Dagur - 11.03.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 11.03.1999, Blaðsíða 2
2 - FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 ro^tr Rúmlega 1.600 einstaklingar komu í meðferð á Vogi í fyrra, margir oftar en einu sinni. Myndin er frá uppákomu sem Vímulaus æska stóð fyrir. 110 nýir sprautu- födar á Vog í fyrra Þriðjungur þeirra 860 sprautufíkla sem komið hafa á Vog s.l. átta ár eru með langviuna lifrar- bólgu, sem draga mun marga þeirra til dauða. Frá Vogi eru góðu fréttirnar þær að dregið hefur úr helsælunotkun síðan 1996 og herófn er ekki á markaðnum. Slæmu fréttirnar eru m.a. að í kjölfar stóraukinnar kannabisneyslu unglinga fylgir aukin notkun amfetamíns, sem á Vogi er áberandi mest í 20-25 ára ald- urshópnum, og þar með hefur síðan sprautufíklum fjölgað mjög verulega á síðustu árum. Að sögn Þórarins Tyrf- ingssonar yfirlæknis er nú svo komið að 21% líkur eru á að sá sem innritast á Vog hafi sprautað sig í æð með vímu- efnum. Þetta hlutfall var aðeins 3% fyrir hálfum öðrum áratug. Um 56% innritaðra á Vog berst bara við Iöglega vímuefnið, áfengi, og 25% við áfengi með öðru. Um 1/3 kvenna og 6. hver karl misnotar róandi ávanalyf, sem ávísað er af læknum og keypt í apótek- um. Og 90% allra sjúklinga reykja, sem oft mun upphafið að öllu saman. AIIs hafa 860 einstaklingar greinst sem sprautufíklar á Vogi síðustu átta ár og 520 þeirra höfðu sprautað sig reglulega. Rúmlega 300 þessara sprautufíkla komu á Vog á síðasta ári (90 konur og 214 karlar) og um 110 þeirra voru að greinast sprautufíklar í fyrsta skipti. Um helmingur alls hóps- ins - alls 153 einstaklingar og þar með nær 10% allra sjúklinga á Vogi 1998 - sprautuðu sig reglulega í æð. Næstum 2/3 þeirra sem sprauta sig reglulega hafa smitast af Iifrarbólgu C, sem nú á dögum berst nær eingöngu milli manna með sprautum í æð. Að sögn Þórarins er C Iifrarbólga þegar orðið stórkostlegt heilbrigðisvandamál sem á komandi árum mun fjölga veru- lega tilfellum af skorpulifur og lifrar- krabba. A Vogi hafa greinst um 350 til- felli af Iifrarbólgu C á s.l. átta árum, þar af nær 50 ný tilfelli í fyrra. Fæstir losna aftur við veiruna. í Evrópu og Ameríku deyja sífellt fleiri úr þessum sjúkdómi, nú álíka margir og úr al- næmi og talið að þeir verði fleiri innan tíðar. Ætlað er að 400 Islendingar séu nú með lifrarbólgu C. Flestir þeirra fá fremur væga en langvinna veirusýk- ingu. En allt að fimmtungur sýkist al- varlega um 10-20 árum eftir smit, sem dregur marga þeirra til dauða úr lifrar- krabba eða skorpulifur. Rúmlega 1.600 einstaklingar komu í meðferð á Vogi í íyrra, margir oftar en einu sinni. Flestir, um 450 manns, voru á þrítugsaldri, rúmlega 350 á fer- tugaldri, yfir 300 á fimmtugsaldri, um 250 eldri en fimmtugir og litlu færri undir tvítugu - þeirra á meðal rúmlega 20 krakkar 14 og 15 ára og tvöfalt fleiri 16 ára. Rúmlega fjórðungur alls hópsins (yfir 400 manns) voru stórneytendur kannabisefna (flestir í yngstu árgöng- unum), annar Qórðungur stórneytend- ur amfetamíns og 10% sprauta sig dag- lega, eins og áður var sagt. -HEl Fullyrt er í heita pottluum að Guðmundur Bjamason um- hvcrfisráðhcrra taki við starfl forstjóra íbúðalánasjóðs und- ir lok þessa mánaðar. Rætt hafði verið um að Guðmmtdur kæmi galvaskur til starfa hjá sjóönum um miðjan mánuð- inn þegar þinghaldið væri lok- ið. Nú er hins vegar ljóst að þing þarf að kalla aftur saman 2 6. mars ekki síst til þess að hægt sé að slíta því á rctt- um tíma fyrir kosningar. í pottinum er sagt að ckki hafl þótt taka því að kalla saman ríkisráðsfund til þess eins aö leysa Guðmmid frá cmbætti. Því mmi ákveðið að ríkisráðið kom saman í marslok, kveðji Guðmund og stimpli slatta af lögum. Framsóknanncim í Reykjavík em nú nokkuöu áhyggjufullir cftir slaka útkomu í skoöana- kömimi Gallup. í pottiumn segja memi að þeir hughreysti hvom amian með þvi aö rifja upp að gengið var afar slakt í könnunum íyrir síðustu kosn- ingar líka, en þá hafl flokkm- inn þó náð að vinna sig upp í talsverðan kosningasigur. Mcnn þakka það ekki síst vel heppnaðri kosningabar- áttu. Hins vegar vita framsóknarmcmi að þeir þurfa á öðru kraftavcrki að halda og í pottinum telja mcnn það hafl veriö vcgna góðra tcngsla við almættiö scm Helgi S. Guðmundsson hafl verið gcrður að formanni kosnhigastjóniar í Reykjavik.... En talandi um framsóknarm emi í Reykjavík. Þar mmi búið að ráða kosningastjóra til að stýra hiimi daglegu baráttu. Þctta er Öm Gústafsson scm rekur nú íyrir- tækið Fjárvemd cn var lengi vel einn af toppunum hjá VÍS..... Heigi S. Guðmundsson. Magnús Már Þorvaldsson Jfamkvæmdastjóri „Halló Páskar“ ífyrsta skipti verðurefnt til dagskrár um páskana á Akureyri sem berheiW „Halló Páskar“. Áðurliefur HaHóið aðeins veriðkenntvið Akureyri um verslunar- mannahelgi enfram- kvæmdastjóri á von á 5000 manns í hæinn. Engin ælandi ung- menni á Halló PásKunt - Hvað mun helst bera til tíðinda d Akur- eyri um páskana? „Við munum byrja á að reisa risastóran snjókarl samkvæmt venju og hann er ákveð- ið aðdráttarafl fyrir yngri kynslóðina og nánast vörumerki fyrir Akureyri. Hann er reistur í boði Búnaðarbankans á Ráðhús- torginu og það er ekkert launungarmál að hann ber svipmót bankans, sbr. sparibauk- inn þeirra. Við áætlum að vera með opnun- arhátíð 26. mars en hún mótast af því hve duglegur ég er að safna peningi fyrir hátíð- arhöldin. Grunnáætlunin er sú að við mun- um taka á móti leikskólakrökkum á torginu með fulltingi Skralla trúðs og leikara sem bregða sér í hlutverk snjókarla. Síðan verð- ur eflaust heilmikið húllumhæ.“ - Hvað hefur verið gert um páska á Ak- ureyri undangengin ár? „Fyrst og fremt hefur það verið auglýst verulega upp sem í boði er. Sem dæmi starf- andi leikhús, skemmtistaðir o.s.frv. Fram til þessa hefur páskahátíðin ekki verið neitt í Iíkingu við Halló-hátíðina um verslunar- mannahelgina að því leyti að ekki hefur ver- ið boðið upp á neina meiriháttar dagskrá. Núna verða hins vegar viðburðir líkt og Is- landsmótið í ískrossi sem fer fram að öllum Iíkindum á Akureyrarvelli, Iaugardaginn fyrr páska. Þá verður ískross á Leirutjörninni daginn eftir og skrúðganga og flugeldasýn- ing í boði Hagkaups á síðasta degi páskahá- tíðar. Þá er ótalin samfelld dagskrá uppi í Hlíðarfjalli og við Fálkafell. Vetraríþróttirn- ar eru jú helsti segullinn okkar um pásk- ana." - Þið eruð nánast eingöngu að stíla upp á fjölskyldufólk? „Já, það gerum við, en eigi að síður bjóða staðir eins og Sjallinn upp á bestu hljóm- sveitir landsins sem höfða til yngri kynslóð- arinnar. Það ættu allir að geta fundið sér heilmargt við hæfi.“ - Áttu von á að Hallónafnið virki jákvætt á fjölskyldurnar um páskana? „Eg vænti þess þegar fram líða stundir já, en ég er ekki viss um að við fáum neina bulllandi aðsókn þetta árið. Sumum finnst þetta dálítið framandi en aðrir slá sér á Iær og hlæja að hugmyndinni. Margir telja að það sé borið í bakkafullan lækinn að kenna páskana við Hallóið líka og hinir sömu eru e.t.v. fastir í þeirri hugsun að ímynd Hallós- ins sé fyrst og fremst ælandi unglingar á víð og dreif um bæinn. Það svipmót hefur þó smám sana verið að hverfa hjá okkur um verslunarmannahelgi." - Þú minntist á Jjármögnun áðan? í hvaða sjóði er hægt að ganga til að standa straum af hátíðarhöldum sem þessum? „Enga, jafn merkilega og það nú hljómar. Allt frá því að ég hóf undirbúning að fyrstu hallóhátíðinni 1994 þá höfum við alltaf byrjað á núllpunkti. Það er leitað til hags- munaaðila eða hulduhersins eins og sumir kalla þá. Núna Ieita ég til 77 aðila um stuðning og þar á meðal er Akureyrarbær. Maður veit hins vegar aldrei hvað hefst upp úr krafsinu fyrr en upp er staðið." - Hvað áttu von á mörgum gestum? „Eg vænti þess að þetta árið fáum við með öllu tilheyrandi um 5000 manns. Sú tala gæti vaxið verulega í framtíðinni." BÞ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.