Vísir - 25.08.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 25.08.1966, Blaðsíða 1
...........................................................................................................................................•.................................................................. 56. árg. — Fimmtudagur 25. ágúst 1966. — 192. tbl. iMorskt skip í nauöum við Ingólfshöfða Fékk á sig hnút og er með mikla slagsiðu I morgun þegar Vísir var að fara í prentun bárust þær frétt- ir, að norskt flutningaskip ætti í erfiðleikum fyrir sunnan Íand. Það er með 1700 tonn af sem- enti á pöllum í lestinni, sem kastaðist til í nótt, þegar skipið fékk á sig hnút. Er skinið með mikla slagsíðu. Varðskip er á lciðinni að skipinu þvi til að- stoðar, en einnig hefur varnar- liöið gert einhverjar ráðstafanir bví til hiáipar ef í nauðimar rekur. Vestmannaeyjaradíó hefur kallað til allra báta og skipa, sem kynnu að vera í nágrenni skipsins og beðið þau að fylgj- ast með skipinu, þar til það er komið úr hættu. Ekki var vitað til í morgun að nokkurt skip væri í nálægð skipsins, en varðskipið átti eftir töluverða siglingu að því. Hefur skipstjóri norska skips Frh. á bls 6 Þýzka skólaskútan Gorch Foch í Reykjavíkurhöfn Þýzka skólaskipiö „Gorh Foch“ sigldi inn á Rey kjavíkurhöfn um 10 leytið í morgun. Þetta er fjórða heimsókn þessarar glæsilegu skútu til Islands. Héðan mun skipið heimsækja ísafjörð og heiðra með því 100 ára afmæli kaupstaðarins. Nánar verður sagt frá heimsókn skipsins á morgun. Loftleiðafundurinn hefst í Kaup- Talið ud SAS leggi til, að Loftleiðir fúi lendingarleyfi, ef þeir fækki ferðum sínum til landanna rtl te í dag hefst í Kaupmannahöfn fundur fulltrúa Islands annars veg ar og SAS-landanna, þ.e. Danmerk r, Noregs og Svíþjóðar hins veg- ar. Verður á fundi þessum rædd beiðni Loftleiða um að fá að lenda hinum stóru farþegavélum sínum, af gerðinni RR-400 í fyrrgreindum 3 löndum. Loftleiðir hafa sem kunnugt er stundað áætlunarflug til þessara landa í meir en 20 ár, ; en ekki fengið að lenda þar stærri Vvélum en af gerðinni Douglas DC6b, sem taka um eða yfir 80 farþega, en RR-400 flugvélarnar geta tekið allt að 190 farbega. All mikil blaðaskrif hafa orðið út af þessari beiðni Loftleiða, einkum þó í Danmörku, og virðast mörg dagblöð bar hafa tekið afstöðu gegn beiðni Loftieiða. Fulltrúar Islands á fundi þessum eru: Gunnar Thoroddsen, sendi- herra Islands í Danmörku, formað- ur nefndarinnar, Níels P. Sigurðs son, deildarstjóri í utanríkisráðu- neytinu, Agnar Kofoed Hansen, DAG flugmálastjóri og Birgir Möller, sendiráðsfulltrúi. Áheyrnarfulltrúi verður Kristján Guðlaugsson, stjórnarform. Loftleiða. Formað 1 ur viðræðunefndar Norðurland- anna þriggja, SAS-landanna, verð- ur H. Ktihne, skrifstofustjóri danska utanríkisráðuneytisins. Fundirnir verða haldnir í Kristjáns borgarhöll. Eins og fyrr segir í þessari frétt, hafa dönsk blöð skrifað mikið um þennan fund, og þau mál, sem á dagskrá hans verða. Kaup- mannahafnarblaðið „Berlingske Tidende" segir í gær, að það muni verða verðrnismunurinn á flugfar gjöldum SAS og Loftleiða, en ekki lendingarleyfi Loftleiða, sem muni verða aðaiatriðið á fundinum. Seg ir ennfremur, að fulltrúar SAS og fulltrúar samgöngu- og utanríkis- ráðuneyta Danmerkur, Noregs og Svíþjóöar, hafi tekið sameiginlega afstöðu í málinu og munj leggja til, að Loftleiðir megi lenda RR-400 flugvélum sínum í fyrrgreindum löndum, með því skilyrði, að Loft- leiðir fækki ferðum sínum til þessara þriggja ianda ísamræmivið aukna flutningagetu í hverri ferö. Segir blaðið, að fulltrúar SAS-land anna vilji leyfa Loftleiðum að fijúga þrjár ferðir í viku yfir sum arið, en tvær á veturna, en Loft- leiðir vilji hins vegar fljúga fjórum sinnum yfir sumarið, en þrisvar Framh. á bls. 6 Síldin aðeins 60 mílur undan landi Bræla d miðum og mörg skip í erfiðleikum á landleið Síldveiðarnar undanfarna daga ! hafa sem kunnugt er verið með því j sem bezt gerist. Viröist mikið síld- 1 armagn vera komið á miðin ekki allfjarri landi og bokast torfurnar sífeilt nær, bæði frá norðri og suöri. í gær fengu 47 skip ágætan afla 60-70 mílur A að S frá Skrúð og er það hið næsta landi sem síldin hefur veiðzt í háa herrans tíð. Sói arhringsaflinn var 5770 lestir. I gær tók að hvessa á nyrðra svæðinu NA af Langanesi og veidd i • ist lítið þar í gær. Seinnipartinn í tók sjór einnig að ýfast á syðra; svæðinu út af Skrúð og urðu bát-! ; arnir að hætta veiðum þegar leið I j á kvöídið. Flestir smærri bátanna j leituðu til lands undan veðrinu og ! mörg skipanna, sem fengu góðan j afla urðu að ryðja síldinni af dekki ! til þess að komast leiðar sinnar. j L'entu nokkur skipanna í erfiðleik- I um af þessum sökum, en ekki er blaðínu kunnugt um nein stór- vægileg óhöpp af þessum sökum Eftirtalin skip tilkynntu afla: Raufarhöfn: Súlan EA 260 lestir, Guðrún Þorkeisdóttir SU 190, Sæ> þór OF 50, Hamravík KE 180, Ósk ar Haildórsson RE 400, Ólafur Magnússon EA 180 lestir . Dalatangi: Dan IS 70 lestir, Fiska skagi AK 110, Pétur Thorsteinss. BA 250, Hannes Hafstein EA 230, Fróðaklettur GK 250, Höfrungur II. AK 200, Bára SU 170, Ól. Sig- urðsson AK 260, Gullfaxi NK 120, Kristján Valgeir GK 150, Gissur hvíti SF 55, Garðar GK 75, Þrym- ur BA 50, Sæúlfur BA 50, Jón á Stapa SH 70, Haraldur AK 70, Seley SU 70, Auðunn GK 45, Þor- steinn KR 140, Hugrún IS 70, Geir fugl GK 45, Akurey SF 15, Sig. Jónsson SU 175, Ögri RE 120, Hoffell , SU 110, Heimir SU 150, Fagriklettur GK 170, Jörundur III. RE 270, Fákur GK 60, Gullberg Framh. á bls. 6. . m&i * - -m«£i \ .... ‘S V * ' J . . •• t». wm ---J %. L ‘ S —. • ■ " — ■ r - . .... ■■ ... ■ .. Myndin er tekin á Seyðisfirði í fyrradag og sýnir drekkhlaðin skip koma að landi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.