Dagur - 11.03.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 11.03.1999, Blaðsíða 1
Of knappur tími til uitdirbimiiigs Landlæknir telur að Alþingi hafi verið um of hjartsýnt þegar það ákvað 6 mánaða frest þar til hægt yrði að hyrja að safna upplýs- ingum í gagnagrunn- inn. Líklegt er að söfnun upplýsinga í miðlægan gagnagrunn heilbrigð- isþjónustunnar muni fara af stað töluvert síðar en gert var ráð fyrir. Sigurður Guðmundsson land- læknir segir ýmis atriði ennþá óljós. I lögunum um gagnagrunn- inn var áskilið að sex mánuðir yrðu að líða frá samþykkt laganna þangað til söfnun persónuupplýs- inga gæti hafist. Þessi tími er að mati landlæknis allt of skammur til að anna öllu því sem gera þarf áður en hægt verður að hefja söfnun persónuupplýsinga. „Það er fjölmargt sem ekki er búið að útfæra enn varðandi þennan grunn. Við höfum komið á fót þriggja manna nefnd sem hefur eftirlit með gerð rekstr- arleyfisins og auglýsingu þess fyrir hönd ráðu- neytisins, en það á t.d. alveg eftir að búa til reglu- gerðir um vís- indasiðfræðilegt eftirlit. Gert er ráð fyrir að sér- stök siðanefnd, óháð rekstrar- leyfishafanum, hafi eftirlit með öllum spurning- um sem lagðar eru fyrir grunn- inn. Ekki er heldur farið að leita hófanna um samninga við heil- brigðisstofnanir um þátttöku í þessum grunni. Löggjöfin endaði þannig að hver einstök heilbrigð- isstofnun mun semja um sam- starfið við rekstrarleyfishafana," segir Iandlæknir. Landlæknisembættið er að hefja dreifingu eyðublaða fyrir þá sem hyggjast til- kynna sig úr grunninum og eru sýnishorn af þessum eyðu- blöðum nú kom- in á vefsíðu emb- ættisins. Þau fara inn á allar heilsu- gæslustöðvar og sjúkrahús, apó- tek og sendiráð auk þess sem ræðismenn Is- lands erlendis munu hafa blöð- in undir hönd- um. Einnig verð- ur upplýsinga- bæklingi dreift á öll heimili og stofnsett „hot-line“ hjá landlækn- isembættinu, þar sem starfsmað- ur mun svara spurningum. „Við viljum að almenningur kynni sér málið mjög vel áður en fólk tekur afstöðu. Það skiptir mjög, mjög, mjög miklu máli að fólk fái allar upplýsingar og málið verði jafn gegnsætt og opið og mögulegt er,“ segir Iandlæknir. Mannvernd Sigmundur Guðbjarnason hjá samtökunum Mannvernd segir að þrátt fyrir tafir hljóti samtökin að taka mið af lögunum sem segi að 17. júní nk. megi sérleyfishafi fara að byggja grunninn upp. „Við hvetjum fólk til að gera upp hug sinn fyrir þennan tíma og tilkynna landlækni ef vilji er ekki f)TÍr því að vera með í þessum miðlæga grunni,“ segir Sigmundur. Að sögn hans hafa fjölmargir einstak- lingar leitað til samtakanna að undanförnu til að fá upplýsingar og æði margir skráð sig í samtök- in. „Eftir því sem menn hafa áttað sig betur á eðli málsins þá renna tvær grímur á æ fleiri.“ Dagur náði ekki tali af forstjóra Islenskrar erfðagreiningar vegna málsins. Davíð Þór Björgvinsson lagaprófessor vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu, enda hefði nefndin sem hann stýrir og á að fylgjast með framkvæmd gagna- grunnsins, aðeins einu sinni hist. Hann tók þó undir að tíminn sem væri til stefnu virtist fullknappur miðað við þá vinnu sem ólokið væri. — bþ Sigurður Guðmundsson landlæknir segir að ekki verði hægt að anna öllu því sem þarfað anna fyrir þann tíma sem menn ætluðu sér að hefja söfnun persónuupplýs- inga. Stjómarfor- niaöur SH Róbert Guðfinnsson, nýkjörinn formaður SH, er 42 ára gamall Siglfirðingur, alinn upp á árun- um eftir síldarhrun. Hann er stýrimaður og útgerðartæknir, er mikið í vinnunni en sinnir Qöl- skyldunni þess á milli. Nánasti samstarfsmaður Ró- berts er Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma-Sæbergs. Saman hafa þeir starfað sem framkvæmda- stjórar, stækkað fyrirtækið og komið því á verðbréfamarkað. Ólafur segir að það sé afar auð- velt að vinna með Róbert og tel- ur hann „hugmyndaríkan, rétt- sýnan og staðfastan". Róbert er kvæntur Steinunni Ragnheiði Arnadóttur og eiga þau fjórar dætur. - Sjá Lífið í landinu, bls. 19. Lands- fimdur Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem Dagur hefur rætt við segja að hjá því verði ekki komist að sjávarútvegsmálin verði fyrirferð- armikil á Landsfundi Sjálfstæð- isflokksins sem hefst í dag. Mál- efni kvótalítilla byggðarlaga, bæði á Vestfjörðum og AustQörð- um, verða í umræðunni. Kristján Pálsson alþingismaður sagðist telja að eina leiðin til að bjarga þessum byggðum væri að auka enn frekar allt frelsi hvað varðar kaup og sölu á aflaheimildum. Það yrði að gera mönnum auð- veldara en nú er að leigja sér kvóta. Einar Oddur Kristjánsson sagði að fyrir hin litlu, dreifðu byggðarlög, sem lifa eingöngu á sjávarfangi, væri lífsnauðsynlegt að efla strandveiðiflotann. Það væri hann sem gæti haldið uppi atvinnu í þessum byggðarlögum. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag kl. 17.30 i Laugardalshöllinni og honum lýkur síðdegis á sunnudag. Talið er að um 1500 manns muni sitja fundinn og voru menn I gær I óða önn að undirbúa Höllina fyrir fundinn. Hér sést Hilmar Guðlaugsson sem um árabil var formaður bygginganefndar Reykjavíkur festa flokksmerkið upp í anddyrinu. - mynd: e.ól. Verðbólgan 6% í inars Vísitala neysluverðs hækkaði um hálft prósent milli febrúar og mars, sem umreiknað til heils árs mundi samsvara 6% verð- bólgu. Um þriðjung hækkunar- innar má rekja til þess að fataút- sölum er nú Iokið svo sá liður hækkar á ný og litlu minna til þess að markaðsverð íbúðarhús- næðis hækkaði um 1,3% milli mánaða. Slétt tvö ár eru síðan vísitalan var sfðast sett á 100 og því fróð- legt að skoða þróunina síðan. Sjónvörp og vídeó eru nú rúm- lega fjórðungi ódýrari en fyrir tveim árum. Bensínið hefur lækkað um 9%, heimilistæki 7% og síminn sömuleiðis. Á hinn bóginn kostar nú 24% meira að reykja, ýmis þjónusta er 17% dýrari, húsaleigan hefur hækkað um 15%, íbúðaverð um 12% og bílaviðgerðir 12%, heilsugæsla 10% og matarreikn- ingurinn um 8%. — HEI Afgreiddir samdægurs 1 Venjulegirog liiii'i'..'iiii'i"i'i'iliiiiii'ilii '^MMM JHF MM MHIHItjsssss demantsskomir WORIDWIDE EXPRESS trúlofunarhringar EITT NÚMER AÐ MUNA GULLSMWIR \M\ SIGTRYGGUR & PÉTUR 5351100 AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.