Vísir - 19.06.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 19.06.1968, Blaðsíða 5
V1SIR. Miðvikudagur 19. júm' 1968. 5 Hausttízkan 1968 — T'izkukóngarnir hafa hegar gefib hugmynd um jboð sem koma skal i vetrartizkunni Vffi> erum rétt farnar að átta okfeur á vortízkunni, þegar tízku kóngamir fara að leggja á ráðin með hausttízkuna. Þegar er far- ið að halda tízkusýningar í Par- fs og víðar, þar sem vetrar- og hanstklæðnaöur er alls ráðandi. Þó aö enn sé of snemmt að spá um hvaö eigi eftir að verða vin- sælast af þessum klæðnaði n. k. vetur, er það þegar sýnt, að „Bonnie og Clyde tízikan“ held- ur velli, a. m. k. eitthvað fram á vetur. Sundurgerð og fjöl- breytni í efnis- lita- og sniðavali einkennir þær tízkusýningar sem til þessa hafa komið með vetrarfatnaðinn fyrir næsta vet- ur. Samkvæmisklæðnaður. Blúndu- blússa og taftbuxur niður á hné. Ljóst er að grófur, prjónaöur fatnaður ætlar að veða vinsæll með haustinu. Prjónakjólar sem ná niður á ökkla meö tilheyr- andi prjónakollum, hafa sézt í ýmsum útgáfum, svo og ýmiss konar prjónajakkar og kápur. Loðfatnaður, sem einnig nær niður á ökkla, verður liklega vinsæll næsta vetur, en ef slík- ur fatnaður nær einu sinni veru legum vinsældum, eins og hann gerði s.l. vetur, þá er þess alltaf langt að bíða að hann fari úr tízku aftur, enda tilheyrir loð- fatnaðurinn langdýrasta fatnað- inum. Samkvæmisklæðnaðurinn virð ist einnig ætla að verða marg- breytilegur, og ennþá skipa bux- umar virðingarsess hjá tízku- kóngunum. Silkibuxur, taftbux- ur og flauelisbuxur, jafnvel að- eins hnésíðar, ásamt pffublúss- um, hafa sézt í ýmsum útgáf- um og sagt er að tfzkudöm- urnar sem hafa sýnt þennan klæðnað líkist einna helzt kór- drengjum frá miðöldum eða litl- um „ævintýraprinsum" eins og einn tízkufréttaritarinn skrifaði. Við þennan sérkennilega klæönað em notuð breið belti, skartgripir, dökkir sokkar og spennuskór með lágum hælum, Vinnu- og hversdagsklæðnaö- ur sá sem tíndur hefur verið á sýningunum undanfarið, einkenn ist af undarlegum samsetning- um á litum og efnum. Röndótt, köflótt og doppótt er notað sam an f eina og sömu flíkina og útkoman er vægast sagt undar- leg. Þó gætir ennþá nokkurs hófs í þessum samsetningum og yfirleitt eru ekki notaðir nema tveir ráðandi litir í þessar sam- setningar. Biái liturinn er geysi- lega vinsæll f tízkuheiminum um þessar mundir, og því skær- ari sem hann er ög himinblárri, því fallegri þykir hnn. Lfklega eiga tízkukóngamir eftir að grafa upp miklu fleiri af gömlu tízkufyrirbrigðunum og draga fram í sviðsljósið, áð- ur en þetta sumar er á enda. Allt er þetta skemmtilegt og vissulega ágæt tilbreyting frá einfaldleikanum, sem hefur ver- ið svo einkennandi fyrir tízkuna undanfarin ár., En þessu fylgir þó nokkur hætta. Til að þessi gömlu tízkufyrirbrigði, sem yfir- leitt eru mjög sérkennileg og jafnvel byggð á gömlum venjum og siðum, séu raunverulega til prýði á nútímakonu, þarf mjög fágaðan smekk. Viö höfum þeg- ar séð hörmulegar útgáfur af „Bonnie og CIyde“ tízkunni hér á götunum, en það eru ungu stúlkumar, sem enn hafa ekki tileinkað sér góðan smekk og vandfýsi í fatavali, sem fyrstar falla fyrir þessum sérkennilegu tízkufyrirbrigðum, sem því mið- ur klæða alltof fáar þeirra. Hvað sem þvf líður, þá veröur forvitnilegt að fylgjast með haustsýningunum, en ennþá hafa stærstu tízkuhúsin í París ekki sýnt sitt endanlega „vetr- arsafn", heldur aðeins gefið okk- ur örlitla hugmynd um hvað koma skal. Doppótt blússa með röndóttu slifsi. Litirnir eru blátt og hvítt. Prjónakjóll (niður á kálfa) með tilheyrandi prjónakollu. Prjóna- fatnaðurinn á líklega eftir að ná miklum vinsældum næsta vetur. Stúlka óskast Stúlka vön vélritun og erlendum bréfaskrift- um óskast nú þegar. Uppl. um aldur og fyrri störf sendist augld. blaðsins fyrir 21. júní, merkt „1910“. VÝJUNG t TEPPAHREINSUN ! ADVANCi Tryggir að tepp- i ðhleypur ekki Reynið viðskipt- in. Uppl. verzl- Axminster, slmi 30676. Helma- simi 42239. Húsgögn — Útsala Seljum í dag og næstu daga lítið gölluð hús- gögn, hjónarúm, kommóður, sófaborð og fleira. — Opið á sunnudag. B.-Á.-HÚSGÖGN h/f. Brautarholti 6 Símar 10028 og 38555. v Orðsending frá kosninga- sjóði stuðningsmanna dr. Kristjáns Eldjárns Fyrir hönd kosningasjóðs leyfi ég mér alð vekja athygli stuðningsmanna um allt land á því, að verulegt fé vantar enn í kosninga- sjóðinn til að standa undir óhjákvæmilegum útgjöldum. Við höfum sent ýmsum samherjum beiðni um aðstoð og viljum þakka hinar ágætu undir- tektir. En að sjálfsögðu höfum við engan veginn náð nema til lítils hluta þess mikla fjölda, sem vill taka þátt í kostnaðinum með okkur. Það eru mjög eindregin tilmæli okkar til allra stuðningsmanna, að þeir leggi eitthvað að mörkum — minnugir þess að margt smátt gerir eitt stórt. Vinsamlega leggið smáupphæðir í póstinn eða komið þeim til okkar á aðalskrifstofuna að Bankastræti 6. F. h. kosningasjóðs' stuðningsmanna dr. Kristjáns Eldjáms. Ragnar Jónsson. Fyrir aöeíns kr. 68.500.oo getið þér fengið staðlaða eldhúsinnréttingu I 2—4 herbergja ibúöir, með ðllu tll- heyrandl — passa I flestar blokkaribúðir, Innifaliö i verðinu er: 0 eldhúsinnrétting, klædd vðnduðu plasti, efrí og neðri skápar, ásamt kústaskáp (vinnupláss tæpir 4 m). 0 ÍSSkápUr, hæfilega stór fyrir 5 manna fjölskyldu i kaupstað. fuppþvottavél, (Sink-a-matic) ásamt eldhúsvaski. Uppþvottavélin þvær upp fyrir 5 manps og að auki má nota hana til minniháttar tauþvotta. (Nýtt einkaleyfi). 0 eldarvélasamstæða með 3 hellum, tveim ofnum, grillofni og steikar* og bökunarofni. Timer og önnur nýtizkú hjálpartæki. Q lofthreinsari, sem með nýrri aðferð heldur eld- húsinu lausu viö reyk og lykt. Enginn kanall — Vinnuljós. Allt þefta fyrir kr. 68.500.oo. (söluskattur innlfallnn) Ef stöðluð innrétting hentar yður ékki gerum viö yður fast verðtilboð á hlutfallslegu veröf. Gerum ókeypis verðtilboð I eldhúsinnréttingar í ný og gömul hús. Höfum cinnig fataskápa, staðlaða. - HAGKVÆMIR GREIDSLUSKILMÁLAR - K I R K J U H VOLI REYKJAVÍK S f M I 2 17 te

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.