Vísir - 19.06.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 19.06.1968, Blaðsíða 3
 iugþusundir sotnuöust saman 1 miöbænum undir miðnættið og hefur mannfjöldinn sjaldan eða aldrei verið slíkur á einum stað í borginni. Ungir og gamlir fengu sér snúning og ef herrann var ekki annars vegar dansaði bara dama við dömu. Borgin dansar ÞAÐ var ekki fyrr en í aftur- eldingu, að bros einstaka þjóð- hátiðargesta tóku að ygglast lít ið eitt. Flöskum var veifað og há tíðarskál sopin í húsasundum og á almannafæri, án allrar tillits- semi við góðborgarana, sem leiddu konur sínar virðulega um strætin. — Mest var það ung- þýði, sem gerði sér öldurhátíð úr kvöldinu, en svall varð hvergi til skaða. Einstaka rútur mun þó hafa fengið gistingu í steininum eins og jafnan þjóðhátiðarnóttina. Það hefur einkennt þjóðhátíð undangenginna ára, hversu þaul setinn mannfjöldinn er í mið- bænum eftir að skemmtun er lokið. Þegar dansinn er úti, tek- ur við hangs og slark. Unga fólk- iö veit ekki hvað þaö á af sér að gera. Og það fer þá aldrei hjá því aö einhverjir finni »ér skemmtun í drykkjulátum. Flestir virðast þó leggja leið sina í bæinn á þjóðhátíðarkvöld- in — aðeins til þess að sjá — dansinn verður aldrei almenn- ur á götunum. Obbinn af fólki gengur um bæinn til þess að sýna sig og sjá aðra — sumir kannski til þess að sjá aðra skandalísera. Þegar borgarinn vaknaði morg uninn eftir þjóðhátíðina, hvort heldur það var af værum blundi, eþa af höfgum hátíðarsvefni, sér engin merki um illa né góða umgengni fólks þjóðhátíðarnótt- ina. Starfsmenn borgarinnar hafa þá farið hönðum um götur og torg, hreinsað hvern blett eft- ir hátíöardansinn og lífið geng- ur sinn vana gang. Það var heldur súr þjóðhátíð- arsvipurinn ,á fólkinu, sem ark- aði þúsundum saman inn í Laug- ardal í fyrradag til þess að heyra og sjá þjóðhátíöardagskrána. 'Fólk hafði litla eirð í sér fyrir rigningunni og regnhlífarnar skyggðu á skemmtiatriðin. Eftir heitan kaffisopa um mið degið fór hins vegar að glaöna til í bænum. Regnhlífarnar voru dregnar saman, unglingar settu upp stráhatta og hver fiikaði sínu sjaldhafnarstássi, fólk fékk sér göngutúr niöur í bæinn og snúning á Torginu. Fánar blöktu hvarvetna við hún og fengu sumir að hanga fram í morgunsárið. eða aldrei verið jafn mikill f miðborginni Fólksmergðin þakti Lækjartorg, Lækjargötu, Austur stræti og „Hótel Islands lóðina" — þrengslin voru svo mikil um miðnættið að fólk varð að olh- boga sig áfram um þessi stræti og torg. — Ekki bar þó á öðru en fólk tæki þessum umferöar- þrengslum með þjálu brosi, eins og reglur mæla fyrir. Unglingarnir héldu sér vakandi fram á nótt og skemmtu sér við að horfa á spilarana, sem léku fyrir dansinum á götunum. Regnskúrin hafði hreinsað loft ið og rykið af götunum. Og borgin skemmti sér við dans og söng til klukkan eitt um nótt þetta fegursta kvöld vorsins. Mannfjöldinn hefur sjaldan Uppi á Arnarhóli safnaðist fjöldi fólks saman til þess að horfa á sólsetrið, sem var ein- staklega litríkt. Kvöldroðinn lék um flóann, kastaði skærum bjarma á hólinn og um'þil og glugga í Vesturbænum. i *t?' ■ ■ -v LÁTIÐ OKKUR INNHEIMTA... t»oð sparar yður tlma og ójbægindi INNHEIMT USKRIFST OFAN Tjarnargötu 10 — 111 hæd —Vonarstrætismegin — S'imi 13175 (3linur)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.