Vísir - 25.08.1966, Blaðsíða 6

Vísir - 25.08.1966, Blaðsíða 6
t 6 V í SIR. Fimmtudagur 25. ágúst 1966 *S>- Ámi Johnsen gæzlumafiur i Surtsey ásamt Arinbirni, sem er fimm ára og er yngsti Surtseyjarfarinn til þessa. Surtsey — Framh. af bls 9 sóknum og vafasamt er að verða um ferðir úr landi. Þor- bjöm Sigurgeirsson og fjöl- skylda fara f fyrri ferðinni með gúmmíbátnum út í Maríu Júlíu. Sonurinn, fimm ára, og Þórdís fara upp í bátinn, en Ámi John- sen íklæddur froskmannsbún- ingi og við hinir ýtum frá landi. Allt hefur gengið eins og bezt verður á kosið, enda er Ámi fæddur og uppalinn i Vest- mannaeyjum og vanur sjónum frá bemsku. Að lokum er Surt- ur kvaddur með því að sigla suður fyrir eyjuna, þar sem hann mátti sjá skipið, en hann sýnir engin merki um, hvort honum líkar betur eða verr, en ferðamenn lýstu yfir söknuði og einn laumar smáfóm f sjó- inn fyrir framan kempuna. Gífurleg úrkoma síðasta sólarhring j trúar ungra myndlistarmanna. Ýmist hefðu fundarmenn kennt Birgi Thorlacius ráðuneyt isstjóra og síöan Norræna lista- bandalaginu um drátt þann sem hefði verið á málinu, en hefðu að lokum lofað að hringja út og kanna málavexti. Hefðu þeir síðan látið boð út ganga að sýningin yrði um miðjan desember. Sögðu þeir Sigurjón og Vilhjálm ur að lokum að tilkynningin sem birtist f dagblöðunum í morgun um skilafrest málverkanna kæmi þeim allsendis á óvart og væri frestur þessi allt of stuttur en í samræmi við allan undirbúning þeirra, sem hefðu átt aö sjá um þátttöku af íslands hálfu í sýningunni. Gífurleg úrkoma var um sunnan og vestanvert landið sífiasta sól- arhring og varfi sólarhringsúr- koman mest á Keflavfkurflugvelli 74 mm og á Hólmi við Reykjavík varð hún 73 mm. í Reykjavik var sólarhringsúrkoman aftur á móti ekki nema 31 mm. Sunnan hvassviðri gekk yfir allt landið síðasta sólarhring, um tíma í gær komst vindhraðinn í 10 stig á nokkrum stöðum sunnanlands, en norðanlands var hægara. Hvass- viðrinu fylgdu hlýindi og var að jafnaði 12—14 stiga hiti. í morgun var 17 stiga hiti á nokkrum stöð- um norðanlands: Eyjafirði, AðaÞ dal, Tjömesi og Vopnafirði og var úrkomulaust þar í morgun. Sólarhringsúrkoman á Kefla- víkurflugvelli varð sem fyrr segir 74 mm, en þar rigndi 40 mm í gær (kl. 9—18) og 34 í nótt (kl. 18—9). Á Hólmi var úrkoman 40 mm í gær og 33 í nótt og í Reykja- vfk var hún 20 mm í gær og 11 í nótt. Á Kirkjubæjarklaustri var úrkoman í nótt 52 mm og jafn mikil rigning mældist á Fagur- hólsmýri. Sólarhringsúrkoman á Kiaustri var 68 mm og 71 á Fag- urhólsmýri. 1 Jökulheimum mæld- ist 40 mm úrkoma f nótt. Á Þing- völlum var 33 mm úrkoma í gær og 38 mm í gær og í Vestmannaeyj um 36 mm f gær og 33 í nótt. Vestanlands varð úrkoman mest á Hvallátrum, en þar varð sólar- hringsúrkoman 69 mm. Otlit er fyrir áframhaldandi SV-átt með rigningu sunnanlands næsta sólarhring. Samkvæmt upplýsingum Veður- stofunnar var hér um gífurlega sólarhringsúrkomu að ræða og þótt sólarhringsmet sé fyrir ofan 100 mm fer úrkoman sjaldan upp fyrir 60 mm. Vegir spilltust mjög af völdum rigningarinnar og á Vestfjörðum fór Suðurfjarðarvegur hjá Fossi f sundur en gert mun verða við veg- inn í dag. Vamargarður brast hjá Hafursá í Vestur-Skaftfellssýslu og flæddi yfir veginn og kom í j hann skarð en það mun sömuleiðis verða lagað í dag. Klífandi f Vestur Skaftafellssýslu fór yfir veginn í gær en skemmdirnar voru lagaðar í gær. — í gær féll skriða á veg- inn við Skíðaskálann í Hveradölum en gert var við það í gærkvöldi. Síldin — Norræn sýning — Framhald af bls. 16 „Okkur voru falin störf í nefnd inni fyrir nokkrum dögum, en við vissum áður að það stóð til að halda þessa sýningu", sagði Jó- hannes. — „Það virðist sem bréf frá þessum aðilum úti varðandi þátttöku f sýningunni hafi mis- farizt, en bréfið var skrifað í marz. Afrit af bréfinu fengum við ekki fyrr en á föstudaginn var. Þetta er slæmt vegna sýningarskrárinn- ar, en að ööru leyti ætti þetta að vera f lagi.“ Þeir Sigurjón Jóhannsson og Vil hjálmur Bergsson hafa haft for- göngu fyrir hönd ungra myndlist- armanna hér að málið kæmist á rekspöl. Segja þeir að ungir myndlistarmenn hafi komizt að því eftir krókaleiðum að til stæði að halda biennalsýningu í Kaup- mannahöfn þar sem ungum mynd listarmönnum hérlendis væri boð in þátttaka. Hefðu þeir beöið eftir því að Fé- lag ísl. myndlistarmanna léti vita um sýninguna, en þegar ekkert heyrðist hefðu þeir hringt í ýmsa stjómarmenn félagsins. Heföu þeir lftiö sem ekkert viö málið kannast og héldu jafnvel að sýningunni væri lokið. Vildu þeir sem minnst skipta sér af málinu. Hefði að lokum verið haldinn fundur um málið, en ekki fyrr enj búið var að hringja nokkrum sinn- um f þessa aðila, þá Sigurð Sig- urðsson, Valtý Pétursson, Kjartan Guðjðnsson o.fl. Mættu á þeim fundi ýmsir stjórnarmenn Félags ísl. myndlistarmanna og fjórir full Loftleiðofundur - Framh. af bls. 1. sinnum á vetuma. Þá munu fulltrú ar SAS-landanna halda fast f þá afstöðu sína, að verðmismunurinn á fargjöldum Loftleiöa og SAS verði minnkaður að miklum mun, og nemi eigi meiru en 3%. Mismun urinn á fargjöldum SAS og Loft- leiða til og frá Kaupmannahöfn er nú um 14%, en þó nokkuð mismun andi, að sögn Loftleiða. Fundurinn f dag hefst kl. 3 e.h., en í morgun voru fulltrúar SAS landanna á fundum, til samræming ar afstöðu sinni. Væntanlega verö ur fundum haldið áfram á morgun föstudag. Þess má geta, að í dag hefst einnig fundur feröamálaráðherra Noröurlandanna, og er þar á dag skrá flugferöir í Svíþjóð, en taliö er, að til hans hafi nú einnig ver ið boðað, til að auðveldara yrði að ná í alla ráðherrana, ef nauðsyn kreföi vegna fundarins um lending arleyfi Loftleiða. Framh. af bls. 1. NS 60, Arnfirðingur RE 115, Frey- faxi KE 60, Reykjaborg RE 100, Oddgeir ÞH 140, Kristbjörg VE 30, Ófeigur III. VE 25, Sveinbj. Jak- obsson SH 75, Garði NK 50, Húni II. HU 70, Halkion VE 150, Heið- rún II. 1S 15 lestir. Norskt skip — Framhald af bls. 1. ins, sem heitir Dux, fengið fyrirmæli um það að sigla skip- inu upp undir Ingólfshöfða og snúa því þar upp í vindinn, ef það verður þorandi. Veður fór þa. heldur batn- andi í morgun og var þess vegna vonazt til að hægt væri að snúa því við. | Flutningaskipið „Dux“ er að koma með sement til íslands frá Stettin 1 Póllandi. Átti það að vera komið fyrir mörgum | dögum, en það varð fyrir véla- bilun á leiðinni hingað og varð 1 að leita hafnar í Noregi til við- : gerðar. I FELAGSLIF Öryggisbíll — Framh. af bls. 4 bílinn, hafa samt reiknað út, hvað bíllirtn mundi kosta í fjöldaframleiðslu. Upphæðin er rétt innan við 400 þús. ísl. kr. ef reiknað er með tollum. Forstjórar bandaríska bif- reiðaiðnaðarins hafa samt ekki i álit á þessari hugmynd. Þeir; telja, að ekki sé hægt að selja j bíla eins og þessa. Bæði séu [ þeir of ljótir og einnig vilji; bílaeigendur ekki láta minna sig á hættuna af umferðinni. Ferðafélag íslands ráðgerir eftir- taldar feröir um næstu helgi: 1. Hvitámes - Kerlingarfjöll - Hveravellir. Farið kl. 20 á föstudagskvöld. 2. Þórsmörk. .3. Hlöðuvellir. Farið kl. 14 á laugardag. 4. Skorradalur. 5. Gönguferð á Laugardalsfjöll. Þessar 2 ferðir hefjast kl. 9V2 á sunnudagsmorgun, frá Aust urvelli. Allar nánari upplýsingar svo og farmiðasala á skrifstofu félagsins. Öldugötu 3, símar 19533—11798. Hús í Smáíbúðahverfi Til sölu er sérlega skemmtilegt og vandað hús ásamt 40 ferm. bílskúr á hornlóð í Smáíbúðahverfi. Á 1. hæð eru 2 stofur, eldhús, búr, W.C. og forstofa. Á rishæð eru 3 svefnherbergi, bað og geymsla. 2 herb* íbúð er í kjallara sem einnig er hægt að fá keypta. Sér hitaveita með forhitara er fyrir hæðina. Fallegur garður, teppi, tvöfalt gler. Hagstætt verð og úborgun. Fasteignasala Sig. Pálssonar byggingarmeistara og Gunnars Jónssonar lögmanns, Kambs vegi 32. Símar 34472 og 38414. TIL SÖLU 3 herb. sérlega vönduð íbúð á 9. hæð við Sólheima. íbúðin er með mjög smekklegum og vel gerðum harð- viðarinnréttingum. 3 herb. 94 ferm. góð kjallaraíbúð við Miðtún. Sér hita- veita. Mjög fallegur garður. Fasteignasala Sig. Pálssonar byggingarmeistara ög Gunnars Jónssonar lögmanris, Kambs- vegi 32. Símar 34472 og 38414. ÚTBOÐ Tilboö óskast í að steypa upp og gera fok- helda eldhúsbyggingu á Landspítalalóðinni. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, gegn kr. 3.000,00 skilatryggingu. Tilboðin opnuð á sama stað 20. sept. n.k. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Seljum næstu daga: Lýðveldíð 1944-1966 öll merkin ónotuð. Verð kr. 2.900.00 ATHUGIÐ, að í næsta mánuði koma verðlistárnir fyrir árið 1967. Þetta er í síðasta sinn, sem við bjóð- um Lýðveldið compl. undir 3 þús. kr. FRÍMERKJASALAN LÆKJARGÖTU 6A sa Eiginmaður minn BJARNI JÓNSSON , FRÁ GALTAFELLI verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 26. ágiist kl. 13.30. Sesselja Guðmundsdóttir og fjölskylda.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.