Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.1986, Blaðsíða 35
DV. FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR1986 35 Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Ur grúskinu í útgáfuna Rætt við Þorstein Jónsson, ættfræðing og útgefanda „Ég rak mig á það í eigin ætt- fræðigrúski að ómögulegt var að vita hvað var þegar búið að gera án þess að það hafi nokkurn tíma komið fyrir almenningssjónir. Það liggja víða hálfköruð eða jafnvel fullunnin handrit að ættartölum sem mörgum væri hagur í að sjá. Tilgangurinn með stofnun Sögu- steins var að koma þessari vinnu á framfæri,“ sagði Þorsteinn Jóns- son, útgefandi hjá Sögusteini. Sögusteinn er eina bókaútgáfan hér á landi sem hefur útgáfu á ættfræði að sérsviði. Útgáfan hófst árið 1982 með útgáfu Ættarbókar. Síðan tók við útgáfa á ljósprentun- um þekktra handrita og prentaðra bóka sem orðnar voru mjög fágæt- ar. Síðastliðið haust voru kvíarnar enn færðar út með útgáfu á niðja- og búendatölum. Jafnframt var stofnað hlutafélag um útgáfuna þar sem menn, starfandi í prentiðnað- inum, gengu til liðs við Þorstein. Vaxandi umsvif „Þetta hefur lengst af verið hobbíútgáfa hjá mér,“ segir Þor- steinn. „Ritin voru flest smá þar til í haust að ráðist var í viðameiri ljósprentanir og tvær ritraðir með frumsömdu efni. Af þeim eru þegar komin út Húsatóftaætt og Gunn- hildargerðisætt og fleiri eru vænt- anieg. Þessi niðjatöl eru unnin í samvinnu við viðkomandi ættarfé- lög. Útgáfan hefur orðið stærri í sniðum með þessari samvinnu.“ - V erður þú var við aukinn áhuga á ættfræði nú síðustu árin? „Áhuginn er að vaxa mjög mikið, bara nú síðasta árið. Eg hef til dæmis verið með námskeið í ætt- fræði í Tómstundaskólanum. Þau hafa öll verið fullskipuð og ekkert lát á aðsókninni. Að hluta til má rekja áhugann til þess að útgáfa á ættfræðilegu efni hefur aukist mikið. Það gerir almenningi auðveldara fyrir að stunda þessi fræði. Þá er áberandi að ættfræðin er farin að ná meira til ungs fólks en lengi var. Þar kemur til að tengslin við stórfjöl- skylduna, sem áður bjó saman, hafa rofnað. Það er í þessu velferð- arkapphlaupi sem fjölskyldubönd- in hafa rofnað. Það blundar hins vegar í öllum að halda þeim. Ætt- fræðiáhuginn er viðleitni í þá átt- ina. Siðan er það ótvírætt að öll fjölskyldu- og ættartengsl eflast strax við útgáfu niðjatala, sérstak- lega þegar útgáfufyrirtækið vinnur með niðjunum." Komst i bækurnar hans afa - Nú vinnur þú sjálfur að ætt- fræðirannsóknum. Hvenær vakn- aði áhugi þinn á fræðunum? „Ég smitaðist af þessu á gelgju- skeiðinu og var, held ég, undan- tekning meðal jafnaldra minna þá. Áhuginn vaknaði við það að uppi á háalofti geymdi faðir minn mikið handritasafn sem faðir hans skrif- aði á árunum 1870 - 1880. Alls voru þetta um 70 bindi handskrifuð. Þesar bækur vöktu athygli mína og ég fór að spyrjast fyrir um þenn- an afa minn og langaði til að kynn- ast sögu hans betur. í kjölfarið fylgdu auðvitað ættfræðilegar spurningar sem fátt var um svör við. Ég byrjaði því að grúska sjálf- ur. Þannig má segja að tilviljum hafi valdið því að ég byrjaði. Síðan verður þetta að áráttu, því árátta erþað.“ - Hverjir eru það sem kaupa ættfræðirit? „Það eru tveir hópar sem kaupa þessar bækur. Annars vegar eru það áhugamenn um ættfræði al- mennt og hins vegar niðjarnir. Áhugamennirnir eru ekki stór hópur þánnig að án tilstyrks niðj- anna væri útilokað að standa í þessari útgáfu." - Hverjir semja niðjatölin sem þið gefið út? „Hluti af þessu er handrit sem þegar hafa verið unnin en ætt- fræðingarnir hafa látist frá. Eins höfum við samvinnu við ættfræð- inga um að taka saman niðjatölin. Enn er þetta á byrjunarstigi hjá okkur og við höfum enn ekki ráðist í útgáfu stórra niðjatala. Útgáfa þeirra er þó í undirbúningi." Kvenleggurinn öruggari - Ymsir vilja efast um áreiðan- leika ættfræðinnar. Er eitthvað að marka verk ættfræðinga? „Ættfræðirit án villna hefur aldr- ei verið skrifað. Margir halda því meira að segja fram að ættir verði aldrei raktar af neinu viti nema í kvenlegg. Hjá erfðafræðistofnun- um eru ættir raktar í kvenlegg og þykir nokkuð áreiðanlegt. Við- fangsefni þeirra er erfðafræðilegs eðlis. Ef litið er á ættfræðina út frá félagsfræðilegu sjónarmiði þá skipta þeir þættir miklu í félags- og sagnfræðilegum rannsóknum. Sem fræðigrein er ættfræðin hjálp- argrein þeirra. Þorsteinn Jónsson, bókaútgefandi í Sögusteini. Ættfræðin er sérgrein hans. DV-mvndGVA Islendingar hafa öllum þjóðum betri möguleika á að afla upplýs- inga um ættfræði. Forði okkar af kirkjubókum er meiri en aðrar þjóðir geta státað af og þær cru ásamt manntölunum aðalheimiid- irnar. En hvort prestarnir hafa fært inn réttar upplýsingar verður sjaldan sannað eða afsannað. l3að eru undantekningar ef öðrum frumheimildum er til að dreifa. Því má endalaust efast um niðurstöð- urnar ef menn vilja þaö heldur." -GK í tilefni þess að hlutfallslega hafa selst fieiri Singer sauma- vélar á íslandi en nokkru hinna Norðurlandanna, bjóða verksmiðjumar 50 Singer saumavélar á sérstöku „tilefnisverði“, sem enginn annar býður 2ja ára ábyrgð mimw &SAMBANDSINS ÁRMÚLA3 SÍMAR 6879(0-8(266 Kirsten Rydahl, einn fremsti sérfræöingur Singerjeið- beinir viðskiptamönnum Rafbúðarinnar um mögu- leika Singer, föstudaginn 7. febrúar kl.14-18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.