs sonar, Samvinnubankanuin Bankastræti, Húsvörðum KFUM og K Oj 'iiá Kirkjuverði og kirkjusmiðum HALLGRlMS- KIRKJU á Skólavörðuhæð. Gjaf ir til kirkiunnar má draga frá tekjum við framtöl til skatts.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.