Vísir - 19.06.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 19.06.1968, Blaðsíða 4
I V Nýtt húla- hopp-æði — eða hvað? Fyrst voru það húlahopp-gjarð- ir, svo komu kengúruboltar og sitthvað fleira, en nú eru það ... tja, hvað skyldi maður eiginlega nefna það? — Rölt-tölt-pottar! Þetta er nýr leikur, sem fréttir barast af frá Danmörku. Þeir ku vera mikið hrifnir af honum Dan- irnir — jafnt ungir sem gamlir. Er hann þar iðkaður jafnt á barna leikvöllum og gangstéttarflfsum, sem í danssölum hljómplötu- klúbba. Danir leika sér með „rölt-töltpotta" Þeir kalla hann „go-go-potter“, sem getur alveg eins útlagzt sem „rölt-tölt-pottar“, eins og eitt- hvað annað. Leikurinn er fólginn í því, aö maður gengur á sitthvorum blómsturpottinum, en heldur í blómsturpottana um leið með snúru. Þetta er dálítið vandskýrt, jafn einfalt og það er. Blómsturpottarnir snúa á hvolfi og í botn þeirra er hundin snúra, hvorn fyrir sig. Meðfylgjandi mynd ætti að geta skýrt þetta betur. Þaö var einhver Grethe Elling, sem fyrst átti heiðurinn að þessu uppátæki, en á stuttum tíma hef- ur hún selt i,rölt-tölt-potta“ í þús unda vís. Hún á þá til í allra handa litum. * Þannig ganga menn, eða jafnvel dansa, á rölt-tölt-pottum. nvrri kvikmynd Það er ávallt eitthvað sprell, þar sem Dirch Passer er á ferð- inni. Um þessar mundir leikur hann í mynd, sem ber nafnið: „Ég og litli bróðir minn. — II.“ Ekki bregður hann í þeirri mynd út af vananum og eiga menn vafalaust eftir að finna tölu vert aðhlátursefni í myndinni, þegar hún verður til sýningar. Á myndinni hér sjáum við Dirch ásamt Poul Reichardt (ann ar frægur leikari, sem Danir eiga) en þeir fara með hlutverk bræðr- anna, sem eru ólmir f þetta ný- móðins sport útlendinga — nokk- urs konar minikappakstur. Hvorugur þeirra vinnur þó þennan kappaksturinn. Miklu frekar er það framleiðandinn og leikstjórinn, Lau Lauritzen, sem fer með sigur af hólmi í þessn einvígi. Hins vegar höfðu áhorfendur, sem söfnuðust saman við Jersie- kappakstursbrautina í Danmörku, mikið gaman af. Þar var þessi sviðsmynd tekin. ...................... til tekst hverju sinni. Auðvitað veröa hins vegar allir að vera viðbúnir því að verða fyrir von- brigðum með veðrið, en veður- Blöðruhátíðin hiikla. íslenzkt lýöveldi er ekki gam alt í hettunni, en síðan árið 1944, þegar vIL tókum okkur 17. júní sem þjóðhátíöardag, þá hefur verið að þróast sá háttur, sem við höfum á að gera okkur dagamun. Auövitað hefur þjóð- hátíöarbragur okkar oröið fyrir erlendum áhrifum, eins og marg ir aðrir siðlr okkar, en helztu vandræðin eru í sambandi við það að ýmis atriði útihátíðar eru svo háð verðinu að þau fara ekki vel fram nema í cóðu veðri. Því er það svo, að ýmislegt þaö, sem vel fer fram, þar sem hiti er og jafnviöri, það getur farið gjörsamlega út um þúfur, þegar við ætlum aö framkvæma svipuð atriðl hérlendis til há- tíðabrigða. Góðveðursdagarnir eru svo miklu færri en hretViðr in, þó um sumar sé, aö hátíða höldin njóta sín vart nema aö hálfu, eitt og eitt ár inn í tnill- um. Og þegar verið er aö láta allt fara fram. samkvæmt aug- lýstri dagskrá, þá fjúka jafnvel drekka kók. Blöörur og pappírs hattar hafa venjulega sett mjög sterkan blæ á' hátíöarskarann, þegar vel hefur viðráð, svo að sum skemmtiatriðin burtu af skemmtisvæðinu, eins og sumir fallhlífastökkvaranna 4 þetta sinn, þó það atriði sé í sjálfu sér sérstætt hér hjá okkur og skemmtilegt. En hvernig eigum við þá að fara að í sambandi við þjóðhá- tíð? Því er varla gott að svara, en flestir hafa gaman af dans- inum á götum úti, þó veðriö verði áfram að ráða, hvernig guðirnir taka ekki alltaf tillit til, hvort dagurinn er hátíðar- dagur eða ekki. Annars hafá hátíðarhöldin undanfarin ár mótazt mjög af börnunum eins og vera ber og svo stúdentunum með hvíta kolla, sérlega árin sem vel hef- ur viðrað. Börnin hafa fengið að gera sér dagamun, en óskirnar eru þá þær helztar að fá að kaupa blöðru, borða pylsu og legið hefur við, að stúdentshúf- urnar hafi horfið í litahafið, innan um mislitu pappírshúf- urnar og blöðrurnar. í þetta sinn var þetta ekki eins áber- andi, kannski einmitt vegna veð ur$ins, því það var alls ekki pappírshúfu- né blöðruveður. Þó þegar veður tók að batna, þegar dansinn stóð sem hæst I mið- borginni á hátíðarkvöldinu urðu blöðrurnar aftur miög áberandi. 1 ■ ’ * % * Ekki ætla ég að arnast við blöðr unum, en þær eru aðeins vottur um það, hvernig við viljum halda hátíð og gleðjast. Ekki er hægt að segja að þessi pappirs- hatta- og blöðruhátíð sé beint þjóöleg, en það er ekki um svo margt að velja, og þessi ánægju vottur er vart skaðlegur, þó hann minni óneitanlega fremur á kjötkveöjuhátið suður f lönd- um, ef sleppir öldrykkjunni, sem víðast fylgir slíkum gleð- skap. En hér virðist í þess stað hafa aukizt áfengisneyzla á þjóð hátíð á götum úti og er það út af fyrir sig slæm þróun. Vafalaust munum við einnig í næsta sinn halda þióðhátfð á sama veg, háð veðri og vind- um, enda eigum við ekki margra kosta völ, og enn hafa ekki kom ið fram hugmyndir sem breytt geta hátíðarbragnum. Þrándur í Göto.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.