Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 1
DAGBLAÐIЗVISIR 31. TBL. -76. og 12. ÁRG. - FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1986 ÖLL SKREIÐ í LANDINU SELD Samningur um sölu á allri skreið, sem til er í landinu, var undirritað- ur í London í fyrradag eftir þriggja vikna viðræður þar. Samningurinn á þó eftir að hljóta samþykki allra aðila hérlendis. Menn hafa giskað á að verðmæti skreiðarbirgða í landinu, sem legið hafa óseldar í þrjú ár, sé eitthvað innan við tvo milljarða króna. „Þetta er mjög gott verð, held ég,“ sagði Pétur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sjávarvara hf., er DV hringdi í hann til London í morgun. Að sögn Péturs tók Bjarni V. Magnússon, framkvæmdastjóri íslensku umboðssölunnar, þátt í samningaviðræðunum. „Skreiðin er raunverulega seld til Nígeríu í gegnum London. Aðil- ar í London taka við henni og ábyrgjast okkar greiðslur í dollur- um,“ sagði Pétur. Hann sagði samninginn hálfgerð vöruskipti. Nígeríumenn létu í staðinn kaffí, kakó, kol, skinn og fleiri vörur. „Það er búið að ganga frá endur- sölunni. Við fáum beinharðan gjaldeyri, dollara,“ sagði Pétur. Bjarni V. Magnússon taldi ólík- legt að samþykkt yrði að selja alla skreiðina samkvæmt þessum samn- ingi. „Það getur vel verið að eitthvað — mjög gott verð, beinharður gjaldeyrir, segir Pétur Einarsson — ólíklegtað hægt verði að framkvæma samninginn, segir Bjarni V. Magnússon verði selt. En það eru ýmsar aðrar leiðir sem verið er að kanna. Það er enginn vandi að gera sölu- samning. En hvort hægt er að fram- kvæma hann er annað mál. Það er ólíklegt að hægt verði að fram- kvæma þennan samning," sagði Bjarni. -KMU Fólskuleg líkamsárásá AtlaDam lögmann — sjá bls. 8-9 • BorgarNATO varaflugvöll áíslandi? — sjá baksíðu • Kosningarnará Filippseyjum ámorgun — sjá bls. 10 Sigurdurheimt arrannsókn — sjá bls. 5 Bryndísvilleyða ellinniílitlu þorpiáítalfu — sjá Viðtalið bls. 11 Vorboðinn Ijúfi, rauðmaginn, er kominn á suðvesturhorninu. Verið var að selja glænýjan spriklandi rauðmaga á bryggjunni í Hafnarfirði í gær. Þetta er óvenjusnemmt því vanalega kemur rauðmaginn ekki fyrr en í mars/ apríl og þá oftast fluttur suður á bílpalli að norðan. Óvenjugóð / tíð og gott árferði á líklega sinn þátt í því að hægt er að veiða vorboðann fyrir sunnan. Það er Snorri Sveinsson á Hara HF 69 sem þarna er með hluta af veiði sinni. -A.Bj. DV-myndS. Kennarar boðaröskun skólahalds -sjábls.7 Grimmd, harka ogskítur ágötunum — sjá bls. 2 • Börnbruna- málastjóra flytjainn eldvarnir — sjá bls. 3 Erustórmenni íættinni? — sjá Tíðaranda bls. 34-35 Alltafmín heitastaóskað leika fyrir íslandshönd — sjáítarlegtviðtal við AmórGuð- johnsen bls. 22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.